29.10.2010 | 17:43
Hannes Pétursson skáld í Fréttatímanum: Hægt að vera Evrópusinni og þykja vænt um íslenskar sveitir
Hannes Pétursson skáld tjáir sig opinskátt um Evrópumál í viðtali við Fréttatímann í dag. Þar segir hann meðal annars enga þversögn vera í því að vera Evrópusinni og á sama tíma þykja vænt um íslenskar sveitir.
Hægt er lesa nánar um viðtalið inn á bloggi ,,Sterkara Íslands"
Einnig er hægt að skoða Fréttatímann í heild sinni á þessari slóð.
http://frettatiminn.is/UserFiles/File/ft5.pdf
28.10.2010 | 20:06
Sænskur bóndi valinn formaður efnhags og félagsmálanefndar ESB

Sænski mjólkurbóndinn, Staffan Nilsson, hefur verið valinn nýr formaður Efnahags og félagsmálanefndar ESB (EESC). Hann rekur einnig búgarð í Hälsingland í Svíþjóð.Nefndin var stofnuð í sambandi við Rómarsáttmala ESB og í henni eiga fulltrúar hagsmunasamtaka á vinnumarkaði sæti, sem og fulltrúar launþega og annarra úr hinu borgaralega samfélagi (ens:civil society).
Meginverkefni nefndarinnar eru að veita framkvæmdastjórn ESB og Evrópuþinginu ráð og sérfræðiþekkingu, t.d. í sambandi við lagasetningu.
Hlutverk nefndarinnar hefur styrkst verulega með tilkomu Lissabon-sáttmálans.
Hér má lesa skjöl varðandi hinn nýja formann,en varaformaðurinn er Anna Maria Darmanin, sem kemur frá Möltu. ,,Prógramm" þeirra er hér
,,Sjálfbær, græn þróun," samstaða með þróunarlöndum og aukin áhrif hins ,,borgaralega samfélags" innan ESB eru m.a. áhersluatriði hjá Nilsson og Darmanin.
Smáríki HAFA ÁHRIF innan ESB!
Bændur HAFA ÁHRIF innan ESB!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
28.10.2010 | 16:51
Mikil ESB-umræða á Smugunni
Greinilegt er að ESB-málið hefur hleypt miklu lífi í umræðuna innan VG um málið - á Smugunni.
Hugtakið "Blámenn" hefur blandast inn í það vegna ummæla Bjarna Harðarson, hins nýja upplýsingafulltrúa Jóns Bjarnasonar, á málþinginu. Menn hafa deilt um það hvað Bjarni sagði og hvað ekki og hvernig. Það væri fróðlegt að heyra hljóðupptöku af því - myndband væri enn betra!
Um "Blámenn" ræðir Agnar Kr. Þortsteinsson hér
Pétur Óli Jónsson tjáir sig einnig um ESB málið hér
Þetta er málið VG - ræða málið! Ekki gera eins og flutningsmenn "Heimssýnar-tillögunnar" vonuðust til, þ.e. að leggja fram tillögu, í þeirri von að hún yrði samþykkt og ESB-málið þar með dregið til baka.
Íslenska þjóðina á að fá tækifæri til þess að útkljá þetta mál - með því að greiða atkvæði um aðildarsamning.
Það er hið sanna lýðræði í málinu!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
28.10.2010 | 16:30
Smugan: Oddur Ástráðsson svarar Hjörleifi Guttomrssyni um ESB
Eins og fram hefur komið hélt VG málþing um utanríkismál um helgina. Eiginlega vara bara eitt utanríkismál sem þar var rætt, eða fékk athygli fjölmiðla, en það var ESB.
Í kjölfar þessa málþings geystist svo Hjörleifur Guttormsson fram á ritvölinn í Morgunblaðinu(!) og birti þar grein. Hana má lesa hér, Mogginn er jú læstur fyrir alla nema áskrifendur, er varðar aðsendar greinar.
Nú, Hjörleifi er svarað af ungum manni, Oddi Ástráðssyni (mynd), á Smugunni, en Oddur er liðsmaður VG. Oddur skrifar:
,,Hjörleifur Guttormsson skrifaði þann 26. október á Smuguna grein undir fyrirsögninni VG í blindgötu vegna umsóknar um ESB-aðild. Þar staðhæfir ráðherrann fyrrverandi að Vinstrihreyfingin grænt framboð sé í innbyrðis mótsögn vegna þeirrar stöðu sem uppi er; að VG sem aðili að ríkisstjórn standi að umsókn um aðild að ESB á sama tíma og yfirlýst stefna flokksins er gegn aðild. Í grein sinni beitir Hjörleifur klækjum og óræðu, gildishlöðnu orðalagi til að renna stoðum undir þessa staðhæfingu sína. Ég mun hér leitast við að sýna fram á galla í röksemdafærslu Hjörleifs og færa rök fyrir gagnstæðri niðurstöðu.
Um aðdraganda aðildarumsóknar
Það er hárrétt ábending hjá Hjörleifi að þingsályktun um að leggja inn umsókn um aðild að ESB var samþykkt með fulltingi átta þingmanna Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. En hvað grundvallaði þá afstöðu? Hér er á tvennt að benda:
1. Í ályktun landsfundar VG, sem haldinn var í Reykjavík 20.-22. mars 2009 segir: Landsfundur VG leggur áherslu á að aðild íslands að ESB eigi að leiða til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu.
2. Í stjórnarsáttmála VG og Samfylkingar sem varð til að undangegnum stjórnarmyndunarviðræðum eftir síðustu Alþingiskosningar segir: Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum. Utanríkisráðherra mun leggja fram á Alþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á vorþingi. Stuðningur stjórnvalda við samninginn þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum, í umhverfis- og auðlindamálum og um almannaþjónustu. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur á flokksráðsfundi VG sem veitti forystu flokksins þar með umboð til að mynda ríkisstjórn með Samfylkingunni.
Að fyrrgreindu má sjá að ákvörðun um að mynda ríkisstjórn á vordögum 2009 var tekin í fullu samræmi við landsfundarályktun um Evrópusambandsmál. Eins er vert að benda á að það skilyrði Samfylkingarinnar fyrir ríkisstjórnarsamstarfi að lögð yrði inn umsókn um aðild að ESB var samþykkt af almennum flokksmönnum á flokksstjórnarfundi. Ákvörðunin var tekin með vitund og vilja meirihluta flokksmanna Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs."
Og í lokin segir Oddur:
,,Aðild eða ekki aðild
Rétt er að árétta að með því sem hér er skrifað er undirritaður ekki að taka afstöðu með eða á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Tilgangur þessarar greinar er miklu frekar að benda á tvennt: Annars vegar að umræða um kosti og galla aðildar verður að vera bæði gagnrýnin og án fyrirfram gefinna gildisdóma til að niðurstaða umræðunnar geti orðið uppbyggileg fyrir þjóðina til framtíðar. Hins vegar að sú staða sem uppi er er tilkomin með fyrirfram vitund og vilja flokksmanna Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og mun að lokum leiða til lýðræðislegrar niðurstöðu sem þjóðin öll ber jafna pólitíska ábyrgð á.
Ég tel það löngu tímabært að íslensk þjóð fái tækifæri til að taka efnislega afstöðu til kosta og galla aðildar að Evrópusambandinu og hlakka til að fá að taka slíka afstöðu sjálfur. Eins kvíði ég ekki lýðræðislegri niðurstöðu, sama hver hún verður. Það held ég hins vegar að Hjörleifur Guttormsson geri."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2010 | 08:00
Þeir sletta skyrinu sem eiga það (og borða það líka!) - Skyr slær í gegn í Noregi!
Fram kemur á forsíðu Fréttablaðsins í dag að íslenskt skyr hafi slegið í gegn í Noregi: ,,Norska mjólkurbúið Q, sem á síðasta ári hóf framleiðslu á skyri að íslenskri fyrirmynd, hlaut á þriðjudag þekkt norsk nýsköpunarverðlaun fyrir skyrframleiðslu sína.
Íslenska skyrið hefur slegið í gegn í Noregi og á skömmum tíma náð um fjórðungs markaðshlutdeild á markaði fyrir léttar jógúrtvörur. Í rökstuðningi fyrir verðlaunaafhendingunni segir að um nýja, holla vöru sé að ræða sem hafi breytt matarvenjum margra Norðmanna."
Noregur, sem vissulega er ekki í ESB, heldur hluti af EES-svæðinu, er hluti af Evrópu. Íslenskir bændur reka upp harmakvein þegar minnst er á ESB.
En spurningar sem vaknar í kjölfar fréttar FRBL eru m.a. þessar: Taka bændur algjörlega skakkan pól í hæðina varðandi ESB? Er ESB fullt af tækifærum fyrir íslenskar landbúnaðarvörur, sem eru bæði hollar og góðar?
Einnig kemur fram í fréttinni að skyr hafi náð nokkrum vinsældum í Danmörku og Bandaríkjunum.
Hvað segja bændur nú?
27.10.2010 | 22:39
Engar krónur hjá CCP - bara Evrur!
Á heimasíðu Samfylkingarinnar birtist þetta:
,,Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri CCP sagði á hádegisfundi Evrópuvaktar Samfylkingarinnar í gær um Evru eða krónu, að fyrirtæki hans væri í raun búið að leggja krónuna einhliða niður, þar sem þau nota hana ekki.
Allir starfsmenn fyrirtækisins fá greitt í Evru í dag. Nú eru tæplega 300 starfsmenn hjá fyrirtækinu hér á landi þar af hafa 80 manns flust til Íslands til að starfa hjá CCP. Alls starfa um 600 manns hjá CCP og bara á þessu ári hafa verið ráðnir um 200 manns til starfa. Fram kom hjá Hilmari að árið 2005 hafi horfið 150 milljón króna hagnaður CCP þegar krónan styrktist uppúr öllu valdi. Hann telur gjaldeyrishöftin sturluð og það sé afar flókið að reka alþjóðlegt fyrirtæki í þessu örmyntakerfi sem við búum við nú. Hilmar fór síðan yfir hið mikilvæga framlag sprotafyrirtækja og hugbúnaðariðnaðarins í hagkerfi landsins."
CCP framleiðir einn besta netleik heims: EVE-Online
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
27.10.2010 | 19:15
Össur S. á Eyjunni: Margfalt flutt af kjöti til Evrópu en Bandaríkjanna. Áttfalt meira verðmæti

Tölurnar tala sínu máli, segir Össur í samtali við Eyjuna. Árið 2009 voru flutt út 1.460 tonn af lambakjöti til aðildarríkja Evrópusambandsins en ekki nema 57 tonn til Bandaríkjanna. Í verðmætum er munurinn áttfaldur. Það munar um minna. Hann segir að munurinn sé mikill, ekki síst í ljósi þess að tollur á Bandaríkin sé minna en króna á kílóið og þar að auki hafi hundruðum milljóna verið varið þar í öflugt markaðsátak undanfarin ár.
Fyrstu átta mánuði þessa árs voru svo flutt út 748 tonn af lambakjöti til Evrópusambandsins á sama tíma og ekki fóru nema 5,7 tonn á Bandaríkjamarkað. Að hans mati sýna þessar tölur að mestu sóknarfærin virðist liggja innan Evrópusambandsins. Raunar sýni þróun síðustu mánuða ekki bara verðhækkun á mikilvægum mörkuðum innan sambandsins, t.d. Bretlandi, heldur sé nú einnig flutt út ferskt lambakjöt til veitingahúsa á mjög góðu verði. Menn eigi að einhenda sér á að þróa þann markað, slást fyrir hækkuðu verði og hann kveðst reiðubúinn til að berjast fyrir auknum kvóta. Árlegur kvóti af lambakjöti inn á Evrópu er nú 1.850 tonn og útlit fyrir að hann verði fylltur í ár.
Þá segir hann aðild að ESB engu breyta varðandi útflutning á kjöti til Bandaríkjanna."
27.10.2010 | 19:07
Utanríkisráðuneytið: Fundaáætlun vegna rýnivinnu birt
Á vef Utaríkisráðuneytisins stendur;
,,Utanríkisráðuneytið hefur birt tímaáætlun fyrir rýnivinnu komandi vetrar á heimasíðu sinni, en hún mun hefjast um miðjan nóvember og ljúka í júní á næsta ári. Rýnivinnan er tæknileg vinna, þar sem sérfræðingar framkvæmdastjórnar ESB og íslenskir sérfræðingar fara yfir löggjöf beggja aðila í öllum 35 köflum samningsferlisins til að greina hvar ber í milli. Í flestum köflum verða tveir rýnifundur, á þeim fyrri kynnir framkvæmdastjórnin löggjöf ESB og á þeim síðari kynnir Ísland sína löggjöf. Í einstaka köflum sem falla undir EES-samninginn, þar sem regluverkið hefur að öllu leyti verið tekið upp af Íslands hálfu, verður aðeins um einn fund að ræða. Gert er ráð fyrir að af Íslands hálfu fari formenn viðkomandi samningahópa á fundina ásamt þeim sérfræðingum sem þörf krefur hverju sinni."
En hér má svo sjá yfirlit yfir aðildarferlið að ESB.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Dr. Magnús Bjarnason vakti mikla athygli í "Silfrinu" á sunnudaginn, þegar hann ræddi ESB-málið. Eins og fram hefur komið hér á blogginu verður hann með fyrirlestur í HR á laugardaginn, var í HA í dag.
RÚV birti frétt og viðtal við hann í dag, þar sem hann leggur á það áherslu að mikilvægt sé að flýta sér ekki í aðildarviðræðunum, eða eins og segir í fréttinni; ,,Magnús segir mikilvægt að flýta sér ekki í aðildarviðræðum og að auðvitað skipti miklu máli að ná góðum samningum um sjávarútvegsmál."
Varla er hægt að vera meira sammála Magnúsi. Það skal vanda málið og það er t.d. markmið samninganefndar Íslands að ná sem bestum samningi.
ESB-málið er ekkert "flýti-verkefni" og það er heldur ekki bara efnahagslegt verkefni, aðildin snýst t..d. um stöðu Íslands í alþjóðakerfinu og pólitísk áhrif. Svo eitthvað sé nefnt.
Í fréttinni segir einnig ...,,ef Íslendingar ákvæðu að ganga í Evrópusambandið mætti gera ráð fyrir að kosið yrði um samninga árið 2015 og hægt að ganga í myntbandalagið árið 2020, að því gefnu að efnahagsmál hér á landi yrðu komin í lag."
En Íslendingar eru í þeirri stöðu að aðildarviðræður geta tekið mun skemmri tíma, gangi þær vel, vegna aðildar okkar að EES-samningnum. Framhjá því verður ekki litið.
ESB-málið er ekki bara mál fyrir núverandi kynslóð(ir) heldur einnig fyrir kynslóðir framtíðar!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)

Í fyrrakvöld birti Stöð 2 áhugaverð frétt og umfjöllun um þátttöku ESB í Leonardo menntaáætluninni (sem er .s.s ekkert nýtt) er varðar einhverfa (sem hinsvegar er nýtt hér á landi).
Um er að ræða "Sérfræðingana." Látum myndirnar tala sínu máli:
Frétt Stöðvar tvö - Umfjöllun Íslands í dag
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2010 | 07:29
Össur í FRBL: Þurfum fjárfestingar - ESB-aðild opnar leið til þess
Össur Skarphéðinssoner iðinn við kolann þessa dagana og frá honum kemur hver ESB-greinin á fætur annarri. Það er gott. Í grein sinni í FRBL í dag fjallar hann um áhrif ESB-aðildar á fjárfestingar í nýjum aðildarríkjum. Össur skrifar:
,,Erlendar fjárfestingar á Möltu, Kýpur, Slóvakíu og Slóveníu tvöfölduðust fyrstu fjögur árin eftir að ríkin gengu í Evrópusambandið árið 2004. Öll nota þau evru. Í Eistlandi jukust erlendar fjárfestingar um helming á sama tíma, en Eistar taka ekki upp evruna fyrr en um næstu áramót.
Þetta sýnir, að þegar smáríki ganga í Evrópusambandið stóreykur það erlendar fjárfestingar í viðkomandi ríkjum. Athyglisvert er, að langstærsti hluti erlendrar fjárfestingar í þessum fimm nýju aðildarlöndum kemur frá öðrum ríkjum sambandsins. Smáríki, sem hafa búið við sjálfstæða mynt og sveiflukenndan efnahag, einsog við Íslendingar, eru ekki sjálfsagður fjárfestingakostur í augum alþjóðlegra fjárfesta. Þeim fylgir áhætta, einsog birtist varðandi Ísland 2008.
Reynsla ríkjanna fimm sýnir hins vegar að um leið og ríkin verða hluti af traustu og stöðugu efnahagsumhverfi Evrópusambandsins, þá opnast fyrir flæði erlendra fjárfestinga frá ríkjum, sem eru fyrir í sambandinu. Það er engin ástæða til að ætla, að sama verði ekki uppi á teningnum ef Ísland gengi í Evrópusambandið og hefði skýra stefnu um upptöku evrunnar. Við þurfum á erlendum fjárfestingum að halda til að vinna gegn atvinnuleysinu. Það ógnar framtíð fjölmargra fjölskyldna, og þarmeð framtíð Íslands."
26.10.2010 | 22:39
Dr. Magnús Bjarnason kynnir væntanleg áhrif ESB-aðildar á Ísland - á Akureyri og í Reykjavík
Dr. Magnús Bjarnason, sem var í áhugaverðu viðtali á Silfri Egils á sunnudaginn, heldur opinn fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík á laugardaginn kl.11.00.
Höfundurinn raðar saman tölulegum og öðrum rannsóknarniðurstöðum, bætir við nýju efni og býr til greinargóða yfirlitsmynd af þeim efnahagsáhrifum sem aðild Íslands að Evrópusambandinu kann að hafa á íslenskt efnahagslíf og samfélag í samhengi við reynslu annarra Evrópuþjóða, með sérstakri skírskotun til peningamála, landbúnaðar og sjávarútvegs.
Sjá hér: http://www.hr.is/vidburdir-forsidubirting/nr/25636
Fyrir þá sem búa á Akureyri og nágrenni þá verður Magnús í Háskólanum á Akureyri og heldur þar fyrirlestur á morgun miðvikudag kl.12.00 í stofu N-102. Sjá nánar hér:
26.10.2010 | 22:08
Evrusvæðið: Pantanir í iðngeiranum upp um 5.3%
Í nýrri fréttatilkynningu frá Eurostat kemur fram að pantanir í iðngeiranum á Evru-svæðinu jukust um 5.3% á milli mánaðanna júlí og ágúst í ár.
Á milli ára, frá ágúst í fyrri til ágúst í ár, jukust pantanir í iðngeiranum á Evrusvæðinu um tæp 25%! Sömu tölur fyrir ESB27 eru 3.6% og rúm 22%
Hér má lesa tilkynningu Eurostat.
26.10.2010 | 21:55
Á fullri ferð!
Það er blússandi fart á ESB-umræðunni, rétt eins og sést hér á blogginu.
Bloggið er lifandi vettvangur umræðu og skoðanaskipta um Evrópumál, eins og sjá má í athugasemdakerfi bloggsins.
Það er markmið Evrópubloggins að vera með það sem er efst á baugi í íslenskum fjölmiðlum og umræðu um Evrópumál. Útlönd eru einnig með.
Þetta stóra hagsmuna mál þarf umræðu og hér geta menn RÆTT málin - slíkt bjóða NEI-sinnar hinsvegar ekki upp á. Við hvað eru þeir hræddir?
Eins og fram hefur komið var haldið málþing um daginn um reynslu Finna og Svía af 15 ára aðild að ESB. Fréttablaðið var með ítarlega fréttaskýringu um málið og hana má lesa hér
Óhætt er að segja að Finnum og Svíum farnist vel innan ESB, t.d. hafa pólitísk áhrif Svía aukist til muna.
Lengi vel var næst-æðsti stjórnandi ESB Svíi, en það var Margot Wallström, fyrrverandi ráðherra sænskra jafnðarmanna.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2010 | 21:50
Björg Eva Erlendsdóttir á Smugunni: Heimssýn - VG og blámennirnir - Vonast eftir að Bjarni Harðar biðjist afsökunar
Björg Eva Erlendsdóttir, skrifar hvassan pistil á vefritið Smuguna um málþing VG, sem haldið var um helgina. Greinilegt er að þar hefur sitthvað gengið á, enda Nei-sinnar argir og fúlir eftir hina háðuglegu útreið Heimssýnar-tillögunnar svokölluðu, sem lög var fram á Alþingi um daginn.
Björg Eva segir m.a.: ,,Heimssýn leyfir ekki að þjóðin kynni sér Evrópusambandið. Enda er það óþarfi, því sannleikur Heimssýnar liggur fyrir og efist menn um hann er stutt í landráðastimpilinn. Heilagur sannleikur Heimssýnar er eftirfarandi:
Umsókn um aðild að Evrópusambandinu er aðför að fullveldi landsins. Þeir sem styðja hana vilja varpa sjálfstæði þjóðarinnar fyrir róða. Evrópusambandið ætlar að sölsa undir sig auðlindir Íslendinga. Evrópusambandið mútar Íslendingum og flækir þjóðina í aðlögunarferli sem ekki verður aftur komist út úr. Forysta VG liggur flöt fyrir Samfylkingunni og hefur svikið kjósendur sína. ESB-umsókn jafngildir landsölusamningi.
Heilagur sannleikur Heimssýnar er yfirlýsing um að Danmörk, Svíþjóð og Finnland séu ekki fullvalda ríki. Hann er yfirlýsing um að Eva Joly sé útsendari markaðsafla í Evrópu en ekki umhverfissinni sem hvetur Íslendinga til inngöngu í ESB. Heilagur sannleikur Heimssýnar felur í sér skilgreiningu á orðinu mútur sem er ný á Íslandi, því engir peningar hafa verið taldir blóðpeningar fyrr en evrópskir nú. Heilög Heimssýn lýsir því líka yfir að samþykktir VG séu ekki pappírsins virði. Þótt stofnanir flokksins hafi samþykkt að gert yrði út um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu gildir það einu. Heimssýn hefur uppgötvað að umsóknin ein er landssölusamningur."
Síðan gerir Björg Eva að umtalsefni, að því er virðist, kostuleg ummæli Bjarna Harðarsona, nýliða í VG og nýráðinn upplýsingafulltrúa Jóns Bjarnasonar.
Björg skrifar: ,,Sorglegt er fylgjast með umræðum í þessum gæðaflokki. En það er þó ekki það versta. Sorglegast af öllu er að geta ekki með góðri samvisku varist árásum ESB-sinna í Samfylkingunni sem segja Evrópuandstöðu VG byggja á öfgaþjóðernishyggju. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegsráðherra og fyrrverandi þingmaður Framsóknar, hefur nú sannað að þjóðernisöfgatal Samfylkingarmanna er ekki úr lausu lofti gripið.
Enginn veit hvort Bjarni ætlaði að vera fyndinn eða hvort hann meinti það sem hann sagði í pallborði VG um helgina. Sem brandari var yfirlýsingin glötuð og sem alvara var hún skuggaleg. Fyrst þrumaði Bjarni heimsendaspá Heimssýnar um endalok fullveldis og fór fögrum orðum um Heimssýn. Síðan sagði Bjarni gagnrýni á þjóðernishyggju í Heimssýn ómaklega, þótt vissulega væri þar ákveðinn hópur sem byggði andstöðu sína við Evrópusambandið á að vilja ekki mæta blámönnum á götu í Reykjavík. En það gerði nú ekkert til, Bjarni gæti vel unnið með slíku fólki líka.
Vonandi fór Bjarni framúr sér í forneskjulegum auladraugahúmor. Vonandi biðst hann afsökunar, eins og hann hefur verið maður til áður. Bjarni ætti að vera nógu víðsýnn til að sjá að sér og skilja að á tímum þar sem öfgaþjóðernisflokkar styrkjast hratt er svona gaman grátt. Því miður eru sjónarmiðin sem Bjarni lýsti svo ósmekklega raunverulega til í Heimssýn. Í VG, sem styður jafnrétti og bræðralag þjóða, vinnur fólk ekki að betra samfélagi með þjóðernissinnum sem vilja ekki sjá blámenn á götunum. Pistill Bjargar Evu í heild sinni
Eyjan er einnig með frétt um málið
AF ÖFGUNUM SKULUÐ ÞÉR ÞEKKJA ÞÁ!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir