Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012
Ofurráðherrann, Steingrímur J. Sigfússon (er með fjóra ráðherratitla!), tjáir sig um Evrópumálin í Fréttablaðinu þann 22.8 og segir þar meðal annars að nýjustu upplýsingar um makrílinn og hegðun hans við Íslandsmið, geti mögulega styrkt samningsstöðu Íslands, gagvnart ESB. Á þá að hlaupa til og hætta við, eins og sumir í VG vilja?
Þá segist hann ekki vilja ræða ESB-málið með upphrópunum, eins og mönnum (einnig úr hans eigin flokki, VG) er svo tamt að gera. Þetta er gott hjá honum, það verður að ræða málið af skynsemi.
Það er engin ástæða til þess að menn fari á límingunum vegna ESB-málsins, nær væri að æsa sig yfir t.d. gjaldeyrishöftum og öðrum ófagnaði í íslensku efnahagslífi, sem kostar almenning og fyrirtæki hrikalegar fúlgur!
Forsætisráðherra Finnlands, segi það ekki möguleika ("not an option") fyrir Finnland (og ESB) að hverfa frá Evrunni. Hann hvetur til varfærni.
Þetta er í mikilli mótsögn við yfirlýsingar utanríkisráðherra landsins, sem fyrir skömmu sagði að Finnar væru með áætlun í smíðum sem miðaði við að Finnland færi úr Evrunni og sundrun Evrunnar.
Finnar er því ekki á leið út úr Evrunni, sem hefur gagnast þeim vel.
21.8.2012 | 16:17
Evrópuskóli unga fólksins að Laugarvatni
Á JáÍsland.is segir: "
Hefurðu áhuga á Evrópumálum en langar að vita meira?- Ertu Evrópusinni?- Langar þig til að hafa áhrif á starfið, kynnast fólki og láta til þín taka?
Ef svo er, þá gæti Evrópuskóli Ungra Evrópusinna verið eitthvað fyrir þig! Stefnan er tekin á Laugarvatn helgina 15. og 16. september næstkomandi. Haldið verður úr bænum árla laugardags og komið heim síðdegis á sunnudegi. Rúta mun flytja mannskapinn á Farfuglaheimilið að Laugarvatni þar sem skólinn mun fara fram.
Á dagskrá er meðal annars:
- Erindi frá færum fyrirlesurum á sviði Evrópumála- Málefnavinna- Ræðuþjálfun-Umræða um stöðu aðildarviðræðna- Almenn fræðsla um Evrópumál- Baðferð í Laugarvatn Fontana að ógleymdri Evrópugleði á laugardagskvöldinu með þéttri skemmtidagskrá!
Skólagjald er aðeins 1.500 kr. Innifalið í því er gisting að Laugarvatni, rútuferðir báðar leiðir, fyrirlestrar í hæsta gæðaflokki, kvöldskemmtun og allar máltíðir á meðan námskeiðinu stendur!
Skólinn er opinn öllum áhugasömum Evrópusinnum á aldrinum 18-35 ára sem langar að vita meira um Evrópumál. Við vekjum athygli á því að um takmarkað framboð skólasæta er að ræða. Þó hvetjum við þau sem eru ókunnug starfinu sérstaklega til að taka þátt. Við tökum fram að Ungir Evrópusinnar eru þverpólitísk hreyfing sem tengist ekki neinum stjórnmálaflokkum.
Skráning fer fram í netfangið ungirevropusinnar@ungirevropusinnar.is. Skráningarfrestur stendur til 5. september nk.
Í umsókn þarf að koma fram
- Nafn
- Kennitala
- Símanúmer
- Loks eru umsækjendur beðnir um að greina frá í örstuttu máli hvers vegna þau hafa áhuga á að sækja námskeiðið!
Ekki hika við að senda okkur fyrirspurnir á Facebook síðuna okkar ef þið hafið einhverjar spurningar, eða í netfangið ungirevropusinnar@ungirevropusinnar.is. Þá má líka hringja á skrifstofu Já Ísland í síma 517-8874.
ÞAÐ HEFUR ALDREI VERIÐ MIKILVÆGARA AÐ TAKA ÞÁTT Í EVRÓPUUMRÆÐUNNI EN NÚNA OG VIÐ LOFUM GÓÐU STUÐI! Nánari dagskrá verður kynnt síðar!
Með kveðju,
Stjórn Ungra Evrópusinna"
20.8.2012 | 18:21
Evru-brotthvarf yrði dýrt: RÚV.is
Á RÚV stendur:
"Úrsögn Grikklands Grikklands úr evrusamstarfinu er möguleg, en verður dýrkeypt ef til þess kemur. Þetta segir Þjóðverjinn Jörg Asmussen, sem situr í stjórn Evrópska seðlabankans, í viðtali við blaðið Frankfurter Rundschau.
Aðspurður um hugsanlega úrsögn Grikkja úr evrsamstarfinu segist hann vona að þeir verði þar áfram, en ákvörðun þess efnis sé í höndum Grikkja sjálfra. Úrsögn Grikkja verði hinsvegar dýrkeypt, leiða til minni hagvaxtar og aukins atvinnuleysis í Grikklandi, Þýskalandi og í Evrópu allri."
20.8.2012 | 12:38
Eymd og volæði....!
19.8.2012 | 10:30
Bölsýnismennirnir hafa hátt!
Bölsýnismenn í hópi Nei-sinna keppast við garga "Úlfur úlfur" og heimta að það að aðildarviðræðum Íslands og ESB verði hætt.
Sömu talsmenn vaða um völlinn með staðlausa stafi eins og t.d. að engar varanlegar sérlausnir séu í boði.
Slíkt kemur þó aldrei í ljós nema menn setjist að SAMNINGABORÐINU, og ræði slíkt, samkvæmt kröfum umsóknarríkis,. Slíkt eiga Íslendingar eftir að gera, en bölsýnismennirnir vilja ekki gefa kost á því og vilja ekki gefa íslensku þjóðinni möguleika á því að ræða sín á milli aðildarsamning þegar hann liggur fyrir. Til þess að kjósa um hann.
Þá baula menn einnig um "rosalegan" kostnað í sambandi við umsóknarferlið, sem er nánast ekki neitt sé hann borinn saman við þann kostnað sem t.d. hlýst af því að hafa gjaldeyrishöft við lýði!
Enginn veit hvað þau hafa kostað, en menn eru sammála um að það sé mikið. Það væri kannski ekki úr vegi að reyna að slá á þá tölu?
Við viljum hinsvegar vekja athygli þessara sömu manna á því að t.d. Finnar fengu mjög viðamikla sérlausn á landbúnaðarmálum sínum og ekkert útlit er fyrir að henni verði breytt, eða hún verði tekin af þeim!
Þetta hefur reynst Finnum vel, eins og meðfylgjandi grein sýnir. T.d. hefur útflutningur Finna á svínakjöti sexfaldast frá 1995!
Fátt er sem mælir því í mót að Ísland fái álíka lausn - en á það vilja bölsýnismennirnir ekki láta reyna.
Þeirra hugmyndaheimur snýst um bölsýni!
18.8.2012 | 11:23
Guðmundur Gunnarsson með pistil á www.JáÍsland
Guðmundur Gunnarsson, fyrrum formaður Rafiðnaðarsambandsins, skrifaði fyrir skömmu góðan pistil um efnahags og gjaldmiðilsmál á vef Já Ísland. Pistillinn hefst svona:
"Þegar erlendir menn eru að skoða Ísland í dag og hið íslenska efnahagsundur virðast þeir ekki gera sér grein fyrir ákveðnum séríslenskum einkennum. Þar ber vitanlega hæst liðónýtur gjaldmiðill, sem er varinn með gjaldeyrishöftum og útflutningsfyrirtækjum bjargað með því að færa rekstrarvandann yfir á launamenn í gegnum reglubundnar gengisfellingar krónunnar og þá um lækkun launa.
Þetta veldur því að verðbólga hér er helmingi hærri en þekkist í nágrannalöndum okkar og vextir eru þar afleiðandi tvöfalt hærri hér en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. 80% þjóðarinnar býr við það ástand að vera gert að þola skert laun í gegnum endurteknar gengisfellingar krónunnar. Launamönnum eru með því gert að greiða aukaskatt vegna Hrunsins og fjármagna uppgönguna, á meðan litli hluti þjóðarinnar kemur sér undan því að vera þátttakandi í þeirri skattlagningu.
Við höfum í dag endurheimt um helming af falli kaupmáttarins frá toppi bóluhagkerfisins árið 2007. En það segir ekki allt um lífskjaraskerðinguna, kjörin versnuðu meira vegna skemmri vinnutíma, meira atvinnuleysis og aukinnar skuldabyrði heimilanna. Lífskjaraskerðingin kom til vegna gengisfalls krónunnar, sem íslenska valdastéttin dásamar og vill alls ekki vera án. Lífskjörin á árunum 2001 til 2007 voru að umtalsverðu leyti byggð á froðu og of háu skráðu gengi krónunnar."
18.8.2012 | 10:36
Ungir Evrópusinnar senda VG hvatningu
Á vefsíðu Ungra Evrópusinna er að finna þessa ályktun samtakanna:
"Stjórn Ungra Evrópusinna hvetur þingmenn vinstrihreyfingarinnar græns framboðs (VG) til að stuðla að áframhaldi aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins. Ummæli einstakra ráðherra og þingmanna fyrr í vikunni hafa gefið til kynna gífurlega vanþekkingu þingflokksins á framgangi yfirstandandi aðildarviðræðna.
Yfirlýsingar ráðherra VG á borð við að umsóknarferlið rífi allt samfélagið á hol eru úr lausu lofti gripnar. Ráðherrar VG eiga í ljósi stöðu sinnar að vera meðvitaðir um að aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið eru í eðlilegum farvegi og hafa almennt gengið vel. Þá er enn fremur mikilvægt að benda á að einstakir ráðherrar VG hafa leynt og ljóst tafið framgang aðildarviðræðna í störfum sínum, þvert á þjóðarhagsmuni.
Ungir Evrópusinnar hafna innihaldslausum yfirlýsingum þingmanna VG sem og annarra flokka um meinta efnahagslega yfirburði Íslands gagnvart öðrum Evrópuríkjum. Þó efnahagur Íslands sé í stöðugum bata, ógnar íslenska krónan hagsmunum allra íslenskra heimila með þeim hætti að vandkvæði flestra evruríkja blikna í samanburði. Vinstri Græn hafa ekki talað fyrir öðrum valkostum Íslendinga í gjaldeyrismálum umfram íslensku krónuna í ríkisstjórnartíð sinni. Þá hefur þingflokkurinn ekki lagt fram neinar áætlanir um afnám gjaldeyrishafta.
Ráðherrar og þingmenn VG, sem og þingmenn annarra flokka í hópum Evrópuandstæðinga, verða að horfast í augu við að samningaviðræður Íslands og Evrópusambandsins hófust með eðlilegum og lýðræðislegum hætti. Ungir Evrópusinnar leggja áherslu á að Ísland mun aldrei verða aðildarríki Evrópusambandsins nema að undangenginni samþykkt landsmanna í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðaratkvæðisgreiðsla um áframhald yfirstandandi samningaviðræðna er því með öllu ótímabær enda liggja helstu forsendur aðildarsamnings Íslands hvergi fyrir, til að mynda í gjaldeyris-, landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum. Nær væri að Evrópuandstæðingar á Alþingi leggðu sig fram við að veita Íslendingum tækifæri til að taka afstöðu til fullmótaðs aðildarsamnings við Evrópusambandið hið fyrsta."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.8.2012 | 08:47
Spurning Ögmundar stórgölluð
Innanríkisráðherra Íslands, Ögmundur Jónasson, orðaði spurninguna sem hann vill að þjóðin verði spurð í sambandi við ESB-málið í sjónvarpsviðtali þann 17.8. Hún hljómaði svona:
,,Vilt þú að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu á grundvelli þeirra upplýsinga sem þegar hafa legið fyrir."
Mikið hefur verið rætt og skrafað um orðalag spurninga í þjóðartkvæðagreiðslum, en þessi spurning (og aðferðafræði hennar) er stórgölluð.
Hún gengur nefnilega út frá því að landsmenn hafi ekki tæmandi upplýsingar og fullnægjandi um það atriði sem þeir ættu þá í þessu tilfelli að vera að kjósa um.
Ákvarðanataka í jafn risastóru máli og þessu, án tæmandi upplýsinga, er ekki góð ákvarðanataka!
Fullkláraður aðildarsamningur, með tilheyrandi lýðræðislegri umræðu um kosti hans og galla er grundvallarforsenda þess að almenningur geti tekið skynsamlega ákvörðun í málinu.
Þeir sem nú hrópa úlfur, úlfur, "brennandi hús" og hvaðeina virða ekki þessa grundvallarforsendu viðlits!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
18.8.2012 | 08:24
Bolli Héðinsson um Grikkland og hækkun lána í FRBL
Bolli Héðinsson, hagfræðingur, skrifaði athyglisverða grein í FRBL um ESB-málið, þann 18.8 og hefst greinin svona:
"Sem svar við efnahagsþrengingum og til að stuðla að þróun hagkerfa sinna hefur fjöldi Evrópulanda leitað eftir aðild að Evrópusambandinu (ESB) sem leið út úr erfiðleikum sínum. Finnar, sem brugðu á það ráð eftir efnahagshrunið 1990, eru þar nærtækt dæmi. Því hlaut það að vera ein þeirra leiða sem kom til álita fyrir Íslendinga eftir efnahagshrunið 2008. Ekkert annað þarf að búa þar að baki, engin landráð eða svik, heldur aðeins það að kanna hvort leið sem aðrar þjóðir hafa farið gæti reynst heppileg fyrir Íslendinga. Ástæður aðildarviðræðna við ESB eru ekki flóknari en þessar.
Þó erfiðleikar séu hjá fjölda ríkja í Evrópu, hvort sem þau nota evru eða sterlingspund, þá er líka allt í stakasta lagi hjá fjölda annarra ríkja sem einfaldlega hafa kunnað fótum sínum forráð. Nægir hér að nefna Holland, Lúxemborg, Finnland, Austurríki auk Þýskalands. Þar verður almenningur ekki var við neina evrukreppu, lífið gengur sinn vanagang. Vandkvæði þeirra þjóða sem ratað hafa í vandræði upp á síðkastið er ekki vegna gjaldmiðilsins sem þær nota heldur eingöngu vegna þess að þær hafa ekki haft hagfræði hinnar hagsýnu húsmóður að leiðarljósi og hafa lifað á lánum um efni fram. Það kann ekki góðri lukku að stýra hvorki í rekstri heimila né þjóðfélaga."
Síðan segir Bolli:
"Í síðustu kosningum í Grikklandi hvarflaði ekki að Grikkjum að þeir væru betur komnir án evrunnar enda höfnuðu þeir þeirri leið að skipta yfir í annan gjaldmiðil. Þeir hafa áttað sig á að ef þeir hafna evrunni þá gerir það stjórnvöldum eingöngu hægar um vik að skerða kjör almennings, fela lífskjaraskerðinguna með gengisfellingu og fresta því að takast á við hinn raunverulega vanda sem fólginn er í vanhæfum ríkisstjórnum. Ekki eitt einasta heimili og ekki eitt einasta fyrirtæki hefur farið í þrot á Grikklandi, Írlandi, Spáni eða öðrum Evrópulöndum vegna þess að lán til þeirra hafa hækkað. Á Íslandi er hækkun lána helsta ástæða þess að heimili og fyrirtæki hafa farið í þrot og það má eingöngu rekja til íslensku krónunnar. Heimili og fyrirtæki í áðurnefndum löndum eiga í erfiðleikum vegna þess að tekjur þeirra hafa rýrnað en þeir erfiðleikar eiga einnig við hér á landi svo hækkun lána gerir Íslendingum enn erfiðara fyrir en öðrum Evrópuþjóðum."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir