Leita í fréttum mbl.is

Króna = gjaldeyrishöft

Árni Páll ÁrnasonÍ Morgunblaðinu segir: "Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir fyrirséð að einhverskonar gjaldeyrishöft verði áfram í gildi á hér á landi taki Íslendingar ekki upp evru.

Í samtali við Bloomberg segir hann að þetta fari allt því hvernig peningamálastefnan verður hér á landi til framtíðar. T.d. hvort Ísland muni taka upp evru og ganga í Evrópusambandið, eða halda áfram í krónuna.

Hann telur hins vegar að það muni vera erfitt að halda áfram að nota krónuna án nokkurs konar hafta."

Frétt MBL 


DV: Diana Wallis - "Smáríki hafa áhrif í ESB"

Diana WallisDV birtir í dag heilsíðuviðtal við Díönu Wallis, Evrópuþingmann og varaforseta Evrópuþingsins. Hún hélt erindi hér í vikunni um ESB.

Í viðtalinu segir: "Wallis segir að áhrif þingsins hafi aukist umtalsvert í kjölfar upptöku Lissabon-sáttmálans og ræddi hún núverandi stöðu þingsins sem löggjafarvalds í Evrópusambandinu og einnig hvernig smáríki geta látið að sér kveða innan þingsins. Að fyrirlestrinum loknum ræddi Wallis við blaðamann DV.

Geta haft frumkvæði

Það lá því beinast við að spyrja hvert væri hlutverk Evrópuþingsins sem löggjafarvalds, eftir upptöku Lissabon- sáttmálans. „Eftir upptöku sáttmálans er Evrópuþingið orðið viðurkenndur og áberandi aðili í löggjafarferlinu, í mun meira mæli en nokkurn tímann áður. Nú stendur þingið jafnfætis framkvæmdastjórninni við allar ákvarðanir, en áður má segja að framkvæmdastjórnin hafi haft yfirhöndina. Þingið er nú fullgildur samstarfsaðili framkvæmdastjórnarinnar sem löggjafi, " segir Wallis. Þegar kemur að löggjafarferlinu hafa hins vegar hvorki stakir þingmenn né þingmannanefndir rétt til þess að bera fram lagafrumvörp með beinum hætti. Það er framkvæmdastjórnin sem leggur fram lagafrumvörp enn þann dag í dag. Þingið getur hins vegar haft frumkvæði að lagafrumvörpum, með svokölluðum lagafrumvarpsskýrslum, sem framkvæmdastjórninni er skylt að taka til umfjöllunar." 

Í lok viðtalsins segir: "Evrópuþingið telur 736 þingmenn og þar starfa 20 fastanefndir. Samkvæmt Lissabon-sáttmálanum á hvert aðildarríki aldrei færri en sex þingmenn, sem er sú tala þingmanna sem Ísland fengi ef samningur að aðild yrði samþykktur. Gæti Ísland þá búist við því að hafa áhrif innan þingsins? Við verðum að muna að þingmenn starfa ekki sem fulltrúar landa sinna heldur sem fulltrúar stjórnmálasamtaka innan þingsins. Það veitir hverjum þingmanni stuðning til að afla sér upplýsinga um öll þau málefni sem hann vill. Einstök ríki geta sjaldnast fjallað um öll þau mál sem þeim þóknast, en innan ramma stjórnmálasamtakanna er það hins vegar mögulegt. Ekki má gleyma að smáríki kjósa sér yfirleitt nefndir þar sem fjallað er um mikilvægustu málefni þeirra, og þar sem tilteknir þingmenn geta búist við að hafa mikil áhrif. Ég býst fastlega við því til dæmis, að íslenskur Evrópuþingmaður myndi vafalaust sitja í sjávarútvegsnefnd. Þar sem Ísland yrði stærsta fiskveiðiþjóð sambandsins, ef af aðild verður, myndi sá þingmaður augljóslega hafa burði til að hafa mikil áhrif. En auðvitað skipta einstaklingarnir sjálfir miklu máli, séu þeir kraftmiklir og duglegir getur hvaða þingmaður sem er haft mikil áhrif, sama hvaðan hann kemur. Það er að minnsta kosti mín reynsla " 

Viðtalið er eftir Björn Teitsson og er í helgarútgáfu DV. 


Krónan, bjargvættur eða bölvaldur? Fundur um gjaldmiðilsmál í HR

Sjálfstæðir Evrópumenn hafa boðið til opins fundar um gjaldmiðils og peningamál í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 7. mars klukkan 17.00. Fundurinn er í Bellatrix M1 01. 


Yfirskrift fundarins er: Krónan, bjargvættur eða bölvaldur? 

Frummælendur eru hagfræðingarnir Illugi Gunnarsson, alþingismaður og Gylfi Zoega prófessor. 

Þeir munu meðal annars koma inn á eftirfarandi spurningar: Verður hægt að afnema höftin? Hvað tekur þá við? Þurfa Íslendingar alltaf að búa við tuga prósenta sveiflur í gengi? Hjálpar krónan okkur út úr kreppunni? Hver borgar brúsann? Kemur einhliða upptaka erlends gjaldmiðils til greina? 

Fundarstjóri: Hanna Katrín Friðriksson, viðskiptafræðingur. 


Ganga Danir til þjóðaratkvæðis um Evruna (og fleira)?

Hafmeyjan í KöbenHugmyndir eru komnar á kreik í Danmörku um að halda þjóðaratkvæði um sérlausnir Dana gagnvart ESB, en þær eru þrjár; sumarhúsaeign, varnarmál og hinn sameiginlegi gjaldmiðill, Evran.

Danir fengu í gegn sérlausn um fjárfestingar erlendra ríkisborgara á sumarhúsum og landi í Danmörku. Hinsvegar mega Danir fjárfesta á erlendri grundu. Einnig eru þeir undanskildir ýmsum atriðum sem lúta að varnar og öryggismálum. Þá hafa Danir ekki enn tekið upp Evruna, en danska krónan beintengd við gengi Evrunnar, sem gerir hana nánast að Evru. Evran var felld í þjóðaratkvæði í Danmörku árið 2000, en aðeins munaði 6,4% á nei-inu og já-inu, 53,4% gegn 46.8%)

Danir munu taki við forsæti í ESB um mitt næsta ár og það er meðal annars hvatinn að þessum hugmyndum um sameiginlega þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem tekið yrði á þessum þremur sérlausnum.

Danir eru áfram um að verða í raun fullgildir aðilar að ESB, enda eru tengsl Dana og ESB mjög mikil. Stór hluti útflutnings Dana fer til Þýskalands, mikilvægasta markaðar Dana.

Hér er áhugaverð frétt EuObserver um málið.


Rýnifundum um sjávarútvegsmál lokið

EyjanÁ Eyjunni stendur: "Seinni rýnifundi Íslands og ESB um sjávarútvegsmál lauk í Brussel í dag. Á fundinum gerðu sérfræðingar Íslands grein fyrir íslenskri löggjöf á sviði sjávarútvegs.

Íslenska sendinefndin lagði áherslu á sérstöðu íslensks sjávarútvegs sem er þjóðhagslega mun mikilvægari en í nokkru aðildarríki ESB. Greint var frá árangri Íslands við stjórnun fiskveiða sem er almennt betri en innan ESB. Þá var fjallað um sérstöðu Íslands hvað varðar staðbundna stofna og þá staðreynd að efnahagslögsaga Íslands liggur ekki að efnahagslögsögu nokkurs aðildarríkis ESB."

Öll fréttin 

 


Erik Boel í Speglinum

Erik_Boel2Hinn geðþekki formaður dönsku Evrópusamtakanna, Erik Boel, sem var hér staddur á landi í síðustu viku, var í viðtalið við Spegilinn í gærkvöldi. Hlustið hér.

Hvað er hægt að gera í þessu?

Lilja MósesdóttirÞað verður að teljast nokkuð "áhugavert" sjónarhorn Lilju Mósesdóttur, sem birtist í frétt á MBL um gjaldmiðilsmál, en þar segir Lilja að vextir muni ekki lækka að ráði við upptöku Evru: "Hún segir vextir myndu lítið lækka við upptöku evrunnar því útlendingar vilji ekki lána til vandræðalanda," segir í fréttinni.

Önnur lína úr fréttinni: "Lilja sagði að erlendir bankar lánuðu ekki lengur vandræðalöndum og vextir myndu því lítið lækka á Íslandi við upptöku evrunnar."

Og þá er það bara spurningin: Fyrst Lilja telur Ísland vera vandræðaland, hvað er hægt að gera í því?

Samkvæmt þessu sjónarhorni erum við þá dæmd til að vera vandræðaland með krónu, sem engin vill lána. Glæsileg framtíðarsýn! Svo..aðlaðandi!


Um listina að hagræða sannleikanum

,,Lengi lifir í gömlum glæðum," segir máltækið, en yfirfært yfir á Nei-sinna mætti kannski segja að lífið í glæðunum felist í því að hagræða sannleikanum hressilega. Þetta vegna ummæla á bloggi Nei-sinna um hernaðarmál.

Það vakti mikla athygli fyrir nokkrum misserum þegar samtök ungbænda ruddust fram að auglýsingasíður blaðanna og fullyrtu að íslenskir bændasynir ættu það á hættu að vera kvaddir í Evrópuherinn. 

Slíkur her, Evrópuher, er ekki til og engar áætlanir um það að stofna slíkan her. Þar skutu ungir bændur sig hressilega í fótinn svo úr varð hið mesta svöðusár!

Í sambandi við könnun ESB, Eurobaraometer, sem framkvæmd var hér á landi í nóvember og kynnt fyrir skömmu, kemur fram að þetta er stöðluð könnun. Þar eru spurningar um heri, enda fjölmargar Evrópuþjóðir með heri til að treysta sínar landvarnir. Þetta hafa hinsvegar Nei-sinnar ákveðið að reyna að nýta sér með sandkassalegum hætti.

Ruglið og bullið sem Nei-sinnar láta út úr sér er þetta: "Spurning Eurobarometer um afstöðu Íslendinga til hers er liður í að aðlaga okkur að þeirri tilhugsun að vera hluti af hernaðarveldi Evrópusambandsins, fari svo illa að Íslandi verði aðili að Evrópusambandinu. Heimild er fyrir fyrirhuguðum Evrópuher í Lissabonsáttmálanum."

Halló! ...,,vera hluti af hernaðarveldi Evrópusambandins." Er ekki allt í lagi? 

Eitt það fyrsta sem við manni blasir þegar farið er inn á síður um Lissabon-sáttmálann er þetta (á ensku) :

"Does the Treaty create a European army?

No. Military capabilities remain in national hands. The Treaty foresees that Member States can make available civilian and military resources to the Union for the implementation of its Common Security and Defence operations. However, any Member State has the right to oppose such operations and all contributions to them will be always on a voluntary basis." 

Hér segir að Lissabon-sáttmálinn opni ekki fyrir stofnun Evrópuhers og að hernaðarmál séu á könnu aðildarríkjanna. Hinsvegar sé hægt samkvæmt sáttmálanum að biðja um sameiginlegar aðgerðir og framlög aðildarríkjanna til þess. En, að hvert  ríki megi segja nei, við slíku. Enginn er neyddur til neins!Þetta hefur  til dæmis verið reyndin með  NATO-aðild Íslands frá upphafi.

Þessu kjósa Nei-sinnar að líta framhjá og standa  fyrir rangfærslum og hreinum ósannindum!

Þetta er rislágt!

(Sjá: http://europa.eu/lisbon_treaty/faq/index_en.htm#15)

 


Mikill meirihluti vill nýjan gjaldmiðil

Ein krónaStöð tvö birti þessa frétt um gjaldmiðilsmál í fréttum í gærkvöldi. Látum myndirnar tala.

Diana Wallis í heimsókn

Diana WallisMinnum á þetta:Miðvikudagur, 2. mars, frá 12:30-13:30, í stofu 102 á Háskólatorgi.

Opinn fundur með Diana Wallis, varaforseta Evrópuþingsins, á vegum Alþjóðamálastofnunar, Rannsóknaseturs um smáríki og Lagastofnunar
Háskóla Íslands.
Fundurinn fer fram á ensku og allir eru velkomnir.

Diana Wallis er fulltrúi Breta á Evrópuþinginu og hefur mikinn áhuga á málefnum norðurslóða. Hún er mjög skemmtillegur ræðumaður og getum við því mælt með þessum fyrirlestri.


Erik Boel: Aðild Danmerkur að ESB jók fullveldið

Erik_Boel2Erik Boel, formaður dönsku Evrópusamtakanna hélt áhugaverðan fyrirlestur í dag á vegum Já-Ísland. Þar fór hann yfir stöðuna (og söguna) í Evrópumálum Danmerkur. En hann talaði líka um aðildarumsókn Íslands og sagði hana njóta mikils stuðnings í Danmörku.

Hann telur að með aðild muni Ísland styrkja til muna hina "norrænu vídd" innan ESB, en þar eru Finnland, Svíþjóð og Danmörk.

Erik sagði að Danir hafi aukið fullveldi sitt með aðild og að þátttaka í alþjóðlegu samstarfi hafi þau áhrif. Hann telur Danmörku tvímælalaust hafa hagnast af aðild og að landið standi mun betur að vígi gagnvart stóru áskorunum framtíðar sem aðildarríki að ESB. 


Girnileg grein um mat í FRBL

Okkur hér á blogginu langar að benda á stórskemmtilega grein eftir Kristján E. Guðmundsson, félagsfræðing og framhaldsskólakennara í Fréttablaðinu í morgun. Hann byrjar greinina svona:

"Þriðjudaginn 15. þ.m. var mynduð í Þjóðmenningarhúsinu „Já-hreyfing“ þeirra samtaka sem aðhyllast inngöngu Íslands í ESB. Daginn eftir birti hún heilsíðuauglýsingu í blöðum þar sem taldir voru upp nokkrir kostir þess fyrir íslenska þjóð að ganga í ESB. Ein setning auglýsingarinnar var „Við fáum ódýrari og fjölbreyttari mat“.

Auglýsingin varð hins vegar til þess að aðstoðarmaður menntamálaráðherra, Elías Jón Guðjónsson, sá ástæðu til spyrja já-hreyfinguna hvaða matvælategundir það væru sem myndu auðga íslenska matarmenningu við ESB-aðild. Og hann vildi að fleiri beindu spurningunni til þessarar hreyfingar. Hann segist vera mikill sælkeri og vildi því vita hvað myndi auka sællífi hans við ESB-aðild. Þessari ágætu spurningu fylgdi að vísu aulaleg uppnefning sem svo gjarnan vill loða við málflutning ESB-andstæðinga og varla samrýmist stöðu mannsins."

Hvetjum eindregið til frekari lesturs! 


Um 27 milljarðar í samgönguverkefni í Evrópu frá framkvæmdastjórn ESB (TEN-T)

BrúSíðastliðinn mánudag kynnti framkvæmdastjórn ESB lista yfir verkefni á sviði samgöngumála sem hún hyggst styrkja á næstunni. Alls verða settar um 170 milljónir Evra í þetta, eða sem samsvarar um 27 milljörðum íslenskra króna.

Verkefnunum er ætlað að bæta ýmis flutninganet í Evrópua, leysa úr svokölluðum "flöskuhálsum" og svo framvegis.

Allt miðar þetta að því að gera flutninga með vörur og þjónustu markvissari og skilvirkari.

Öll verkefnin falla undir stærra verkefni eða áætlun sem ber heitið TEN-T (Trans-European Transport Network).

Hér er listi yfir verkefnin 


Mikið að gerast í Evrópumálunum!

Nóg um að vera í Evrópuumræðunni þessa dagana!

Á vef Já Ísland http://www.jaisland.is er búið að setja upp dagatal með þeim fjölmörgu áhugaverðu fundum og ráðstefnum sem eru á döfinni um Evrópumál. 

Í dag stendur Félag viðskipta- og hagfræðinga til dæmis fyrir metnaðarfullri ráðstefnu undir yfirskriftinni ,,ESB. Áskoranir og tækifæri fyrir atvinnulífið" Fundurinn er á Hilton hótelinu og hefst kl.13.00. Sjá nánar hér 

Já Ísland fær síðan góðan gest til sín í dag kl.17.00. Erik Boel, formann dönsku Evrópusamtakanna. Boel mun fjalla um Damörku og tengsl þess við Evrópusambandið.

Boel gjörþekkir Evrópumálin og hefur margoft komið til Íslands. Það er því mikill fengur að koma Boels hingað til lands. Gert er ráð fyrir að fundurinn verði búinn kl.18.00.

Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Já hreyfingarinnar að Skipholti 50 a 2. hæð. Allir velkomnir.


Ungverjar og Pólverjar stefna á Evruna

EvraEins og fram kom í könnun Eurobarometer, sem kynnt var í gær eru 66% þeirra sem svöruðu fylgjandi því að taka upp Evru sem gjaldmiðil.

Í Fréttablaðinu í dag er áhugavert viðtal við Lajos Bozi, sendiherra Ungverjalands gagnvart Íslandi, en Ungverjar gegna nú formennsku í ESB. Hann telur að aðild þessarar 10 milljóna þjóðar (enn eitt smáríkið í ESB!) hafi tvímælalaust verið landinu til góða. Hann segir Ungverjaland stefna á Evruna sem gjaldmiðil: "Svo er Schengen-samstarfið, að geta ferðast óhindrað, og evran, sameiginlegi gjaldmiðillinn, en þetta tvennt er mikilvægast fyrir Evrópuborgarann. Við erum ekki hluti af evrusvæðinu en við ætlum að verða það þegar við getum."

Annað Austur-Evrópu-ríki og eitt stærsta ríki ESB Pólland stefni einnig að upptöku Evru og hefur sett það mál í hæsta forgang, eins og fram kemur í viðtali í þýska dagblaðinu Handelsblatt

Viðtalið við Lajos Bozi  (PDF útg. FRBL í dag)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband