Bloggfærslur mánaðarins, september 2011
17.9.2011 | 15:51
Árni Páll í DV: Krónan ekki sett á flot
Á vef DV segir , tilvitnun: "Árni Páll Árnason, viðskipta- og efnahagsráðherra, segir að krónan verði ekki sett aftur á flot. Við þurfum að hafa einhverskonar takmarkanir á frjálsu gengi gjaldmiðilsins, segir hann í samtali við Bloomberg-fréttaveituna.
Eina leiðin sem við getum treyst á að færi okkur algjörlega frjálsan aðgang er með upptöku evrunnar, segir í lauslegri þýðingu á ummælum Árna Páls en viðtalið fór fram á ensku. Peningamálastefnan verður að gera okkur kleift að taka upp evruna ef við ákveðum að gerast aðilar að Evrópusambandinu.
Talsmenn krónunnar segja hana bjargvætt, en hvar sést þessi stórkostlegi björgunarmáttur? Í hagvaxtartölum? Af hverju er ekki allt hér á blússandi siglingu vegna krónunnar?
Á Eyjunni er frétt þess efnis að Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vilji höftin burt, krónan geti ekki lækkað meira. Við skulum vona að hann sé spámannlega vaxin í sambandi við þetta. Þjóðin þarf ekki og vill ekki annað gjaldmiðilshrun! Eitt er nóg, að eilífu!
Ps. Annars nokkuð magnað hvað menn eru byrjaðir að tala um á hinu háa Alþingi Íslendinga!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.9.2011 | 17:33
Stefán Rafn á www.jaisland.is: Hvernig þú og ég getum haft áhrif á Evrópusambandið
"Tilfinning mín er sú að umræða um Evrópusambandið hér á Íslandi sé mun sjálfhverfari en þekkist annarsstaðar. Umræðan einkennist af okkar eigin hagsmunamálum, sjávarútveg og landbúnaði, og hvernig við gætum hagnast sem mest af samstarfi við Evrópusambandið. Á sama tíma og ég legg áherslu á að standa vörð um hagsmuni okkar gagnvart Evrópusambandinu langar mig til að fordæma umræðuhefð á Íslandi um Evrópusambandið. Ósk mín er að við íslendingar gerumst virkari þátttakendur í umræðu um þróun Evrópusambandsins. Ekki bara aðild íslands að sambandinu.
Sjálfur hef ég tekið virkan þátt á alþjóðlegum ráðstefnum og fundum höldnum af Evrópskum hagsmunasamtökum. Þar má nefna Evrópusamtök framhaldsskólanema (Obessu) og Ungmennasamtök Evrópu (European Youth Forum). Kynni mín af starfsemi þessara samtaka og af þeim færu jafnöldrum mínum sem starfa þar hafa vakið upp grunsemdir um að við á íslandi séum töluvert á eftir í umræðuhefð um eðli Evrópusambandsins. Krakkarnir sem ég hef unnið með hafa risið ofar þröngum þjóðarhagsmunum og einblína mun frekar á hagsmuni einstaklinga þvert á landamæri. Umræðan er á öndverðu meiði hér á Íslandi."
Síðar segir Stefán: "
Á meðan ég fordæmi umræðuhefðina ítreka ég jafnframt mikilvægi lýðræðislegrar þátttöku. Líkt og með umræðuhefðina virðist íslenskt samfélag einskorðast við eigin landsteina. Lýðræðisleg þátttaka innan Evrópusambandsins er möguleg og hún er aðgengilegari en marga grunar.
Mín persónulega reynsla hefur gefið góðan gaum. Ýmisleg íslensk félagasamtök taka virkan þátt í alþjóðastarfi og hafa bein áhrif á stefnu Evrópusambandsins. Fyrr á árinu tók ég þátt í ráðstefnu í Búdapest þar sem ungt fólk fékk að ræða við evrópska stjórnmálamenn um atvinnuleysi ungs fólks í Evrópu og hvaða skref framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gæti tekið til að mæta þeim vanda. Niðurstöður samræðunnar voru svo sendar framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til umræðu.
Ég hvet sérstaklega ungt fólk til að kynna sér starfsemi æskulýðsfélaga, stúdentahreyfinga, verkalýðsfélaga og stjórnmálaflokka til að kanna hvort ekki sé möguleiki á að taka þátt í alþjóðlegu lýðræðislegu samtali.
Áhrif ungs fólks í hinu hnattræna samfélagi á sér engin takmörk, en við íslendingar þurfum að læra að beisla þá möguleika. Evrópusambandið verður aldrei betra eða verra en fólkið sem tekur þátt í því. Lýðræðisleg ábyrgð er okkar megin. Ef við kjósum að sitja hjá erum við að kjósa okkur lélegt samfélag, hvort sem það er sveit okkar land eða álfa."
15.9.2011 | 22:35
Magnús Orri Schram: Almenningur situr eftir
Magnús Orri Schram skrifar áhugaverðan pistil á Eyjuna um þá staðreynd að fjöldi íslenskra (stór)fyrirtæka, eru farin að gera upp í öðrum gjaldmiðlum en íslenskum krónu, flest í Evrum. Magnús skrifar:
"Hvað skyldu eftirtalin fyrirtæki eiga sameiginlegt ? Bakkavör, Actavis, Marel, Alcoa, Samherji, Norðurál, Össur, Landsvirkjun, HB Grandi, Síldarvinnslan, Íshúsfélagið, Þorbjörn, Vinnslustöðin, Hampiðjan, CCP, Vísir, Eskja, Bláa Lónið, Nikita, Latibær, Íslensk Erfðagreining og frá og með næstu áramótum Icelandair. Jú, þessi fyrirtæki og fleiri til, alls 37 fyrirtæki af 300 stærstu fyrirtækjum landsins, eiga það sameiginlegt að hafa horfið úr íslensku krónuhagkerfi og gera nú upp efnahagsreikninga sína í erlendri mynt. Þau hafa gefist upp á sveiflukenndu óvissuástandi og háum vöxtum íslenskrar krónu.
Það vekur athygli að á þessum lista eru 11 sjávarútvegsfyrirtæki með yfir 42% af úthlutuðu aflamarki en samtök þessara fyrirtækja (LÍÚ) berjast með kjafti og klóm gegn því að almenningur fá notið sömu kjara. Útgerðarmennirnir gera upp í evrum og njóta þannig lægri vaxta og minni sveifla en standa svo í baráttunni gegn því að starfsmenn þeirra; fiskvinnslufólk og sjómenn fái sömu kjör."
Síðar segir Magnús: "Almenningur hefur ekki sama valkost og situr eftir með háa vexti og óvissu í rekstri heimila. Það kemur því einkennilega fyrir sjónir að hluti þeirra sem hafa flúið krónuna, berjast gegn því að að almenningur fái einnig að taka upp nýjan gjaldmiðil og njóta lægri vaxta og meira öryggis. Það er forræðishyggja af verstu sort."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður, skrifaði grein í Fréttablaðið í dag um ESB-málið, sem hefst með þessum orðum:
"Rýniskýrsla Evrópusambandsins um landbúnaðarmál sem barst utanríkisráðuneytinu í síðustu viku hlýtur að hafa komið einhverjum á óvart. Sérstaklega hlýtur hún að hafa komið þeim á óvart sem hafa haldið því fram að enginn skilningur væri innan Evrópusambandsins á því að Ísland er öðru vísi en löndin sunnar í álfunni. Kannski breytir skýrslan samt engu.
Þeir sem fremstir eru í flokki andstæðinga þess að Ísland verði hluti af Evrópusambandinu kæra sig kollátta um allar staðreyndir sem varða aðildarviðræður og samninga við Evrópusambandið. Þess vegna er svolítið erfitt við að ræða við það fólk, það snýr öllu á hvolf sem sagt er.
Andstæðingarnir kæra sig kollótta um að framsal fullveldis er miklu meira í EES samningum en við inngöngu í Evrópusambandið. Allar meiriháttar ákvarðanir innan Evrópusambandsins eru teknar í ráðherraráðinu, þar sem ráðherrar aðildarríkjanna eiga sæti.
Flestar þeirra ákvarðana snerta okkur beint, en við höfum ekkert um það að segja þegar þær eru teknar. Við erum ekki einu sinni í byggingunni þar sem fundurinn er haldinn, hvað þá í fundarherberginu. Mér er fullkomlega óskiljanlegt hvernig það getur þótt betri kostur en að vera fullgildur meðlimur sem getur beitt sér í samstarfi ríkjanna. Skilningsleysi mitt breytir því þó ekki að andstæðingarnir halda áfram hrópum um afsal fullveldis."
15.9.2011 | 08:47
Eldingarmenn vilja ganga í ESB!
Athyglisverða frétt má lesa á vef Bæjarins besta á Ísafirði, en hún hefst svona:
"Stjórn Eldingar, félags smábátaeigenda við Ísafjarðardjúp, hyggst leggja fram tillögu um að gengið verði í Evrópusambandið, á aðalfundi félagsins sem haldinn verður á sunnudag. Við ætlum að leggja fram þessa tillögu því bæði ríkisstjórn Íslands og Hafrannsóknastofnun vinna gegn landsbyggðinni. Við vonumst til að Evrópusambandið hafi betri skilning á málefnum landsbyggðarinnar og að hagur okkar verði betur borgið þar inni, segir Sigurður K. Hálfdánarson, formaður Eldingar. Sigurður segir að stjórn Eldingar vonist til að með inngöngu í ESB, geti smábátaeigendur fengið styrki frá sambandinu þannig að jafnvel verði hægt að lifa af fiskveiðum."
14.9.2011 | 21:13
Kuosmanen um reynslu Finna af ESB og leiðina þangað
á www.visir.is stendur: "Það er lykilatriði fyrir Ísland í aðildarviðræðum við Evrópusambandið (ESB) að samninganefndin hafi fá og skýr markmið í viðræðunum, segir Antti Kuosmanen, sendiherra Finnlands hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD).
Það er mikilvægt að vita nákvæmlega hvað þið viljið fá út úr viðræðunum. Samningamennirnir ættu að hafa mjög skýra hugmynd um hvaða bil gæti reynst erfitt að brúa og leggja mesta áherslu á fá, skýr lykilatriði," segir Kuosmanen. Hann var í samninganefnd Finnlands sem samdi um aðild að ESB á árunum 1993 og 1994, og hélt fyrirlestur í Norræna húsinu í gær um þá vegferð."
Síðar segir í fréttinni: "Spurður hvaða mál hafi reynst erfiðust í samningaviðræðum Finna segir Kuosmanen: Það voru nokkur mál erfið en það erfiðasta varðaði landbúnaðarmál. Framleiðni finnskra bænda er lítil vegna norðlægrar stöðu landsins."
Finnskir bændur þurfi því annaðhvort talsverða niðurgreiðslu eða hátt verð á markaði til að vera samkeppnishæfir. Áður en við gengum í ESB tryggðu háir innflutningstollar hátt verð. Við þurftum hins vegar að breyta kerfinu með hliðsjón af landbúnaðarstefnu ESB, sem var mjög erfitt viðfangsefni," segir Kuosmanen.
Lausnin fólst í ýmsum tæknilegum atriðum en þó aðallega í tvennu. Við fengum að nýta okkur ákveðin verkfæri í sameiginlegu landbúnaðarstefnunni af meiri krafti en önnur ríki. Síðan gaf ESB Finnlandi leyfi til að styrkja innlendan landbúnað beint á máta sem önnur ríki máttu ekki."
14.9.2011 | 17:59
Össur í DV: Þjóðin vill kjósa um ESB
Utanríkisráðherra Íslands, Össur Skarphéðinsson, skrifar góða grein í DV í dag, fyrirsögnin er: Þjóðin vill kjósa um ESB.
Össur segir: "Skoðanakönnun Fréttablaðsins á mánudaginn sýndi enn og aftur að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga vill ljúka samningaviðræðunum við Evrópusambandið. Í þremur könnunum blaðsins á síðustu 15 mánuðum hefur um 2/3 hluti Íslendinga sagst vilja fá að kjósa um ESBaðild. Skýrara getur það vart verið. Meirihluti íbúa á landsbyggðinni vill ljúka viðræðunum, innan Sjálfstæðisflokksins er hnífjafnt milli stuðningsmanna viðræðna og þeirra sem vilja hlaupa frá miðju verki, og um þriðjungur Framsóknar vill klára málið. Þrátt fyrir mikinn andróður formanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks síðustu daga, og þaulskipulagða tilraun til að safna undirskriftum á netinu gegn viðræðunum, heldur íslenska þjóðin sínu striki. Mikill meirihluti er eftir sem áður sammála um að besta leiðin til þess að taka upplýsta ákvörðun um kosti og galla aðildar sé að sækja um aðild, semja um aðild og leyfa þjóðinni að kjósa. Það er réttlætismál. Það er skynsemi."
14.9.2011 | 17:29
Aðeins 2% kosningabærra skrifað undir áskorun um að leggja ESB-málinu!
Nokkrir stjórnarmenn úr Nei-samtökunum, Heimssýn og aðrir þekktir andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu, hafa komið sér fyrir á netinu og krafist að aðildarumsókn Íslands að ESB verði lögð til hliðar.
Þegar þetta er skrifað hafa aðeins um 4500 manns skrifað undir, eftir um heila viku á netinu! Það er um 1,4% af þjóðinni og um 2% af kosningabærum einstaklingum.
Hljómgrunnurinn virðist því enginn!
Íslendingar vilja sjá aðildarsamning og kjósa um hann. Það er eðlileg krafa og sanngjörn!
13.9.2011 | 17:09
Nei-sinnar óttast góðan gang aðildarviðræðna!
Eyjan skrifar: "Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir það mikla ráðgátu hvers vegna andstæðingum Evrópusambandsins er svo mjög í mun að koma í veg fyrir að þjóðin fái að kjósa um aðildarsamning. Líklegast er að þeir séu hræddir um að viðræðurnar gangi mun betur en búist hafi verið við.
Var ráðherrann í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun þar sem Evrópusambandsaðildin var meðal annarst rædd. Sagði Össur þar að viðræðurnar gengju vonum framar í erfiðustu málaflokkunum og Íslendingar fengju hrós fyrir góðan undirbúning viðræðanna."
Versta "sena" Nei-sinnanna: Að aðildarviðræður gangi vel! Segir nokkuð um hugarfar þeirra!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
13.9.2011 | 07:32
Leið Finnlands inn í ESB
Antti Kuosmanen, sendiherra Finnlands hjá OECD, heldur fyrirlestur á vegum Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki í samstarfi við finnska sendiráðið og Norræna húsið, þriðjudaginn 13. september frá kl. 12:30 til 13:30 í fundarsal Norræna hússins.
Umræðuefnið er leið Finnlands inn í ESB. Ókeypis er inn og allir velkomnir.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir