Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

ESB nefnd hittist á miðvikudag

europetoday.jpgFyrsti fundur samninganefndar Íslands gagnvart ESB fer fram á miðvikudaginn. Þessu skýrðu helstu miðlar frá í dag. Orðrétt segir á Eyjunni:,,Flestir nefndarmenn, sem blaðið ræddi við í gær, telja að í viðræðunum verði mest áhersla á að tryggja yfirráð þjóðarinnar yfir auðlindum sínum. Einnig verði lögð áhersla á landbúnaðar- og peningamál.

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra og einn nefndarmanna, segist vera “hæfilega bjartsýnn” á að ásættanleg niðurstaða náist í þessum efnum. Verkefni samninganefndarinnar er að útfæra þau samningsmarkmið sem fram koma í meirihlutaáliti utanríkismálanefndar Alþingis, en undir nefndinni vinna tíu sérhæfðari samningahópar. Stefán Haukur Jóhannesson aðalsamningamaður segir að útfærslan verði unnin í nánu samstarfi við Alþingi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er gert ráð fyrir að nefndarmenn hitti viðsemjendur fyrst á næsta ári, og að endanleg samningaafstaða liggi fyrir á síðari hluta næsta árs."

Málið er því að komast í eðlilegan farveg.


Staðan í ESB-málinu í EUObserver

APÁ vefsíðunni EUObserver birtist í gær athyglisverð yfirferð yfir ESB-málin á Íslandi. Þar er m.a. talað við Andrés Pétursson, formann Evrópusamtakanna. Viðtalið í heild sinni má lesa hér.

Í því segir Andrés m.a.: "I do think we'll be able to turn [opinion] around. In another six to eight months, there will be a more reasonable atmosphere," he said. "While the polls do not look good right now, there's been a clear trend since before the crash, since 2005 toward not just opening of negotiations with the EU but joining as well...With time, people will...vote rationally and not emotionally."


Hvað gerir ESB til að vinna bug á atvinnuleysi?

Vladimir-SpidlaAlþjóðamálastofun Háskóla Íslands og Fastanefnd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gagnvart Íslandi og Noregi boða til fundar með Vladimir Spidla, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins í atvinnu-, félags- og jafnréttismálum, miðvikudaginn 11. nóvember frá kl. 12 til 13:00 í fundarsal Þjóðminjasafnsins. Spidla mun fjalla um aðgerðir Evrópusambandsins í atvinnumálum og hvaða úrræði sambandið beitir í baráttunni gegn atvinnuleysi. Fundarstjóri er Steinunn Halldórsdóttir, verkefnisstjóri á skrifstofu ráðherra félags- og tryggingamála.  Fundurinn fer fram á ensku og er öllum opinn. Boðið verður upp á léttar veitingar.


Um helmingur á móti aðild

Samkvæmt skoðanakönnun sem Rannsóknarmiðstöðr Háskólans á Bifröst vann fyrir fréttstofu Stöðvar 2 eru 54% íslendinga á móti aðild að ESB og 29% með, ef kosið væri um aðild nú. Um 17% tóku ekki afstöðu. Alls voru 859 spurðir og svarhlutfall var tæp 65 prósent.

Í frétt á www.visir.is sagði einnig: ,,Þegar spurt var um aðildarviðræður við Evrópusambandið sagðist um helmingur vera þeim hlynntur en tæp 43 prósent voru þeim andvíg. Rúm 7 prósent tóku ekki afstöðu. Jafnframt voru íbúar höfuðborgarsvæðisins hlynntari aðildarviðræðum."

Sjá: http://www.visir.is/article/2009535643082

Fyrr í vikunni birti Evrópubloggið vefsíðu á Wikipedia, þar sem sagt er frá þróun ESB-mála á Íslandi. Þar kemur m.a. fram að í mun fleiri skoðanakönnunum hafa Íslendingar verið hlynntir aðild en ekki, í ellefu könnunum á móti sjö.

http://en.wikipedia.org/wiki/Accession_of_Iceland_to_the_European_Union

 


Gísli Marteinn og "græn" Reykjavík

Gisli MarteinnEins og fram kom á blogginu í gær hefur Reykjavík sótt um, til ESB, að verða svokölluð "Græn borg". Gísli Marteinn Baldursson, Sjálfstæðisflokki, ræddi þessi mál í gær á Rás 2 í gærdag. Hér er hægt að hlusta, en hann hafði margt áhugavert að segja um þessi mál, m.a. rafbílavæðingu í borginni og "græna ferðamennsku."

 


Áhugaverð síða

eu2Bendum á þessa athyglisverðu Wikipedia-síðu um bakgrunn ESB-málsins. Síðan er á ensku og inniheldur margt áhugavert.

Smella hér


Samninganefndin gagnvart ESB opinberuð

Utanríkisráðuneytið hefur birt samninganefnd Íslands gagnvart ESB, en þetta má sjá á vef ráðuneytisins. Orðrétt er tilkynningin svona:

Björg Thorarensen,,Utanríkisráðherra hefur skipað samninganefnd Íslands vegna fyrirhugaðra aðildarviðræðna við Evrópusambandið Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra verður aðalsamningamaður Íslands og stýrir samninganefndinni. Í henni munu sitja, auk aðalsamningmanns, formenn tíu samningahópa og sjö aðrir nefndarmenn.

Samninganefnd Íslands skipa eftirtaldir einstaklingar:

Aðalsamningamaður:
Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands gagnvart Evrópusambandinu í Brussel

Varaformenn samninganefndar:
Björg Thorarensen, deildarforseti lagadeildar Háskóla Íslands (mynd)
Þorsteinn Gunnarsson, fyrrverandi rektor Háskólans á Akureyri og sérfræðingur hjá Rannís

Fulltrúar í samninganefnd:

Gréta Gunnarsdóttir, sviðsstjóri alþjóða- og öryggissviðs utanríkisráðuneytisins
Högni S. Kristjánsson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu
Kolfinna Jóhannesdóttir, MA í hagvísindum
Martin Eyjólfsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs utanríkisráðuneytisins
Sturla Sigurjónsson, ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkismálum
Þorsteinn Pálsson, lögfræðingur


Formenn samningahópa:

EES II, félagsmál, þjónusta, fjárfestingar, umhverfismál o.fl.:
Anna Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu

Lagaleg málefni
Björg Thorarensen, deildarforseti lagadeildar Háskóla Íslands

EES I, vörur, orka, samkeppnismál o.fl.
Bryndís Kjartansdóttir, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu

Sjávarútvegsmál
Kolbeinn Árnason, lögfræðingur, fyrrverandi skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu

Utanríkis- og öryggismál
María Erla Marelsdóttir, deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu

Fjárhagsmálefni
Maríanna Jónasdóttir, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu

Myntbandalag:
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri

Byggðamál og sveitastjórnarmál
Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu

Dóms- og innanríkismál
Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík

Landbúnaðarmál
Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins

Við skipan nefndarinnar var haft að leiðarljósi álit meirihluta utanríkismálanefndar um umsóknina um aðild að ESB. Litið var sérstaklega til samningareynslu og sérþekkingar nefndarmanna, og þess að samningaviðræður við Evrópusambandið er verkefni sem varðar alla stjórnsýsluna. Þá er jafnræði með kynjunum í samninganefndinni.

Ofangreindir tíu samningahópar munu starfa með samninganefndinni. Í þeim verða fulltrúar ráðuneyta og stofnana, ásamt fulltrúum hagsmunaaðila, félagasamtaka og háskólasamfélagsins. Þá munu innlendir og erlendir sérfræðingar starfa með samningahópunum.

Gert er ráð fyrir að á næstu vikum eða mánuðum ljúki framkvæmdastjórn ESB gerð álits síns um aðildarumsókn Íslands og að á grundvelli þess taki aðildarríkin ákvörðun um að hefja formlegar aðildarviðræður.

Nánari upplýsingar um samninganefndina, þ. á m. æviágrip nefndarmanna, er að finna á vefsíðu utanríkisráðuneytisins um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu:  evropa.utanrikisraduneyti.is/samninganefnd"

Alls eru níu konur í nefndinni, af alls 18 talsins, eða sléttur helmingur. Má því ef til vill segja að fulls jafnræðis sé gætt í þessum efnum!

Fréttir sem tengjast þessu:

RÚV

MBL1

MBL2

Visir

 


Sjálfstæðismenn og Framsókn(!): Vilja að Reykjavík verði "græn borg"

ReykjavíkVísir birti frétt í dag sem byrjar svona: ,,Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um að Reykjavíkurborg sæki um tilnefningu sem Græna borgin í Evrópu árið 2012 eða 2013. Evrópusambandið útnefnir árlega Grænu borgina í Evrópu til þess að vekja athygli á mikilvægi umhverfismála í borgum." (Feitletrun: ritstjórn bloggs) Stokkhólmur mun bera þennan titil, fyrst borga, á næsta ári.

Alla fréttina má lesa hér 

Einnig á vef borgarinnar


"Grænt ljós" fyrir Lissabon-sáttmála

Vaclav Klaus skrifaði undir Lissabon-sáttmálann kl. 15.00 í dag. Þar með er ekkert því til fyrirstöðu að sáttmálinn taki gildi, 1.des eða í byrjun næsta árs.

ReinfeltFredrik Reinfelt, forsætisráðherra Svíþjóðar (sem fer með formennsku ESB) segir sáttmálann styrkja ESB,ákvörðunaferlar verði skýrari og Evrópa verði sterkari og skýrari rödd á alþjóðavettvangi.


Að vísa eða vísa ekki á bug?

euroStundum verða heimildir svolítið skringilegar í meðförum fréttamanna. Eitt ágætt dæmi um það er að finna á RÚV í dag. Þar er fjallað um skýrslu IMF/AGS um Ísland undir fyrirsögninni : Upptaka evru engin töfralausn og í fréttinni segir m.a.: Bent er á að upptaka evru sé ekki lausn á efnahagsvandanum en lýst er áhyggjum af þrýstingi á gengi krónunnar vegna mikilla erlendra skulda og stjórn sjóðsins mælir með að haldið verði áfram þeirri peningastefnu sem rekin hefur verið og að reynt verði að halda gengi krónunnar stöðugu. Nefnt er að margir Íslendingar telji að upptaka evrunnar geti orðið skyndilausn á efnahagsvandanum, en stjórnin vísar því einfaldlega á bug með þeim orðum að velji Íslendingar þá leið, tæki hún mörg ár í framkvæmd."

Þeir sem þekkja og hafa kynnt sér Evru-mál, vita að það tekur langan tíma að taka upp Evruna. Í skýrslu IMF/AGS segir á ensku: ,,Many in Iceland advocate euro adoption as a quick fix for Iceland’s problems,but the authorities recognized that this route, if selected, would take years to implement."

Hér er einfaldlega verið að benda á augljósar staðreyndir; Evran krefst þess að stjórnvöld viðkomandi lands beiti vissum aga, aðhald og nái ákveðnum markmið. Það tekur vissulega tíma. Einnig gjaldmiðill viðkomandi lands tengdur við Evruna áður en sjálf Evran er tekinn upp.

En er stjórn IMF/AGS að vísa einhverju á bug? Er hún ekki bara að benda á þá staðreynd að upptaka Evru er ekki eitthvað sem gerist yfir nótt, sé leið ESB valin?

Frétt RÚV


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband