Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
27.9.2007 | 15:57
Þátttaka í EES og ESB í Blaðinu
Einar Benediktsson, fyrrverandi sendiherra, skrifar mjög góða grein í Blaðið í dag þar sem hann ræðir þáttöku okkar Íslendinga í Evrópusambandinu og hugsanlega aðild okkar að myntbandalagi Evrópu. Greinin hefst svona;
Það virðist ekki vanþörf á að minnt sé á þá staðreynd að Ísland er, og hefur verið um ára bil, fullgildur þátttakandi í kjarna þess sem er virk starfsemi ESB. EES-samningurinn felur í sér að Alþingi verður að tryggja innleiðingu ESB-lagagjörninga innri markaðarins. Hlutfallið af þessum lögfestu samþykktum öllum er svo mælikvarðinn sem ESB/EES leggur á það hver þátt takan er í samanburði. Sleppt er fjölda tímabundinna tæknilegra ákvarðana framkvæmdastjórnarinnar um smámál, einkum á landbúnaðarsviðinu, enda ekki eiginlegur hluti hins frjálsa innri markaðar. Ísland hefur löngum verið samstiga við aðildarríki ESB í framkvæmd samþykkta innri markaðarins og höfum við þannig séð mikla reynslu af aðild. Þessi samanburður birtist hálfsárslega og sýndi síðast að Ísland hafði lögleitt 98.5 prósent reglna innri markaðarins.
Þá rekur hann ástæður hágengisins og þeirra gríðarlegu vaxtaprósentu sem við Íslendingar þurfum að lifa við, og bendir á sjálfhelduna sem þjóðin er komin í með að geta ekki lækkað vexti án þess að hleypa verðbólgunni af stað. Loks segir hann;
"Ég hef fulla trú á því, að reynist þátttaka í Myntbandalagi Evrópu sá kostur sem bestur telst myndu Íslendingar drífa sig í að upp fylla Maastricht-skil yrðin svo kölluðu rétt eins og frammistaðan í þátttöku okkar í EFTA og síðar innri markaði ESB er til fyrirmyndar"
Greinina má finna í Blaðinu í dag, eða á þessari slóð á vefnum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2007 | 10:39
Evran og þrýstingurinn
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson stjórnmálafræðingur skrifaði þessa ágætu grein um evruna í Morgunblaðið á miðvikudaginn. Greinin birtist hér með góðfúslegu leyfi höfundar;
Á meðan forsætisráðherra finnur ,,engan þrýsting bruna forráðamenn íslenskra alþjóðafyrirtækja fram úr lýðræðislega kjörnum fulltrúum í umræðunni um Evruna og allt þetta tekur á sig mjög sérkennilegar myndir. Þetta með þrýstinginn er afar athyglivert og segir annaðhvort að Geir H. Haarde sé ónæmur fyrir þýstingi eða hann finni hann, en vilji ekki viðurkenna það.
Kjarni málsins er ef til vill sá að ef forystumenn Sjálfstæðisflokksins myndu af alvöru fara að ræða Evruna, myndi skapast djúpur klofningur innan flokksins, því eðli Evrunnar er þannig; annaðhvort eru menn með eða á móti. Og Sjálfstæðisflokkurinn er stór flokkar, þar er að finna breiðan hópa manna og kvenna, hver með sína skoðun. Hinsvegar yrði það að mínu mati flokknum hollt að ræða þessi mál af yfirvegun og skynsemi, nokkuð sem undirrituðum finnst hafa skort í umræðunni hérlendis um Evruna.
Sérstaklega var spaugilegt að fylgjast með umræðunni í fyrra, þegar íslenska krónan var með eitthvað ,,vesen í fyrra, var óstöðug og almennt leiðinleg að mati margra. Þá vildu menn hlaupa til og skipta yfir í Evru og bara drífa í þessu. Enn eitt einkennið á því ,,sem-fyrst samfélagi sem Ísland er. Umræðan nú á sér svipaðar rætur, þ.e.a.s. vegna rússíbanaferðar á hlutabréfamörkuðum og óstöðugleika.
Ég vil hinsvegar minna á að Evran veður ekki tekin upp á einum degi. Fyrst þurfa ríki og stjórnvölda að uppfylla ákveðin skilyrði, t.d. að verðbólga megi ekki vera yfir ákveðnum mörkum, verðlag þarf að hafa verið stöðugt í a.m.k. tvö ár og skuldir hins opinbera mega ekki vera hærri en sem nemur 60% af heildar landsframleiðslu.
Að taka upp Evru krefst aðgerða, sem eru tímafrekar og geta verið mjög sársaukafullar. Þær krefjast mikils pólitísks vilja og geta verið mjög áhættusamar fyrir þá aðila sem fyrir þeim standa. En kannski fyrst og fremst, þær geta kostað atkvæði! Og þar stendur sennilega hnífurinn í kúnni. Þetta vita þeir sem ekki finna fyrir neinum ,,þrýstingi.
Fulltrúar viðskiptalífsins vita hinsvegar að upptaka Evrunnar og stöðugleiki í gjaldeyrismálum myndi þýða betri afkomu fyrirtækjanna, minni kostnað og bætta afkomumöguleika.
Fyrir almenna neytendur og skattborgara myndi upptaka Evrunnar einnig þýða betri afkomu heimilanna, í formi lægri verðbólgu og lægri vaxta. Aðrir þættir s.s. matvælaverð myndi að öllum líkindum lækka vegna minni kostnaðar við innflutning, en á Íslandi er matvælaverð eitt hið hæsta í Evrópu.
Mig langar einnig að minna á í þessu samhengi að hugmyndir innan ESB um sameiginlegt myntbandalag urðu að markmiði þess árið 1969, en hinsvegar varð það ekki að veruleika fyrr en 30 árum síðar, með upptöku Evrunnar í 11 löndum. Það sýnir náttúrlega þá þrautsegju sem einkennt hefur þetta ferli hjá ráðamönnum ESB og að þeir hafi verið tilbúnir að bíða eftir hlutum sem þeir höfðu tiltrú á.
Finnar tóku upp Evruna árið 1999 og í grein sem seðlabankastjóri Finnlands, Erkki Liikanen, skrifaði í byrjun þessa árs fór hann yfir reynsluna af Evrunni og komst að þeirri niðurstöðu að upptaka hennar hefði haft margvísleg jákvæð áhrif á finnskt efnahagslíf. Hann segir að fátt af því sem andstæðingar Evrunnar hafi varað við, hafi ræst og að verðbólga í Finnlandi hafi verið með því lægsta í Evrópu, en hagvöxtur hafi verið meiri en meðaltalið innan ESB. Liikanen segir í grein sinni að skilvirknin í finnskum efnahag hafi aukist með upptöku Evrunnar og að peningamálastefna landsins hafi öðlast aukinn trúverðugleika.
Það er eitt af hlutverkum opinberra stjórnvalda að stuðla að og taka þátt í opinberri umræðu. Slíkt einkennir opin og lýðræðisleg samfélög og Ísland á samkvæmt skilgreiningu að vera eitt slíkt. Þar af leiðandi er það ekki hlutverk stjórnvalda og ráðandi afla að þagga niður umræðu, t.d. með þeim rökum að einhver ,,þrýstingur finnist ekki. Geir H. Haarde veit nákvæmlega hvaða umræða hefur verið í gangi og hefur tækifæri sem fáir hafa til þess að tjá sig um þessi mál. Hann getur haft mikil áhrif á umræðuna og því er það mjög mikilvægt að slíkt sé gert af skynsemi og framtíðarhyggju. Íslendingar komast ekki hjá því að ræða breytingar í umheiminum, það er því spurningin hvernig við viljum standa að þeirri umræðu.
Gunnar Hólmstein Ársælsson Höfundur er M.A. í stjórnmálafræði.19.9.2007 | 12:47
Saumað að krónunni í Blaðinu
Ólafur Stephensen ritstjóri Blaðsins skrifar ágæta ritstjórnargrein í blað sitt í dag. Yfirskriftin er ,,Saumað að krónunni" Ólafur segir meðal annars:
,,Nú bregður svo við að undir nýrri forystu ályktar Samband ungra Sjálfstæðismanna, sem hingað til hefur ekki verið Evrópusinnaðasti armur Sjálfstæðisflokksins, um að skoða eigi kosti þess og galla að halda úti eigin mynt. Og undiralda meðal stuðningsmanna flokksins í viðskiptalífinu er sömuleiðis orðin talsverð þung. Er eftir nokkur að bíða að hefja hina ,,opinskáu umræðu"?
Hægt er að lesa allann leiðarann á blaðsíðu 12 í Blaðinu í dag, sem má einning finna hér. Einnig er vert að benda á að dálkinn ,,Klippt og skorið" á sömu síðu en þar er fjallað um þá klemmu sem Björn Bjarnason er kominn í út af evruumræðunni og vísað í grein sem hann skrifar í nýjasta hefti ,,Þjóðmála".
Einnig skrifaði Ágúst Ólafur, varaformaður Samfylkingarinnar, ágætan pistil um þetta meinta bákn sem Evrópusambandið á að vera á blogg síðu sinni fyrr í vikunni. Sú færsla ásamt fréttabrefunum frá Evrópusambandinu sem er vísað í þar eru mjög góð lesning.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2007 | 09:54
Ungir sjálfstæðismenn efast um krónuna
Ágæta áhugafólk um Evrópumál, það eru greinilega breyttir tímar í umræðu um gjaldeyrismál hér á Íslandi því nú hefur Samband ungra Sjálfstæðismanna ályktað um stöðu íslensku krónunnar. Í ályktuninni segir; ,,Ungir sjálfstæðismenn telja tímabært að taka til alvarlegrar skoðunar kosti og galla þess fyrir íslenskt hagkerfi, almenning og athafnalíf, að halda úti eigin mynt."
Þórlindur Kjartansson, nýr formaður SUS, segir í samtali við vefmiðilinn visir.is gjaldmiðil vera tæki til að auðvelda fólki að eiga viðskipti sín á milli en ekki hluta af menningu. Íslenska hagkerfið hafi vaxið svo mikið að aðrir kraftar séu farnir að verka á það en áður og því hljóti að koma til endurskoðunar hvort eðlilegt sé að halda úti eigin mynt. Hann segir SUS ætla að móta eigin hugmyndir í málinu og leggja til umræðunnar.
Í ályktuninni segir að nauðsynlegt sé að skoða fordómalaust hvort íslenska krónan sé að einhverju leyti orðin viðskiptahindrun enda sýni reynslan að veruleg óvissa og kostnaður fylgi því að eiga viðskipti í jafn sveiflukenndri mynt og raunin sé. Erlend fjárfesting í íslensku atvinnulífi sé minni en ella og mikill vaxtamunur auki kostnað fyrir fólk og fyrirtæki og geri íslensku krónuna berskjaldaða gagnvart spákaupmennsku.
Þá er áhrifamáttur peningamálastefnu Seðlabankans dreginn í efa enda geti stór hluti íslenskra fyrirtækja fjármagnað rekstur sinn í annarri mynt en íslensku krónunni.
Þórlindur segir stofnanir Sjálfstæðisflokksins ekki áður hafa stigið jafn stórt skref í átt að opinskrárri umræðu um krónuna og býst við jákvæðum undirtektum í þingliði flokksins. Ég held að allir geti verið sammála um það grundvallarsjónarmið að peningar séu til að auðvelda mönnum að eiga viðskipti og ef í ljós kemur að íslenska krónan er orðin hindrun og að fyrirtæki geti ekki stækkað get ég ekki ímyndað mér annað en að fyrir þessu sé hljómgrunnur."
Hægt er sjá fréttina á http://www.visir.is/article/20070918/FRETTIR01/109180170
Evrópusamtökin fagna þessari ályktun og telja að með þessu séu stigin mikilvæg skref í umræðu um stöðu Ísland í alþjóðasamfélaginu.
17.9.2007 | 17:30
Afstaða til Evrópumála
Erlendur Hjaltason, formaður Viðskiptaráðs og forstjóri Exista, setur stórt spurningamerki við krónuna sem gjaldmiðil á Íslandi á afmælisfundi Viðskiptaráðs í dag, eins og margir aðrir af helstu valdamönnum í Íslensku athafnarlífi hafa verið að gera upp á síðkastið. Eins og kemur fram í frétt á mbl síðan fyrr í dag segir hann;
Á undanförnum misserum hefur peningahagstjórn ekki skilað þeim árangri sem henni er ætlað. Ástæður þess er margþættar en afleiðingin hefur verið sveiflukenndur gjaldmiðill og háir stýrivextir. Til að skapa fyrirtækjum stöðugt og hagfellt umhverfi er mikilvægt að gera bragarbót á. Viðskiptaráð telur mikilvægt að halda uppi faglegri og virkri umræðu um stöðu krónunnar og mun ekki skorast undan ábyrgð sem leiðandi aðili í þeirri umræðu"
Það er mjög merkilegt að lesa orð Erlends um ríkistjórnina, þar sem má augljóslega greina skilaboð til ráðamanna þjóðarinnar um að núverandi ríkistjórn sé í kjöraðstæðum til þess að bregðast við þessum vanda með 2/3 hluta þjóðarinnar bakvið sig. Nú þegar Viðskiptaráð telur óhjákvæmilegt að taka afstöðu til Evrópumála og nær 60% þjóðarinnar vilja sækja um aðild að Evrópusambandinu, þá er það bara að vona að ráðamenn skorist ekki undan þeirri ábyrgð.
Viðskiptaráð telur óhjákvæmilegt að taka afstöðu til Evrópumála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2007 | 16:59
Kveinstafir?
Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu í dag;
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sendir undirrituðum tóninn á vefsíðu sinni nýlega vegna greinar í Morgunblaðinu um sjávarútvegsstefnu ESB. Í greininni held ég því fram að það sé bull að miðin fyllist af erlendum togurum ef við myndum ganga í Evrópusambandið. Ráðherrann kvartar undan því að ég vísi í skýrslu Evrópunefndar Alþingis, sem hann veitti forystu, máli mínu til stuðnings. Telur hann ekki skýrsluna skera úr um þetta deilumál og kallar rökstuðning minn kveinstafi.
Samherjar Björns í núverandi ríkisstjórn, Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar, sem einnig áttu sæti í nefndinni, hafa hins vegar margoft lýst því yfir að skýrslan taki af allan vafa um ótvíræðan rétt Íslendinga til alls kvóta hér við land. Í greinargerð þeirra með skýrslunni segir; ,, Ein mikilvægasta niðurstaða þessarar skýrslu er að samkvæmt núverandi reglum ESB munu veiðiheimildir í íslenskri lögsögu falla í hlut Íslendinga, með hliðsjón af reglunni um hlutfallslegan stöðugleika sem byggist á sögulegri veiðireynslu. Sú regla hefur verið og er enn sá grunnur sem sameiginlega sjávarútvegsstefnan byggir á. Við vinnu skýrslunnar kom ekkert í ljós sem bendir til að það breytist.
Þessi skoðun kom einnig mjög skilmerkilega fram í máli Dr. Michael Köhler sem kom hingað til lands i fyrra einmitt á vegum Evrópunefndarinnar. Hann er einn æðsti embættismaður sjávarútvegsdeildar ESB og ætti að þekkja þennan málaflokk nokkuð vel. Að vísu var dómsmálaráðherra ekki á fundinum á Hótel Borg þar sem Dr. Köhler talaði vegna veikinda en samnefndarmenn hans hljóta að hafa upplýst Björn um þennan málflutning.
Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem sýnt hefur verið fram á þessi hræðsluáróður stenst ekki. Í hinum vönduðu þáttum ,,Aldahvörf sem sýndir voru á RÚV fyrir nokkrum árum, og voru meðal annars styrktir af LÍÚ, var í einum þætti fjallað um sjávarútvegsstefnu ESB. Þar var til dæmis rætt við Ben Bradshaw, þáverandi sjávarútvegsráðherra Breta og Spánverjann Fernando Castello de La Torre, talsmann Evrópudómstólsins og sjávarútvegsráðherra Íra og Spánverja. Í þættinum segir Páll Benediktsson, umsjónarmaður þáttanna, orðrétt eftir að hafa kynnt sér málin; ,,Það er einsýnt að hræðsluáróður að miðin við Ísland myndu fyllast af spænskum og portúgölskum togurum á ekki við nein rök að styðjast.
Það er merkilegt að dómsmálaráðherra skuli reyna að verja þennan veika málflutning Gabriel Stein. Í mínum huga er það ekki aðalatriðið hvort skýrslan skeri úr því lagatæknilega í eitt skipti fyrir öll hvort Spánverjar eða aðrir gætu kært rétt íslenskra fiskiskipa á veiðum í íslenskri lögsögu heldur hvort staðhæfing Stein um stórsókn erlendra fiskiskipa inn á íslensk fiskimið yrði að veruleika. Auðvitað gætu þeir kært þetta til dómstólsins en staðreyndin er sú að aðildarsamningar hafa sömu réttarstöðu og aðildarsamningar og fáir lögmenn myndu reyna slíka lögsókn. Danska ákvæðið um einkrétt Dana á sumarbústaðalandi í Danmörku stenst enn eftir 35 ár og hefur Evrópudómstóllinn ekki hnekkt því ákvæði.
Andrés Pétursson13.9.2007 | 13:46
Uppspretta auðæfa í smáríkjum
Evrópusamtökin vilja vekja athygli ykkar á þessari ráðstefnu á vegum Rannsóknaseturs um smáríki í hátíðarsal Háskóla Íslands á morgun föstudag milli kl. 9.00-17.00. Þetta er án efa áhugaverð ráðstefna fyrir áhugafólk um Evrópumál, þar sem Ísland verður borið saman við Írland sem er innan ESB og með evru en hefur verið með meiri hagvöxt og kaupmáttaraukningu heldur en Ísland síðastliðinn áratug, ásamt því að hafa haft mun lægri verðbólgu. En að ráðstefnunni;
Rannsóknasetur um smáríki við Háskóla Íslands stendur fyrir heils dags ráðstefnu um útrás smáríkja, þar sem spurt er hver sé uppspretta auðæfa í smáríkjum. Innlendir og erlendir fræði- og athafnamenn halda erindi og tala um lærdóma sem draga má af útrás smáríkja á alþjóðavettvangi og reynslu sína af starfsemi í útrásinni. Megináhersla er á hið svokallaða írska undur, en efnahagur Írlands hefur breyst gífurlega á liðnum árum, en Ísland og Írland eru borin saman, auk þess sem árangri og stöðu Liechtenstein eru gerð skil.
Ráðstefnan hefst með opnunarávörpum háskólarektors, forseta Íslands, og fulltrúa Landsbankans, sem styrkir Rannsóknasetur um smáríki til ráðstefnuhaldsins. Í fyrstu málstofunni kynnir Alan Dukes, forstöðumaður Evrópufræðastofnunarinnar í Dublin og fyrrum fjármálaráðherra Írlands, þróun írska hagkerfisins og hnattvæðingu þess, Frank Barry, prófessor við Trinity College í Dublin fjallar um alþjóðavæðingu írska hagkerfisins, og Peader Kirby fjallar um félagslegar afleiðingar hins hraða hagvaxtar.
Í málstofu eftir hádegishlé fjallar Georges Baur um viðvarandi þróun og árangur Liechtenstein, en árangur bankanna þar er gjarnan borinn saman við íslensku bankana. Baur er nú varasendiherra Liechtenstein í Brussel, en var ráðgjafi liechtensteinskra stjórnvalda við umbætur á fjármálageiranum þar í landi. Brendan Walsh, fyrrum prófessor við University College í Dublin um skattalækkanir og efnahagsumbætur írskra stjórnvalda. Hannes Hólmsteinn Gissurarson fjallar að lokum um breytingar á íslenska hagkerfinu frá 1990 til dagsins í dag.
Í síðasta hluta ráðstefnunnar fjallar Ragnhildur Geirsdóttir um reynslu Promens af útrásinni og litið verður á þátt skapandi greina í henni. Þá kynna þau Rakel Garðarsdóttir í Vesturport, Reynir Harðarson hjá CCP, Hilmar Sigurðsson hjá Caoz og Sóley Stefánsdóttir, grafískur hönnður, um hlut menningar, sköpunar og hönnunar í útrásinni. Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra verður með samantekt og slítur ráðstefnunni, en að henni lokinni verður boðið upp á léttar veitingar.
Ráðstefnan hefst kl. 9:00 og stendur til kl. 17:00. Fyrri hluti ráðstefnunnar, fyrstu tvær málstofurnar, fara fram á ensku, en seinni hlutinn er á íslensku. Ráðstefnan fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Nánari upplýsingar er að finna á http://www.hi.is/ams.
12.9.2007 | 16:00
Evrópumál dagsins
Á vef sagnfræðingafélagsins má finna hljóðupptöku af hádegisfundi Sagnfræðingafélags Íslands síðan í gær, þar sem Eiríkur Bergmann flutti erindi sitt "Er Ísland í Evrópu". Ef fólk nennir ekki út í rigningunni, þá er hægt að gera margt vitlausara en að setjast niður og hlusta á þennan fyrirlestur.
Evrópusamtökin vilja einnig vekja athygli á ágætri ályktun Ungra Jafnaðarmanna, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, um Evrópumál nú fyrr í vikunni.
Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hvetja ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks til að skipa samráðsnefnd stjórnmálaflokka á Alþingi í Evrópumálum strax á fyrstu dögum komandi þings líkt og kveður á um í stjórnarsáttmála flokkanna. Ungt Samfylkingarfólk telur mikla þörf á opinskárri umræðu um Evrópumál hvort heldur innan eða utan Alþingis. Samkvæmt reglulegum skoðanakönnum Samtaka iðnaðarins sést að stuðningur við aðild að Evrópusambandinu og upptöku Evrunnar er mikill meðal þjóðarinnar og er meirihluti þjóðarinnar fylgjandi nánari samstarfi við nágrannaþjóðir okkar í Evrópu. Ungir jafnaðarmenn ítreka að lokum þá afstöðu sína, og Samfylkingarinnar, að endanleg ákvörðun um inngöngu Íslands í Evrópusambandið eigi að vera í höndum þjóðarinnar.
11.9.2007 | 09:32
Færri höfuðverkir
Benedikt Jóhannesson ritstjóri skrifar áhugaverðan pistil í nýjast hefti Vísbendingar um upptöku evru á Möltu og samanburð við aðstæður hér á landi. Pistillinn fylgir hér með góðfúslegu leyfi höfundar;
Í hinu virta hagfræðiriti The Economist birtist grein 14. júlí síðastliðinn um inngöngu Möltu í evrusamstarfið. Í greininni kom fram að Malta teldi sig eiga samleið með Evrópuþjóðum og að svo hefði verið um langan aldur. Seðlabankastjóri Möltu, Michael Bonello, sagði: Fyrir þjóð sem á í miklum viðskiptum eins og við er þetta einum höfuðverknum minna. Og áfram segir í greininni: Þrír fjórðu hlutar viðskipta Möltu eru við Evrópusambandið. Aðild að evrunni leiðir til þess að ekki þarf lengur að greiða fyrir það að skipta gjaldmiðli sem er hvergi notaður nema á lítilli Miðjarðarhafseyju. Þetta mun hjálpa túristum frá evrusvæðinu og stækkandi hópi útlendra fyrirtækja sem dragast að sólríku loftslagi og vel menntuðu, enskumælandi vinnuafli. Ferlið sem Malta þurfti að ganga í gegnum til þess að mega ganga í klúbbinn var jafnvel enn betri ástæða fyrir því að taka upp evruna. ... Til þess að geta gengið í evrusamfélagið varð [ríkisstjórnin] að beita sparnaðarráðstöfunum sem hefðu verið óhugsandi ef ekki hefði verið fyrir inngönguskilyrðin.
Umræðan um evruna hér á landi einkennist oft af því að menn missa af meginatriðunum. Þau eru tvö: Í fyrsta lagi verða Íslendingar að ákveða að þeir vilji taka myntina upp. Öll rök Möltu, sem hér að ofan eru talin, gilda á Íslandi. Aðalrökin gegn evru eru að með henni sé ekki hægt að breyta genginu ef illa viðri hér á landi. Þeir sem þannig tala muna ekki að gengi krónunnar ræðst af framboði og eftirspurn. Það er ekki lengur á færi stjórnmálamanna að stjórna því með handafli. Þó að svo væri er það ekki geðfelld hugsun að stjórnmálamenn flytji fjármuni úr einum vasa í annan en það er einmitt það sem gerist þegar gengið breytist. Í öðru lagi verða Íslendingar að uppfylla ákveðin skilyrði áður en hægt er að tala um að taka upp evru. Þessi skilyrði kveða meðal annars á um litla verðbólgu og lágt vaxtastig. Þau eru ekki uppfyllt núna.
Það er eðlilegt að Íslendingar stefni að því að verða fullgildir aðilar að evrusamstarfinu en ekki óvirkir fylgihnettir þó að það kunni að vera mögulegt. bj
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2007 | 12:52
58,6% þjóðarinnar vilja reyna aðildarviðræður að ESB!
Stuðningur við ESB-aðild eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir