Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012
20.1.2012 | 17:07
Evrópustofa opnar á morgun
Evrópustofa opnar á morgun hér á Íslandi. Markmið hennar er að upplýsa almenning og fleiri áhugasama um Evrópusambandið. Allir eru velkomnir, burtséð frá afstöðu til sambandsins.
Forstöðumaður er Birna Þórarinsdóttir, stjórnmálafræðingur. Opið hús er á morgun frá 11-16 og allir velkomnir að Suðurgötu 10.
19.1.2012 | 21:29
BBL og kókið!
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, skrifar þetta í leiðara nýjasta Bændablaðsins (er hann blaðamaður líka?):
"Ein af uppáhalds falsrökum aðildarsinna að Evrópusambandinu er að matarverð muni lækka á Íslandi við aðild. Skeyta þeir engu um staðreyndir í þeim efnum. Nú ber svo við að fyrirtæki eitt hefur flutt til landsins erlent kók. Kókið er keypt á Spáni og ástæðan sú að ekki samdist um verð við innlendan framleiðanda. Í fréttum af málinu hefur það verið fullyrt að innkaupin frá Spáni séu hagkvæmari en að skipta við íslenska kókframleiðandann. En er þeim verðmun skilað til neytenda? Nei, spænska kókið er selt á sama verði og það íslenska. Fyrirtækið nýtir tækifærið einfaldlega til að ná meiri framleiðni úr vörunni. Er það ekki alveg skiljanlegt og varla hægt að gagnrýna? Fyrirtækið nýtir einfaldlega kaupmátt neytenda og greiðsluvilja. Sem er eðlilegt er það ekki? Hitt er athyglisvert að Neytendasamtökin eða Samtök verslunar og þjónustu, sem sérstakir gæsluaðilar neytenda, láta ekkert í sér heyra. Er það ekki undarlegt? Kannski ekki, því auðvitað er það verðþol markaðarins sem ræður verðlagningunni. Það mun örugglega reynast sama niðurstaða með innflutta matinn eftir inngöngu í ESB."
Þetta er nokkuð dæmigert fyrir einfeldnina í málflutningi Nei-sinna og dæmið náttúrlega algerlega ómarktækt.
Ein tegund af gosdrykk, samkeppni hverfandi og alls ekki svokölluð nauðsynjavara á ferðinni. Haraldur yfirfærir þetta svo yfir á HEILAN MATVÖRUMARKAÐ, þar sem fjöldi vörutegunda skiptir þúsundum og söluaðilar eru einnig fjöldamargir.
Er þetta virkileg það besta sem Bændasamtökin geta gert?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
19.1.2012 | 17:58
Tvöfalt meiri verðbólga hér en í ESB
Greiningardeild Arion-banka spáir töluverðum verðhækkunum á næstunni, sem deildin telur að muni auka verðbólgu hér á landi í um 6,2%
Til samannburðar má nefna það að meðalverðbólga í ESB er um 2,7%.
Það er því um tvöfalt meiri verðbólga hér en í ESB!
Og krónan fellur, sem veldur verðbólgu!
Frábært, fyrir heimilin og fyrirtækin! (Djók!!!)
Hvenær endar þetta?
19.1.2012 | 17:46
Nei-sinnar splæsa í könnun!
Nei-sinnar hafa splæst í nýja könnun sem sýnir að rúmlega helmingur landsmanna (53.5%) er andvígur aðild og rúmlega þriðjungur er fylgjandi aðild,eða 31,5% Um 15% aðspurðra taka ekki afstöðu, sem er nokkuð hátt hlutfall.
En hin raunverulega "skoðanakönnun" verður þegar aðildarsamningur og innihald hans verðu borið undir þjóðina í atkvæðagreiðslu.
Það á margt eftir að gerast, meðal annars á eftir að semja um mikilvægustu kafla málsins!
Við spyrjum að leikslokum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.1.2012 | 17:12
Össur um niðurlægingu og "lagagleypingar"
Í viðtali við RÚV segir Össur þetta hreint og beint niðurlægjandi fyrir þingmenn hérlendis. Þeir hafi engar leiðir eða tök á að hafa áhrif á þann aragrúa skipana sem frá Brussel berist.
Komið hefur í ljós að skýrsla sérfræðinga sem unnin var fyrir Norðmenn og kynnt í dag sýnir að EES-samningurinn hafi á átján ára tímabili reynst Norðmönnum mjög ábatasamur. Hins vegar feli sá samningur í sér meira framsal á fullveldi en raunveruleg innganga í sambandið.
Össur bendir á að litlu hafi munað að EES samningurinn á sínum tíma hafi ekki staðist stjórnarskrá Íslands og síðan þá hafi þróunin verið hröð."
17.1.2012 | 19:37
Sema Erla um matvælaverð á DV.is
Jú, að matvælaverð muni lækka svo um munar.
Undir lok síðasta árs unnu hagfræðingarnir Daði Már Kristófersson, dósent við Háskóla Íslands, og Erna Bjarnadóttir, hjá Bændasamtökunum, skýrslu fyrir samningahóp Íslands um landbúnað. Í þessari skýrslu kemur fram svart á hvítu með afnámi þessara tolla má reikna með að verð á kjúklingum, eggjum og svínakjöti lækki um allt að 40 - 50%. Ekki nóg með það heldur munum mjólkurvörur lækka um allt að 25%. Einnig má reikna með að verð á nautakjöti muni lækka."
17.1.2012 | 19:22
Guðmundur Gunnarsson skrifar meira um gjaldmiðilsmál
Guðmundur Gunnarsson, skrifaði fyrir skömmu nýjan pistil um gjalmiðilsmál og segir þar meðal annars:
"Á ráðstefnu ASÍ um gjaldmiðilinn í vikunni sýndu Ragnar Árnason prófessor við HÍ, Arnór Sighvatssonar aðstoðarseðlabankastjóri og Friðrik Már Baldursson prófessor við HR fram á að slök efnahagsstjórn undanfarna áratugi hafi skapað þann vanda sem við erum í með gjaldmiðilinn. Stjórnendur peningamála hafi gert alvarleg mistök í aðdraganda þess að gjaldmiðillinn ofreis og hrundi með falli bankanna í kjölfarið og gjaldþrots Seðlabankans.
Þeir sem stjórnuðu hér á landi á meðan þetta gerðist halda því fram að þeir hafi gert allt rétt og stöðugleikinn snúist bara um að hafa góða stjórnun á krónunni!!??
ESB andstæðingar verja krónuna á hverju sem gengur. Gott sé að hafa sveigjanlegan gjaldmiðil svo leiðrétta megi slaka efnahagsstjórn með því að færa peninga frá launafólki til útflutningsfyrirtækja. Það væri skerðing á fullveldi sérhagsmuna ef krónan væri lögð niður sagði Ragnar Árnason.
Í könnunum hagfræðinga kemur fram að jafnaði hafi um 30% tekna heimilanna undanfarna áratugi hafi horfið við þessar leiðréttingamillifærslur. Eignaupptaka hjá launamönnum er réttlætt með því að verið sé að halda uppi atvinnustigi í atvinnubótavinnu þar sem afraksturinn rennur milliliðalaust frá heimilunum til fárra efnamanna."
17.1.2012 | 19:10
Noregur: Ekki til umræðu að segja upp EES-samningnum
Störe tók í hádeginu á móti nýrri skýrslu þar sem fram kemur hörð gagnrýni á EES-samninginn. Samstarfinu á Evrópska efnahagssvæðinu er lýst sem ábatasömu en ólýðræðislegu.
Það var norska ríkisstjórnin sem bað helstu sérfræðinga landsins um að skoða kosti og galla samningsins um EES. Íslendingar eiga aðild að honum ásamt Lichtenstein. Niðurstaða skýrslunnar er þegar kunn: Samningurinn hefur á 18 ára tímabili reynst Norðmönnum afar ábatasamur en felur í sér meira framsal á fullveldi en innganga í sjálft Evrópusambandið.
Störe segir í viðtali við viðskiptablaðið Dagens Næringsliv í morgun, að þrátt fyrir galla komi ekki til greina að segja samningnum upp og leita eftir tvíhliða viðskiptasamningi við Evrópusambandið eins og gagnrýnendur EES vilja. Andstæðinga er meðal annars að finna innan ríkisstjórnarinnar. Störe segir að draumar um tvíhliða samning séu blekkingin ein. Hins vegar sé lýðræðishallinn á núverandi samningi vissulega umhugsunarefni."
Sjá einnig umfjöllun á vef Já-Íslands
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.1.2012 | 19:07
ESB fer gegn Ungverjalandi
Jose Manuel Barroso, framkvæmdastjóri ESB greindi frá þessu á fundi framkvæmdastjórnarinnar í Strassborg. Hann sagði að sambandið gæti ekki lengur unað við það að í gildi væru stjórnskipunarlög í Ungverjalandi sem brytu gegn grundvallaratriðum lýðræðisins. Margir Ungverjar eru sama sinnis. Þeir saka stjórn Viktor Urban forsætisráðherra og stjórn hans um að hafa fellt úr gildi ýmsar hömlur sem settar voru á stjórnvöld þegar kommúnistar misstu völdin árið 1989."
17.1.2012 | 19:05
Samningur tryggir efnislega umræðu!
Kristján Vigfússon, aðjúnkt við HR, skrifaði grein í FRBL fyrir síðustu helgi um Evrópumálin og segir þar meðal annars: "Samningaviðræðurnar ganga út á að opna og ræða efnislega hvern kafla eða málaflokka sem sáttmálar Evrópusambandsins taka til. Nú fyrir áramót var búið að opna 11 af þessum 33 köflum og loka 8. Eftir eru 22 mismikilvægir kaflar. Gefið hefur verið út af utanríkisráðherra að fyrir mitt ár 2012 verði búið að opna alla kafla samningaviðræðnanna. Þar skipta mestu máli kaflarnir um landbúnað, gjaldmiðilsmál, byggðastefnu, orkumál og sjávarútveg en þeir hafa ekki enn verið opnaðir. Það eru í raun þeir kaflar sem virkilega þarf að semja um og líklegt er að samningsaðilar hafi þegar mótað sér samningsafstöðu í þessum málaflokkum og séu með ákveðin þolmörk í huga um hversu mikið megi gefa eftir svo um ásættanlega samninga sé að ræða.
Smærri umsóknarríki hafa verið um tvö ár að semja
Ef skoðaður er sá tími sem hefur farið í samningaviðræður einstakra smærri umsóknarríkja sem við höfum helst viljað bera okkur saman við þá kemur í ljós að ekki hefur tekið nema að meðaltali um 2 ár að ljúka aðildarviðræðum frá upphafi til enda. Það tók Íra eitt og hálft ár að ljúka viðræðum. Svía, Finna og Austurríkismenn rúmt ár. Litháa, Letta, Slóvaka og Maltverja tæp tvö ár. Eista, Slóvena og Kýpverja tók það tæp þrjú ár að semja en þar á bæ spiluðu inn í flókin deilumál m.a. um stöðu minnihlutahópa innan ríkjanna við ríki Evrópusambandsins."
Síðar segir Kristján:
"Loks hægt að rökræða efnisatriði
Nægur fjöldi sérfræðinga er hjá báðum aðilum í samninganefndunum til að vinna hratt og vel og ljúka viðræðum á næstu 12 til 15 mánuðum. Það eina sem kemur í veg fyrir að þessum samningaviðræðum ljúki fyrir kosningarnar 2013 eru þá heimatilbúin vandamál þar sem einstakir ráðherrar eða annar hvor ríkisstjórnarflokkurinn hefur hagsmuni af því að tefja málið.
Samningsaðilar hafa því tæplega eitt og hálft ár til að ljúka samningum fyrir kosningar ef pólitískur vilji er fyrir hendi en auðfundið er að færa rök fyrir því að það sé mikilvægt fyrir kjósendur í þessu landi að samningum verði lokið fyrir næstu alþingiskosningar og efnisatriði aðildarsamnings verði til umræðu í kosningabaráttunni. Það muni þá loksins verða hægt að takast á um Evrópumálin efnislega en ekki eins og fram til þessa fyrst og fremst á tilfinningaþrungnum þjóðernisnótum."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir