Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Hverjir borga þegar upp er staðið?

Sú staðreynd að Matís hefur dregið til baka umsókn frá ESB um 300 milljónir að því er virðist, vegna skoðana ráðherrans Jóns Bjarnasonar á ESB, hefur vakið athygli. Í frétt á www.visir.is segir:

"Nú er ljóst að Matvælastofnun verður að leita til rannsóknarstofa utan landsteinanna til að sinna þessum rannsóknum." Síðan er vitnað í stjórnarformann Matís, Friðrik Friðriksson, í fréttinni:

"Friðrik segir að pólitísk afstaða Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi ráðið miklu um að umsóknin hafi verið dregin til baka. Hann segir Jón ekki hafa gert neitt til að hafa sjálfur áhrif á ákvörðun stjórnarinnar, en horfa verði til þess að Jón fari með hlut ríkisins í Matís og því skipti hans afstaða miklu."

Í framhaldi af þessu er áhugavert aðp spyrja: Hvað mun kostnaður Matís aukast mikið vegna "skoðana" Jóns Bjarnasonar á ESB? Og hverjir borga þegar upp er staðið? Skattgreiðendur?

Er þetta það sem felst í því að vera RÁÐHERRA? Maðurinn hefur ákveðna skoðun, en er þar með sagt að stjórn opinbers fyrirtækis eða stofnunar eigi að dansa eftir því? Er það eðlileg, nútímaleg, stjórnsýsla?

 


"Ég er ráðherra"

Jón BjarnasonSnúningarnir í átakastjórnmálum Íslands þessa dagana eru með hreinum ólíkindum. Fyrst sprakk málið með Kínverjann og svo kom "kvótamálið" eins og holskefla yfir ríkisstjórnina! Þetta eru málin sem ráðherrar VG "eiga" og sjá um.

Annars var það nokkuð merkilegt sem fram kom í RÚV-fréttum klukkan 19.00 þegar Jóhanna Hjaltadóttir sagði í kynningu á undan viðtali við Jón Bjarnason, (enn) sjávarútvegs og landbúnaðararáðherra, að það væri ,,ágreiningur um ESB-málið sem ylli titringi um kvótafrumvarpið" og vitnaði hún í Jón í kynningunni.

Samkvæmt þessu telur s.s. Jón að deilur um ESB-málið séu forsenda alls þess sem gerist í kvótafrumvarpinu.

Það er þá samkvæmt þessu ESB-málið sem veldur því að vinnuskjöl birtast allt í einu á vef ráðuneytis Jóns, án þess að kóngur né prestur viti af því!

Hverskonar stjórnmál eru rekin á Íslandi? Eru menn  s.s. að hugsa um allt önnur mál, þegar þeir eru að vinna í öðrum málum? Þegar verið er að vinna í kvótamálinu, er þá s.s. verið að vinna í ESB-málinu, sem Jón Bjarnason vill ekki vinna í og gengur þar með gegn ályktunum Alþingis?

Er hægt að kalla það ábyrg stjórnmál, þar sem hagsmunir ALMENNINGS eru í forgrunni?


Sérkennileg afturköllun á umsókn um rannsóknarfé hjá Matís

Athygli hefur vakið að Matís hefur dregið til baka umsókn til Evrópusambandsins vegna eiturerfnamælinga í matvælum. Um er að ræða 300 milljónir króna. Vert er að benda á nokkrar staðreyndir í málinu:

1) Matís getu sótt um þetta fé vegna þess að Ísland stendur í aðildarviðræðum við ESB, en þó við gengjum inn gæti ESB ekki krafið okkur til baka um styrkinn 2) Matís hefur síðan 1994 fengið ýmiskonar styrki sem tengjast innlendri matvælaframleiðslu og 3) Markaðir í Evrópu er þeir mikilvægustu fyrir íslenskar afurðir, það er algert samkomulag um þá staðreynd!

Á RÚV stendur: "Matís sótti um styrkinn fyrr á árinu en hefur nú ákveðið að draga umsóknina til baka. Styrkurinn er ætlaður ríkjum sem eiga í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Andvirði styrksins átti að nota til að taka upp mælingar á eiturefnum í matvælum en um áramót rennur úr gildi undanþága sem Ísland hefur frá EES-reglum um mælingar á um þrjú hundruð eiturefnum. Friðrik Friðriksson, stjórnarformaður Matís, bendir á að aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið séu umdeildar. Matís er opinbert hlutafélag og fer landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra með eignarhlut ríkissjóðs í félaginu. Friðrik segir að stjórnin hafi horft til þess hvað umsóknin hefði geta haft í för með sér fyrir félagið og samskipti þess við eigandann til lengdar. Það liggi fyrir að engin sérstök hrifning hafi verið yfir umsókninni.

Matvælastofnun sendir sýni til rannsóknar hjá Matís. Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, er ekki ánægður með að hætt hafi verið við umsóknina. Hann segir þetta spurningu um hvort hægt sé að greina eiturefni og hættuleg efni í matvælum. Það að senda öll sýni til útlandia seinki rannsóknum og hugsanlegum aðgerðum Matvælastofnunar. Auk þess sé það dýrara."

Er þetta ekki að ganga út í öfgar? Er ástæða til að hætt við umsókn um styrk vegna eiturefnamælinga í matvælum, vegna þess að ESB-umsóknin er umdeild? Hverslags eiginlega aðferðafræði er það?

Kemur þetta niður á matvælaöryggi í þeim matvælum sem verið er að rannsaka? Nei-sinnar, með landbúnaðarráðherra í broddi fylkingar eru jú alltaf að tala um þetta matvælaöryggi og hvað umsóknin að ESB sé dýr, en svo virðast menn hafa efni á þessu! Gaman væri að fá uppgefið hvað þetta eykur kostnað í sambandi við matvælarannsóknirnar mikið!

Á vefsíðu Matís segir:

"Hjá Matís starfa margir af helstu sérfræðingum landsins í matvælatækni og líftækni; matvælafræðingar, efnafræðingar, líffræðingar, verkfræðingar og sjávarútvegsfræðingar. Einnig starfar fjöldi M.Sc. og Ph.D. nemenda við rannsóknartengt nám hjá Matís. 

Helstu markmið Matís eru: 

Efla nýsköpun og auka verðmæti matvæla
Stuðla að öryggi matvæla
Stunda öflugt þróunar- og rannsóknastarf

Efla samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu á alþjóðlegum vettvangi"

(Leturbreyting, ES-bloggið)

Nú ef Matís vill ekki hafa þessi mikilvægu verkefni með höndum, þá hlýtur að vera hægt að fá einhvern annan innlendan aðila í málið. Þannig væri hægt að leysa úr þessu.


Eiríkur Bergmann: Hugmyndir Guðfríðar Lilju jafngilda uppsögn EES-samningsins

EyjanÁ Eyjunni stendur: "Eiríkur Bergmann Einarsson, forstöðumaður Evrópusetursins á Bifröst, segir að það jafngilti uppsögn á EES-samningnum að Alþingi samþykkti hugmyndir Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, þingmanns VG, um að bann öllum útlendingum jarðakaup hér á landi.

Guðfríður Lilja upplýsti í fjölmiðlum um helgina að hún undirbyggi að flytja þingályktunartillögu sem feli í sér að erlendum ríkisborgum sem ekki hafa lögheimili og fasta búsetu á Íslandi verði bannað að kaupa land. Stórir erlendir auðhringir vilji kaupa hér jarðir og málið snúist um auðlindir Íslendinga og ráðstöfunarrétt þjóðarinnar yfir þeim. Hugsa þurfi málið í öldum eða áratugum og huga að hagsmunum komandi kynslóða.

Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent við Háskólann á Bifröst og forstöðumaður Evrópuseturs þar, sagði í hádegisfréttum RÚV að samþykkt slíks máls á Alþingi mundi fela í sér uppsögn á EES samningnum nema fyrir lægi um málið sérstakur samningur innan Evrópska efnahassvæðisins. Með EES samningnum hafi Íslendingar undirgengist ákveðnar skuldbindingar á þessu sviði. Hugmyndir Guðfríðar Lilju gangi gegn einni af meginreglum samstarfsins; þeirri að allir borgara ríkja innan EES eigi sama rétt til fjárfestinga og umsvifa á sama markaði."

Öll frétt Eyjunnar


Össur og Lucinda ræddu málin: Fullur stuðningur Íra við umsókn Íslands

Lucinda CreightonEvrópumálaráðherra Íra, hin unga Lucinda Creighton, var stödd hér á landi í vikunni sem er að líða. Hún hitti að sjálfsögðu utanríkisráðherra Íslands, Össur Skarphéðinsson. Í tilkynningu á vef Utanríkisráðuneytisins segir:

"Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fundaði í dag með Lucindu Creighton Evrópumálaráðherra Írlands. Á fundinum ræddu ráðherrarnir aðgerðir Evrópusambandsins til að takast á við skuldavanda ákveðinna Evrópuríkja og stöðu og horfur á evrusvæðinu. Evrópumálaráðherra Írlands lýsti fullum stuðningi við umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Hún sagði að Írar og Íslendingar ættu ótvírætt margra sameiginlegra hagsmuna að gæta innan Evrópusamvinnunnar og hét stuðningi Írlands í samningaferlinu. Írar taka við formennskunni í ESB í byrjun árs 2013."


Hannes Pétursson um "belging" og "drumbshátt" í Kiljunni

Hannes PéturssonEitt helsta skáld þjóðarinnar, Hannes Pétursson, var gestur í nýjasta þætti Kiljunnar, sem Egill Helgason sér um. Þar var að mestu rædd nýjasta bók Hannesar.

En í lokin kom Hannes inn á stjórnmál og utanríkismál, ræddi meðal annars um það sem hann kallar "drumbshátt" og "belging" og skort á framtíðarsýn í íslenskum stjórnmálum.

Horfa má á viðtalið hér (sem er c.a. í miðri upptökunni)


Elvar Örn um hina bláu Evrópu

Á bloggi Elvars Arnars Arasonar má lesa þetta: 

"Oft er talað um Evrópusambandið eins og það sé eitt allsherjar kratabandalag. Það er fjarri sanni. Sannleikurinn er sá að mið- og hægriflokkar í Evrópu eru býsna Evrópusinnaðir. Bretland gerðist aðili að Evrópusambandinu árið 1973 þegar íhaldsmaðurinn Edward Heath var við völd. Heath var forsætisráðherra frá 1970 til 1974 og leiðtogi Íhaldsflokksins í áratug frá 1965 til 1975.

Í dag eru mið-hægri ríkisstjórnir við völd í tuttugu aðildarríkjum sambandsins og Evrópa hefur aldrei verið jafn „blá“ á litin, eins og sést á myndinni. Á þessu myndskeiði á vef Guardian er hægt að sjá hvernig pólitíska landslagið hefur þróast í álfunni frá því að Bretland gekk í Evrópusambandið fyrir fjórum áratugum síðan."

Meira hér


Harmageddon um verðtrygginguna: Afborgun af íbúðarláni árið 2047 = 670.000 krónur!

X-IÐUmræðan um gjaldmiðilsmál og vertryggingu verpur oft ansi hressileg og sítt sýnist hverjum. Þeir Máni og Frosti á X-inu ræða oftar en ekki Evrópumál og ræddu þeir verðtrygginguna í gær. Þeir eru sko heldur ekkiert að skafa af því! Á Pressunni segir:

"Útvarpsmaðurinn Frosti Logason þarf að borga 140 milljónir króna fyrir 17 milljóna króna lán sem hann tók árið 2006 vegna íbúðakaupa. Hann fékk þau svör frá bankanum sínum að bankinn færi á hausinn fengi hann ekki allar 140 milljónirnar.

Frosti stýrir útvarpsþættinum vinsæla Harmageddon á X-inu 977 ásamt Mána Péturssyni. Í þættinum í gær gerði hann verðtryggð íbúðalán að umræðuefni, en fyrr um morguninn hafði hann gert sér ferð í bankann til að kanna stöðuna á íbúðarláninu sínu.
Lánið, 17 milljónir króna, tók hann árið 2006. Það stendur í tæpum 25 milljónum króna í dag, en hann greiddi sjálfur út 4,5 milljónir króna sem hann segir tapað fé í dag. Frosti sagðist ekki passa inn í 110 prósent leiðina sem þýðir að hann þarf að borga lánið í topp, en hann hefur alla tíð staðið í skilum. Samræðurnar við fulltrúa bankans voru á þessa leið:"

Meira og klippið af X-inu


Evrópumnálaráðherra Írlands: Íslendingar munu hafa mikið að segja varðandi sjávarútvegsmál

Lucinda CreightonHinn ungi Evrópumálaráðherra Írlands, Lucinda Creighton, er stödd hér á landi og hélt fyrirlestur í HR þann 23.11. Á www.visir.is má sjá ítarlegt viðtal við Creighton, en í fréttum Stöðvar tvö sagði hún meðal annars að vel yrði hlustað Ísland innan ESB, þegar sjávarútvegsmál bæri á góma.

Viðtalið við Creighton 


ESB: Hvalveiðar ekki vandamál við opnun umhverfiskaflans - sérlausn nú þegar í landbúnaði!

Össur-SkarphéðinssonESB setur ekki fram kröfu um að Íslendingar breyti fyrirkomulagi á hvalveiðum, þegar kaflinn um umhverfismál verður opnaður í aðildarviðræðum Íslands og ESB. Þetta kom fram á opnum fundi með Össuri Skarphéðinssyni á Alþingi í dag og RÚV sagði frá í kvöldfréttum.

Einnig var rætt ítarlega við Össur í síðdegisútvarpi Rásar 2 og þar sagði Össur að ESB byði Íslendingum nú þegar sérlausn á sviði landbúnaðarmála, þar eð landið þurfi ekki að vera búið að gera breytingar landbúnaðarkerfi landsins þegar aðildarviðræðum lyki.

Fram hefur komið í fjölmiðlum í dag að stefnt er á að opna alla kafla aðildarviðræðna á næsta ári, en þá verða m.a. Danir í formennsku ESB.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband