Leita í fréttum mbl.is

Vísbending um ESB-málið í jólatölublaði

Jólablað Vísbendingar, vikulegs tímarits um viðskipti og efnahagsmál, fjallar að stórum hluta um ESB-málið. Farið er yfir helstu "átakalínur" í þessi viðamikla máli. Þá er einnig fjallað um nokkrar "goðsagnir" og vitleysur sem grassera um ESB, fjallað um Lissabon-sáttmálann og fleira. Hvetjum þá sem geta til þess að ná sér í eintak!

Í blaðinu segir m.a.: " Margar af rangfærslum um Evrópusambandið koma frá
breskum síðdegisblöðum sem eiga það sameiginlegt að vera á móti
sambandinu og þurfa að selja blöð. Þar finnst mönnum óþarfi að láta
staðreyndir skemma góða sögu. En vafasamar fullyrðingar koma
líka fram á Íslandi, stundum af vanþekkingu en furðu oft þjónar
rangfærslan áróðurshagsmunum þess sem skrifar. Skoðum nokkrar
fullyrðingar: Sumar þeirra eru nýlegar, en aðrar býsna gamlar. Það er
þó athyglisvert að rangfærslur ganga oft aftur, hversu oft sem þær eru
kveðnar niður. Lyndon B. Johnson fyrrverandi Bandaríkjaforseti vissi
hvað hann söng þegar hann sagði: „Látum hann neita því,“ eftir að
hann bar ótrúlega ósmekklega lygi upp á andstæðing sinn."


MBL pirrast út í ESB - ekki í síðasta sinn!

MBLSífellt fleiri gera að umtalsefni hinn "pirraða tón" sem berst úr Hádegismóum, sem ekki síst brýst út í heilagri reiði og vandlætingu á ESB og öllu því sem sambandinu tilheyrir.

Leiðarahöfundur Mogga reitir hár sitt enn og aftur yfir ESB í dag, nú vegna þess að fyrir liggur að kynna ESB fyrir Íslendingum, vegna þess að jú, Ísland hefur sótt um aðild að sambandinu.

Meginhluti leiðarans fer í að segja frá grein eftir fyrrum leiðtoga Nei-sinna á Íslandi, Frosta Sigurjónsson, þar sem hann fjallar um lýðræðishallann í ESB og þátttöku almennings í kosningum til Evrópuþingsins.

Hér er eitt brot úr leiðaranum: "Því er stundum haldið fram að Ísland eigi heima í hópi lýðræðisríkja og þess vegna sé aðild að ESB eðlileg. Hið rétta er að Ísland á vissulega heima í hópi lýðræðisríkja, en ESB hefur ekkert með lýðræði að gera og Ísland getur aldrei gerst aðili að sambandinu á þeim fölsku forsendum."

Þetta er dæmi um þá ótrúlegu einföldun og sleggjudóma sem ráðferðinni á toppi valdapýramídans í Hádegismóum..."en ESB hefur ekkert með lýðræði að gera"!

ESB tekur virkan þátt í lýðræði og þróun þess, völd Evrópuþingsins voru styrkt með Lissabon-sáttmálanum, en kannski veit leiðarahöfundur Moggans það ekki? ESB tekur þátt í kosningaeftirliti nánast út um allan heim,   svo dæmi sé tekið.

Leiðarhöfundur notar líka tækifærið til að gera lítið úr nýafstöðnu stjórnlagaþingi, sem til kom, vegna...krafna frá almenningi. Það er jú lýðræði. Í leiðaranum segir: "Hér á landi fékkst ágæt vísbending í kosningum til hins áhrifalausa stjórnlagaþings hver kosningaþátttakan gæti orðið til áhrifalítils Evrópuþings."

Í lok leiðarans segir svo þetta: "Íslendingar geta verið ánægðir með að hér er óvenjulega virkt lýðræði og tiltölulega stutt á milli valdhafanna og almennings, ólíkt því sem gerist í Evrópusambandinu. Enginn skyldi þó láta sér detta annað í hug en að áróðursmeistarar Evrópusambandsins og útsendarar þeirra muni halda hinu gagnstæða fram í umræðum vegna aðlögunarviðræðnanna hér á landi."

En var þá stjórnlagaþingið ekki hluti af þessu "óvenju virka lýðræði" ? 

Og það er einfaldlega rangt það sem gefið er í skyn að "að lagasetning ESB er aðallega í höndum 27 manna framkvæmdastjórnar..."

Framkvæmdastjórnin hefur FRUMKVÆÐI að lagasetningu, en semur ekki lögin! Það er gert sameiginlega af Evrópuþinginu og Ráðherraráðinu og er útskýrt hér!

Vandlæting Mogga á ESB er takmarkalaus! Og málflutingurinn er svo óvandaður og á skjön við oft á tíðum vönduð skrif blaðsins.

Án kynningar á ESB geta Íslendingar ekki tekið lýðræðislega afstöðu til málsins. Þetta veit sjálfsagt leiðarahöfundur MBL, en hann vill ekki sjá þessa kynningu.

Slík er lýðræðisástin! 


Seðlabankinn: Mælir með evrutenginu

Seðlabanki ÍslandsÍ Fréttablaðinu og á visir.is er sagt frá nýrri skýrslu Seðlabankans um peningamál:

"Í skýrslunni er fjallað um árangurinn af peningastefnu bankans og fljótandi gengi síðastliðin níu ár. Taldar eru nokkrar hugsanlegar ástæðu fyrir slökum árangri peningastefnunnar; gerð íslensks þjóðarbúskapar geri sjálfstæða peningastefnu erfiða viðfangs, óvenjulegar aðstæður á bæði alþjóðlegum og innlendum efnahagsmálum og fjármálamörkuðum og misbrestur í framkvæmd peningastefnunnar, sem hafi ekki tekist að ávinna sér nægilegan trúverðugleika.

Þá hafi vaxandi alþjóðavæðing innlends fjármálakerfis og ofvöxtur þess orðið til þess að veikja miðlun peningastefnunnar, skapa áhættu í fjármálakerfinu og magna gengissveiflur.

Ofan á allt var stefna í opinberum fjármálum á skjön við stefnu Seðlabankans í peningamálum og það hefur þyngt róðurinn, að sögn Seðlabankans.

Seðlabankinn telur að verði fallið frá fljótandi gengi sé heppilegast að tengja krónuna við gengi evru. Fasttenging við evru eða einhliða upptaka hennar sé ekki ákjósanlegur kostur. Fremur verði upptakan að koma í framhaldi af aðild Íslands að Evrópusambandinu og inngöngu í myntbandalagið."

Í Morgunblaðinu er einnig fjallað um málið og þar segir m.a. í frétt:

"Ef ákvörðun verður tekin um að falla frá sjálfstæðri peningamálastefnu hér á landi væri affarasælast að taka upp evru í kjölfar aðildar að Evrópusambandinu. Þetta er mat sérfræðinga Seðlabankans en bankinn gaf í gær út skýrslu um valkosti á peningamálastefnu eftir að gjaldeyrishöftum verður aflétt. Niðurstaða skýrsluhöfunda er að í aðild að evrusvæðinu fengjust kostir trúverðugrar fastgengisstefnu með minni tilkostnaði en með fastgengisstefnu myntráðs eða þá einhliða upptöku evru. Segir í skýrslunni að með inngöngu í Myntbandalagið áynnust kostir trúverðugrar fastgengisstefnu með minni tilkostnaði en bæði upptaka myntráðs og einhliða upptaka evru." 

Fréttin í Fréttablaðinu 


FæNoGrÍs!

Það má með sanni segja að Ísland hafið verið í kastljósi fjölmiðla undanfarin misseri: Kreppan, ESB-umsóknin, Eyjafjallajökull og IceSave hafa gert það að verkum.

Öll þessi mál hafa verið mjög fyrirferðferðamikil, svo sumum þykir nóg um.

Í ESB-málinu hafa íslenskir Nei-sinnar sótt innblástur til Noregs, sem er eina landið sem fellt hefur aðildarsamning við ESB tvisvar sinnum.

Íslenskir Nei-sinnar starfa með norskum nei-sinnum og um daginn héldu hinir fyrrnefndu ráðstefnu um strandríki hér á landi.

Ásmundur Einar Daðason skrifar m.a. um þetta á heimasíðu norsku Nei-sinnanna og skrifar þar m.a. um þá hugmynd að stofnað verði nýtt smáríkjasamband hér á norðurhveli jarðar.

Í því eiga að vera; Noregur, Ísland, Færeyjar og Grænland. Hann vill meina að sterkir hagsmunir á sviði landbúnaðar og sjávarútvegsmála sameini þessar þjóðir.

En hann bendir einnig á að að vegna mikils stærðarmunar verði vandmál með dreifingu valds og að Í, G. og F. gætu allteins verið "kommúnur" í Noregi.

En gallinn við þessa hugmynd er að þessar þjóðir verða ekki sjávarútvegsþjóðir og landbúnaðarþjóðir að eilífu! Til að mynda Ísland er miklu "alþjóðlegra" en það nú þegar.Sama á við um Noreg, en hlutfall sjávarútvegs og landbúnaðar í landsframleiðslu er mjög lítið, en aðeins um 3% af landrými Noregs er notað til landbúnaðar. Hlutfall sjávarútvegs af landsframleiðslu er í kringum 5%.

Almennt hefur þessi hugmynd ekkert verið útfærð, er því enn bara hugmynd og verður sennilega ekkert annað en hugmynd.

En ritstjórn þessa bloggs er með eitt á hreinu og það er nafn á þetta mögulega smáríkjasamband/hugmynd, sem er: FæNoGrÍs! 


Svartfellingar opinberlega orðnir "kandídatar" að ESB

Fáni SvartfjallalandsÁ visir.is segir þann 18.des: "Leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu í gær að veita Svartfjallalandi stöðu umsóknarlands, en búast má við að fjögur til fimm ár líði áður en aðildarviðræðum getur lokið með aðildarsamningi.

Á fundinum, sem stóð í tvo daga, tókst einnig samkomulag um frekari aðgerðir í efnahagsmálum til að verjast kreppunni sem nú herjar illilega á nokkur aðildarlandanna.

Samið var um nýtt kerfi til að bjarga ríkjum úr efnahagsvanda en ekki náðist samkomulag um að stækka neyðarsjóðinn sem settur var á laggirnar fyrr á þessu ári.

„Svartfjallaland er fyrsta landið á vestanverðum Balkanskaga sem fær stöðu umsóknarlands í fimm ár," segir Slavica Milacic, ráðgjafi Milo Djukanovic forseta, en hún var sendiherra landsins hjá Evrópusambandin þar til fyrir skömmu. „Þetta er líka mjög mikilvægt fyrir þennan heimshluta vegna þess að með þessu er gefið skýrt merki um að aðlögunarferlið að ESB muni halda áfram."

Af löndunum á vestanverðum Balkanskaga hefur aðeins Slóvenía fengið aðild að ESB til þessa, en auk Svartfjallalands hafa Króatía og Makedónía stöðu umsóknarlands."

Frétt á vef ríkistjórnar Svartfjallalands um málið og uppl. um landið sjálft á Wikipedia

Í október 200 voru tæp 77% Svartfellinga hlynnt aðild að ESB. Landið notaði lengi þýskt mark sem gjaldmiðil, en skipti (einhliða) yfir í Evru árið 2002.

Í landinu búa um 670.000 manns og er hér því enn eitt smáríkið að sækja um aðild að ESB.


The Economist um Írland og Ísland: Tími fyrir Íra að vera hörkutól?

iceland_a2004028_1355_1km_704895.jpgEyjan birtir frétt um grein í hinu virta tímariti The Economist, þar sem Ísland og Írland eru borin saman.

Þar er m.a. sagt að Ísland sé að standa sig betur en Írland í að glíma við kreppuna, m.a. vegna þess að bankarnir fóru á hausinn, vegna þess að þar var ekki um neitt  val að ræða.

Þá er einnig sagt að Íslendingar séu nauðbeygðir til að hafa krónuna vegna gjaldeyrishafta og það verði "flókið" (ens: tricky) að losna við þau (enginn veit í raun hvað gerist, innskot ES-blogg).

Nú eru rúm tvö ár liðin frá því að Ísland fór á hliðina, fékk á sig hrikalegan brotsjó, sem næstum sökkti landinu.

Í framhaldinu verður áhugavert að sjá hvernig ástandið verður á Írlandi að tveimur árum liðnum, en eins og menn vita fengu Írar "björgunarpakka" frá ESB og AGS, eftir að hafa farið illa að ráði sínu í fjármálum og fjárfestingum (hljómar þetta ekki kunnuglega?).

The Economist bendir á að skuldir á Íslandi séu gífurlegar og að mikil "eignabruni" hafi átt sér stað. Þá telur blaðið að framtíðarhorfur Írlands varðandi útflutning, séu jákvæðari en Íslands:

"Four-fifths of exports are either fish or metals, such as aluminium, whose production relies on Iceland’s cheap energy. Both industries are constrained by capacity: fishing by quotas and metals by lumpy investments in smelters and power plants. Ireland’s export prospects are better."

Írland-eyjan grænaÍ lokin segir svo "Even so, that Iceland’s economy has done little worse than Ireland’s is still a triumph. It has been tough with its creditors and disregarded some international norms—and recovered. Ireland has stood by its banks to the benefit of the wider European banking system. Its reward has been “rescue” loans at an interest rate that makes it hard to fix its finances. The next Irish government may look at Iceland and decide to play hardball with Europe."

Að hlutirnir haf ekki gengið verr en á Írlandi er talinn sigur, segir blaðið og stingur svo upp á því hvort það sé ekki reynandi fyrir Íra að vera hörkutól, eins og Íslendingar hegðuðu sér gagnvart erlendum kröfuhöfum.

En þá er það spurningin: Hvernig kemur það niður á trúnaðartrausti erlendra aðila hvaða "aðferð" við beittum?

Hvernig er minni þeirra? Er það t.d. lengra heldur minni kjósenda, sem menn segja að stundum sé stutt?

 


Krónan rýrnað um næstum 100%!

KrónurÍ Morgunblaðinu í dag kemur fram: "Fram til ársins 1920 var íslenska krónan á pari við dönsku krónuna en á því ári var ákveðið að skrá gengi hennar sérstaklega. Gengi dönsku krónunnar er nú um 20 íslenskar krónur.

Ef tekið er tillit til myntbreytingarinnar árið 1981 er gengi dönsku krónunnar u.þ.b. 2.000 gamlar íslenskar krónur. Verðgildi krónunnar gagnvart hinni dönsku er því aðeins 0,05% af því sem það var árið 1920, sem jafngildir rýrnun um 99,95% á þessu 90 ára tímabili. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Seðlabanka Íslands.

Kaupmáttur krónunnar gagnvart neysluvörum og þjónustu hefur rýrnað enn meir. Miðað við vísitölu neysluverðs í heild (VNV) nam virði hverrar krónu í júní árið 1944 7.147 gömlum krónum (71,47 nýkrónum) í ágúst sl.

Ef miðað er við VNV án húsnæðis er hlutfallið hins vegar 10.337 gamlar krónur (103,37 nýkrónur) sem jafngildir því að verðgildi krónunnar hafi rýrnað um 99,99%."

Í fréttinni segir að saga peningastefnu og gjaldmiðlamála sé hér á landi hafi verið "þyrnum stráð", óháð því hvernig gengis- og peningastefnan hefur verið útfærð.

 



Eru Evrópusinnar andstæðingar íslensks landbúnaðar?

KúÞær eru margar goðsagnirnar um ESB. Dæmi: ESB ætlar að INNLIMA Ísland, ESB tekur AF OKKUR FISKINN. ESB tekur AF OKKUR ORKUNA og svo framvegis. Það er af nógu að taka.

Enn ein goðsögnin eða tilraun til goðsagnamyndunar, má finna í Fréttablaðinu í dag, en það er að finna í grein eftir Arnþrúði Heimisdóttur, grunnskólakennara.

Við tökum það strax fram að við fögnum innákomu fleiri kvenna inn á ESB-leikvöllinn!

En við fögnum kannski ekki alveg með sama hætt því sem Arnrþúður segir um Evrópusinna og landbúnað.

Það ber að taka fram til að byrja með, að bændur eru ekki hafnir yfir gagnrýni, rétt eins og aðrar stéttir eða aðilar sem koma að "kerfum" þessa lands. Útgerðarmenn eru heldur ekki hafnir yfir gagnrýni, kennarar, löggur eða læknar, svo dæmi séu tekin.

Grein Arnþrúðar ber titilinn:Vinna fjölmiðlar gegn landbúnaði? og er veltir Arnþrúður fyrir sér ýmsu í sambandi við bændur, fjölmiðla og ESB/Evrópusinna. Hún segir m.a. að fjölmiðlar séu að "leika" sér með fólk sem vinnur í landbúnaði.

Um okkur Evrópusinna segir Arnþrúður beinum orðum: "Stuðningsmenn Evrópusambandsaðilar eru oft andstæðingar íslensks landbúnaðar líka, því þeir vita að hagsmunir íslensks landbúnaðar þvælast fyrir í aðildarumsókn."

Þetta er að okkar mati grundvallar misskilningur hjá Arnþrúði. Margir Evrópusinnar gagnrýna hinsvegar það FYRIRKOMULAG sem er á íslensku landbúnaðarkerfi, sem er eitt hið dýrasta og mest styrkta í heimi. Og hefur verið svo lengi. Árlega kostar landbúnaðarkerfið um 10.000 milljónir og rekstur Bændasamtakanna um 500 milljónir, úr vasa almennings.

Og bændur eru ekkert að þvælast fyrir aðildarumsókn, þeir vilja hinsvegar ekki vera með og hafa firrt sig ábyrgð á samningaferlinu. Af umfjöllun í Bændablaðinu má hinsvegar lesa að það eru til þeir bændur sem eru á þeirri skoðun að bændur eigi að taka þátt í þessu ferli. Aðildarferlið er í gangi og í því fer fram vinna, án beinnar aðkomu bænda.

Hversvegna? Jú, kannski helst vegna þess að íslenskur landbúnaður hefur breyst mjög mikið (án ESB) og mun breytast á komandi áratugum (með/eða án ESB!)

Evrópusinnum er ekki illa við bændur eða eru andstæðingar þeirra og vilja að sjálfsögðu sjá líflegan, góðan íslenskan landbúnað, þar sem framleiddar eru gæðavörur.

Íslenskt landbúnaðarkerfi er hinsvegar ekki fullkomið og verður aldrei (með eða án ESB!). Það má bæta. Til dæmis skipta gengismál og jafnvægi í efnahagsumhverfi miklu máli fyrir bændur.

Margir Evrópusinnar hafa bent á TÆKIFÆRI fyrir íslenskan landbúnað, en stundum er eins og talað sé fyrir daufum eyrum. Stundum er eins og "kerfið" sé fasti, sem ekki er hægt að breyta.

Staðhæfing Arnþrúðar er því röng og ritara finnst ekkert betra en góðar sósur með íslenskum rjóma eða nýbakað brauð með smjöri! Bara lítið dæmi!


Hömlun haftanna

EyjanÁ Eyjunni stendur: ,,Nýsköpunar- og sprotafyrirtæki eiga undir högg að sækja að því er kemur fram í nýrri grein í Iðnaðarblaðinu. Eins og Eyjan hefur greint frá, hefur mikil ásókn bankanna í tæknimenntað starfsfólk valdið nýsköpunarfyrirtækjum erfiðleikum við að manna sig.

„Það hefur ekki orðið nýliðun að ráði í tæp þrjú ár. Þetta gerir okkur voðalega erfitt fyrir. Við berjumst um hvern mann. Það er líka mjög erfitt að flytja fólk til landsins. Fólk utan Evrópusambandsins á mjög erfitt með að flytja hingað vegna þess að það eru miklar hömlur á að fá starfsfólk erlendis frá,“ segir Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika og formaður Samtaka sprotafyrirtækja.

Eitt þeirra vandamála sem þessi fyrirtæki glíma við er að erfitt hefur verið að afla fjár. Fyrir utan að lítið fjármagn er í boði verða þeir sem leggja fé í sprotafyrirtæki að vera þolinmóðir og skilja að langur tími getur liðið frá fjárfestingu til þess tíma að fjárfestingin skili arði. Þá hefur reynst sérstaklega erfitt að afla fjármagns erlendis frá. Rekstrarskilyrði eru óstöðug og þau fyrirtæki sem hafa erlenda fjárfesta innanborðs á annað borð vaxa mörg að mestu leyti erlendis núna. Þar nefnir Svana sem dæmi Össur, Actavis og Marel. Hættan við þessar aðstæður er að starfsemin flytjist úr landi og komi ekki hingað aftur." (Feitletrun, ES-blogg)

Öll fréttin 


Eyjafjallajökull í Boston Globe - myndasería skoðuð af milljónum

Ísland komst heldur betur í fréttir á árinu, vegna eldsumbrotanna í Eyjafjallajökli. Dagblaðið Boston Globe hefur tekið saman syrpu með myndum frá gosinu, sem hefur fengið um 16 milljónir skoðanir, þegar þetta er skrifað.

Skoða hér 

 


Hádegismóaskáldið fer á kostum!

MBL"Hádegismóaskáldið" fer á kostum í Reykjavíkurbréfi MBL í dag, enda mikilhæfur stílisti og húmoristi. Takið eftir frjórri orðanotkun í þessu broti úr bréfinu, en höfundurinn tekur upp hanskann fyrir Lilju Mósesdóttur í bréfinu og segir: 

,,Með hliðsjón af þessum alkunnu staðreyndum eru árásir núverandi forsætisráðherra á Lilju Mósesdóttur (sem hún kallar jafnan Lilju Móses) í besta falli broslegar, en þó helst ósvífnar. Þær koma að minnsta kosti úr hörðustu átt. Það endaði þannig að Jóhanna stóð loks við hótanir sínar og fór úr ríkisstjórn. Og hún yfirgaf líka flokkinn sinn. Og fyrir ill örlög þjóðarinnar sköpuðust í fáeinar vikur skilyrði til að slíkur stjórnmálamaður lenti í leiðtogasæti þjóðarinnar, þegar hún þurfti helst á öllu öðru að halda. Og háttalagið hefur ekkert breyst. Hótanirnar halda sífellt áfram. Og allt of lengi hafa þær verið teknar alvarlega. Íslenska þjóðin er nú í aðlögunarferli að ESB þótt hún sé alfarið á móti því af því að Alþingi undir hótunum Jóhönnu og Samfylkingar samþykkti að fara í aðildarviðræður. Þeim viðræðum er enn þvert gegn betri vitund lýst sem könnunarviðræðum, »sjá hvað er í pakkanum-viðræðum«. Þingmenn VG, allir sem einn, vita nú orðið í hjarta sínu að það þurfti ekki að kaupa sæti í ríkisstjórn með Samfylkingunni því ógnarverði sem Steingrímur J. gerði og því miður Ögmundur Jónasson, sem lét Össur, af öllum mönnum, plata sig. Samfylkingin sá að hún var búin að berja allt lífsmark úr Sjálfstæðisflokknum og hún yrði að kosta öllu til að komast í aðra ríkisstjórn og í aðstöðu til að kenna Sjálfstæðisflokknum einum um »hrunið«. Til þess mundi hún hafa óskoraðan stuðning Baugsmiðlanna auðvitað og fréttastofu RÚV, eins og hefur sýnt sig. Samfylkingin, sem var pólitískt dótturfélag Baugs og helsti pólitíski ábyrgðarmaður útrásarmannanna og hafði tryggt að fjölmiðlaumræðan myndi standa með auðmönnum á móti almenningi, vildi allt til þess vinna að sitja ekki samsíða Sjálfstæðisflokknum. Það átti jafnt við um ríkisstjórn og stjórnarandstöðu. Það var lykillinn að því að hún gæti í samstarfi við tvær fyrrnefndar áróðursmaskínur dregið upp falska mynd af því sem fram fór. Steingrímur, sem var búinn að standa í ráðherraspreng síðan 1991 eða í tæpa tvo áratugi, skynjaði af þeim ástæðum ekki að það var VG sem gat sett öll skilyrðin en ekki öfugt. Sjálfsagt er þetta eitt örlagaríkasta vanmat á pólitískri stöðu sem þekkt er á Íslandi."


Jákvæðar hagvaxtartölur á Írlandi á þriðja fjórðungi - á réttri leið skv. Lenihan fjármálaráðherra

Frá DublinÍ International Herald Tribune má lesa að hagvöxtur hafi aukist til muna á Írlandi á þriðja ársfjórðungi ársins. Brian Lenihan, fjármálaráðherra telur þetta vera merki um að landið sé á réttri leið og að útflutningur sé kominn á gott skrið:

,,DUBLIN (Reuters) — Ireland’s economy returned to modest growth in the third quarter as a strong export performance compensated for depressed domestic consumption, data on Thursday showed.

The country’s gross domestic product rose 0.5 percent in the third quarter from negative 1 percent in the second, missing expectations for a 0.8 percent increase as consumers and businesses further reduced expenditures in the face of a spiraling banking crisis and aggressive government cutbacks.

Despite the modest performance, Ireland’s government seized on the growth figures as proof the country was not in danger of a double-dip recession and on track to meet tough targets laid down in the bailout package from the European Union and the International Monetary Fund.

The finance minister, Brian Lenihan, said in a statement that the latest figures show that the economy had stabilized and was on an export-led growth path."

Öll frétt IHT 


Þorsteinn Pálsson um "aðventuuppreisnina" í VG

Þorsteinn PálssonÞorsteinn Pálsson kallar hjásetu þremenninganna í VG í sambandi við fjárlögin, "Aðventuuppreisnina" og gerir þetta að umtalsefni í "Kögunarhólspistli" í Fréttablaðinu í dag. Þorsteinn segir:

,,Þrír þingmenn VG studdu ekki fjárlagafrumvarpið. Það eru stór tíðindi. En hvaða þýðingu hafa þau? Á svarinu eru tvær hliðar. Annars vegar kemur pólitísk kreppa stjórnarsamstarfsins upp á yfirborðið. Það er alvarlegt veikleikamerki. Hins vegar birtist vinstrivængur VG fáliðaðri en hann hefur sýnst vera undir yfirborðinu.

Málefnalega hefur uppreisn vinstrivængsins snúist um grundvallaratriði stjórnarstefnunnar: Aðildarumsóknina að ESB og samstarfsáætlunina við AGS. Hin hlið málsins sýnir harðsnúna valdabaráttu innan VG. Eftir að Ögmundur Jónasson keypti sig inn í ríkisstjórnina á ný hefur vinstri vængurinn þó virkað bæði forystulaus og stefnuvilltur.

Stóra spurningin er hvort þetta áfall hefur áhrif á framhaldið. Samhentar stjórnir þurfa að sönnu ekki nema þrjátíu og tvö atkvæði. Framhaldið veltur þá á að vinstrivængurinn nái ekki þeim styrk til andófs sem hann hafði fyrir flokksráðsfundinn á dögunum. Það þýðir aftur að flokksforystan getur tæplega, eins og áformað er, hróflað við stöðu vinstrivængsins í ríkisstjórn þar sem hann hefur nú tvo stóla."

Síðan ræðir Þorsteinn um Framsóknarflokkinn og skrifar: ,,Hluti Framsóknarflokksins hefur staðið þéttingsfast með vinstrivængnum um að slíta aðildarviðræðunum við ESB. Þá hefur Framsóknarflokkurinn fylgt sömu sjónarmiðum og vinstrivængur VG varðandi skuldavanda heimilanna.

Lítið hefur farið fyrir hinum hluta þingflokks framsóknarmanna sem fylgt hefur yfirvegaðri og raunsærri pólitík. Hann er eigi að síður til staðar. Trúlega myndi flokksforystan halla sér á þá sveifina ef ráðherrastólar væru í boði. Einhver hluti þingmanna Framsóknarflokksins er þó líklegur til að halda áfram á sömu braut með vinstrivæng VG."

Allur pistill Þorsteins

Leiðar FRBL er einnig um málið.

Teiknari Fréttablaðsins, Halldór Baldursson, gerir þessu líka skemmtileg skil í blaði dagsins.
 


Elvar Örn um kaupmátt og krónuna

Elvar-Örn-ArasonFramkvæmdastjóri Sterkara Ísland, Elvar Örn Arason, ritar pistil um krónuna og kaupmátt á Eyjunni. Elvar segir: ,,Alþjóðavinnumálastofnunin í Genf birti í vikunni skýrslu með samanburði á áhrifum fjármálakreppunnar á kaupmátt launafólks um víða veröld. Í henni kom fram að efnahagskreppan hefur komið harðar niður á íslenskum launþegum en nokkrum öðrum í veröldinni.

Ég hef tekið saman töflu yfir þróun kaupmáttar í Evrópusambandslöndunum, ásamt Íslandi og Noregi. Mesta aukningin átti sér stað í Austur-Evrópu eða allt að 50% á tímabilinu 2000-09. Athygli vekur að kaupmáttarskerðingin var langmest á Íslandi eftir bankahrun eða 13%. Ekkert annað land kemst nálægt þessu, jafnvel launþegar Írlands, Grikklands og Eystrasaltsríkjanna hafa ekki orðið fyrir eins mikilli skerðingu lífskjara.

Kaupmáttaraukningin sem byggðist upp hér á landi á tímabilinu 2000-07 þurrkaðist út í kjölfar hrunsins. Þetta er lýsandi einkenni á þeim efnahagslega óstöðugleika sem við höfum búið við. Innganga Íslands í ESB og upptaka evru er stærsta hagsmunamál launþega og heimila í þessu landi, og eina færa leiðin út úr kollsteypu hagkerfinu."

Allur pistillinn 


Ásmundur Einar: Hve margir milljarðar í ESB-umsókn?

Ásmundur Einar Daðason"Uppreisn" þremenninganna í VG gegn fjárlögum ríkisstjórnarinnar hefur vakið athygli manna og fjölmiðla. Morgunblaðið skrifar um þetta og þar segir m.a.: 

"Ásmundur Einar sagði við atkvæðagreiðsluna að hin ranga forgangsröðun birtist skýrt í að lagðir væru milljarðar í aðildarumsóknina að ESB á sama tíma og skorið væri niður til velferðar- og heilbrigðismála."

En við spyrjum Ásmund Einar: Hvað verða lagðir margir MILLJARÐAR í ESB-umsóknina? Getur hann svarað því?

Það væri fróðlegt að heyra, fá töluna!

Eða er þetta bara svona út í loftið? 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband