Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Seðlabankinn og Lúx: Leiðari FRBL

Óli Kr. Ármannsson.jpgÓli Kr. Ármannsson skrifar ágætan leiðara í Fréttablaðið í dag, undir fyrirsögninni ,,Velvild frá Lúx." Í honum fjallar Óli um viðskiptagjörninginn á milli Seðlabanka Íslands og Lúxemborgar í gær. Óli skrifar:

,,Seðlabankinn í Lúxemborg er hluti af fjármálakerfi evrunnar og stofnaður á sama tíma og Seðlabanki Evrópu (ECB). Bankinn gefur út evrur líkt og Seðlabanki Evrópu. Sú staðreynd að bankinn skuli koma til móts við Íslendinga með þessum hætti endurspeglar í raun velvild í garð þjóðar sem er í þrengingum eftir að hafa farið illilega út af sporinu í stjórnsýslu og eftirliti með fjármálakerfi sínu. Um leið grefur samkomulagið undan málatilbúnaði þeirra sem viljað hafa mála samskipti Íslands við önnur ríki svörtum litum og virðast trúa því að önnur ríki Evrópu vilji fremur leggja stein í götu Íslands en greiða hana.

Á tímum sem þessum er vert að spyrja sig hverjum gagnist að grafa undan sambandi Íslands við önnur Evrópuríki. Getur verið að einhver hafi af því hag að Ísland troði illsakir við Breta og Hollendinga?"

Allur leiðarinn er hér


William Hague lítur samskipti Bretlands og ESB jákvæðum augum

William HagueWilliam Hague, hinn nýi utanríkisráðherra Bretlands skrifar áhugaverða grein á vefsvæðið Europes´s World um sína sýn á Evrópumálin. Hann segir m.a. að Evrópa standi frammi fyrir miklum áskorunum á næstu misserum. Til dæmis varðandi umhverfis og orkumál.

Þá talar hann um mikilvægi þess að ESB hjálpi til við uppbyggingu á Balkan-skaga og mikilvægi góðra samskipta við Rússland.

Á greininni er ekki annað að skilja en að Hague, sem mikið í mun að halda góðum samskiptum við ESB og að þeir verði með af heilum hug í samstarfi Evrópuríkja. Greinina má lesa hér


Sterkara Ísland: Áhugaverðir fyrirlestrar

Viðskiptastefna ESB – áhrif aðildar á viðskiptasamninga íslenska ríkisins
Aðalsteinn Leifsson,
lektor við HR, fjallar um viðskiptastefnu Evrópusambandsins og hvaða áhrif aðild Íslands að ESB hefur á viðskiptasamninga Íslands við önnur ríki.

27. maí
Launin – kaupmátturinn – réttindin

Halldór Grönvold
, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, fjallar um aðild Íslands að Evrópusambandinu með hliðsjón af hagsmunum launafólks og áhrifum á starfskjör.

3. júní
Viðskiptaáætlun Íslands

Dr. Gísli Hjámtýsson
, framkvæmdastjóri Thule Investments fjallar um þróun íslensks atvinnulífs á næstu árum og hverju aðild að Evrópusambandinu skiptir í því samhengi.

10. júní
Jón Sigurðsson
, lektor við HR. Fundarefni verður tilkynnt síðar.

Fundir þessir fara fram í húsnæði Sterkara Ísland í Skipholti 50a. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.


Verðbólgudraugurinn, búúúúúú!

Verðbólgudraugurinn?Verðbólgudraugurinn er helsti draugur okkar Íslendinga. Morgunblaðið birtir í dag frétt í dag sem byrjar svona: ,,Ísland sker sig úr varðandi verðbólgu samkvæmt nýbirtum tölum um samræmda vísitölu neysluverðs í ríkjum á evrópska efnahagssvæðinu. Samkvæmt henni er verðbólgan á Íslandi 11,1% mæld á tólf mánaða tímabili í apríl." Öll frétt MBL er hér.

Bendum einnig á þetta pdf-skjal um verðbólgu, sem fylgir fréttinni.

Í ritinu The Republic, sem Seðlabanki Íslands gaf út árið 1996 kom fram að frá stofnun lýðveldisins var um 20% verðbólga að meðaltali. T.d. var hún 70% frá 1983 - 1984, en þáfór hún hvað hæst

Verðbólga í ESB-löndunum er nú um 1,5% að meðaltali. Hér er því sjö sinnum meiri verðbólga en í ESB-ríkjunum. Í BNA var 2,3% verðbólga í mars.

Niðurstaða: Íslendingum gengur afar illa að glíma við verbólgu. Verðbólga er miklu lægri í ESB-löndunum og BNA.

Hvað er verðbólga?


Meira um viðskipti...

ViðskiptiÍ færslunni hér á undan er rætt um þá sérkennileg þversögn meðal ESB-andstæðinga innan Sjálfstæðisflokksins að vera á móti sambandi, þar sem verslun og viðskipti eru lykilþáttur. Efirfarandi tilvitnun eru úr utanríkismálaskýrslu Össurar Skarphéðinssonar:

,,ESB hefur ávallt lagt mikla áherslu á fjölþjóðlegt viðskiptasamstarf sem hornstein utanríkisviðskiptastefnu sinnar. Því eru það vonbrigði fyrir sambandið að ekki hefur tekist að ljúka Doha-viðræðunum innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Hægagangur Dohalotunnar  hefur vakið áhuga ESB, sem annarra ríkja heimsins, á gerð tvíhliða samninga um viðskipti, þ.m.t. um fríverslun. Skammt er síðan viðræðum ESB og Suður-Kóreu um fríverslunarsamning lauk og er gert ráð fyrir að um miðbik ársins taki samningurinn gildi tilbráðabirgða. Fríverslunarviðræðum er lokið við Kólumbíu og Perú, en viðræður standa m.a. yfirvið Indland, Kanada og Úkraínu. Við mögulega aðild Íslands að ESB yrði Ísland hluti hinnar sameiginlegu viðskiptastefnu ESB.

Í áliti framkvæmdastjórnar ESB um umsókn Íslands um aðild kemur fram að Ísland þurfi vegna þessa að segja upp öllum gildandi fríverslunarsamningum sínum við þriðju ríki og endurskoða aðra samninga þannig að þeir samræmist regluverki ESB. Ísland mun einnig þurfa að beita öllum alþjóðaviðskiptasamningum ESB sem og reglum sambandsins á þessu sviði. Enda þótt fríverslunarsamninganet Íslands annars vegar og ESB hins vegar nái í flestum tilvikum tilsömu ríkja og veiti sambærilegan markaðsaðgang fyrir helstu útflutningsafurðir Íslands, er það þó ekki algilt. Því mun í einhverjum tilvikum verða breyting á markaðsaðgangi fyrir íslenskfyrirtæki þ.e. að einhver markaðsaðgangur ávinnist inn á markaði utan sambandsins og tapist á öðrum. Þess ber þó að geta að í dag njóta, í flestum tilfellum, Ísland og ESB sambærilegra kjara um markaðsaðgang inn á helstu markaði utan ESB s.s. Bandaríkjanna, Japans, Kína og Rússland."

Á vef Utanríkisráðuneytisins er að finna yfirlit yfir fríverslunarsamninga. Einnig er þar að finna lista yfir samninga við lönd utan ESB.

Af þessum lista sést að EFTA er í viðræðum við lönd á borð við Indland og Úkraínu. En meginmálið er að við aðild myndi Ísland fá aðgang að einni mestu "viðskiptamaskínu" heims.

Af hverju eru margir Sjálfstæðismenn á móti því?


Bjarni Ben: Útlendingar í sjávarútveg, OK!

Bjarni BenediktssonÞetta hlýtur að teljast athyglisvert: Bjarni Ben, formaður Sjálfstæðisflokksins útilokar ekki aðkomu erlendra aðila að sjávarútvegi Íslendinga í framtíðinni. Hann einskorðar þetta hinsvegar við nýtinguna, án þess að útfæra það nánar.Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Bjarni reyndi að sjálfsögðu að spyrða þetta saman við ESB-umsóknina og gera hana tortryggilega. 

Merkilegt hvað formaður aðal- "bissness flokksins"  hér á landi er tortrygginn gagnvart ESB, sem gengur að mjög miklu leyti út á bissness!

Nei-sinnar eru alltaf að babbla um ,,tvíhliða hér" og "tvíhliða þar" , en segja svo aldrei hvar! Ennþá merkilegra!


Til hamingju Norðmenn!

Norðmaður fagnar 17. maí á Maldíveyjum!Í dag er ,,syttonde mai", 17.maí. þjóðhátíðardagur Norðmanna. Við óskum frændum vorum í austri hjartanlega til hamingju með daginn!

Samkvæmt nýrri könnun eru um 55% Norðmanna andvígir inngöngu í ESB, en um 33% með, tæp 13% eru óöruggir. Þessa andstöðu rekja menn til stöðu efnhagsmála í Evrópu.

Ekki er nokkur vafi að ESB myndi styrkjast til muna með Norðmenn innanborðs, en margir sem vel þekkja til í norskum stjórnmálum hafa lýst því hvernig Norðmenn eru utangátta á margan hátt í Evrópusamstarfi. Þeir eru ekki með þegar verið er að taka mikilvægar ákvarðanir um málefni Evrópu.

Það sama gildir um Ísland.


Úr skýrslu Össurar

Össur SkarphéðinssonUtanríkismálaskýrsla Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, er yfirgripsmikil og gefur gott yfirlit yfir stöðu mála. Mikið er tekið úr afar góðu meirhlutaáliti Utanríkismálanefndar Alþingis, sem gefið var út um ESB-málið á sínum tíma. Það er ekki úr vegi að kíkja á nokkrar tilvitnanir úr skýrslu Össurar:

,,Samráðshópur:
Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar er lögð áhersla á mikilvægi þess að eiga náið samráð við breiðan hóp hagsmunaaðila í umsóknarferlinu. Lagði nefndin til að settur yrði á fót sérstakur samráðshópur í þessu skyni en í honum sætu m.a. fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi.Hlutverk samráðshóps er að vera samninganefnd og ríkisstjórn til ráðgjafar um samningsmarkmið Íslands í aðildarviðræðum við ESB. Í því felst að samráðshópurinn verður reglulega upplýstur um stöðu og framvindu aðildarviðræðna og gefst tækifæri til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri." (bls.23)

,,Sjávarútvegsmál: Að því er fram kemur í áliti meirihluta utanríkismálanefndar skulu markmið, er lúta að forræði yfir sjávarauðlindinni með sjálfbæra nýtingu að leiðarljósi, sett á oddinn í samningaviðræðunum. Hér er einkum átt við forræði á stjórn veiða og skiptingu aflaheimilda innan íslenskrar efnahagslögsögu sem byggð er á ráðgjöf íslenskra vísindamanna, svo og eins víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi á alþjóðavettvangi og kostur er þegar málefni lúta að íslenskum hagsmunum. Jafnframt verði áhersla lögð á að halda í möguleika á að takmarka fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi. Þátttaka Íslands við mótun sjávarútvegsstefnu ESB verði skýr og framlag sjávarútvegsins til efnahagslífsins haldist óbreytt." (bls.25)

,,Landbúnaðarmál: Samkvæmt áliti meirihluta utanríkismálanefndar skal stefnt að því að niðurstaða samningaviðræðna við Evrópusambandið valdi sem minnstri röskun á högum bænda, skapa íslenskum landbúnaði sem hagstæðast rekstrarumhverfi, ásamt því að tryggja búsetu í dreifbýli verði Ísland aðili að sambandinu."

,,Byggða- og sveitarstjórnarmál: Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar um byggðamál er lögð áhersla á að tekið verði tillit til sérstakra aðstæðna á Íslandi í viðræðunum og tryggður greiður aðgangur að því fjármagni sem til ráðstöfunar kann að verða komi til aðildar. Horft skal sérstaklega til nýsköpunar í atvinnumálum á landsbyggðinni. Styrkjakerfi og skilgreiningar landsvæða skal skoða heildstætt og skal skoðunin ná til landsins alls."

,,Myntbandalag: Í áliti utanríkismálanefndar um gjaldmiðilsmál er lögð áhersla á að leitað verði eftir samkomulagi við ESB og Seðlabanka Evrópu um stuðning við krónuna sem fyrst þannig að Ísland geti við fyrsta mögulega tækifæri hafið þátttöku í samstarfi ESB á sviði efnahags- og peningamála (ERM II). Jafnframt skuli tryggt, í samræmi við fyrri fordæmi, að mikil skuldsetning ríkissjóðs komi ekki í veg fyrir að Ísland geti tekið upp evruna þegar þar að kemur enda liggi þá fyrir raunhæf áætlun um lækkun skulda." (bls.31)

Þessi svið sem týnd eru til þér eru án nokkurs vafa þau mikilvægustu, sjávarútvegs og landbúnaðarmál, byggðamál og síðast en ekki síst gjalmiðildmál. Niðurstöður í aðildarsamningi í þessum málaflokkum muna ráða miklu um framvindu málsins. Þessvegna er mjög mikilvægt að haft verði sem víðtækast samráð og samstarf hagsmunaaðila. 

En í sumum málaflokkum er tregða til staðar, t.d. í landbúnaðarmálum. Bændasamtökin neita t.d. að ræða ESB-málið eða koma að því með nær engum öðrum hætti en neikvæðum. Um er að ræða niðurnjörðvaða og einstrengingslega afstöðu. Hvergi er að finna jafn mikla þekkingu á landbúnaðarmálum og innan samtakanna. Bændur ættu því að vita hvað þeir þurfa til þess að hagur stéttarinnar verði sem bestur. Hversvegna neita að vera með í ráðum?

(Leturbreytingar: ES-blogg)

 


Monní, monní!

Ragnheiður E. ÁrnadóttirEins og kunnugt er þeim sem fylgjast með fréttum fóru fram umræður um utanríkismál í þinginu í gær. Þar reyndi Ragnheiður Elín Árnadóttir að tortryggja ESB-málið með því að kasta því fram að kostnaðurinn við umsóknina yrði allt að 7 milljarðar króna (7000 milljónir).

Mjög ólíklegt verður að teljast að sú verði raunin. Af hverju? Jú:

- Mikið er lagt upp úr að ferlið verði sem ódýrast, m.a. með því að hafa hluta samningaviðræðnanna hér á landi.

- Mjög margir kaflar af þeim 35 sem verður að "loka" eru nú þegar langt komnir eða frágengnir vegna veru okkar í EES. Sá partur kostar því mun minna en annars væri.

- Íslenska ríkið mun ekki eitt bera kostnaðinn, ESB mun leggja fram fé á móti.

Nú þegar liggur fyrir gróf kostnaðaráætlun upp á um 1 milljarð króna. Hvernig Ragnheiður Elín fær út kostnað sem er sjö sinnum hærri, er vandséð. Það eru ýmsir óvissuþættir í kostnaði sem þessum, t.d. verð á flugvélaeldsneyti (menn þurfa að fljúga til og frá Íslandi!). Bara svo lítið dæmi sé tekið.

Í leiðara MBL í gær er einnig sagt að umsóknin sé sóun. Ekki veit ritari hvor ritstjóranna, Davíð eða Haraldur skrifaði, en Davíð var allavegana Seðlabankastjóri þegar hann fór á hvolf. Kostnaður: 400 milljarðar!

Stundum koma hlutirnir úr allra-hörðustu átt!

 


Lipponen: ESB mun ekki hrynja - stendur fyrir stöðugleika

Paavo LipponenPaavo Lipponen (mynd) er einn af virtustu stjórnmálamönnum Finna í gegnum tíðina. Í færslu hér á blogginu fyrr í vikunni, var vitnað í viðtal við hann sem birtist í vikunni í finnska Hufvudstadsbladet. Það er um margt áhugavert og í því lýsir hann m.a. yfir miklum vonbriðgum með þá staðreynd að Svíar tóku ekki upp Evruna á sínum tíma: ,,Það var synd að Svíar tóku ekki upp Evruna. Sem efnahagslega sterkt ríki hefði landið styrkt stoðir Evrunnar og Svíar eru líka agaðir í fjármálum,“ segir Lipponen og vísar til þeirra vandamála sem Grikkland glímir við.

Aðspurður segir hann að þörf sé að ýmsum betrumbótum, t.d. hvað varðar reglur, aukinni samvinnu aðildarlandanna og styrkingu stofnana innan ESB.

Hann segir að fyrir Finnland sé það mikilvægt að sýna ábyrgð í fjármálum, vera með í kjarna ESB-samstarfsins og sýna frumkvæði: ,,Þannig hefur maður áhrif, það þýðir ekki bara að bíða eftir hinum góðu hlutum,“ segir Paavo Lipponen.

Blaðamaður spyr hvort hann haldi að ESB hrynji útaf því sem gengur á í Grikklandi? ,,Nei,alls ekki. Það er búið að leggja mikið í þetta ,,prójekt“. Það eru líka margir sem vilja gerast aðilar og tilheyra sambandi sem stendur fyrir lýðræði, stöðugleika og mannréttindi,“ sagði Paavo Lipponen í samtali við Hufvudsatdsbladet í Helsinki.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband