Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Punktar úr viðtali FRBL við Graham Avery

Graham AveryEins og fram hefur komið birti Fréttablaðið ítarlegt viðtal við Graham Avery, um helgina. Hann hefur gríðarlega reynslu og þekkingu á Evrópumálum. Það eru áhugaverðir hlutir í því, kíkjum á nokkra:

,,Þetta er afar mikilvægt val sem þið standið frammi fyrir og snýst ekki bara um þetta tæknilega sem er rætt um í aðildarviðræðum. Það er mikilvægt að hafa umræðuna víðtæka og vel upplýsta, það er til dæmis miklu meira sem felst í aðild en sjávarútvegshagsmunir. Stækkun ESB, úr sex ríkjum og í 27 er ekki afleiðing einhverrar heimsvaldastefnu, heldur afleiðing aðdráttarafls Evrópusambandsins. Ef ég má vera heiðarlegur þá var enginn sendur frá Brussel til að biðja Ísland, eða nokkurt annað ríki, um að sækja um aðild. Við eigum í nógum vandræðum með núverandi aðildarríki! [Hlær.] Hugmyndin um að fólk í Brussel vilji ná yfirráðum á Íslandi er einfaldlega ósönn. Það ákveður þetta enginn nema þið. Enginn gengur í Evrópusambandið nema það sé honum í hag og enginn ætti að halda áfram innan þess nema það sé honum í hag. Því ættuð þið að greina hagsmuni ykkar, pólitíska og efnahagslega. " 

,,En ef þið Íslendingar gangið í sambandið, stolt þjóð sem er annt um sjálfstæði sitt, þá er það stórt skref og mikilvægt. Ég hef verið spurður hvort Ísland, þjóð í öllum þessum vandræðum, geti átt framtíð sem sjálfstætt ríki og ég segi já. Það er dagljóst að ESB er kerfi sjálfstæðra þjóðríkja, sem eru viðurkennd og virt.  "

,,Það yrði betur komið fram við Íslendinga en nokkra aðra þjóð í sambandinu því þið yrðuð fámennasta þjóðin. Einn Íslendingur hefði fimmtán sinnum meira vægi á Evrópuþinginu en þýskur borgari. Hvers vegna gerir ESB þetta? Undirstöðuregla kerfisins er einskonar öfugt hlutfallsviðmið, þannig að hinir smáu hafa hlutfallslega meira vald en þeir stóru. "

,,Þið eigið ákveðin gildi sameiginleg með Evrópusambandslöndum. Þið eigið eflaust fleiri sameiginlega hagsmuni með ESB en öðrum ríkjum líka. Þið Íslendingar eruð ekki undanþegnir alþjóðavæðingunni og þurfið að takast á við hana á 21. öldinni. " 

,,Í EES takið þið við ákvörðunum en takið þær ekki sjálf. Og hér verður umræðan um fullveldi mikilvæg: Að mínu viti þýðir fullveldi að stjórnvöld hafi áhrif á ákvarðanir sem varða þjóð sína. Aðild að ESB þýðir að þið hefðuð meiri áhrif en þið hafið núna. Sjálfstæði og fullveldi er ekki sami hluturinn. Það er hægt að deila og auka fullveldið um leið og haldið er í sjálfstæðið og það held ég er það sem ESB veitir litlum ríkjum."  

 

 

 


Nei-sinnar = Myrkvun!

Hinn myrki maðurStöð tvö birti í kvöld áhugaverða frétt um hin frámunalega barnalegu "ESB+Ísland, nei takk" áróðurs-flettiskilti sem verið hafa í "sýningu" frá því í sumar. Við skrifuðum um þetta á sínum tíma.

Samtök Nei-sinna segjast ekki eiga þau og afneita þeim. Svo vill hinn raunverulegi eigandi (og sá sem borgar all draslið) ekki gefa upp hver hann er!

Með þessu afhjúpa andstæðingar ESB-aðildar sitt innsta eðli: MYRKVUN!

Þolir viðkomandi ekki dagsljósið?

Þorir viðkomandi ekki að starfa undir eðlilegum formerkjum, eins og fólk gerir í lýðræðisþjóðfélagi? 

Frétt á Vísi Myndband


"Út í hött rök" kynnt á Sólon, næsta þriðjudag - Hádegisfundur

island-esb-dv.jpgBendum á þetta:

,,Endurtekur sagan sig? er yfirskriftin á síðasta hádegisfundi Evrópuvaktar Samfylkingarinnar fyrir jól sem haldinn verður á Kaffi Sólon þriðjudaginn 7. desember kl. 12.00. Þar munu Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur og Torfi H. Tulinius miðaldafræðingur fjalla um sögulegar víddir Evrópuumræðunnar.

Torfi hyggst leggja mat á hvort réttlætanlegt sé að bera hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu og saman við trúnaðareiða íslenskra höfðingja við Noregskonung frá því á árunum 1262 til 1264."

Meiri upplýsingar hér og áhugavert video


Graham Avery: Afstaða bænda kemur á óvart

Graham AveryGraham Avery er í ítarlegu viðtali í Fréttablaðinu í dag og tjáir sig m.a. um landbúnaðarmál. Hann segir: "Ég starfaði fyrri hluta ferils míns í landbúnaðarmálum og ég skil bændur því ágætlega en það kemur mér á óvart að íslenskir bændur séu ekki áhugameiri en þetta um ESB. Mér sýnist að aðild að ESB sé ekki nein alvöru ógnun við bændur. Hins vegar getur verið ýmiss konar akkur í aðild. Evrópskir sjóðir bjóða upp á áhugaverða möguleika í landbúnaði. 

Enginn í Brussel hefur nokkurn áhuga á að draga úr landbúnaði á Íslandi, sem engum ógnar samkeppnislega í Evrópu. Landbúnaðarstefnan er að auki í endurskoðun eins og fiskveiðistefnan. Þessar endurskoðanir hafa allar verið í eina átt: til frekari uppbyggingar eða þróunar í dreifbýli. 

Ég held að þetta sé áhugavert fyrir Ísland og hver veit, sem aðildarríki þá gæti meginlandið jafnvel lært eitthvað af ykkur. Til dæmis hvernig þið farið að því að stunda landbúnað á afskekktum svæðum við svona óhagstæð skilyrði. 

En ég man ekki eftir neinu tilfelli þar sem bændur hafa ekki haft áhuga á því að kynna sér þetta. Oft voru þeir hikandi eða jafnvel tortryggnir, enda er það í eðli mannsins að vantreysta breytingum. En stundum eru breytingar til góða."


Írland og áhrif ESB aðildar: Frá vanþróun og fátækt yfir í hátækni

DublinFyrir þá sem hafa áhuga má benda hér á afara athyglisverða lesningu um Írland og áhrif ESB-aðildar á landið.

Í stuttu máli má segja að þetta fyrrum bláfátæka og vanþróaða landbúnaðarland, hafi eftir aðild þróast yfir í að vera hátæknivætt (útflutnings)ríki.

Yfirlitið byrjar svona: ,,Most experts agree that Ireland’s membership of the European Union has greatly facilitated our move from an agricultural based economy to one driven by hi-tech industry and global exports.

Back in the 1950s, while many other European nations were benefiting from a phase of rapid post-war industrial based recovery, Ireland’s economy was struggling badly."

Menn eru fljótir að gleyma! 


Stefán Benediktsson um evruna og eilífðina

Stefán BenediktssonStefán Benediktsson, skrifar áhugaverða greiningu á Evru-málinu á Eyjubloggið: Stefán segir:

,,Víða ræða menn um að evran sé að hrynja eða falla, að þjóðverjar muni hætta með evruna eða að Evrópu verði skipt í þróuð og vanþróuð lönd.

Umræðan mótast af umhverfin sem hún fer fram í. Þekking manna á Þýskalandi eða Evrópu er, þökk sé fjölmiðlum, afar takmörkuð eða í besta falli harla lítil."

Hann skiptir pistlinum í "vondar" og "góðar" fréttir. Byrjum á þeim vondu:

,,Í evrulöndum eru meðalskuldir af landsframleiðslu um 85%. Belgar, Ítalir og Grikkir eru yfir þessu marki en þrettán lönd, þ.e. flest evrulönd, undir.

Fimm evrulönd eru rekin með halla á bilinu 5-15% og halli Íra er 32%. Tveir þriðju af því eru vegna bankaábyrgðanna.

Stór lán falla í gjalddaga hjá Portúgölum, Spánverjum og Ítölum 2011, hjá Grikkjum 2011 og 2015 og hjá Írum 2020.

ESB hefur stofnað björgunarsjóð upp á 750 milljarða evra en af því eru 60% ábyrgðir. Það eru allar líkur á að þessi sjóður mun ekki duga.

Íbúar munu greiða lán sem tekin verða vegna ríkissjóðsvanda en lán til að halda bönkunum gangandi verða endurgreidd af þeim bönkum sem lifa af.

Stjórnvöld evrulanda geta ekki lækkað laun og hækkað verð með gengisfellingu. Þau geta ekki velt kostnaðinum yfir á skattgreiðendur með verðbólgu. Þau verða að hagræða og skera. Flest eru reyndar byrjuð á því af krafti."

Og þær góðu: ,,Vandi banka og ríkja í evrulöndum er í evrum. Tekjur og skuldir eru í evrum. Evrurnar sem þú þénar eru jafn mikils virði og evrurnar sem þú skuldar.

Lánsfjárframboð í Evrópu er mikið, bara á mismunandi kjörum. Írar leituðu til hjálparsjóðs ESB af því að hann bauð betri vexti en bankarnir, ekki vegna þess að það vildi enginn lána þeim peninga.

Evrulönd flytja meira út en inn, tekjur eru meiri en útgjöld og stærstur hluti í evrum. Það þýðir að þau geta greitt af lánum.

Stærsti vandinn er á næsta ári. Eins og klisjan segir „næsta ár verður mjög erfitt“, en eina landið með skuldir yfir landsframleiðslu eru Grikkir og staða annarra landa langt frá því ógnvænleg. Árið verður erfitt en vandinn ekki varandi.

Evrulönd eru enn mest aðlaðandi fjárfestingavettvangur í veröldinni í dag, vegna þess að þau eru lengra komin en aðrir í viðbrögðum við kreppunni.

Japan og BNA eru ekki eins langt komin og því ekki eins freistandi, né Asíulönd sem hvort eð er eiga ekki myntir á frjálsum markaði. Evrópa, eða betur sagt: evruheimurinn virkar.

Hjálparsjóðurinn verður stækkaður, einfaldlega vegna þess að það er skynsamlegt, alveg eins og það var skynsamlegt að stofna evruna. Evran er í raun fjölþjóðleg yfirlýsing um að „skynsemin ræður“.

Evrópu verður ekki skipt í fyrsta og annars flokks þjóðir og engin evrulönd hverfa til fyrri þjóðmynta. Þeir sem halda það, gera sér augljóslega ekki grein fyrir forsendum ESB og fórnarkostnaðinum af því að halda úti smámyntum í heimi stórra mynta, sem er stórskrýtið, því það ættu einmitt allir íslendingar að vita eftir sextíu ára verðbólgu."


Blogg Stefáns 


Mogginn vill að Skotland gangi úr ESB?

MBLÍ frétt í Morgunblaðinu í vikunni kom fram að samkvæmt viðtali í BBC-þættinum HARDTALK vildi leiðtogi "Scottish National Party" (SNP) Alex Salmond, ganga úr ESB.

Árvökull lesandi bloggsins benti okkur á þetta og bendir máli sínu til stuðnings á heimasíðu SNP, en þar stendur svart á hvítu: "As members of the EU there will be continue to be open borders, shared rights, free trade and extensive cooperation."

Lesandinn benti á að þegar Alex Salmond væri að tala um "the Union" þá væri hann að öllum líkindum ekki að tala um ESB (European Union) heldur samband Breta og Skota!

Er það ekki bara Mogginn sem vill að Skotland gangi úr ESB? 


Bændaforystan: Reynt að "klína" ábyrgð á okkur!

Bændasamtök ÍslandsGreinilegt er að bændaforystan er rasandi vegna þeirra (réttmætu) ábendinga sem komið hafa fram og skrifað hefur verið um hér á blogginu.

Í Fréttablaðinu í dag segir frá leiðara Bændablaðsins í gær, þar sem Haraldur Benediktsson sakar Stefán Hauk Jóhannsson, aðalsamningamann Íslands gagnvart ESB um að reyna ,,að klína ábyrgð" á samtökin vegna ESB-málsins. En eins og kunnugt er hafa Bændasamtökin firrt sig allri ábyrgð á málinu. 

Í FRBL segir (og hér er Haraldur að tala um orð Stefáns Hauks frá því um síðustu helgi): ,,Því með þeim sé reynt að „klína ábyrgð á bændur" á samningum Íslands við ESB. Þetta viðhorf Stefáns Hauks „stórskaðar það traust sem ríkja þarf" milli nefndarinnar og samtakanna, segir Haraldur.

Kveðst Haraldur hafa sent Stefáni Hauki bréf og krafist nánari skýringa á þessum orðum."

Bændur eru í bullandi vörn í málinu, því Stefán Haukur lýsti raunverulegum aðstæðum. Það er raunveruleiki að þegar verið er að ræða landbúnaðarmál, þá er heppilegra að hafa bændur með. Þetta vita menn í Bændahöllinni.

Öll tilkölluð hagsmunasamtök, sem koma með beinum hætti að ESB-málinu eru með, nema bændur!

Allir hjálpa til - nema bændur! 

 


Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir í FRBL: Íslensk heimili þurfa að losna við krónuna

Sigurlaug Anna JóhannsdóttirÞað er alltaf ánægjulegt að heyra í konum um ESB-málið, en það snertir þær jú ekkert síður en karlmenn. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, stjórnmálafræðingur og formaður Sjálfstæðisfélags Hafnarfjarðar, birti grein í Fréttablaðinu í morgun undir yfirskriftinni: Íslensk heimili þurfa að losna við krónuna.

Þar segir Sigurlaug: ,,Það var afar fróðlegt að lesa grein Guðsteins Einarssonar, kaupfélagsstjóra í Borgarnesi, í Pressunni 2. september sl., þar sem hann fjallar um þær miklu byrðar sem lagðar eru á heimili landsins, vegna þess mikla aukakostnaðar sem krónan veldur, umfram það sem er innan evrunnar. Þetta stafar af því hversu örsmá krónan er (gata í stórborg), sem aftur skapar miklar sveiflur og áhættu, eins og þjóðin hefur mátt kynnast undanfarið. Þessi kostnaður jafngildir því að sá sem tekur 20 milljón króna íbúðarlán, til 25 ára, borgar um 105 þúsund meira á mánuði í 25 ár á Íslandi en ef hann væri í landi með evru. Á 25 árum nemur sú upphæð 32 milljónum. Hér er þó ekki öll sagan sögð.

Mestu kaupmáttartækifærin

Þessi upphæð, 105 þúsund krónur, er tala eftir skatta, þar sem hún er útlagður kostnaður. Þetta þýðir að viðkomandi einstaklingur þarf að hafa um 160 þúsund króna tekjur á mánuði fyrir skatta til greiðslu á kostnaðinum, sem fer í að halda uppi íslensku krónunni. Ef þetta er sett í annað samhengi, þá má benda á að meðaltekjur á Íslandi eru tæpar 400 þúsund krónur. Ef þessar 160 þúsund krónur, sem er 40% af launum fyrir skatta, vegna mánaðarlegs kostnaðar krónunnar, eru dregnar frá eru tekjur næstum því helmingi lægri - eða 240 þúsund! Ef skattar eru um 130 þúsund, þá eru ráðstöfunartekjur eftir skatta 270 þúsund til að lifa af. Af þessum 270 þúsundum fara 105 þúsund í krónuskatt eða um 40% af ráðstöfunartekjunum þannig að eftir eru einungis 165 þúsund! Ef hægt væri að losna við þetta 105 þúsund króna þrælaálag krónunnar með upptöku evru væri það mesta kaupmáttaraukning sem nokkurn tíma hefði orðið. Kaupmátturinn myndi aukast um 40% fyrir þennan einstakling án þess að íþyngja atvinnulífi - þvert á móti myndi krónuskattinum einnig verða aflétt af atvinnulífinu."

Síðan segir Sigurlaug: ,,Lántökur Íslendinga í erlendri mynt sem hófust í kringum árið 2005 voru í raun ekkert annað en flótti undan íslenskum lánakjörum, vöxtum og verðbólgu.

Kostnaður við að halda uppi allt of litlum gjaldmiðli - krónunni - sem kemur fram í háum vöxtum, verðbólgu og verðtryggingu - jafngildir sambærilegri upphæð og íbúðin eða húsið sem keypt er. Ónýtur gjaldmiðill er því að sá þáttur sem mest hefur grafið undan efnahagslegu sjálfstæði Íslendinga á umliðnum árum, og þar með sjálfstæði þjóðarinnar. Það er mál til komið að snúa af þeirri leið."

Hún lýkur grein sinni með þessum orðum:

,,Hafa ber í huga í umræðum um ESB að um er að ræða samband sjálfstæðra ríkja sem upphaflega er stofnað til til að tryggja frið og frjáls viðskipti innan Evrópu. Innan Evrópusambandsins virkar ákveðið samtryggingakerfi sem eftirsóknarvert er að vera innan en erfitt er að standa utan. Það eru hagsmunir sambandsins að öllum aðildarríkjunum vegni vel, lög og reglur séu virtar á milli þeirra og að ríkin séu sjálfbær. Það er ekki með nokkru móti hægt að halda því fram að Evrópusambandið hafi áform um annað en að Íslandi og Íslendingum vegni sem allra best."


The Economist: Ekkert vit í að yfirgefa Evruna

EconomistHið virti tímarit, The Economist, fjallar í grein frá því í gær, um Evruna. Blaðið varar sterklega við því að Evran verði brotin upp eða yfirgefin. Blaðið segir hrikalegan kostnað fylgja því, m.a. tæknilegan, þ.e.a.s. uppfæra tölvukerfi, bankakerfi, og svo framvegis.

Blaðið segir að hinn sameiginlegi innri markaður ("single market") Evrópu hafi gert meira en nokkuð annað í að "hnýta" Evrópu saman. Falli hann, sé hætta á að ESB sjálft liðist í sundur.

The Economist segir einnig að það sé hreinlega "ekkert vit" í því fyrir lönd að yfirgefa Evruna og leggur blaðið á það áherslu að ráðmenn ESB verði að bregðast hratt við til að vinna gegn vandamálunum. Þau krefjist samvinnu á margan hátt. 

Blaði segir að minnstu tilburðir landa til þess að yfirgefa Evruna leiði til ..."Any hint that a weak country was about to leave would lead to runs on deposits, further weakening troubled banks. That would result in capital controls and perhaps limits on bank withdrawals, which in turn would strangle commerce. Leavers would be cut off from foreign finance, perhaps for years, further starving their economies of funds." M.ö.o: Innistæður myndu renna út, setja þyrfti höft á hagkerfin/peningakerfin, sem myndi leiða til viðskiptahindrana og minni viðskipta. 

Blaðið talar um í byrjun að ýmislegt hafi gerst í gjaldmiðlamálum í gegnum tíðina, þjóðir hafi yfirgefið gullfótinn svokallaða, horfið frá beintengingum við aðra gjaldmiðla o.s.frv.

Lokaorðin eru þessi: "Breaking up the euro is not unthinkable, just very costly. Because they refuse to face up to the possibility that it might happen, Europe’s leaders are failing to take the measures necessary to avert it." Að hætta með Evruna er ekki óhugsandi, en mjög kostnaðarsamt. Og blaðið segir ráðmenn í Evrópu verða að grípa til aðgerða, svo það gerist ekki. Þeir megi ekki gleyma að sá möguleiki er til staðar, að Evran geti brotnað.

Skilaboðin eru e.t.v. þau að Evran er eins og hver annar gjaldmiðill, það þarf að fara vel með hann og hugsa um hann! 

Grein blaðsins 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband