Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010
3.12.2010 | 14:55
Bréf innan úr stjórnsýslunni um hina meintu AÐLÖGUN!!
Andstæðingar ESB-aðilda hrópa hvað þeir geta: Aðlögun, aðlögun, aðlögun, eins og það sé versti hlutur í heimi!
Evrópusamtökunum barst tölvupóstur frá aðila innan stjórnsýslunnar, sem vinnur að málum sem tengjast viðræðuferlinu við ESB.
Eins og kunnugir vita, þá fékk stjórnsýsla landsins nánast falleinkunn í Rannsóknarskýrslu Alþingis, sem kom út í vor.
Og í sambandi við aðildarumsóknina þá stendur Íslendingum til boða svokallaðir IPA-styrkir frá ESB, sem m.a. miða að því að betrumbæta og nútímavæða íslenska stjórnsýslu.
Þessu hafa ráðherrar VG-hafnað og hrópa þess í stað orð á borð við ,,mútur og svo framvegis, segja að það sé verið að ,,kaupa Íslendinga!
En kíkjum aðeins á bréf viðkomandi starfsmanns:
,,Framkvæmdastjórnin lítur í öll horn og þá ekki aðeins varðandi framkvæmdina, heldur einnig mannauðsmál, upplýsingatæknimál og samstarf við aðrar stofnanir. Þannig vinnum við núna af krafti að samstarfssamningum við þær ótal stofnanir sem við erum í samstarfi við og í kjölfar þessa hefur verið ákveðið að setja upp í hvaða feril mál eiga að fara og verklagsreglur, sem segja nákvæmlega til um hvernig stjórnsýslunni á að vera háttað á hverju sviði.
Þetta er búið að vera í bígerð í áratugi, en kemst núna í verk.
Að mörgu leyti erum við þó vel í stakk búin til að mæta þessu verkefni. Ég sé ekkert neikvætt við þessa naflaskoðun, sem íslenska stjórnsýslan er sett í, þvert á móti held ég að þetta sé af hinu góða og í raun nauðsynlegt og eðlilegt í ljósi þeirrar gagnrýni, sem stjórnsýslan fékk í þeim skýrslum er birtar hafa verið í kjölfar hrunsins.
Ég er þeirrar skoðunar að þessi sjónarmið þyrftu að koma fram. Hér er ekki um aðlögun að ræða, heldur er stjórnsýslan látin analýsera sjálfa sig og hún síðan borin saman við alvöru stjórnsýslu ESB.
Þarna erum við því að mínu mati á leið inn í best practice stjórnsýslu í heiminum!
Aðlögun væri hins vegar ef við værum að taka upp þeirra framkvæmd að fullu, kerfi o.s.frv. Þarna eru menn svolítið að rugla saman hlutum.
(Leturbreyting: ES-bloggið)
2.12.2010 | 21:33
100 mikilvægustu hugsuðir 2010
Tímaritið Foreign Policy birtir á hverju ári lista yfir 100 mikilvægustu hugsuðina, að mati tímaritsins.
Í ár er það Warren Buffet sem er í efsta sæti og á hæla honum kemur Bill Gates. Þarna er einnig að finna David Cameron, Clinton-hjónin og Aung San Suu Kyi.
Tarja Halonen, forseti Finnlands er þarna líka, sem og Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía, í fyrsta sinn.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2010 | 21:17
Árið 2010 metár í úthlutun evrópskra styrkja frá MEDIA áætlun ESB og Eurimages kvikmyndasjóði Evrópuráðsins til íslenskra kvikmynda
Í fréttatilkynningu segir frá MEDIA-áætluninni á Íslandi segir: ,,Árið 2010 var metár í úthlutun styrkja frá evrópsku kvikmynda-sjóðunum til íslenskra verkefna, en ríflega 836 þúsund evrum (ríflega 136 milljónum króna á meðalgengi ársins) var úthlutað frá Eurimages kvikmyndasjóði Evrópuráðsins og MEDIA áætlun ESB til að framleiða og dreifa íslenskum kvikmyndum sem og til að sýna evrópskar kvikmyndir á Íslandi. Þetta sýnir kjark og dugnað íslenskra kvikmyndagerðarmanna í erfiðu árferði.
Um þessar mundir eru 18 ár frá því að Ísland byrjaði að taka þátt í MEDIA áætlun ESB. Á þessum tíma hefur verið úthlutað um 800 milljónum íslenskra króna til íslenskra fyrirtækja til að undirbúa gerð kvikmynda og til framleiðslu þeirra og til íslenskra dreifenda til að sýna um 100 evrópskar kvikmyndir á Íslandi. Þá hafa 12 íslenskar kvikmyndir fengið úthlutað tæpum 250 milljónum til að styrkja sýningar þeirra í samtals 27 löndum.
Þá verða í janúar 2011 liðin 21 ár síðan Íslendingar byrjuðu að taka þátt í Eurimages, kvikmyndasjóði Evrópuráðsins. Síðan þá hafa 26 íslenskar kvikmyndir fengið úthlutað 5.991.304 evrum eða um 910 milljónum íslenskra króna til framleiðslu. Þá hafa íslensk framleiðslufyrirtæki tekið þátt í framleiðslu 11 evrópskra kvikmynda sem samtals fengu úthlutað 4.373.081 evrur og hefur hluti þeirrar upphæðar verið úthlutað til íslensku framleiðslufyrirtækjanna og verið eytt hér á landi. Þá hafa níu íslenskar kvikmyndir fengið styrki til færa þær á stafrænt form uppá tæpar 120 þúsund evrur og tveir dreifingarstyrkir hafa borist á árinu til dreifingar á íslenskri kvikmynd uppá 12.500.- evrur."
ESB er ekki bara fiskur og landbúnaður!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2010 | 19:11
Jón Daníelsson í Viðskiptablaðinu: Ekkert Microsoft, Google eða Dell á Írlandi án ESB - Írar notið góðs af Evrunni
Í Viðskiptablaði dagsins er að finna áhugavert viðtal við Jón Daníelsson, hagfræðing. Í viðtalinu ræðir hann m.a. málefni Írlands og segir:
,,Stærstu mistök Íra voru gerði í október 2008 þegar þeir ákváðu að leggja að jöfnu innistæður almennings og aðrar skuldir bankanna. Þeir lofuðu ríkisábyrgð á öllum skuldum bankanna í þeirri von að nægur stöðugleiki myndi skapast til að halda bönkunum starfandi.
Þetta segir Jón að Írar hafi aldrei þurft að gera þetta, heldur að Írar hafi einungis þurft að ábyrgjast innistæður, eins og önnur lönd. Þetta hafi valdið gremju meðal annarra ríkja, sem sökuðu Íra um skort á samstöðu.
Í viðtalinu segir Jón að Írland hafi notið góðs af Evrunni:
,,Viðskiptajöfnuður landsins er jákvæður í dag eins og hann var áður. Útflutningsgeiri Írlands, sá hluti þjóðarbúsins sem er viðkvæmastur fyrir gengi gjaldmiðla, er sterkur og mun halda áfram að vera svo.
Vandamál þeirra snýr að einkaneyslu. Ég held því að Evran muni gagnast þeim ágætlega áfram. Ef ekki væri fyrir hana hefðu stórfyrirtæki eins og Microsoft, Google og Dell ekki sett upp starfsstöðvar í landinu. Þau gerðu það vegna þess að Írland er í Evrópusambandinu og vegna þess að það er á evrusvæðinu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Andri Geir Arinbjarnarson skrifar áhugaverða hugleiðingu á Eyjuna. Hann skrifar:
,,Þá er aðeins einn mánuður eftir af fyrsta áratug nýrrar aldar sem hefur einkennst af öfgafullum sveiflum og agaleysi. Vonandi verður hann sá versti á öldinni.
Næsti áratugur verður áratugur uppgjörs og stefnumörkunar. Þá verður þjóðin að svara aðkallandi spurningum um framtíðina og setja kúrsinn á eitthvað haldbærara markmið en ófarir annarra.
Meðal þess sem þarf að taka afstöðu til er:
Hverjir eru framtíðaratvinnuvegir þjóðarinnar?
Hvaða gjaldmiðil ætlum við að nota?
Hvers konar velferðarkerfi höfum við efni á?"
Síðar í pistlinum snýr Andri sér m.a. að ESB-málinu og segir:
,,Þegar við höfum markað okkur skýra framtíðarsýn er miklu auðveldara að taka á spurningunni hvort ESB aðild muni verða hjálp eða hindrun? Það er mun skynsamlegra að líta á ESB aðild og evruna sem tól og tæki sem getur fært okkur að settu markmiði, en ekki öfugt.
Ekkert tæki eða tól á síðustu 100 árum hefur fært Þjóðverjum meiri völd í Evrópu en evran. Þýskaland í dag er meira efnahagslegt veldi og með meiri áhrif um alla Evrópu í krafti evrunnar en þýska marksins. Hún er auðvita vandmeðfarin eins og dæmin í Grikklandi og Írlandi sýna. En röksemdafærslan má ekki vera á þann veginn að við séum meiri skussar en Írar og Grikkir og því sé evran engin töfralausn hér. Við megum ekki afskrifa evruna af því að við viljum halda í skussana! Við verðum að hafa aðeins meiri trú á okkur en svo." (Leturbreyting, ES-blogg)
Blogg Andra er hér, en þar er oft margt áhugavert!
2.12.2010 | 16:44
(Kjúklinga)spjótin standa á Jóni Bjarnasyni!
Vefur Vísis greinir frá: ,,Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur kallað eftir upplýsingum til að geta lagt mat á hvort innlendir kjúklingaframleiðendur ná að sinna eftirspurn neytenda. Búist er við að staðan skýrist betur á allra næstu dögum.
Samtök verslunar og þjónustu hafa krafist þess að Jón Bjarnason, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, heimili aukinn innflutning á kjúklingi. Þess er ennfremur krafist að aðflutningstollar af kjúklingi verði afnumdir.
Í bréfi sem forsvarsmenn SVÞ sendu ráðherra í dag segir að vegna gríðarlegrar aukningar á salmonellusmitum hér á landi, með tilheyrandi förgun, nái framleiðendur ekki að anna eftirspurn.
Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi ráðherra, segir þessi mál til skoðunar í ráðuneytinu en getur ekkert sagt til um líkur á því að farið verði að kröfum samtakanna."
Þetta er forvitnilegt mál og hversvegna? Jú, ef innlendir framleiðendur kjúklinga geta ekk skaffað kjúklinga, hvar eigum við Íslendingar þá að fá kjúklinga?
Eyjan er einnig með áhugaverða frétt um málið!
MBL.is er líka með frétt um kjúlla-málið!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.12.2010 | 15:32
Sjálfum okkur verst?
2.12.2010 | 08:17
Kjúklingurinn angrar Jón Bjarnason
Það mæðir mikið á yfirmanni Bjarna Harðarsonar, Jóni Bjarnasyni (mynd), ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðarmála.
Hann fór t.d. alveg úr jafnvægi á Alþingi um daginn þegar mönnum dirfðist að gagnrýna ráðningu sonarins, Bjarna Jónssonar, í nefnd um dragnótaveiðar á vegum ráðuneytis pabba síns.
Já, svona gerast "kaupin á eyrinni" á "nýja Íslandi"! Er þetta ekki alveg í samræmi við kröfur um betri íslenska stjórnsýslu í kjölfar hrunsins og harða gagnrýni á hana frá Alþingi?
En svo er það "kjúllinn" og salmonellan sem eru að stríða Jóni! Borið hefur á skorti á íslenskum kjúklingi vegna salmonellu-smits og fjallað er um þetta í Fréttablaðinu í dag. Þar segir:
,,Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara ehf., hafði samband við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið í sumar sökum fyrirsjáanlegs skorts á kjúklingi á markaðnum vegna salmonellusýkingar hjá framleiðendum.
Leifur fer fram á það í bréfi sínu, dagsettu 30. júlí síðastliðinn, fyrir hönd Aðfanga og verslana Haga, sem eru eigendur Ferskra kjötvara, að leyfi fyrir auknum innflutningi á kjúklingi verði skoðað innan ráðuneytisins. Leifur ítrekaði beiðni sína 5. ágúst.
Að sögn Leifs hafði Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri framleiðslu- og markaðsskrifstofu ráðuneytisins, samband við hann símleiðis í kjölfarið og sagðist hafa athugað stöðuna meðal framleiðenda. Ekki væri að sjá að von væri á skorti á vörunum og því ekki ástæða til að endurskoða innflutningskvóta á erlendum kjúklingi.
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði í samtali við Fréttablaðið í fyrradag að ráðuneytinu hefðu aldrei borist formlegar fyrirspurnir um rýmkun á kvóta né heldur athugasemdir varðandi skort á kjúklingi á markaðnum."
Þetta er athyglisvert: Hver er að segja satt í málinu? Hvar liggur sannleikurinn? Hvar er bréf Leifs?
Jón Bjarnason hefur sagt að íslenskur kjúklingur sér "bestur" og almenningur þurfi ekki að óttast smit í kjúklingi. Hann sér heldur enga ástæðu til þess að auka framboðið á kjúklingi erlendis frá, þegar íslenskir framleiðendur eru að glíma við salmonellu.
Í frétt FRBL í dag segir ennfremur:
,,Það er ekki hægt að horfast í augu við þessa vitleysu, hvað sem ráðherra segir," segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Öllu innfluttu kjöti fylgir heilbrigðisvottorð og ekkert kemur inn í landið án þess að hafa verið fryst í 30 daga."
Andrés segir ráðherra vera grímulaust að ganga á hagsmuni neytenda og hann sinni engu um þeirra þarfir. Það eina sem honum gengur til er að vernda hagsmuni innlendra framleiðenda. Þeir hafa hvað eftir annað átt við salmonellusýkingar, sem leiða svo til þess að framleiðendur geta ekki sinnt þörfinni á markaðnum," segir hann."
Í framhaldi af þessu öllu saman er einnig hægt að spyrja: Eru íslenskir kjúklingar betri en útlenskir og af hverju? Eru íslenskir kjúklingar ekki aldir upp á innfluttu fóðri? Og hvernig er meðferðin á fóðrinu? Ritari veit eð erlendis er fóðrið hitað til þess að losna við smit.
Hver var að tala um matvælaöryggi?
(Frétt FRBL um málið frá því í gær)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2010 | 07:34
"Ekki benda á mig" ! Bjarni Harðar ver ráðuneyti sitt.
Nú vísa þeir hver á annan! Í Fréttablaðinu í dag stendur þetta:
,,Upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins segir alrangt að ráðuneytið hafi neitað að vinna að aðildarviðræðum stjórnvalda við ESB. Það er í mótsögn við ummæli formanns Bændasamtakanna.
Í Fréttablaðinu var nýlega haft eftir formanni samninganefndar Íslands að samtökin hefðu ekki viljað sitja fund um landbúnaðarmál sem fór fram í Brussel og það hefði veikt stöðu nefndarinnar.
Í blaðinu á þriðjudag vísaði Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, því hins vegar á bug og sagði samtökin hafa tekið að sér verk í tengslum við aðildarviðræðurnar, sem hefði í raun átt að vera á könnu ráðuneytisins.
Ráðuneytið neitar allri vinnu en ber raunverulega ábyrgð á að fylgja eftir hagsmunum atvinnuvegarins, ekki við," sagði hann.
Hinn nýbakaði Upplýsingafulltrúi Sjávarútvegs og landbúnaðaráðuneytisins, Bjarni Harðarson (mynd), bregst hinsvegar við þessu, enda er það vinnan hans. Í fréttinni stendur:
,,Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, sagði í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að ráðuneytið hefði ekki neitað allri vinnu" eins og Haraldur sagði.
Nei, það er alrangt og ég hef ekki trú á að talsmaður bænda hafi haldið því fram í viðtali við blaðið. Vinna ráðuneytisins að þessum málum liggur meðal annars í margs konar rýnivinnu og fundahöldum með innlendum og erlendum aðilum."
Hér vakna spurningar: Hver er að segja satt og hvar er hið sanna í málinu? Og kannski líka; hver af þessum aðilum er raunverulega að vinna í málinu?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 07:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Greinilegt er að skrif Morgunblaðsins á undanförnum vikum vekja athygli manna. Þá kannski sérstaklega fyrir hvað þau eru óhefluð og öfgakennd.
Einn þeirra sem hefur brugðist við þessu er eitt fremsta tónskáld okkar, Atli Heimir Sveinsson. Hann ritaði grein um síðustu helgi í Morgunblaðið undir fyrirsögninni "Slæmur leiðari" og gagnrýnir þar leiðaraskrif Davíðs Oddssonar, ritstjóra blaðsins. Atli nefnir dæmi úr nýlegum leiðara Morgunblaðsins:
"Öfugt við íslenska lygalaupinn sem segir þvert gegn því sem fyrir liggur að engar aðlögunarviðræður eigi sér nú stað eru hinir evrópsku talsmenn evrópska stórríkisins opinskáir og hreinskilnir. Þeir fara ekki í launkofa með hvað fyrir þeim vakir og hvað það er sem þeir telja heiminum og Evrópu fyrir bestu. Væru þeir spurðir hvað er í pakkanum utan um Evrópu framtíðarinnar myndu þeir svara hreinskilnislega: Öflugt evrópskt stórveldi stýrt frá Brussel án truflandi áhrifa smáríkja á jaðri þess."
Um þetta segir Atli: ,,Ég er ekki hrifinn af þessum skrifum. Þau eru hvorki málefnaleg né upplýsandi. Mönnum, talsmönnum hins evrópska stórríkis, eru gerðar upp skoðanir og orð. Þetta eru dylgjur. Það er ekkert evrópskt stórríki til, og stendur ekki til að stofna það. Evrópu er ekki stýrt frá Brussel." (Leturbreyting, ES-bloggið)
Atli Heimir bendir svo réttilega á í grein sinni að aðildarlöndum ESB sé EKKI stýrt frá Brussel, heldur frá höfuðborgum viðkomandi landa og af þjóðþingum þeirra. Hann segir að það sama myndi gilda um Ísland.
Hverju orði sannara!!
Síðan segir Atli Heimir:,,Ég veit ekki til þess að amast hafi verið við smáríkjum á jaðri" sambandsins. Reynt hefur verið að hjálpa þeim ríkjum, sem lent hafa í erfiðleikum, hvort sem þau eru stór eða smá, á jaðrinum eða í miðjunni.Ég veit að ekkert land í ESB álítur sig hafa glatað sjálfstæði sínu við inngöngu.Ég veit líka að ekkert land hefur misst auðlindir sínar."
Atli Heimir er fylgjandi aðild Íslands að ESB, því hann vill íslenska að þjóðin..."fylli flokk þeirra þjóða, sem búa við mest og best lýðræði, mannréttindi, velferð, öryggi og hagsæld."
Hann lýkur grein sinni með þessum orðum: "Ég álít að Íslendingar hafi meiri áhrif á eigin mál með því að vera innan raða ESB heldur en einir á báti."
Heyr, heyr - ekki feilnóta hjá Atla Heimi!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir