Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
30.7.2010 | 11:10
Uffe Elleman: Íslendingar tapa ekki sjálfstæðinu við ESB-aðild
Moggi gerir sér mat úr nýjustu bloggfærslu Uffe Elleman Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur. Best að gera það líka! Uffe segir að það sé of snemmt fyrir Ísland að ganga í ESB. Hér má lesa frétt MBL
Uffe fer víða í færslunni, sem er ítarleg. Hann segist vera mikil fylgismaður þess að bæði Ísland og Noregur gangi í ESB og telur aðild til mikilla hagsbóta fyrir bæði löndin. Hinsvegar talar hann um að vegna "stemningarinnar" í landinu (vondir útlendingar og allt það, innskot ES-blogg), sé et.v. betra að bíða.
"Selv om jeg er varm tilhænger af at få Island og Norge med i EU og selv om jeg tror på, at det vil være en enorm fordel for begge lande at komme med så tror jeg alligevel på, at det kan være det bedste at vente til situationen er en anden."
Uffe skrifar síðan: "Det forudsætter en indgående diskussion internt i Island, renset for de overdrivelser og den selvopgivenhed, som præger situationen i dag. Men først og fremmest en forståelse for, at det at gå med i EU ikke handler om at opgive sin selvstændighed. Her kunne lande som Danmark og Sverige og især Finland gøre en god gerning ved at bidrage med egne erfaringer."
Hann telur að staðan á Íslandi í dag sé "ýkt" (overdrivelser) og að hún einkennist af uppgjöf (selvopgivenhed) . Uffe telur að umræðan þurfi að breytast, að ítarleg umræða sé forsenda þess að ganga í sambandið.
Hann segir það líka vera forsendu að skilja að aðild að ESB feli EKKI í sér afsal sjálfstæðisins. Sem dæmi til stuðnings nefnir Uffe Elleman, nágrannalönd okkar; Danmörku, Svíþjóð og Finnland.
En er mat Uffe rétt? Hversvegna að bíða? Það hefur verið tekin lýðræðisleg ákvörðun um að sækja um (búið) og nú taka aðildarviðræður við. Úr þeim verður til aðildarsamningur, sem hin forna lýðræðisþjóð, Ísland, á að kjósa um í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta tekur tíma, bið er ekki af hinu góða. Það er of mikið í húfi. Þeir sem vilja bíða og jafnvel draga umsóknina til baka eru þeir sem hafa hag af óbreyttu ástandi eða eru hræddir við breytingar.
Íslendingar er langþreyttir á óðaverðbólgu, "óða"-vöxtum og landið er með gjaldmiðilinn í öndunarvél!
Uffe líkir málinu við glímu laxveiðimannsins við laxinn. Vissulega getur sú barátta tekið langan tíma, sterkur lax er seinþreyttur, því þarf veiðimaðurinn á að halda allri sinni þekkingu og klókindum til að landa skepnunni. Og þetta er heiðarlega barátta.
Það sama gildi kannski um komandi ESB-ferli, þar þarf að beita þekkingu og klókindum, til að landa samningi, sem síðar verður kosið um.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (68)
30.7.2010 | 10:53
Timo Summa: Ávinningur Íslands mikill
Fréttablaðið birti í gær viðtal við sendiherra ESB á Íslandi, Timo Summa. Tilefnið er opnun aðildarviðræðna Íslands og ESB.
Grípum aðeins niður í viðtalið:
" Ávinningur Íslands mikill
Til umræðu hefur verið að draga aðildarumsóknina að ESB til baka og hefur Sjálfstæðisflokkurinn til að mynda ályktað í þá veru. Summa vildi ekki svara því hvernig ESB myndi taka því ef umsóknin yrði dregin til baka. Hann segir að ríkisstjórnin hafi sótt um aðild og sambandið muni því setjast við samningaborðið af heilum hug. Það sé Íslendinga að ákveða hvernig haga skuli umsókninni. Hann hefur hins vegar litlar áhyggjur af því að samskipti Íslands og ESB kunni að súrna hafni Íslendingar að lokum aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. "Með aðild Íslands að EES og Schengen-samningunum er landið nú þegar í nánu samstarfi við ESB og það mun ekki breytast. Viðræðuferlið mun leiða til þess að aðilarnir öðlist meiri skilning hvor á hinum. Ég held því að það muni hafa jákvæð áhrif á samstarfið hvernig sem þjóðaratkvæðagreiðslan svo fer."
Summa segist hafa orðið var við að margir Íslendingar líti til fordæmis Noregs sem hefur kosið að standa utan við ESB. Hann segir samanburðinn ekki endilega heppilegan. "Ísland er ekki Noregur. Ef þú berð löndin saman þá sérðu fljótt að þau búa við mjög ólíkar aðstæður. Tækifæri þeirra og áskoranir eru ólíkar og til að mynda hentar evran ekki Norðmönnum en hún hentar Íslendingum vel. Ávinningur Íslands af því ganga í ESB yrði gríðarlega mikill til langs tíma séð. Noregur hefur efni á því að standa fyrir utan en Ísland hefur það trauðla."
Margir Íslendingar hafa áhyggjur af því að áhrif Íslands innan sambandsins verði lítil þegar á hólminn er komið. Summa telur ekki ástæðu til þess að óttast það. "Lítil lönd í ESB, á borð við heimaland mitt Finnland, geta haft mjög mikil áhrif ef þau eru virk innan sambandsins og beita sér fyrir þeim málefnum sem skipta þau máli. Auðvitað hafa lönd mismikið vægi þegar kemur til atkvæðagreiðslna en það er nær aldrei gripið til þeirra. Yfirleitt er ferlið þannig að ákvörðunum er frekar slegið á frest ef ekki næst samstaða um þær en síður kosið um þær. Ég hef stýrt yfir hundrað stórum fundum aðildarríkjanna og á þessum fundum hefur aldrei, ekki einu sinni, verið kosið um niðurstöðuna. Ríkin setjast niður, rökræða og komast að niðurstöðu sem allir geta sætt sig við."
28.7.2010 | 20:25
Framkvæmdastjóri NEI-sinna: Kallar Össur lygara
Það er ljóst að NEI-sinnar Íslands eru tjúllaðir vegna þess að samningaferli Íslands og ESB er formlega hafið. Menn missa sig algerlega og AMX-vefnum, mest hægri af öllu hægri hér á landi, ofbýður.
Dæmi: Framkvæmdastjóri NEI-samtakanna, bloggarinn Páll Vilhjálmsson, kallar Össur Skarphéðinsson,utanríkisráðherra landsins, lygara:
"Lygi til heimabrúks, um að Ísland væri á leið í könnunarviðræður, og lygi á erlendum vettvangi, t.d. að þjóðin standi að baki umsókn Samfylkingar, er starfsaðferð Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra. Hér heima hefur Össuri orðið ágengt og á sæti í ríkisstjórn."
Morgunblaðið vitnar núorðið oft í PV. En meira að segja AMX-vefnum ofbýður orðfæri framkvæmdastjórans og þar segir um tilvitnunina hér að ofan:
"Þó smáfuglarnir hefðu valið mildari orð en Páll verður ekki undan því vikist að viðurkenna að Páll hefur rétt fyrir sér. Össur sagði viðræðurnar við ESB vera könnunarviðræður en nú er orðið ljóst það sem bent var á að þær eru fátt annað en fullgildar aðildarviðræður þar sem Ísland lagar sig að ESB - en ekki öfugt."
AMX-menn geta ekki á sér setið og taka undir þetta, kalla þar með Össur einnig lygara.
ÞAÐ ER MEÐ ÓLÍKINDUM HVAÐ LAGST ER LÁGT!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
28.7.2010 | 11:39
Baldur á BBC um Evrópumálin - Einar og Anders einnig í SR
Dr. Baldur Þórhallsson var gestur í The World Today á BBC í gær þar sem Evrópumálin voru rædd.
Hægt er að hlusta hér:
Og fyrir þá sem hlusta á og skilja sænsku, þá voru Einar Karl Haraldsson og sendiherra Svía á Íslandi, Anders Ljunggren í sænska útvarpinu (SR) að ræða sama mál.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
28.7.2010 | 10:21
Séra Þórir um ósýnilegan her, MBL ofl.
Sr. Þórir Stephensen, rótgróinn sjálfstæðismaður, skrifar í dag góða grein í Morgunblaðið í dag undir fyrirsögninni EVRÓPUHERINN ÓSYNILEGI. Í henni segir Þórir meðal annars:
" Morgunblaðið (Mbl) hefur stundað það undanfarið ár að gera hugsanlega aðild okkar að ESB tortryggilega. Blaðið hæðist að því, þegar talað er um að taka »upplýsta« ákvörðun í þessu máli. Upplýst ákvörðun felst í því að taka aðildarsamninginn, lið fyrir lið, og útskýra fyrir þjóðinni hvað hann myndi þýða fyrir líf okkar, atvinnu, menningu, alþjóðleg samskipti, peningamál og margt fleira. Að lokinni slíkri kynningu vilja menn að þjóðin tjái vilja sinn í almennri atkvæðagreiðslu. Þetta er, held ég, sannleikurinn um upplýsta ákvörðun. Leiðarahöfundur Mbl hæðist að þeim sem svona hugsa og segist vera með svörin á reiðum höndum. Við hin þurfum ekki að lesa eða hugsa. Við eigum að treysta honum og þeim sem skrifa í hans anda. Hugsanlega er hin upplýsta umræða svo hættuleg af því að þá er ekki hægt fyrir Mbl að slá fram hverju sem er.
Leiðari Mbl 20. júlí sl. ber yfirskriftina »Myrkvuð umræða«. Undirfyrirsögn er »Hinir »upplýstu« gera hvað þeir geta til að kasta ryki í augu annarra«. Miðað við málflutning leiðarans er þetta furðuleg fyrirsögn. Verið er að gera því skóna, að ESB-aðild hafi herskyldu í för með sér og tekið undir áhyggjur ungra bænda af því. Síðan eru kallaðir til vitnis þeir próf. Haraldur Ólafsson og Tryggvi Hjaltason öryggisfræðingur, sem báðir hafa nýlega skrifað greinar í Mbl. Haraldur skrifar um horfur á skyldu ESB-landa til hervæðingar. Tryggvi víkur m.a. að aukinni samvinnu Evrópuþjóða í varnarmálum, sem gæti leitt til sameiginlegs hers. Höfundur leiðarans telur þetta styðja hugmyndirnar um að aðild að ESB leiði til herskyldu. Þarna er því miður mjög óupplýst umræða á ferð. Í nýlegri, ítarlegri skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis um utanríkis- og alþjóðamál, skýrslu sem byggist á þekkingu vönduðustu sérfræðinga ráðuneytis hans, er bent á að með Lissabonsáttmálanum skapist ekki grundvöllur fyrir sameiginlegum her ESB. Til að skýra nánar ákvæði sáttmálans, sem snúa að sameiginlegum vörnum sambandsins, fékk Írland samþykkta yfirlýsingu, sem kveður á um að hverju ríki sé í sjálfsvald sett hvernig framlagi til sameiginlegra varna sé hagað og að aðildarríki eru ekki skuldbundin til að taka þátt í hernaðarlegum aðgerðum á vegum bandalagsins."
En þar sem Morgunblaðið er LÆST öðrum en áskrifendum, er ekki hæg að vísa á krækju með afganginum af greininni.
28.7.2010 | 09:04
Ísland/ESB: Aðildarviðræður hafnar
Fréttablaðið greinir frá í dag:
"Aðildarviðræður Íslands við ESB hófust formlega með ríkjaráðstefnu sambandsins í gær. Íslensk stjórnvöld og forsvarsmenn ESB lögðu fram greinargerð um viðfangsefni samningaviðræðnanna auk þess sem Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, og Steven Vanackere, utanríkisráðherra Belgíu, fluttu ræðu.
Össur sagði í ræðu sinni að umsókn Íslands væri rökrétt skref enda hefðu Íslendingar ávallt best tryggt sjálfstæði sitt og hagsmuni með virkri þátttöku í samstarfi vestrænna lýðræðisríkja. Hann gerði grein fyrir helstu hagsmunamálum Íslands í komandi samningaviðræðum og lagði sérstaka áherslu á efnahagslegt mikilvægi sjávarútvegs fyrir Ísland. Finna þyrfti sérlausn sem tekur tillit til sérstakra aðstæðna Íslands og tryggir áframhaldandi öflugan og sjálfbæran sjávarútveg, sem og forræði Íslands yfir auðlindinni. Enn fremur sagði Össur að tryggja þyrfti bændum og fjölskyldum þeirra öruggt lífsviðurværi og nefndi aðild Íslands að evrusvæðinu sem mikilvægan þátt í endurreisn Íslands eftir efnahagshrunið."
Síðar um daginn var Króatía afgreidd á samskonar fundi, en landið er nú á fullu í samningaviðræðum, eftir að lendingu var náð í landamæradeilum Króata og Slóvena. Króatar hafa nú lokað 22 köflum af 35, samkvæmt þessari frétt , nú síðast í gær um matvælaöryggi og fjárhagseftirlit.
Menn verða nefnilega að gera sér grein fyrir því að ESB vill ekki taka inn lönd sem eiga í alvarlegum deilum við önnur lönd. Ekki á meðan deilurnar standa yfir.
Tyrkir og Kýpverjar eiga í deilum um Kýpur, Tyrkland mun ekki fara inn í ESB meðan sú deila er "lifandi".
Þetta grundvallast á því að ESB-er friðarbandalag, með það að markmið að virða mannréttindi, frið og stuðla að öryggi íbúa sinna og almennri velferð.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2010 | 22:45
Perlur!
Þetta tengist ekki neitt Evrópumálum, en sumar fyrirsagnir eru hreinlega perlur:
Full flugumferðarstjórn í Eyjum um verslunarmannahelgina
MBL, 27.7.2010
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.7.2010 | 16:56
UTN um Ísland/ESB
Bendum á frétt hjá Utanríkisráðuneytinu um atburði þessa sögulega dags í Brussel, þar sem samningaferli Íslands og ESB var sett í gang.
http://www.utanrikisraduneyti.is/frettir/nr/5768
27.7.2010 | 08:43
START!
"Lögð er þung áhersla á sérstöðu Íslands og tekið fram að lausnir á deilumálum viðræðnanna verði að þjóna hagsmunum beggja aðila. Ísland yrði minnsta, strjálbýlasta og vestasta aðildarríki ESB. Það er langt frá hinum ríkjunum og glímir við óblíða náttúru. Þessar staðreyndir eru til merkis um sérstöðu Íslands og munu móta viðræðurnar," segir í greinargerðinni. Þar segir enn fremur að viðræður um þá hluta löggjafar ESB sem EES-samningurinn nær yfir ættu að vera einfaldar. Íslendingar muni hins vegar færa rök fyrir því að þær sérlausnir sem þegar eru viðurkenndar í EES-samningnum byggi á gildum rökum. Þar er til að mynda um að ræða reglur um fjárfestingu og um orku- og umhverfismál. Einnig þurfi að taka tillit til sjálfbærrar nýtingar Íslendinga á til dæmis hvölum og ákveðnum fuglategundum. Þá skuli eignarréttur og yfirráð yfir orkuauðlindum og vatni eingöngu vera á höndum aðildarríkjanna sjálfra."
Þetta er hluti fréttar í Fréttablaðinu í dag um þá staðreynd að í dag hefst í raun með formlegum hætti það samningaferli sem sett var í gang með umsókn Íslands að ESB, Evrópusambandinu.
Ljóst er að mikil áhersla verður lögð á sérstöðu Íslands sem þjóðar (og efnahagskerfis). Það er einnig ljóst að það er ekki ætlunin að afsala yfirráðum yfir auðlindum landsins.
Fréttamannafundur um málið verður haldinn í Brussel kl. 10.00 og má sjá hann hér
En hvernig bregst dagblað Nei-sinna, Morgunblaðið, við þessu? Kíkjum á leiðara dagsins:
" Eitt blómlegasta skeið íslenskrar efnahagssögu stóð frá 1991 í hálfan annan áratug. Kaupmáttur óx jafnt og þétt. Atvinnuástand var í blóma. Veruleg eignamyndun átti sér stað hjá fólki og fyrirtækjum. Skattar voru lækkaðir ár frá ári og ýmsir skattar aflagðir."
Á þessum tíma stórjukust líka samskipti og viðskipti okkar við Evrópu, ekki síst vegna tilkomu EES-samningsins, sem í upphafi átti að vera einskonar "fordyri" að ESB.
"Frelsi einstaklinga til orðs og æðis snýst um samkeppni, frjálsan markað og umfram allt fagleg og lögleg vinnubrögð."
Segja má að þetta sé ESB í hnotskurn, ESB snýst að mjög miklu leyti um VIÐSKIPTI, virka samkeppni, frelsi á mörkuðum og fagleg og lögleg vinnubrögð. Þarna hittir leiðarahöfundur Morgunblaðsins naglann á höfuðið, sem er jákvætt!
Og í lokin segir í leiðaranum:
" Á Íslandi skaut rótum illgresi í lystigarði frjáls atvinnulífs sem skipaður var af um það bil 20-25 viðskiptaóvitum. Nú hefur illgresinu verið eytt, enda er grundvallaratriði í huga frjálshyggjumanna að láta ekki skattgreiðendur bera kostnaðinn af misheppnuðum viðskiptaævintýrum einkaaðila. Evrópulöndin ákváðu öll að bjarga sínum bönkum með tilheyrandi kostnaði skattgreiðenda. Íslendingar eru að því leyti heppnir - bankarnir eru búnir að fara á hausinn og nýtt upphaf er næsta skref."
Úff, hvað við erum í raun heppin að allt HRUNDI hér á skerinu, KRÓNAN, BANKARNIR! Lukkunnar pamfílar!
Kannski er þetta bara það besta sem nokkurn tímann hefur gerst í sögu landsins? Sitja t.d. uppi með gjaldmiðil í höftum og sem aðrar þjóðir skrá ekki einu sinni hjá sér, reikna ekki með! Skemmtilegt!
En hvað er svo næsta skref? Um það segir ekkert.
Fyrir Evrópusinna er hinsvegar málið alveg á hreinu: Aukin og mun virkari samskipti við Evrópu, virk aðild að ESB, þjóð meðal þjóða!
27.7.2010 | 08:18
David Cameron vill Tyrkland í ESB-mun berjast fyrir því
Leiðtogi breskra Íhaldsmanna og "forsætis" Breta, David Cameron, vill stuðla að því að Tyrkland gerist aðili að ESB. Í opinberri heimsókn í landinu sagði Cameron að hann myndi berjast fyrir þessu. Röksemdir hans eru m.a þær að Tyrkland sé sterkt efnahagslega og vegna áhrifa landsins í Mið-austurlöndum og Mið-Asíu.
Það er t.d. sagt að Tyrkland gæti orðið einskonar brú milli austurs og vesturs, nokkuð sem lengi hefur loðað við landið.
Því er nokkuð ljóst að David Cameron hyggst ekki einbeita sér að því að Bretland segi sig úr ESB, annars væri hann varla að láta þetta frá sér.
Tyrkland sótti um aðild að ESB árið 1987, landið annað stærsta aðildarland NATO, sjötta stærsta efnahagskerfi Evrópu og 16. stærsta í heiminum.
En það eru mörg ljón í veginum fyrir aðild, m.a. staða mannréttindamála í Tyrklandi, og fleira.
Lesa meira í Independent
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir