Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012

Verðum að bregðast við breytingum á norðurslóðum

Gunnar Hólmsteinn ÁrsælssonGunnar Hólmsteinn Ársælsson, stjórnarmaður í Evrópusamtökunum, skrifaði grein um málefni norðurslóða á vef samtakanna Já Ísland. Greinin birtist hér með leyfi höfundar.

-------------- 

Séu orðin „Kínverjar“ og „Grænland“ slegin inn í hina margfrægu leitarvél Google koma upp fyrirsagnir á borð við „Kínverjar seilast til áhrifa á Grænlandi,“ „Kínverjar með augastað á Grænlandi“ eða „Kínverjar vilja hraða námuvinnslu sinni á Grænlandi.“  Í frétt um hið síðastnefnda segir: „Fjölmenn kínversk sendinefnd með auðlindaráðherra landsins í broddi fylkingar er nú stödd á Grænlandi. Þar ræða Kínverjarnir við grænlenska ráðamenn um starfsemi kínverskra námufyrirtækja í landinu en þeir vilja hraða framkvæmdum við ýmis námuverkefni.

Fimm kínversk námufyrirtæki hafa sótt um vinnsluleyfi á Grænlandi en þar ætla þau m.a. að vinna járn, gull, blý, kopar og sjaldgæfa jarðmálma.

Ekki eru allir Grænlendingar hrifnir af Kínverjunum og þannig hefur dregist verulega að eitt af námufyrirtækjunum hefjist handa við stærstu járnnámu sem fundist hefur á Grænlandi.“ (FRBL/Vísir.is, 27.apríl 2012).

En hvers vegna eru Kínverjar komnir alla leiðina til Grænlands? Jú, hin gríðarstóra kínverska efnhagsmaskína þarf hráefni og það er nánast sama hvar þau er að finna, Kínverjar sækja þau, hvert á land sem er. Sama hvort um er að ræða Angóla eða Grænland.

Síðan þarf að flytja allt heila klabbið og þar kemur Atlanshafið og Norðurslóðir til sögunnar. Svæðið norður af Íslandi er að verða „heit kartafla“ í strategískum skilningi. Með opnun siglingaleiða í gegnum Norðurpólinn mun hafsvæðið í kringum Ísland gerbreyta um „karakter“ ef þannig má að orði komast. Siglingar munu að öllum líkindum stóraukast, stór og gríðarlega öflug skip munu fara þar í gegn á leið frá Evrópu til Asíu og öfugt, að ógleymdum Bandaríkjunum.

Í skýrslu sem utanríkismálaskrifstofa ESB gaf út í lok júni á þessu ári segir að í kringum árið 2050 verði opið í gegnum norðurskautið, að minnsta kosti að sumri til. Þar kemur einnig fram að árin 2005-2010 hafi verið þau fimm heitustu á þessu svæði.

Greinilegt er að innan ESB taka menn þessi mál mjög alvarlega og í skýrslunni segir að um sé að ræða gríðarlega viðkvæmt svæði, þar sem búi um fjórar milljónir manna, þar af svokallaðir frumbyggjastofnar.

Í skýrslunni segir einnig að ESB hafi breytt forgangsröðun vegna þessara mála, til að meðal annars takast á við áskoranir á sviði umhverfisbreytinga, orkumála, fæðuöryggis og lýðfræðilegra breytinga. Stuðla á að auknum rannsóknum til þess að afla upplýsinga, svo hægt verði að vanda ákvarðanatöku.

En hvað með Ísland? Hvernig er Ísland í stakk búið til að takast á við áskoranir, sem eru e.t.v. nokkra áratugi fram í tímann? Ef við leyfum okkur að hugsa nokkra áratugi fram í tímann (eins og sagt er að Kínverjar geri!) eru þá til einhverjar hugmyndir um það, jafnvel áætlanir, hvernig þessi 320.000 manna þjóð (árið 2012) ætlar að taka á þessu stóra verkefni?

Alþingi Íslendinga samþykkti í mars í fyrra þingályktun um „stefnu Íslands í málefnum norðurslóða.“

Í henni er rætt um að efla og styrkja Norðurskautsráðið, tryggja stöðu Íslands sem strandríkis, að efla skilning á hugtakinu „norðurslóðir,“ byggja á hafréttarsáttmálum Sameinuðu þjóðanna, styrkja samstarf við Grænland og Færeyjar (er Kína inni í því þá?), styðja réttindi frumbyggja, vinna gegn loftslagsbreytingum, gæta öryggishagsmuna, að auka þekkingu og innlent samráð um málefni norðurslóða og svo framvegis.

Það er gott að Ísland sé búið að mynda sér stefnu. Þó hún sé ekki nema 12 atriði. Mjór er margs vísir, segir jú máltækið.

En það sem er vert að velta fyrir sér, er það hvort landið hafi efnhagslega burði til þess að framkvæma og innleiða þessa stefnu?

Væri e.t.v. betra að sækjast eftir auknu samstarfi við ESB á þessu sviði og þannig verða aðili að öflugasta starfi á þessu sviði á heimsvísu? ESB er öflugasti aðilinn á heimsvísu, sem berst gegn loftslagsbreytingum. Þær eru viðurkenndar sem staðreynd þar á bæ, en ekki dregnar í efa, eins og t.d. af áhrifmiklum mönnum í Bandaríkjunum.

Í skýrslunni sem vitnað er í hér að fram segir að ESB sé reiðubúið að auka samstarf við þá aðila sem málið snertir.

Fari svo að Ísland verði aðili að ESB, er hér að mínu mati komið eitt sviðið, þar sem Ísland gæti leikið lykilhlutverk í framtíðinni. Í góðu samstarfi við aðrar þjóðir sem málið snertir. Hitt er sjávarútvegur,  verndun og skynsamleg nýting fiskistofna. Um það verður ekki rætt frekar í þessari grein.

Hvort tveggja eru þetta hinsvegar atriði sem skipta eyjuna úti í miðju Atlantshafi gríðarlegu máli. Breytingarnar eru að gerast og við verðum að bregðast við þeim. Of seint í rassinn gripið, verður einfaldlega of seint í rassinn gripið! Látum það ekki henda okkur. Hugsum langt fram í tímann, að hætti Kínverja


Fengitími!

Það má varla á milli sjá hvort er meira bændablað, Morgunblaðið eða Bændablaðið. Um síðustu helgi var heil opna í Morgunblaðinu helguð hrútum og á undan umfjölluninni var heillar opnu auglýsing um mjólkurvörur frá MS.

Í "hrútaúttekt" Morgunblaðsins var fjallað m.a. um Stakk frá Kirkjubóli, Blakk frá Álftavatni og Kjark frá Ytri-skógum. Aðalgreinin fjallaði samt um að hrútar landsins, eiga nú "annatíma fyrir höndum" skv. Morgunblaðinu - fengitíminn er s.s. að fara í hönd og þá er hamagangur í öskjunni hjá hrútum landsins!

Og þetta þarf hinn borgaralegi fjölmiðill, Morgunblaðið, að sjálfsögðu að taka fyrir og fjalla um, með næstum vísindalegri nákvæmni.

Eiginkona ritara, rak augun í þetta einn morguninn og trúði vart sínum eigin augum: "Hvað kom fyrir Morgunblaðið," sagði hún og var næstum búin að hella öllum kaffibollanum yfir sig!

En upphaflega átti þessi færsla ekki að fjalla um þetta, heldur geðslag bænda, sem gengu víst á á dyr á fundi með samninganefnd Íslands gagnvart ESB um landbúnaðarmál. Skyndilegt brotthvarf bænda átti sér stað þegar upplýst var á fundinum að ekki yrði farið eftir kröfu Bændasamtakanna varðandi tollamál, eða eins og segir í frétt á vef Neytendasamtakanna, sem bændablaðið, afsakið Morgunblaðið segir frá og tekur beint úr frétt Neytendasamtakanna:

"Nýlega gengu fulltrúar bænda út af fundi starfshóps sem er að móta samningsafstöðu Íslands í aðildarviðræðum við ESB um landbúnaðarmál. Ástæðan er sú að formaður starfshópsins upplýsti að í samningsafstöðu Íslands verði ekki krafist áframhaldandi tollverndar fyrir landbúnaðarvörur frá ESB-löndum." (Gæsalappir vantar í frétt Morgunblaðsins)

Þetta kallast á mannamáli að fara í fýlu.

Við þessari umfjöllun Neytendasamtakanna (sem eru bara segja að frá staðreyndum) bregst einn helsti forsprakki Nei-sinna með því að stimpla samtökin sem "deild í Samfylkingunni" og fær þar með útrás fyrir botnlausa vanþóknun og jafnvel hatur sitt á Samfylkingunni. Eru Nei-samtök Íslands meira á móti ESB eða Samfylkingunni. Það má vart á milli sjá!

Bændur fara í fýlu og það er hrútalykt af Morgunblaðinu. Það er margt skrýtið í henni veröld!


Límingarnar að fara vegna ESB?

BúmmSumir eru hreinlega alveg að fara á límingunum yfir ESB-málinu og minnir þetta æ meira á einhverja gamaldags "kaldastríðsparanoju" (afsakið slettuna).

Í kostulegri frétt sem birtist á Smugunni krefst Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknar, að hreinsað verði til í ákveðinni háskólastofnun!

Æi, hvað þetta er eitthvað brjóstumkennanlegt.

"Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, krafðist þess á Alþingi í morgun að þrír einstaklingar segðu sig úr stjórn Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Ástæðuna sagði Gunnar vera þá að þeir ynnu að inngöngu Íslands í ESB.

Gunnar tók til máls á Alþingi undir liðnum „umræður um störf þingsins“. Hann að nýlega hefðu samtök með heitinu „Þjóðráð“ sóst eftir því að halda málþing með Alþjóðastofnun háskólans, en því hefði verið hafnað."

Hvað næst? Ritskoðun? Maður bara spyr!


Elliglöp eða "réttar útgáfur" af sannleikanum?

Stundum virðist vera svolítið erfitt fyrir suma fjölmiðla að fara algerlega satt og rétt með, þó það sé í sjálfu sér skylda (allavegana) alvöru fjölmiðla. Virðist þetta sér í lagi eiga við umfjöllun um Evrópumál.

Á Evrópuvefnum er athygLisverð spurning frá formanni Evrópusamtakanna, Andrési Péturssyni um frétt sem birtist í Morgunblaðinu fyrir skömmu:

"Í Morgunblaðinu birtist nýlega frétt um að Evrópusambandið hefði bannað ensku fyrirtæki að greiða hærra tímakaup en lágmarkslaun. Er þetta rétt?"

Í svari Evrópuvefisins segir:

"Eftir því sem Evrópuvefurinn kemst næst er frétt Morgunblaðsins að mestu rétt. Á hinn bóginn er ekki alveg rétt farið með efni hennar í spurningunni hér að ofan. Þannig hafa engar fréttir verið sagðar af því að Evrópusambandið hafi bannað ensku fyrirtæki að greiða hærra tímakaup en lágmarkslaun heldur hafi bresk stjórnvöld varað við því að hugsanlega brjóti það í bága við löggjöf Evrópusambandsins að setja sem skilyrði í samninga um opinber innkaup að fyrirtæki borgi starfsmönnum sínum það sem kallað er lífvænleg laun.


***

Í spurningunni hér að ofan er vísað til fréttar sem birtist á vefsíðunni Mbl.is þann 5. nóvember síðastliðinn undir fyrirsögninni Hærri laun hugsanlega lögbrot. Fréttin hefst á þessum orðum:

Bresk stjórnvöld hafa varað Boris Johnson, borgarstjóra London, við því að stefna hans að greiða starfsmönnum borgarinnar laun í samræmi við það sem teljist mannsæmandi brjóti hugsanlega í bága við löggjöf Evrópusambandsins. Hafa þau lagt fram tvö lögfræðiálit þess efnis samkvæmt fréttavef Daily Telegraph.

Vísindavefurinn heldur svo áfram sínu svari:

Þetta er að mestu leyti í samræmi við það sem fram kemur í frétt á vefsíðu Daily Telegraph frá sama degi, að því undanskildu að í frétt Morgunblaðsins er öllu sleppt sem er ætlað að útskýra málavexti." (Leturbreyting ES-bloggið) 

aha...."öllu sleppt sem ætlað er að útskýra málavexti" !

Þetta er klassískt bragð til villa um fyrir lesendum - skilja þá eftir með þá útgáfu af málinu sem Morgunblaðið vill koma á framfæri - segja bara hálfan sannleikann.

Morgunblaðið verður 100 ára gamalt á næsta ári - eru þetta elliglöp eða bara viljandi verið að gefa út "réttar útgáfur" af sannleikanum?


Kolbeinn Árnason: Hyggjumst tryggja varanlega hagsmuni Íslands í málefnum sjávarútvegs

Kolbeinn-ÁrnasonÍ sérblaði um sjávarútveg, "Sóknarfæri" sem kom nýlega út, er fjallað um íslenskan sjávarútveg. Þar er m.a. að finna fróðlegt viðtal við Kolbein Árnason, sem er formaður samninganefndar um sjávarútvegsmál í aðildarviðræðum Íslands við ESB.

Í viðtalinu segir Kolbeinn að markmið með allri þeirri vinnu sem fram fer í sambandi við sjávarútvegsmálin miði að einu: ,,Að tryggja hagsmuni Íslands í sjávarútvegsmálum," segir Kolbeinn.

Nei-sinnar þessa lands hamast á því eins og rjúpan við staurinn að alls ekki sé hægt fyrir Ísland að fá neinar varanlegar undanþágur (á neinu sviði!) í samningaviðræðum við ESB.

Fyrrverandi ráðherra sjávarútvegsmál, Jón Bjarnason var sennilega rétt nýstiginn út af fundi um þessi mál í Brussel í vikunni, þegar hann sagði við Morgunblaðið, (sem berst hatrammlega gegn ESB-aðild) að Ísland gæti ekki fengið neinar undanþágur.

En hvað segir Kolbeinn um þetta mál í sérblaðinu um sjávarútveginn? Hann er spurður um það hvort Ísland geti fengið sérlausn í sjávarútvegsmálum:

,,Já, ég tel svo vera. Staðreyndin er sú að íslenska efnahagslögsagan liggur ekki að lögsögu neins ríkis inna ESB...Langstærstur hluti af okkar aflaverðmæti kemur úr staðbundnum stofnum sem aðeins eru innan íslenskrar lögsögu og við stýrum án aðkomu annarra."

Síðar segir Kolbeinn: "Í öðru lagi er staðreyndin líka sú að ESB hefur aldrei áður samið við land sem er nálægt því að vera jafnháð sjávarútvegi. Það skapar okkur sérstöðu sem við byggjum á í samningaviðæðunum."

Fram kemur í viðtalinu að 12% af landsframleiðslu Íslands kemur úr hafi, en aðeins 01% innan ESB! Hvaða hagsmuni hefði ESB af því að trufla þessa undirstöðugrein íslensks efnahagslífs? Nánst enga, er hægt að fullyrða. Þvert á móti hefur ESB sterka hagsmuni af því að lát okkur sjálfum eftir umönnun auðlindarinnar, í því erum við, Íslendingar sérfræðingarnir! Einnig er vert að minnast á það að ESB hefur grandskoðað íslenska kerfið með endurskoðun sjávarútvegskerfis ESB í huga (sú vinna stendur yfir). Þá kemur einnig fram að verði af aðild, verði Ísland stærsta sjávarútvegsríki ESB og að það sé einnig styrkur í samningaviræðunum.

Í lok viðtalsins undirstrikar Kolbeinn að aðildarsamningur sé ígildi grundvallarsáttmála ESB og hafi undanþágur fengist sé mjög erfitt að snúa þeim við. Það gerist t.d. aðeins með samþykki Íslendinga. ,,Því er mikilvægt að hagsmunir okkar séu tryggðir í þeim samningi. Okkar markmið er að tryggja varanlega hagsmuni Íslands í þessum viðræðum og það hyggjumst við gera," sagði Kolbeinn að lokum.

Þess má geta að í frétt á RÚV að loknum sama fundi og Jón Bjarnason var á sagði stækkunarstjóri ESB, Stefan Füle, að tími væri kominn fyrir Ísland að "sýna spilin" í sambandi við stærstu málaflokkana, en þar eru sjávarútvegsmálin, sennilega það stærsta.

En þau "spil" eru kannski einmitt þau sem Kolbeinn segir hér: "Að tryggja varanlega hagsmuni Íslands" á sviði sjávaútvegsmála. Þetta er stórt "spil" !

En Nei-sinnarnir berja höfðinu við steininn og garga í sífellu "engar undanþágur", "engar undanþágur" ! eins og í ævintýrinu um úlfinn vonda. Vangeta þeirra til málefnalegrar umræðu er sláandi!

Náist þau markmið sem Kolbeinn ræðir er það nánsat borðleggjandi að ENN FLEIRI SÓKNARFÆRI  skapist á sviði íslenskra sjávarútvegsmála! Á það vilja hinsvegar örfáir innlendir aðilar loka dyrunum!


Smá upprifjun

ESBEitt sem er svo skemmtilegt við okkur manneskjurnar er að við getum rifjað upp hluti, notað minnið með virkum hætti. Þá er t.d. hægt að rifja þetta upp til gamans:

"Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, hvetja til þess í grein sem birt er í Fréttablaðinu í dag að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið og að ákvörðun um inngöngu verði undir þjóðaratkvæði."

Svo segir: "Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, hvetja til þess...að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið og að ákvörðun um inngöngu verði borin undir þjóðaratkvæði."

Þetta stóð s.s. í Morgunblaðinu þann 13. desember 2008.

Í fréttinni segir ennfremur  að...."sú ákvörðunin megi þó ekki eingöngu snúast um gjaldmiðilsmál heldur þurfi að kanna málið frá öllum hliðum."

Þá kemur einnig fram að þeir Illugi og Bjarni ...."telji hins vegar að til lengri tíma muni krónan reynast Íslendingum fjötur um fót og að þær aðstæður sem skapast hafi kalli á að ráðist verði í aðildarviðræður og að í kjölfar þess taki þjóðin ákvörðun um málið."

En Bjarna var ekki stætt á þessari skoðun, sérstaklega í ljósi þess að ákveðnum stað er ákveðinn maður í ákveðnum stól, með ákveðnar skoðanir í þessu máli. Og þær bara passa alls ekki við skoðun Bjarna á þessum tíma. Og því fór kannski sem fór?

Ps. Annars er sjálf frétt MBL ákaflega hroðvirknislega unnin.


Óðinn í Viðskiptablaðinu um (meðal annars) gjaldmiðilsmál

Pistlahöfundurinn "Óðinn" á Viðskiptablaðinu skrifar þann 21.11 pistil um peningastefnu, fasteignabólur og fleira. Í pistlinum er að finna nokkra áhugaverða punkta um gjaldmiðillsmál, kíkjum á nokkra:

"Með gjaldeyrishöftunum er Ísland ekki lengur hluti af alþjóðlegri verkaskiptingu og öll fjárfesting og viðskipti eiga sér stað í gjaldmiðli sem er ekki skiptanlegur í alþjóðlegar myntir. Viðskiptaákvarðanir á Íslandi taka mið af arðsemi í íslenskum krónum en ekki framboði og eftirspurn á heimsmarkaði. Hagkerfið leitar því smám saman jafnvægis sem byggist á óskhyggju valdsmanna en fjarlægist efnahagslegan raunveruleika."

"Sjálfsblekkingin er þó ekki ný af nálinni í íslenskri hagstjórn heldur er hún eðli þeirrar peningamálastefnu sem hefur verið rekin stærstan hluta þess tíma sem við höfum haft sjálfstæða peningastefnu. Talsmenn fljótandi gengis halda því fram að Ísland geti unnið á móti hagsveiflum með því að láta gengið sveiflast eftir því hvernig árar í hagkerfinu. Reynslan hefur að vísu verið sú að sveiflur krónunnar hafa magnað upp hagsveiflur fremur en að milda þær, en ímyndum okkur að þetta væri hægt. Væri þetta þá jafn æskilegt og talsmenn fljótandi gjaldmiðils segja? Svarið er nei því hagkerfið er ekki ein eining heldur mörg mismunandi fyrirtæki. Með því að gengið sveiflast eftir meðaltalinu eða sterkustu atvinnugreininni þá bjagast hlutfallslegt verð í hagkerfinu í stað þess að þau fyrirtæki sem illa árar hjá lagi sig að breyttum kringumstæðum."

"Afleiðingin af fljótandi gengi og losaratökum í ríkisfjármálum hefur verið langvarandi verðbólga. Ef fyrsti áratugur þessarar aldar er skoðaður sést að peningamagn í umferð jókst langt umfram hagvöxt, hins vegar tókst að fela verðbólguna með því að gengi gjaldmiðilsins var spennt upp með háum vöxtum. Hátt gengi gjaldmiðilsins lækkaði innflutt vöruverð og kom þannig í veg fyrir að almenningur áttaði sig á því að það var verið að rýra verðgildi peninga hans."


Ásmundur Einar úti að aka!

Andrés PéturssonÞeir Andrés Pétursson (mynd), formaður Evrópusamtakanna og Ásmundur Einar Daðason, þingmaður og formaður samtaka Nei-sinna, mættust á Bylgjunni þann 20.nóvember og ræddu Evrópumálin (í síma-ekki stúdíósamtal).

Þar bar margt á góma, en tíminn var að sjálfsögðu of stuttur fyrir þetta mikilvæga mál, sem, Ásmundur Einar vill draga til baka.

Hann er nefnilega einn af þeim mönnum hér á landi sem vill taka af þjóðinni þann rétt að fá að kjósa um málið, að fá að kjósa um aðildarsamning, þegar hann liggur fyrir! Lýðræðisástin er mikil!

Samtal Andrésar og Ásmundar barst að EES-samningnum, sem Ísland er aðili að. Í honum felst að Ísland þarf að taka upp lög og reglur frá ESB, sem eiga við hér á landi. Ísland hefur hinsvegar ekkert um setningu þessara laga að segja.

Í viðtalinu fullyrti hinsvegar Ásmundur að Ísland gæti hæglega haft áhrif á setningu, án þess þó að útskýra það! Sem er nokkuð dæmigert fyrir málflutning Nei-sinna.

Ásmundur er hinsvegar alveg úti að aka í þessu - staðreyndin er sú að Ísland hefur hverfandi lítil áhrif á þetta. Ísland á engan rétt á setu á þeim fundum þar sem þessi lög eru samin, vegna þess að landið er ekki aðili að ESB.

Norðmenn gáfu nýlega út þykka skýrslu um EES-samninginn, þar sem ÞETTA ATRIÐI, er einmitt nefnt sem einn stór galli við EES-samninginn. Í frétt frá Aftenposten.no segir: "Norske politikere er ikke representert i de beslutningsprosessene som får direkte betydning for Norge....Norge har ingen mulighet til å påvirke EUs politikk."

Á íslensku þýðir þetta: Norskir stjórnmálamenn eru ekki með (fulltrúar) í þeim ákvörðunum sem hafa beina þýðingu fyrir Noreg....Noregur hefur enga möguleika til þess að hafa áhrif á stefnu ESB." Á fleiri stöðumí fréttinni er þetta undirstrikað enn frekar!

Veit Ásmundur Einar þetta ekki? Og hvernig ætlar hann þá að breyta þessu? Vill hann gera einhvern sér samning við bandalag sem hann er hvetja til að umsókn að verði dregin til baka? Eða vill hann kannski segja upp EES-samningnum, sem almennt samþykki er um að hafi gagnast landinu vel? En er með þennan "demókratíska" galla fyrir Ísland og hin EES-ríkin, Noreg og Lichtenstein.

Þetta er alveg með ólíkindum!

Það er nauðsynlegt að ræða ESB-málið af skynsemi, en ekki með einhverjum fullyrðingum, sem síðan standast bara ekki skoðun!

(Feitletrun: ES-bloggið)


Bowling alone með IceWise?

Bowling aloneLesandi góður: Þú kannski fattar bara ekkert hvað þessi fyrsirsögn þýðir, en við ætlum að reyna að útskýra!

Stofnaður hefur verið einhver félagsskapur sem heitir IceWise og útleggst á íslensku sem Þjóðráð. Félagið stendur fyrir einhverskonar innflutningi og fyrsta "innflutningsvaran" kom að sjálfsögðu frá Evrópu.

Það var þingkona frá breska þinginu, frá einu af hverfum London, Vauxhall (Vúxhall) á Englandi, Kate Hoey, sem Þjóðráð flutti inn, enda s.s. alveg þjóðráð!

En Kate þessi vill ólm og uppvæg efna til atkvæðagreiðslu í Bretlandi um aðild landsins að ESB. Sem t.d. myndi væntanlega leiða til þess að allar breskar vörur til og frá Evrópu myndu fá á sig allskyns tolla að nýju!

Hvað um það, fundurinn fór fram í Keiluhöllinni. Ekki vitum við hve margir voru á fundinum, en óneitanlega leitar hugurinn til bókar Roberts Putnam: Bowling alone!

Það var kannski skroppið í keilu eftir fund, enda þjóðráð!

Í þessari grein kemur fram að það yrði "efnhagslegt stórslys" ef Bretar segðu sig frá ESB! Að segja sig úr ESB? Varla þjóðráð fyrir Breta!

Hugsmiðjan Open Europe (en toppurinn þar, Mats Persson, var einmitt fluttur inn af öðrum Nei-sinnum um daginn) birti fyrr í sumar samantekt um þetta mál, þar sem segir að brotthvarf Breta úr ESB myndi vekja fleiri spurningar en brotthvarfið myndi svara:

"While acknowledging that the cost of EU membership remains far too high, the EU continues, on a purely trade basis, to be the most beneficial arrangement for Britain.....there is no clear-cut or easy option for the UK outside the EU. If Britain chose to leave tomorrow, it would raise more questions than answers, and contrary to popular belief, still require complex negotiations with and approval from other European governments.”

"Membership of the EU customs union, and the free movement of goods, remains a benefit to UK firms exporting to the EU. The UK has been instrumental in developing the Single Market in goods and promoting EU enlargement, which has helped to generate new markets, increased competition and reduced costs.

The EU remains by far the biggest destination for UK trade in goods...There is a value to the UK’s ability to influence not simply the terms of trade but also EU foreign policy and enlargement....EU membership remains the best option for the UK."

Þetta kemur frá mönnum sem Nei-sinnar eru að flytja inn! Þvílík snilld!


Evrópa, Evran og allt það!

Á vefnum hjá Já-Íslandi stendur: "Í hádeginu, milli klukkan 12 og 13, miðvikudaginn 21. nóvember fer fram opinn fundur í fundarsal Þjóminjasafns Íslands um áhrif evrukrísunnar í víðu samhengi.

Þó að efnahagskrísan í Evrópu hafi mest áhrif á löndin sem taka þátt í myntsamstarfinu þá vakna engu að síður spurningar um framtíð Evrópusambandsins alls í kjölfarið. Hverjar verða breytingarnar til lengri tíma litið? Mun Evrópa læra af mistökunum og finna leiðir til nánara samstarfs eða mun álfan veikjast til frambúðar? Hvaða þýðingu hefur efnahagskrísan fyrir framtíð Evrópu í alþjóðasamfélaginu og munu samskiptin við valdamikla gerendur á alþjóðasviðinu breytast?

Dr. Andrew Cottey er Jean Monnet prófessor í Evrópufræðum við Cork háskólann á Írlandi. Hans sérsvið er varnar- og öryggismál. Hann kemur oft til Íslands sem gestakennari og hefur sömuleiðis iðulega haldið erindi á opnum málstofum á vegum Alþjóðamálstofnunar Háskóla Íslands.

Fundarstjóri er Alyson Bailes, stjórnarformaður Alþjóðamálstofnunar Háskóla Íslands. Fundurinn fer fram á ensku."


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband