Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012
18.11.2012 | 17:46
Hér drýpur smjör af hverju strái!
Það er náttúrlega engum blöðum um það að fletta að framámenn bænda búa í hinni bestu af veröld. Allavegana ef marka má grein á leiðarasíðu nýjasta Bændablaðsins, sem hefst með þessum orðum:
"Maður spyr sig, býr nokkur þjóð betur? Því er meira en lítið undarlegt að hér á landi hafi minnihlutahópur náð því í krafti ríkisstjórnarsetu síðustu fjögur árin að leiða baráttu fyrir því að öllum þessum verðmætum verði komið undir stjórn Evrópusambandsins. Þó að fólk sem er blindað af glimmerglysinu í Brussel sjái ekki þá gríðarlegu möguleika sem Íslendingar eiga við að búa hafa útlendingar komið auga á það."
Síðar segir þetta: "Frægar eru deilurnar við kínverska kaupsýslumanninn út af kaupum og síðan mögulegri leigu á Grímsstöðum á Fjöllum. Kínverjar hafa fyrir löngu séð möguleikana sem hér er að hafa. Þeir horfa þar líka til þess að geta nýtt Ísland sem bækistöð fyrir afar umfangsmikla námuvinnslu sem er í uppsiglingu á Grænlandi. Nú hefur Howard Graham Buffet, elsti sonur hins heimsþekkta stóreigna manns Warren Buffet, sem af mörgum er talinn farsælasti fjárfestir 21. aldarinnar, einnig uppgötvað stórkostlega möguleika Íslands." (Okkur líður öllum betur!)
Og höfundur pistilisins heldur áfram: "Í það minnsta var það ekki áhuginn á fullveldisafsali Íslands til ESB sem rak hann til að skrölta á einkaþotu sinni hingað til lands í síðustu viku. Hann sér möguleikana í kornrækt hér á landi og hefur hug á að fjárfesta í landi og það engum smábleðlum. Hann skilur vel hugtakið fæðuöryggi og veit að korn mun stíga hratt í verði á komandi misserum. Þá getur eignarhald á kornökrum og gott aðgengi að orku verið eins og að hafa gullgerðarvél í bakgarðinum. Þarf virkilega útlendinga til að benda okkur á þetta."
Manni dettur í hug orðið ,,þjóðernisrómantík" með slatta af (þjóðernis)rembingi með. Grasið er ekki grænna "hinum megin" - það er grænast og best "okkar megin". Við þurfum heldur ekki að sækja vatnið yfirlækinn, vegna þess að við ERUM nánast lækurinn, eins og hann leggur sig!
Miðað við þetta hljóta íslenskir bændur að búa í einhverskonar draumaríki, þar gjaldmiðillinn er stöðugur og verðmikill, vextir og verðbólga eru með lægsta móti og engin er hún verðtryggingin!
Hér drýpur smjör af hverju strái og ekki einu sinni Norðmenn fá minnstu klípu af því. Því besta smjör í heimi tilheyrir okkur - og engum öðrum! Já, næstum íslenska súrefnið er miklu, miklu betra en annað súrefni! Því það er okkar.
Og fæðuöryggið er náttúrlega eitthvað sem Ísland á heimsmet í! Það bara liggur í augum uppi!
Hið ríkisrekna(?) Bændablað sér rautt yfir ESB, en á sama tíma er Evrópa sennilega mikilvægasti markaður fyrir þessa ESB-andsnúnu menn. Evrópa kaupir nánast allt af íslenskum bændum sem hægt er, meira að segja typpin af blessuðum karlkindunum!
En varla heitir það "tækifæri" ! Það hlýtur að vera eitthvað skelfilegt!
Ps. Eru ársreikningar Bændablaðsins á netinu? (Sjá athyglisverða grein sem tengist þessu).
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
17.11.2012 | 22:52
Bandaríkin fram af bjargbrúninni - verri staða en staða Evrópu?
Í þeim hremmingum sem gengið hafa yfir alheimshagkerfið síðan árið 2008 hefur mikið farið fyrir Evrópu í þeirri umfjöllun. Því verður ekki stungið undir stól hér að mörg ríki Evrópu glíma við alvarleg vandamál, en alls ekki öll. Í þeirri umræðu sem í gangi er, er mest rætt um nokkur ríki; Írland, sem þó er að ná sér verulega á strik, Grikkland, Portúgal, Spán og Ítalíu. Þessi lönd glíma við alvarlegasta vandann.
Sé hinsvegar farið yfir Atlantshafið, blasir við að staða Bandaríkjanna er einnig grafalvarlega. Bandaríkin skulda 16.000 milljarða dollara og búist er við að fjárlagahallinn verið um 8,7% á þessu ári, sem er mun meira heldur en í nokkru Evruríki.
Á næstu vikum stendur Barack Obama frammi fyrir mörgum erfiðum úrlausnarefnum í efnhagsmálum, sem geta haft mikla þýðingu fyrir Evrópu sem heild.
T.d. eru margar lagasetningar sem voru gerðar í tíð George Bush yngri að detta úr gildi, t.d. skattalækkanir sem hann stóð fyrir. Á sama tíma fara ýmsar sparnaðaraðgerðir hin opin bera í gang. Það er því útlit fyrir bæði hækkun skatta og auknar sparnaðaraðgerðir, sem gæti leitt til minnkandi hagvaxtar.
Vandamál Evrópu, eru nefnilega ekki bara vandamál Evrópu, myndin er flóknari en það.
16.11.2012 | 10:42
Ný stjórn Evrópusamtakanna
Á aðalfundi Evrópusamtakanna, sem haldinn var þann 15.nóvember var kosin ný stjórn samtakanna:
Formaður er Andrés Pétursson(skrifstofustjóri-gsm:6992522), en aðrir stjórnarmenn eru: G. Pétur Matthíasson(upplýsingafulltrú), Gunnar Hólmsteinn Ársælsson (framhaldsskólakennari), Sigrún Gísladóttir (fyrrum skólastjóri), Pétur Snæbjörnsson(atvinnurekandi) og Eva Einarsdóttir(borgarfulltrúi).
Varamenn eru: Guðmundur Hallgrímsson (lyfjafræðingur), Einar Kárason(rithöfundur) Sema Erla Serdar(verkefnastjóri).
Evrópumál | Breytt 20.11.2012 kl. 17:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2012 | 20:01
Árni Finnsson kosinn Evrópumaður ársins
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, tók í dag við nafnbótinni Evrópumaður ársins, fyrir árið 2011, á aðalfundi Evrópusamtakanna, sem haldinn var í húsnæði samtakanna Já-Ísland, sem Evrópusamtökin eru hluti af.
Árni hefur í fjölda ára fjallað um málefni sem tengjast náttúru og umhverfismálum, sem og Evrópumálum. Hann er því vel að nafnbótinni kominn.
Umhverfismál einn af mikilvægustu málaflokkunum sem ESB tekst á við (sem og öll heimsbyggðin), en miklar breytingar hafa orðið í þessum mála flokki á undanförnum árum og áratugum.
Á aðalfundinum flutti síðan Jóhann R. Benediktsson, fyrrum sýslumaður á Keflavíkurfulgvelli afar athyglisvert erindi sem hann kallaði ,,Schengen og alþjóðleg samskipti Íslands . Jóhann er núverandi framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins HBT.
Niðurstaða hans var sú að Ísland væri nánast berskjaldað án þáttöku í Schengen og að vinnubrögð, sem einu sinni hefðu verið ómarkviss og handahófskennd, væru nú þauskipulögð og fagmannleg.
Fór Jóhann vítt og breitt um þetta mikilvæga málefnasvið, enda mikill kunnáttumaður um málefnið og spunnust í kjölfar erindisins málefnalegar og skemmtilegar umræður.
Evrópusamtökin óska Árna til hamingju með nafnbótina og Jóhanni fyrir gott erindi.
Fyrir áhugasama er bent á nýja skýrslu Alþingis um Schengen. Í henni segir m.a. að með tilkomu Schengen ,,hafi orðið bylting hér á landi hvað varðar alþjóðlegt lögreglusamstarf.." og að ...,,þá hafi skapast áður óþekktir möguleikar til þess að fylgjast með erlendum ríkisborgurum hér á landi."
Í skýrslunni kemur einnig frama að ef Ísland myndi hætta í Schengen myndi það m.a. þýða upptöku landamæraeftirlits gagnvart Norðurlöndum, sem og úrsögn Íslands úr norræna vegabréfasamningnum.
Þá segir einig að allt samstarf milli Íslands og annarra Schengen-ríkja vegna glæpa á milli landamæra myndi einnig gjörbreytast og minnka. Úrsögn myndi einnig hafa áhrif á EES-samstarfið.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
14.11.2012 | 19:52
Vextir hækka, enn eina ferðina!
Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti í dag og er þeir nú komnir í 6%. Í frétt á vísir.is segir: "Stýrivextir hafa hækkað um nærri tvö prósentustig á rúmlega einu ári og eru nú sex prósent, en aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir að á meðan verðbólgan sé langt fyrir ofan verðbólgumarkmið þá verði vextir einnig háir."
Ennfremur segir: "Verðbólgan er enn yfir 2,5 prósent markmiði seðlabankans, en í október mældist hún 4,2 prósent á ársgrundvelli. Spá seðlabankans gerir ráð fyrir að markmiðið náist árið 2014. Þá er gert ráð fyrir minni hagvexti á þessu ári en fyrri spár gerðu ráð fyrir, eða 2,5 prósent, en á næsta ári gerir spá bankans ráð fyrir þrjú prósent hagvexti."
Svo segir: "Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir að verðbólgan sé enn of há hér á landi miðað við víðast hvar annars staðar í heiminum, og því sé vaxtastigið að sama skapi hærra, en óvissa sé ávallt fyrir hendi þegar kemur að gengi krónunnar."
Þetta er athyglisvert: ....,,óvissa sé ávallt fyrir hendi þegar kemur að gengi krónunnar." Sem er í höftum!
Hver lengi getur þetta gengið svona?
14.11.2012 | 18:33
REFF: Evrópsk kvikmyndahátíð 16 - 25.nóvember
Um daginn var það RIFF (Reykjavik International Film Festival) en nú er komið að REFF, Reykjavik European Film Festival. Í boði eru fjölmargar krassandi myndir frá Evrópur. Í tilkyningu segir:
"Evrópskir kvikmyndagerðarmenn halda áfram að vera fremstir meðal jafningja þegar kemur að frábærum og áhugaverðum kvikmyndum. Evrópsku kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, sem fram fer í Bíó Paradís dagana 16.-25. nóvember, er ætlað að gefa þverskurð af því besta sem álfan hefur uppá að bjóða í bíói á síðustu misserum."
Hátíðin skiptist í fjóra hluta;
Nýjar evrópskar myndir
Myndir tilnefndar til Lux verðlauna Evrópuþingsins
Myndir sem fjalla um kynbundið ofbeldi (sýndar í samstarfi við UN WOMEN)
Þagnarþríleikur Theo Angelopoulos (Grikkland)
Alls eru sýndar 11 nýjar og nýlegar myndir á hátíðinni auk hinna
þriggja eldri mynda Theo Angelopoulos sem lést fyrr á árinu. Friðrik Þór
Friðriksson leikstjóri mun minnast Angelopoulos sérstaklega á hátíðinni.
Hátíðin er haldin í samvinnu Evrópustofu upplýsingamiðstöðvar ESB,
Sendinefndar ESB á Íslandi og Bíó Paradísar. Smærri útgáfa hátíðarinnar
verður haldin á Akureyri í byrjun desember á vegum Kvikmyndaklúbbs
Akureyrar."
Krækja inn á vef hátíðarinnir er hér.
13.11.2012 | 19:05
Engar undanþágur, ha?
Á RÚV segir: "Öll ríkin sem gengið hafa í Evrópusambandið á síðustu árum hafa fengið undanþágu í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum, segir yfirmaður sendinefndar ESB á Íslandi. Stefna Íslands í þessum málaflokkum samræmist ekki stefnu Evrópusambandsins."
Síðar segir: "Henrik Bendixen, yfirmaður Evrópusviðs hjá sendinefnd ESB á Íslandi kynnti skýrsluna og hann segir að Ísland eigi eftir að setja fram kröfur sínar í þessum málaflokkum. Ef semja þurfi um undanþágur á einhverjum sviðum þá verði það gert. Þetta séu raunverulegar samningaviðræður. Öll 12 aðildarríkin, sem gengið hafa í ESB að undanförnu, hafi fengið undanþágur og það sé að sjálfsögðu opið gagnvart Íslandi líka. Hann geti þó ekki fullyrt um það nú hvaða undaþágur Ísland geti fengið."
Nei-sinnar hamra á því að engar undanþágur séu í boði. Reynslan sýnir þó annað!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
13.11.2012 | 18:44
Of Monsters and Men fær verðlaun frá ESB
13.11.2012 | 16:49
DV: Sorgarsaga íslensku krónunnar
DV birti þann 12.11 ítarlega umfjöllun um gjaldmiðilsmál undir fyrirsögninni Sorgarsaga íslensku krónunnar. Þar fer farið yfir umræðuna um gjadlmiðilsmálin, en eins og kunnugt er kom út mikil skýrsla Seðlabankans um gjaldmiðilsmál. Þar eru kostirnir aðeins tveir: Að halda í krónuna eða taka upp Evru.
Í frétt DV segir:
"Ýmsar aðrar hugmyndir hafa þó verið ræddar eins og einhliða upptaka Kanadadollars eða danskrar eða norskar krónu. Um miðjan september kynnti Seðlabankinn rúmlega 600 blaðsíðna skýrslu um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum.
Ein stærsta spurningin er líklega sú hvernig Íslendingar ætli sér að losna við gjaldeyrishöftin umræðan um mögulegar leiðir verður líklega hávær í komandi alþingis kosningum sem fara fram í maí á næsta ári.
Íslendingar þekkja vel gjaldeyrishöft enda voru þau við lýði hérlendis allt frá árinu 1931 til 1960 og voru ekki að fullu afnuminn fyrr en íslenska krónan var sett á flot í mars árið 2001. Segja má að höftin hafi þó að mestu verið afnumin með stofnun gjaldeyris markaðar árið 1993 og EES-samningnum sem tók gildi árið 1994 með tilkomu fjórfrelsisins sem kveður meðal annars á um frjálst flæði fjármagns. Íslendingar hafa því einungis verið með haftalausa krónu í rúm sjö ár síðustu 80 árin.
7,4 prósenta ársverðbólga var að meðaltali frá því að krónan var sett á flot í mars 2001 og þar til að sú tilraun endaði með banka- og gjaldeyriskreppu innan við átta árum seinna sem getur vart talist góður árangur. 28. nóvember 2008 voru fyrstu lög um gjaldeyrishöft sett á Alþingi. Kostnaður Íslendinga vegna haftanna hefur frá þeim tíma stöðugt aukist."
Í frétt DV kemur meðal annars fram að við aðild og upptöku Evru væri hægt að spara 33 milljarða vegna gjaldeyrisforðans, að vextir myndu lækka og að utanríkisviðkskipti Íslands við Evru-svæðið myndu aukast um 4-11%. Og að verðbólga myndi lækka.
Þetta er STÓRA málið! Á meðan nota Íslendingar MINNSTA sjálfstæða gjaldmiðil í heimi - sem er bæði með axlabönd og belti.
12.11.2012 | 18:32
Aðalfundur Evrópusamtakanna næstkomandi fimmtudag
Minnum á aðalfund Evrópusamtakanna, næstkomandi fimmtudag:
Sjá hér: http://www.evropa.is/2012/10/30/a%c3%b0alfundur-evropusamtakanna-2/
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir