Bloggfærslur mánaðarins, september 2011
12.9.2011 | 21:12
Nei-sinnar í hoppandi fýlu! Ásaka Fréttablaðið um að falsa könnun!
Samtök Nei-sinna eru hoppandi fúl yfir könnun Fréttablaðsins, sem birt var í dag og sýnir að tveir þriðju þeirra sem svöruðu (svarhlutfall var um 80%) vilja halda aðildarviðræðum við ESB áfram og fá að kjósa um málið.
Nei-sinna ásaka Fréttablaðið um að falsa veruleikann, sem er mjög alvarleg ásökun.
Er þetta það eina sam Nei-sinnar geta gert, að bera ásakanir um lygar á Fréttablaðið? Bara af því að útkoman er ekki Nei-sinnum í hag?
Hjá Nei-sinnum er það fyrirferðarmikil hugmynd að leyfa landsmönnum EKKI að KJÓSA um aðildarsamning.
Lýðræðisást þeirra er heit - eða hitt þó heldur!
12.9.2011 | 19:37
Vigdís spyr og spyr og spyr!
Á vef DV.is stendur: "Starfsmenn utanríkisráðuneytisins og embættismenn undirstofnana fóru 336 ferðir erlendis á síðasta ári. Þetta kemur fram í svari Össurar Skarphéðinssonar við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins."
Vigdís spyr og spyr eins og henni sé borgað fyrir það! Spurningar Vigdísar hafa kostað íslenska skattgreiðendur fúlgur!Og ekkert fær stoppað Vigdísi, að því er virðist.
Við DV segist Vigdís vera með spurningaflæðið vegna ESB-málsins, sem samkvæmt heimildum ES-bloggsins er algerlega á kostnaðaráætlun.
Og í DV kemur fram að ferðum á vegum Utanríkisráðuneytisins hefur fækkað stórlega, úr 537 árið 2007 í 336 í fyrra!
Í framhaldi af spurningaflóði Vigdísar er hæglega hægt að velta fyrir sér hlutverki þingmanna - sem á jú að vera að semja lög. Fyrir það fá þeir borgað.
Kannski vill Vigdís að enginn sem vinnur í stjórnsýslunni fari eitt eða neitt, að allir séu bara hér á Íslandi, andandi að sér íslensku lofti, á íslenskum mat og drekki íslenskt vatn?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.9.2011 | 19:26
Ólafur Stephensen um aðildarferlið í FRBL
Ólafur Þ. Stephensen skrifar leiðara í Fréttablaðið í dag og snýr hann að ESB-málinu. Ólafur segir:
"Á vefnum skynsemi.is er nú efnt til undirskriftasöfnunar til stuðnings því að Alþingi leggi umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu til hliðar. Þar koma fram þrjár meginröksemdir fyrir því að hætta aðildarviðræðunum. Í fyrsta lagi að Evrópusambandið hafi breytzt frá því að sótt var um aðild og óvissa ríki um framtíð þess og myntbandalags Evrópu. Í öðru lagi sé umsóknin dýr og stjórnsýslan eigi fremur að beina kröftunum að mun brýnni verkefnum". Loks sýni skoðanakannanir yfirgnæfandi og vaxandi andstöðu við aðild að ESB.
Ef mark væri takandi á rökunum um breytingar á Evrópusambandinu og óvissu um framtíðina hefði ekkert ríki átt að sækja um aðild að ESB frá upphafi, því að samstarf ríkjanna í sambandinu er í stöðugri þróun og sífelld óvissa er um framtíðina. Þrátt fyrir ótal spádóma um endalok Evrópusamstarfsins hefur ESB bæði stækkað aðildarríkin eru nú 21 fleiri en í upphafi og samstarfið dýpkað.
ESB var stofnað til að auðvelda aðildarríkjunum að leysa ýmiss konar vandamál með því að leggja saman krafta sína og deila ríkisvaldinu á ákveðnum sviðum. Spurningin um aðild að Evrópusambandinu snýst ekki um stöðu mála í sambandinu á hverjum tíma, heldur þessa aðferðafræði við að leysa vandamál. Hún hefur gefizt vel og í langflestum aðildarríkjunum er það almenn skoðun að aðildin hafi reynzt vel.
Þeir sem halda því fram að enn eigi að bíða með aðildarumsókn minna á manninn sem vildi ekki fá sér sjónvarp á sínum tíma af því að hann taldi víst að þróun sjónvarpstækninnar væri svo hröð að bezt væri að bíða þangað til komin væru betri sjónvörp. Hann hefur misst af sjónvarpsdagskránni alveg frá 1966, því að alltaf er meiri breytinga að vænta."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2011 | 08:02
Næstum tveir þriðju vilja halda aðildarviðræðum áfram: Könnun FRBL
Á www.visir.is stendur:
"Tæplega tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að Ísland ljúki aðildarviðræðum við Evrópusambandið svo hægt sé að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um niðurstöður viðræðnanna samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls sögðust 63,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni vilja halda viðræðum áfram en 36,6 prósent vildu draga aðildarumsóknina til baka.
Örlítið virðist hafa dregið úr stuðningi við að ljúka viðræðum frá því Fréttablaðið kannaði afstöðu til málsins síðast, í janúar síðastliðnum. Þá vildu 65,4 prósent ljúka viðræðum en 34,6 prósent draga umsóknina til baka."
11.9.2011 | 20:56
Kostnaður við Evruhamfarir hrikalegur!
Nokkuð athyglisverð frétt birtist a EuObserver.com, síðu sem fjallar nær eingöngu um Evrópumál. Fréttin er svona á ensku:
"The collapse of the euro would cost each German taxpayer between 6,000 and 8,000, whereas a default of Greece, Ireland and Portugal would cost 1,000 per person, Swiss UBS bank says. If a troubled country left the eurozone, the cost for each of its citizens would be 9,500-11,500."
Snarað:
Hrun Evrunnar myndi samkvæmt þessari frétt kosta hvern þýskan skattgreiðanda um 6-8000 Evrur en um 1000 Evrur fyrir hvern þýskan skattgreiðanda færu Grikkland, Írland eða Portúgal í gjaldþrot.
Ef eitthvert Evruland í vandræðum myndi yfirgefa Evruna myndi kostnaðurinn fyrir hvern skattgreiðanda á Evrusvæðinu verða á bilinu 9500-11500 Evrur.
Þetta er samkvæmt útreikningum UBS bankans í Swiss, sem fyrir skömmu tengdi sinn franka við Evruna.
Gengi Evrunnar er um 160 ÍSK og reikni nú hver sem betur getur!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.9.2011 | 20:38
Hagvöxtur jákvæður
11.9.2011 | 20:29
Metnaðarfull vetrardagskrá hjá HÍ: Samræður við fræðimenn
Eins og sagt var frá hér á blogginum hélt Dr. Clive Archer fyrirlestur í Háskóla Íslands síðastliðinn föstudag á vegum Alþjóðamálastofnuna og Rannsóknarseturs um smáríki við H.Í.
Í vetur verður metnaðarfull dagskrá og á heimasíðu segir:
"Alþjóðamálastofnun og Rannsóknarsetur um smáríki við Háskóla Íslands standa fyrir vikulegri hádegisfundaröð á haustmisseri. Erlendir fræðimenn kynna rannsóknir sínar. Að auki fléttast inn í fundaröðina málstofur í samvinnu við aðra aðila. Fundirnir fara fram í Odda 201 frá kl. 12-13 á föstudögum í vetur."
Öll dagskráin er svo hér.
Minnum aftur á þetta!
Opinn fundur um umhverfismál verður haldinn á morgun laugardag ávegum samtakannaJá Ísland.
Í kjölfarið af ábendingum frá fólki af landsbyggðinni sem lýsti miklum áhuga á fundinum hefur verið ákveðið að sýna fundinn í beinni útsendingu hér á vefnum www.jaisland.is
Fundurinn fer fram sem fyrr segir í Iðnó kl 11 13 og ber fyrirsögnina - Loftið, sólin, sjórinn og fjöllin hvað gerir ESB fyrir umhverfismálin?
Á fundinum tala Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, Árni Finnsson formaður Náttúruverndasamtaka Íslands, Páll Ásgeir Ásgeirsson leiðsögumaður og Þórunn Sveinbjarnardóttir fyrrverandi umhverfisráðherra. Fundastjóri er Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Norðurlandasamstarfs Vinstri Grænna flokka.
Dagskrá fundarins:
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra:
Umhverfismál, Evrópusambandið og EES samningurinn
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndasamtaka Íslands:
Hvaða erindi á Ísland í ESB?
Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra
um umhverfisstefnu Evrópusambandsins
Páll Ásgeir Ásgeirsson, rithöfundur og leiðsögumaður:
Enga merkimiða takk
Fundastjóri
Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Norðurlandasamstarfs Vinstri Grænna flokka.
Allir velkomnir
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.9.2011 | 20:37
Ísland fær stuðning Ítalíu í ESB-umsókninni
Ráðherrarnir fóru yfir stöðuna í aðildarviðræðum Íslendinga við Evrópusambandið og lýsti Frattini eindregnum vilja Ítala til að viðræðurnar gengju sem greiðast. Hann hvatti Íslendinga til að knýja á dyr Ítala ef flækjur kæmu upp í samningunum, og kvaðst hafa mikinn skilning á mikilvægi fiskveiða í efnahagslífi Íslendinga.
Utanríkisráðherran árréttaði sérstaklega hversu langt Íslendingar væru nú þegar komnir í samstarfi við Evrópuríki gegnum EES samninginn, segir í tilkynningunni.
Frattini ræddi stöðu mála á evrusvæðinu og aðgerðir sem gripið hefur verið til meðal annars á Ítalíu þar sem ríkisstjórnin tók í morgun ákvörðun um aðgerðir til að ná niður fjárlagahalla á næstu tveimur árum. Kvaðst hann þess fullviss að evran kæmi sterkari út úr þeim aðgerðum sem nú er verið að grípa til á evrusvæðinu." Öll fréttin
8.9.2011 | 10:34
Eru íslenskir neytendur algert aukaatriði?
Þetta er móðgun við íslenska neytendur. Við erum búin að bíða eftir þessu í átta ár en reglugerðin tók gildi 2003 í Evrópusambandinu. Hagsmunaaðilar hafa bara náð að stoppa þetta eina ferðina enn, segir Oddný Anna Björnsdóttir, fulltrúi framkvæmdanefndar Samtaka lífrænna neytenda.
Þann 1. september átti að taka gildi reglugerð um merkingar og rekjanleika á erfðabreyttum matvælum og fóðri en sama dag gaf Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra út reglugerð þar sem gildistökunni er frestað til 1. janúar 2012.
Þessu mótmæla Samtök lífrænna neytenda og Slow Food Reykjavík en í sameiginlegri tilkynningu frá þeim segir að með þessu sé ráðuneytið greinilega að verja hagsmuni örfárra fyrirtækja sem flytji inn matvæli frá landi þar sem neytendavernd sé fórnað fyrir hagsmuni fjölþjóðafyrirtækja og hunsi hagsmuni íslenskra neytenda. Þetta er blaut tuska í andlit neytenda og við förum fram á að fá ítarlegan rökstuðning ráðuneytisins fyrir frestun gerðarinnar, segir þar jafnframt."
Síðar segir í fréttinni: "Oddný segir að Ísland sé það land í Evrópu sem stendur sig sem verst í að upplýsa neytendur um innihald matvæla. Við vitum ekkert hvað við erum borða og eina leiðin til að vera viss núna er að velja lífrænt ræktað. Þetta er því mjög mikið hagsmunamál fyrir íslenska neytendur, að hafa val, segir Oddný."
Þetta atriði er sérlega athyglisvert í ljósi þeirrar umræðu um "fæðuöryggi" sem fram fer hér á landi. Upplýsingar til neytenda hljóta að vera mjög mikilvægar í því samhengi. Eða er bara nóg að framleiða lambakjöt?
Og stóra spurningin er: Á hvaða forsendum er þessi neitun? Á vef ráðuneytis Jóns Bjarnasonar er ekki stafur um þetta.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir