Jón Bjarnason, fyrrum ráðherra, skrifaði grein um ESB-málið í MBL þann 4.febrúar og lýsti þar yfir þeirri skoðun sinni að ganga ætti til þjóðaratkvæðis um ESB-málið samhliða forsetakosningum í sumar. Arfaslök hugmynd sem er til þess eins fallin að þjóna hagsmunum þeirra sem vilja hætta við málið. En samkvæmt könnunum vilja langflestir Íslendingar halda áfram með málið og fá samning á borðið til að kjósa um.
Þá segir Jón Bjarnason að um eiginlega samninga sé ekki að ræða: "»Samningar« er þó rangnefni því í raun snúast þeir fyrst og fremst um aðlögun okkar að regluverki ESB, hvernig skuli haga röðun og tímasetningu fyrir hvert þrep í aðlöguninni sem verður að hafa átt sér stað áður en viðkomandi kafla af þeim 33 sem um ræðir er lokað.
Hér má minna á að í reynd er það ESB sem tekur ákvörðun um opnun, efnismeðferð og lokun hvers kafla fyrir sig. Allt tal um samningagerð og jafnræði milli aðila við hana er afbökun. Ekki síst þegar það er meginstefna Íslands að ljúka samningagerð hvað sem það kostar til þess eins að geta borið samninginn undir þjóðaratkvæði."
En hvernig tókst t.d. Svíum og Finnum að fá sérlausn fyrir landbúnað á harðbýlum svæðum? Hvernig tókst Dönum að fá sérlausn varðandi kaup útlendinga á sumarbústöðum? Hvernig tókst Möltu að fá umfangsmiklar sérlasusnir fyrir sjávarútveg landsins? Heitir það ekki SAMNINGAR?
Ennfremur segir Jón: "Krafa ESB stendur um...að afsala okkur fyrirfram rétti til nýtingar sjávarspendýra."
Hinsvegar hefur þegar komið fram að ESB mun t.d. ekki láta hvalveiðar hindra málið þegar umhverfiskaflinn verður opnaður, eins og sjá má hér. Um hvað er Jón þá að tala?
Úlfar Hauksson gaf út bókina Gert út frá Brussel fyrir nokkrum árum og þar ræðir hann samninga Norðmanna í sjávarútvegsmálum, þann seinni, og í bókinni segir:
"Það var mat norskra stjórnvalda að öll helstu markmið þeirra varðandi sjávarútveg hefðu náð fram að ganga og væru staðfest í aðildarsamningnum; í honum hefðu núverandi fiskveiðiréttindi Norðmanna verið fest í sessi og áframhaldandi yfirráð þeirra yfir fiskimiðunm tryggð ... Því var talið að sjávarútvegshagsmunum Norðmanna innan Evrópusambandsins væri borgið til framtíðar."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.2.2012 | 18:51
Meira um gjaldmiðilsmál - Björgvin G. á Pressunni
Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar, ræðir gjadmiðilsmál í nýjum pistli á Pressunni og segir þar meðal annars:
"Samfylkingin hefur einn flokka svarað því hvert hún stefnir í þessu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar. Aðild að ESB og upptaka evru í framhaldi af því er okkar markmið og eini sjáanlegi valkosturinn við núverandi stöðu.
Frétt í FRBL hefst svona: "Náin tengsl breytinga á gengi krónunnar og verðbólgu hafa orðið til þess að rýra trúverðugleika Seðlabankans. Þetta kemur fram í nýrri grein Gylfa Zoëga hagfræðiprófessors í nýjasta hefti efnahagsritsins Vísbendingar. Gylfi, sem sæti á í peningastefnunefnd Seðlabankans, bendir á að árið 2003 sé eini tíminn þar sem bankinn hafi náð verðbólgumarkmiði sínu.
Í grein sinni kemst Gylfi að þeirri niðurstöðu að stöðugt gengi sé forsenda fyrir stöðugu verðlagi hér á landi, enda séu náin tengsl gengis og verðlags einkennandi fyrir mjög lítil hagkerfi og útskýri mikla og sveiflukennda verðbólgu í þeim löndum.
Kerfi með föstu gengi myndi því framkalla stöðugra verðlag og gera afnám verðtryggingar mögulegt," segir Gylfi og telur þátttöku í evrópska myntsamstarfinu virðast eina framkvæmanlega fastgengiskerfið. Valið stendur því á milli þess að taka þátt í evrusamstarfi eða hafa fljótandi gengi með Tobin-skatti og öðrum aðgerðum sem ætlað er að draga úr sveiflum á gengi krónunnar."
Umræðan um gjaldmiðilsmál er mjög lifandi, enda mál sem þarf að ræða vegna falls og óstöðugleika krónunnar.
1.2.2012 | 23:06
Frjálshyggja á myntmarkaði?
Karl Marx (mynd) var mikill hugsuður og einn af þeim áhrifameiri í sögunni. Ein af hugmyndum Marx var sú að menn ættu í raun að geta unnið þau störf, sem þeim datt í hug, þegar þeim datt það í hug! Læknir í dag, flugstjóri á morgun o.s.frv.
Þessi hugmynd gekk að sjálfsögðu ekki upp, því sérhæfing er nokkuð sem einkennir líf mannanna. Læknir verður góður læknir því lengur sem hann vinnur sem slíkur, hann safnar upp reynslu, sem hann byggir sífellt ofan á. Sama má segja um húsasmið.
Nú hefur einn helsti forsprakki Nei-hreyfingarinnar stungið upp á að gera Ísland að "fjölmyntasvæði" þar sem hinir ýmsu gjaldmiðlar yrðu notaðir, í ýmsum tilgangi. Ein rökin eru þau að þar með fengi krónan samkeppni! Og að opna fyrir hingaðkomu erlendra banka!
Er um stefnubreytingu að ræða hjá Nei-sinnum, sem hingað til hafa ekki mátt heyra á minnstan þann möguleika að hafa einverja aðra gjaldmiðla en blessuðu (verðtryggðu) (sveiflu) krónuna? Og hvað með Evruna? Fær hún að vera með, annar helsti alþjóðlegi gjaldmiðill heims?
Nú á sem sagt bara allt í einu að opna allt upp á gátt og koma hér á óheftri samkeppni milli hinna ýmsu gjaldmiðla!
Heitir það ekki frjálshyggja? Og hvernig myndi krónan klára sig í þessu umhverfi? Hverjar yrðu lífslíkur hennar í þessu umhverfi?
Eða eru Nei-sinnar bara með þá og þá stefnu sem hentar hverju sinni, rétt eins þegar Marx hélt að menn gætu bara unnið það sem þeim datt í hug, þegar þeim datt það í hug?
Evrópumál | Breytt 2.2.2012 kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
1.2.2012 | 22:41
Nýr "súpersjóður" í burðarliðnum?
Der Spiegel segir frá hugmyndum um evrópskan "súper-sjóð" sem mögulega er í burðarliðnum. Tala sem nefnd hefur verið er um 1500 milljarðar Evra. Meðal annars er hugmyndin sú að IMF, Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn komi að þessum sjóði líka.
Markmiðið er að sjálfsögðu að snúa hagskerfum Evrópu til góðs vaxtar að nýju. Þetta kemur í kjölfar fundarins í Davos í Sviss, þar sem fjöldi áhrifamanna hittist á hverju ári til að bera saman bækur sínar.
Sýnir þetta einnig að þrátt fyrir kreppu og vandræði er gríðarlegt magn af fjármunum til í "kerfinu."
1.2.2012 | 17:21
Góður stuðningur við "sunnudagssamkomulagið" í Svíþjóð
Svíar styðja það samkomuleg sem náðist í Brussel á sunnudagskvöld um aðgerðir Evruríkjanna í ríksifjármálum. Reinfelt segir í viðtali við ensku fréttasíðuna The Local, að þessar aðgerðir séu góðar fyrir sænskan útflutning, en mikið af sænskum vörum streyma til ESB.
Svíar fá að sitja samráðsfundi um ríkisfjármál Evruríkjanna, þó Svíar séu ekki með Evruna. Sú niðurstaða að aðildarríki ESB sem ekki hafa Evru sem gjaldmiðil geta tekið þátt í fundum a.m.k. einu sinni á ári og jafnframt fundum Evruríkja þar sem ákveðin málefni er snerta ríki utan Evrunnar (t.d. samkeppnishæfni, breyttar reglur fyrir Evrusvæðið, áhrif hnattvæðingar) verða til umfjöllunar, er á þá lund sem Svíar lögðu upp með.
Reinfeldt sagði eftir fundinn að því fleiri fundir sem Svíþjóð gæti tekið þátt í því betra. Hann sagði það miklu skipta fyrir Svíþjóð að vera með þar sem verið væri að ræða og ákveða skipan efnahagsmála í Evrópu.
Þá kemur fram á sömu síðu að flokkur jafnaðarmanna er hættur við að vera á móti þessu samkomulagi, en í byrjun var það afstaða þeirra!
Staðan er því þannig að bæði ríkssitsjórn Svía og stærsti stjórnarandstöðuflokkur styðja samkomulagið, sem verður undirritað í byrjun mars.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.1.2012 | 17:15
Samkomulag í Brussel um aukinn aga - allir með nema Tékkar og Bretar
Alls lögðu 25 af 27 aðildarrríkjum ESB (öll nema Tékkland og Bretland) blessun sína yfir samkomulag um aukinn aga í ríkisfjármálum í Brussel í gærkvöldi.
Tékkar eru enn með forseta, Vaclav Klaus, sem er hægri-sinnaður þjóðernissinni og heitur andstæðingur ESB (stundum kallaður "Margret Thatcher"-mið Evrópu). En forsætirsráðherra Tékka, segir að í framtíðinni ætli Tékkar að vera með. Afstaða Breta hefur verið þekkt í nokkrar vikur og þeir vilja ekki vera með.
Nýi forsætisráðherra Dana, Helle Thorning-Schmidt, er ánægð með samkomulagið. Danska stjórnin hefur náð í gegn öllum kröfum sínum varðandi þátttöku sína í nýjum evrusáttmála. Thorning-Schmidt segir að enn eigi eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, en á því sé enginn vafi að Danmörk sé með.
Hún segir Dani með þessu sýna að þeir séu ekki veiki hlekkurinn í keðjunni og geri strangar kröfur til eigin fjárlagagerðar. Danir náðu þeirri kröfu sinni í gegn að hugsanlegar sektir vegna brota á sáttmálanum renna í sameiginlegan sjóð ESB en ekki í björgunarsjóð evruríkjanna. Danir gegna einmitt forystu í ESB fram á mitt þetta ár.
Hér fær því eitt minnsta ríki ESB kröfu sína í gegn. Svo segja andstæðingar að smáríki í ESB hafi engin áhrif innan ESB.!
Sem sagt; Danir telja það mikilvægt að vera með í "Evru-pakkanum". Hvaða ályktanir getum við Íslendingar dregið af því?
30.1.2012 | 21:11
Meira um gjaldmiðilsmál í FRBL
Þórður Snær Júlíusson skrifar áhugaverðan leiðara í FRBL í dag um gjaldmiðilsmál, sem hefst á þessum orðum: "Samkeppniseftirlitið birti í síðustu viku skýrslu sína um verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Í henni kom fram að verð á dagvöru, sem samanstendur af helstu nauðsynjavörum heimila, hefði hækkað um 60% á síðustu sex árum. Sú verðhækkun skýrist ekki af aukinni álagningu verslana á vörunum, heldur fyrst og fremst af ytri ástæðum, aðallega gengishruni íslensku krónunnar. Hún hefur rýrnað um meira en helming gagnvart evru á umræddu tímabili.
Í skýrslunni segir orðrétt að eftir gengislækkun krónunnar hefur matvöruverð á Íslandi færst frá því að vera hlutfallslega mun hærra til þess að vera því sem næst jafnt meðalmatvöruverði í ESB löndum, mælt í evrum á skráðu gengi. Í krónum talið hækkaði matvöruverð hins vegar gífurlega eftir hrunið".
Samkvæmt skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birti nýverið voru um 88% allra húsnæðislána í byrjun október síðastliðnum verðtryggð. Ársverðbólga mælist nú 6,5% sem hefur bein hækkunaráhrif á höfuðstól verðtryggðra lána. Hún er hvergi meiri innan EES-svæðisins. Óhætt er því að draga þá ályktun að krónan sé að valda íslenskum skuldurum miklu tjóni. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað um tæp 30% í dollurum talið frá byrjun árs 2008. Á sama tíma hefur smásöluverð á bensíni á Íslandi hækkað um 75%,í krónum talið, enda bensínið innflutt."
Síðar segir: "Krónan hefur alltaf verið vandamál. Þegar Íslandsbanki hinn fyrsti var stofnaður árið 1924 fékkst ein íslensk króna fyrir hverja danska. Í dag þarf tæplega tvö þúsund og tvö hundruð íslenskar krónur til að kaupa eina danska, að teknu tilliti til þess að tvö núll voru fjarlægð aftan af þeirri íslensku árið 1981. Við rekum peningastefnu sem snýst um að halda verðbólgu innan við 2,5%, sem tekst nánast aldrei. Helsti kosturinn sem nefndur er við þetta fyrirkomulag er sá að þegar hagstjórnarafleikir stjórnmálamanna hafa komið okkur í nægilega vond mál þá sé hægt að fella gengið. Við það færast peningar frá heimilunum til útflutningsaðila og vöruskiptajöfnuði er náð líkt og töfrasprota sé veifað.
Samt er umræða um málið í lamasessi. Eini flokkurinn sem er með upptöku annars gjaldmiðils á stefnuskránni er í stjórnarsamstarfi við annan sem hefur algjörlega andstæða skoðun á málinu. Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir virðast líka kjósa óbreytt ástand og því virðist mikill pólitískur meirihluti fyrir því að halda krónunni. Viðkvæðið er þá að þessari kynslóð stjórnmálamanna muni takast það sem aldrei áður hefur tekist í íslenskri hagsögu, að halda krónunni í skefjum. Íslenskir neytendur þurfa hins vegar, í ljósi ofangreindra atriða, að gera upp við sig hvort buddan heimili þeim að trúa slíkum málflutningi."
30.1.2012 | 21:03
Reynsluboltar mætast: Jón Baldvin og Styrmir Gunnarsson ræða "stríðið um auðlindirnar""
Það verður örugglega heitt í kolunum, en á vef Samfylkingarinnar segir þetta:
"Evrópuvakt Samfylkingarinnar stendur fyrir hádegisfundaröð um Ísland í Evrópu í vetur. Fundirnir eru haldnir annan hvern þriðjudag á Kaffi Sólon (efri hæð) í Bankastræti frá kl. 12.00 til 13.00 og eru öllum opnir. Þriðjudaginn 31. janúar ræða þeir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri um stríðið um auðlindirnar og svara spurningunni: Hverjir vilja selja landið? Fundarstjóri verður Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur.
Fundargestir eru hvattir til að taka þátt og láta í ljós sínar skoðanir og bera fram fyrirspurnir. Að vanda verður hádegisverðurinn á viðráðanlegu verði."
30.1.2012 | 20:56
Kýpur: Fullur stuðningur við umsókn Íslands í formennsktíðinni

Ráðherra fór yfir stöðu aðildarviðræðnanna og gerði grein fyrir mikilvægi sjávarútvegs, sérstöðu landbúnaðar og öðrum atriðum sem verða mikilvæg í samningunum. Þá fór hann ítarlega yfir málstað Íslands í Icesave málinu og makríldeilunni.
Ráðherrarnir lýstu báðir áhuga á að efla viðskipti milli ríkjanna til að mynda með því að hvetja til þess að ferðamannastraumur milli Íslands og Kýpur verði aukinn."
30.1.2012 | 20:51
Aflandskrónur orðnar verslunarvara?
Spegillinn sagði í kvöld frá "verslun" með aflandskrónur, en staðan er jú þannig að þær krónur bjóða upp á ákveðna tegund af braski, ef svo má að orði komast.
Ritari hitti annars íslenskan mann um daginn á öldurhúsi og sá er að vinna í Noregi. Honum hafði einmitt boðist að kaupa aflandskrónur, en hann var ekki búinn að gera upp hug sinn. En að sjálfsögðu lokkaði gengið á aflandskrónunum og gróðavonin líka.
Þetta ástand á að sjálfsögðu rætur sínar í hruni íslensku krónunnar haustið 2008, sem síðan þurfti að setja á gjörgæslu. Þar sem hún er enn.
30.1.2012 | 20:42
Bryndís um "allskyns" á Eyjunni
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir skrifar skemmtilegan (en alvöruþrungin) pistil um, ja, allskyns, á Eyjuna. Það er eiginlega best að lesendur lesi pistilinn. En það er mjög áhugaverð mynd í honum um "skráningu" íslensku krónunnar í fríhöfninni á Kastrup-flugvelli. Myndin segir í raun meira en þúsund orð!
Hér er sér krækja á myndina.
29.1.2012 | 21:55
Nei-sinnar með ódýrar "patent-lausnir"!
Á föstudaginn kemur verður þáttur á ÍNN (Hrafnaþing) um Evrópumál þar sem rætt verður við nokkra aðila úr JÁ-hreyfingunni um stöðu mála. Hvetjum við alla áhugamenn um Evrópumál til þess að horfa!
Reyndar afgreiddi Ingvi Hrafn (eigandi ÍNN) Nei-hliðina í þætti sem sýndur var síðastliðinn föstudag. Þar var meðal annars Nei-foringinn sjálfur, Ásmundur Einar Daðason, fyrrum VG-liði og núverandi framsóknarmaður.
Annars var fátt um lausnir sem herramenn Nei-sinna báru fram, nema þá kannski helst að það væri nánast bara ekkert mál að sníða alla galla af íslensku samfélagi, t.d. að lækka tolla og afnema vertryggingu, við gætum þetta bara sjálf, bara drífa í þessu!
Vertrygging hefur verið við lýði í um 30 ár og er að gera alla gráhærða! Hversvegna er ekki fyrir löngu búið að taka hana af? Getur það verið vegna ýmissa sérhagsmuna sem tengjast henni og gjaldmiðli sem krefst í raun verðtryggingar? Og útheimtir þar með óheyrilegan kostnað af öllu samfélaginu?
Nei, nei-sinnar settu fram ódýrar "patent-lausnir" sem hljóma vel en eru á skjön við veruleikann, sem einkennist af sveiflum, óstöðugleika og verðbólgu.
29.1.2012 | 20:16
Um 50% vilja halda aðildarviðræðum áfram við ESB
Helmingur íslensku þjóðarinnar vill halda aðildarviðræðum áfram við ESB, samkvæmt nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun hefur gert og sagt var frá í kvöldfréttum RÚV.
Mest fylgi við aðildarviðræður er meðal flokksmanna Samfylkingar (90%) og VG (55%). Um 30% sjálfstæðismanna vilja halda áfram, en hjá Framsókn er þessi tala um 25%.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
"Gleðifréttir" berast landsmönnum:
Verðbólgan er komin í 6.5%! Jibbý!! Á www.visir.is stendur: "Ársverðbólgan mælist nú 6,5% og hefur hækkað verulega frá því í desember þegar hún mældist 5,3%. Þessi hækkun er umfram spár sérfræðinga sem gerðu yfirleitt ráð fyrir að hún yrði 6,3%. Aukin verðbólga er einkum keyrð áfram af hækkunum á opinberum gjöldum.
Fjallað er um málið á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í janúar sé 387,1 stig og hækkaði um 0,28% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 365,9 stig og hækkaði um 0,05% frá desember."
Á myndinni hér með má sjá verðbólgu á Evru-svæðinu árið 2011, sem fer ekki yfir 3%!
Svo fer þetta allt inn í lánin með verðtryggingunni!
Sjá einnig frétt Viðskiptablaðsins tengda þessu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir