Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010
29.8.2010 | 09:13
Nei sinnar eru á móti umbótum: Guðmundur Gunnarsson
Guðmundur Gunnarsson Eyjubloggari segir í nýjasta pistli sínum: "Öll vitum við að helsta niðurstaða Rannsóknarskýrslunnar var falleinkunn á íslensku stjórnsýsluna. Ljóst er að þar þarf að taka til það skiptir engu hvort við göngum í ESB eða ekki. Ef við tökum ekki til munum við búa áfram við hinn dýra óstöðugleika sem veldur lækkandi kaupmætti, háum vöxtum og háu verðlagi."
Og hann heldur áfram: "Við sjáum það að málflutning NEI manna að þeir vilja ekki þessar umbætur, enda blasir fara þar fremstir í flokki sérhyggjumenn sem hagnast á því að núverandi ástand verði áfram, svo þeir geti áfram ástundað valdabrölt sitt og eignatilfærslur frá launamönnum til fárra. Afleiðingar þessa blasa við, Ísland hefur tapað efnahagslegu fullveldi og allt undir því að fá lán sem eru niðurgreidd af vinaþjóðum okkar og AGS.
Þeir beita öllum brögðum í bókinni til þess að afvegaleiða umræðuna. Þeir hafa til þess tvo fjölmiðla sem reknir eru að útvegsmönnum og bændaforystunni. En það sem verra er að aðrir fjölmiðlamenn láta ítrekað afvegaleiða sig með fullyrðingum sem blasir við ef málið er skoðað að eru klár endaleysa.
Með þessari stefnu er stefnt að því að Ísland verði láglaunasvæði með gamaldags efnahagsstjórn, háum vöxtum og verðtryggingu. 53% af viðskiptum Íslands fara fram í Evrum, þannig að liðlega helmingur gengisáhættu íslendinga hverfur við upptöku evru. Norska krónan er með 4% af viðskiptum okkar dollarinn 11% og Kanadadollar 1%. En sumir hafa nefnt þessar myntir til þess að komast hjá því að ræða þessi mál á málefnalegan hátt og drepa vitrænni umræðu á dreif.
Innganga í ESB og upptaka evru er ekki skyndilausn eins og NEI-menn hafa haldið fram. Hún er nauðsynleg framtíðarlausn ef við ætlum að losna við óábyrga efnahagsstjórn, þar sem mistök íslenskra stjórnmálamanna hafa endurtekið verið leiðrétt með því að sveifla krónunni með skelfilegum afleiðingum fyrir launamenn. Meiri verðbólgu, hærri vexti og hærra verðlag."
Allur pistill GG
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (79)
29.8.2010 | 07:09
Bændablaðið:Hátt raforkuverð ESB að kenna!
Haraldur kvartar yfir því að umræðan um landbúnað sé oft sérkennileg og hann segir hana viðkvæma, vegna þess að fátt sé mikilvægara en að hafa aðgang að mat. Þessu getum við verið sammála. En þýðir þetta að það megi ekki ræða íslenskan landbúnað? Er hann svona "gullagull" hér á Íslandi, sem á bara að lifa sínu eigin lífi án allrar gagnrýni. Er íslenskt landbúnaðarkerfi kannski bara það albesta í heimi?
Nei, það er nefnilega ekki svo, t.d. er stór hluti íslenskra mjólkurbænda tæknilega gjaldþrota. Hverjum er það að kenna? Og þá vaknar spurningin; geta tæknilega gjaldþrota bændur staðið undir þessu matvæla og fæðuöryggi sem forysta bænda er sífellt að tala um?
Og í leiðaranum gerir Haraldur hækkun á matarverði að umtalsefni og segir að erlend matvæli hafi hækkað um 60% en innlend bara um 20% og spyr hvað vertryggðu lánin okkar væru mikið hærri ef innlendrar búvöru nyti ekki við. Við erum s.s. svo ljónheppin að hafa þetta svona! En það er hinsvegar þá "vondu" erlendu matvælunum um að kenna hvað lánin okkar hafa hækkað!
En Haraldur skautar alveg framhjá því að hér hrundi gjaldmiðillinn og bankakerfið. Blessuð krónan okkar féll um 100%. Með tilheyrandi kostnaði fyrir alla í landinu, þar með talið bændur!
Í lokin spyrðir svo Haraldur saman hækkun að raforkuverði við innleiðingu á tilskipun frá ESB, sem hann segir hafa verið misheppnaða. En er það ESB að kenna að innleiðing á tilskipun sambandsins tókst ekki sem skyldi? Samkvæmt BS ritgerð frá Háskólanum á Bifröst var markið með nýjum raforkulögum 2008 að láta markaðslögmálin ráða meira við framleiðslu á raforkumarkaðnum. Er það ekki frekar okkur sjálfum að kenna hvernig innleiðingin hefur misfarist? Verðum við þá ekki bara að standa okkur betur?
Bændur og bændahreyfingin eru á móti ESB, m.a. annars með þeim sérkennilegu rökum að íslenskur landbúnaður muni hrynja við inngöngu. Það hefur ekki gerst í neinu hinna 27 aðildarríkja ESB. Miklar breytingar hafa orðið á íslenskum landbúnaði síðustu áratugi, án þess að við værum í ESB! Og þessar breytingar mun halda áfram. T.d. eru enn í gangi viðræður innan WTO (World Trade Organisation) um landbúnað og markaðsaðgang, en þær kallast DOHA Þær miða m.a. að því að lækka tolla, til þess að efla og auka viðskipti. En hér á Íslandi er verið að reisa tollmúra fyrir íslenskan landbúnað!
Bændasamtökin og samtök NEI-sinna, Heimssýn, vinna saman gegn aðild að ESB. Í september í fyrra kom t.d. út fylgiblað eða "kálfur" með Bændablaðinu, þar sem einhliða áróðri Nei-sinna var dreift til bænda. Á forsíðu þakkar Heimssýn ellefu (af 15) búnaðarsamböndum landsins stuðninginn.
Hvernig var þessi stuðningur? Tóku búnaðarsamböndin þátt í kostnaði við gerð þessa rits frá Nei-sinnum? Og var það gert fyrir almannafé? Er hægt að fá upplýsingar um þessa styrki frá búnaðarasamböndunum? Sjást þeir í bókhaldinu? Eða var þetta bara andlegur stuðningur?
Við minnum á hér á þessu bloggi, að Bændasamtökin fá yfir hálfan milljarð á ári frá ALMENNINGI ÍSLANDS til þess að þau geti rekið sig!
Því er það í raun alvarlegt mál ef svona hefur verið farið með almannafé!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.8.2010 | 21:15
Sr. Þórir Stephensen: Þeirra eigin orð II
"Umræðan um hugsanlega aðild okkar Íslendinga að ESB er lífleg um þessar mundir. Hún hefur kallað á skoðun heimilda um þau málefni, sem hæst ber í rökræðunni. Ég sagði hér nýlega frá því, að mér hefði fundist bera dálítið á milli þess, sem fram kom í Tengsl Íslands og Evrópusambandsins", skýrslu Evrópunefndarinnar frá 2007, og málflutningi sumra nefndarmanna undanfarna mánuði. Önnur heimild barst mér nýlega og vakti svipaðar hugrenningar.
Björn Bjarnason skrifaði þetta á Evrópuvaktina" 28. júní sl.:
Aðild Íslands að ESB þýðir, að Íslendingar afsala sér forræði á sjávarauðlindinni og gera atlögu að eigin landbúnaði. Fleiri náttúruauðlindir eru í húfi." Hann og fleiri hafa hamast á þessum hræðsluáróðri í greinum sínum þar og víðar.
Við sem aðhyllumst samningaleiðina, höfum undrast skrif þeirra og aðeins hefur verið ýjað að því, að þeir hafi gerst málsvarar sérhagsmuna.
Svo vel vill til, að Björn Bjarnason hefur ekki ætíð talað svona, jafnvel mótmælt skrifum Morgunblaðsins í þessa veru. Það gerði hann í grein 10. mars 1992. Síðan hefur það eitt breyst í sjávarútvegsstefnu ESB, þá EB, að hún hefur heldur færst nær stefnu okkar."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
28.8.2010 | 20:48
Getraun: Hver skrifar og í hvaða blað?
"En af hverju hafa nágranna- og vinaþjóðir okkar, sem við höfum kallað svo, í Evrópu, svona mikla tilhneigingu til að kúga okkur, hvort sem um er að ræða þorsk, makríl eða Icesave?
Það er erfitt að skilja það eða festa hendur á því hvers vegna svo er en liðin saga í samskiptum okkar við þessar þjóðir segir sitt og veruleikinn, sem við stöndum frammi fyrir nú segir sína sögu. Það á að kúga okkur, hvað sem það kostar bæði vegna Icesave og makrílsins. Ætli ástæðan sé ekki helzt sú, að flestar þessara þjóða eru ekki enn búnar að venja sig af því að kúga smáþjóðir ef þær mögulega geta? Við eigum ekki annan kost en að herða varnir okkar. Það er það, sem þjóðir gera, þegar á þær er ráðizt."
Getraunin er:
1) Hver skrifar og
2) Í hvaða blað?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
28.8.2010 | 14:21
Evrópusinnum hótað
Er verið að stofna íslenskan skæruliðaher? Evrópusinnar og mafíósar hugsanleg skotmörk
Lesið fréttina alla hér.
Þetta er hinsvegar ekkert grín, heldur dauðans alvara! Er það virkilega orðið svo að Evrópusinnar geti ekki um frjálst höfuð strokið á Íslandi í dag?
Þróun sem þessi er eitt fyrsta merki þess þegar lýðræði þróast í andstöðu sína, þ.e. ógnarstjórn.
Er það makrmið þessara manna?
Samkvæmt annarri frétt í Pressunni hefur málið verið til lögreglunnar.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
28.8.2010 | 14:09
Af ómálefnalegum sápukúlum. Þortsteinn Pálsson í FRBL
"Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tókst í liðinni viku að láta Evrópuumræðuna snúast um þær staðhæfingar Heimssýnar að umsóknarferlið sé aðlögunarferli. Í því felst sú hugsun að Ísland þurfi að innleiða löggjöf Evrópusambandsins áður en þjóðin fær tækifæri til að greiða atkvæði um hugsanlegan samning.
Veruleikinn er nokkuð á annan veg. Það veit ráðherrann jafn vel og aðrir talsmenn Heimssýnar. Þetta útspil á hins vegar rætur að rekja til þeirrar valdabaráttu sem nú er háð innan VG um völd og ráðherrastóla.
Heimssýnararmar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins styðja Jón Bjarnason og órólegu deildina í VG í þeim átökum. Með því að ráðherrann hafði engin málefni til að styrkja stöðu sína í þessari baráttu var ákveðið að blása þessa staðhæfingu upp eins og hún væri sönn og sjá hvort það dygði ekki.
Umsókn felur í sér markmið um aðild ef samningar takast. Við stígum þetta skref í þágu eigin hagsmuna. Ísland hefur þegar lagað sig að stærstum hluta regluverks Evrópusambandsins vegna EES-samningsins. Þar eru þó einhver óleyst mál sem þrýst verður á, til að mynda varðandi tölfræði-upplýsingar. Það hefði reyndar gerst óháð aðildarumsókn.
Ugglaust mun koma þar í viðræðunum að Ísland þarf að sýna fram á hvernig það hyggst leysa mál þar sem breytinga er þörf eftir að aðildarsamningur verður samþykktur. Það á hins vegar ekkert skylt við þær fullyrðingar sem Heimssýn og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherrann nota í innanflokksátökunum.
Það lýsir veikleika fjölmiðlunar í landinu að unnt skuli vera að rugla þjóðina í ríminu með ómálefnalegum sápukúlum af þessu tagi."
Hér allur "Kögunarhóll" Þorsteins (Leturbreyting ES-bloggið)
27.8.2010 | 23:11
Menn með fullu viti?
Eyjan birti þessa frétt í dag: Jón Baldvin: "ESB- umsókn að skrípaleik. Svona tala menn ekki með fullu viti"
Fréttin er svona: "Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir það orðhengilshátt hjá Jóni Bjarnasyni landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra að tala um aðlögunarviðræður í stað aðildarviðræðna við ESB. Hann efast um að ráðherrann viti sjálfur hvað hann sé að fara.
Jón Bjarnason telur að aðlögunarferli sé hafið að Evrópusambandinu. Því hafa þrír ráðherrar í ríkisstjórninni mótmælt og sagt að Jón misskilji ferlið.
Í viðtali á Útvarpi Sögu sagði Jón Baldvin að orðaleikur ráðherrans væri merkingarlaust þras. Hann sagði þessi ummæli ráðherrans og einnig þá skoðun þingflokks Sjálfstæðisflokksins að draga umsóknina til baka vera tilraun til að gera aðildarviðræðurnar að skrípaleik og að svona tali ekki stjórnmálamenn með fullu viti. Jón Baldvin sagði að Vinstri grænir væru vissulega á móti aðild að ESB en að þeir hefðu samþykkt að íslensk stjórnvöld sæktu um aðild og um leið að fara í aðildarviðræður og leyfa svo þjóðinni að skera úr um málið. Við þetta eigi menn að standa, annað sé ótrúverðugt.
Jón Baldvin hefur lengi verið þeirrar skoðunar að hagsmunum Íslands sé betur borgið innan Evrópusambandsins en utan."
27.8.2010 | 17:58
Svarthöfði fer á kostum um "útlendingafóbíuna"
Svarthöfði DV skrifar um "útlendingafóbíuna" sem næstum tröllríður íslensku samfélagi um þessar mundir og bregst ekki bogalistin, eins og oft áður og heitir pistillinn: VARIST EVRÓPU!
"Svarthöfði hefur alla tíð haft varann á gagnvart ókunnugum. Móðir hans kenndi honum í æsku að tala ekki við ókunnuga, því manni er ókunnugt um hvað ókunnugir geta gripið til ráðs. Svarthöfði þekkir Íslendinga, enda býr hann á landinu. En útlendinga þekkir hann verr og varast þá.
Hefur Svarthöfði heyrt að í Evrópu sé bændum leyft að mjólka eins mikið og þeir vilja. Mjólk flæðir um víðan völl og veldur mjólkuróþoli í álfunni allri. Svo illa þola þeir mjólkina að þeir þamba skattlaust rauðvínið út í eitt á milli þess sem þeir kaupa bjór í matvöruverslunum. Í Evrópu eru allir ölvaðir.
Suður í Evrópu mun vera svo margt um manninn að innflytjendur troða sér ofan á þá sem búa þar fyrir og standa á herðum þeirra allan liðlangan daginn. Svo sofa þeir ofan á þeim og konunum þeirra vegna plássleysis.
Heyrt hefur Svarthöfði að Evrópubúar þrái fátt heitar en lífsrýmið á Íslandi. Því sammæltust þeir um að rægja íslensku bankana og fella þá með árásum svo þeir gætu narrað þjóðina til lags við sig í gegnum Evrópusambandið.
Heimildir Svarthöfða herma að í Evrópu séu áform um að stráfella íslenska sauðfjárstofninn og nýta í keböbb. Þar þrífst ekki sauðfé, nema geislavirkt. Þar eru skógareldar á hverju strái.
Frændi Svarthöfða ferðaðist til Evrópu og heyrðist Svarthöfða á áreiðanlegum heimildum hans að ætlun Evrópumanna væri að skrá unga Íslendinga í sameiginlegan Evrópuher sem þenja ætti út landamæri Evrópu til austurs. Eða er tilviljun að bæði Ísrael og Aserbaídsjan séu þátttakendur í Söngvakeppni evrópskra sjónvarsstöðva, þrátt fyrir að teljast (enn) asísk lönd?
Restin er hér
27.8.2010 | 17:15
Frændur okkar á Norðurlöndunum í góðum málun innan ESB
Europarameter birti áhugaverðar tölur í í gær en sú stofnun sér um að mæla almenningsálitið í Evrópusambandsríkjunum svo og umsóknarríkjum - því er Ísland í fyrsta sinn þátttakandi. Í ljós kemur að svo virðist sem frændur okkar Danir séu kampakátir með aðild sína að ESB en 76% þeirra telja áhrif aðildar hafa bætt hag Danmerkur. Finnar eru hógværari en 54% er þessu sammála fyrir Finnland, 52% Svía eru telja svo aðild hafa bætt hag Svíþjóðar.
Íslendingar eru öllu svartsýnni á að aðild geti bætt hag sinn en þó telja 29% ESB muni bæta hag Íslands - en eins og fyrr er vert að benda á að það er ágætis útkoma miðað við að enn er alveg óljóst hvernig samningurinn við ESB mun líta út.
Frændur okkar á Norðurlöndunum virðast því una sínum hag vel innan ESB og ekki virðast dómsdagsspár Nei-sinna á Íslandi hafa ræst hjá þessum vinaþjóðum okkar!
Hér eru slóðin á þessi svör.
Norðurlandaþjóðirnar ánægðar í ESB (spurning QA 10)
Þegar Danir eru spurðir sömu spurningar kemur í ljós að 76% þeirra segja ESB aðild hafa haft jákvæð áhrif fyrir Danmörk (beneficial) : http://ec.europa.eu/public_opinion/archives/eb/eb73/eb73_fact_dk_en.pdf
Þegar Finnar eru spurðir sömu spurningar kemur í ljós að 54% þeirra segja ESB aðild hafa haft jákvæði áhrif fyrir Finnland: http://ec.europa.eu/public_opinion/archives/eb/eb73/eb73_fact_fi_en.pdf
Þegar Svíar eru spurðir sömu spurningar kemur í ljós að 52% þeirra telja ESB aðild hafa haft jákvæð áhrif fyrir Svíþjóð : http://ec.europa.eu/public_opinion/archives/eb/eb73/eb73_fact_fi_en.pdf
Meðaltal ESB ríkjanna við þessari spurningu er 53%
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.8.2010 | 22:26
Der man und die mauer (Maðurinn og múrinn)
Árið 1989 féll Berlínarmúrinn, sem var tákn kúgunar og ófrelsis. Síðan þá hafa ekki verið reistir fleiri múrar í Evrópu.
Árið 2010 setur Jón Bjarnason á tollmúra til að "vernda" íslenskan landbúnað.
Þetta þýðir að erlendar vörur verða dýrari. Fréttablaðið fjallar m.a. um þetta hér. Jón Bjarnason veit að hann getur stýrt fólki með buddunni!
Þetta er ekkert annað en höft gagnvart íslenskum neytendum, sem eins og annað venjulegt fólk, vill valfrelsi.
Íslenskir neytendur vilja geta valið á milli t.d. íslenskra og danskra kjúklingabringa, án þess að Jón Bjarnason komi þar mikið nærri. Sama má segja um osta.
Við erum með krónu í höftum, en er næsta skref að setja matvælamarkaðinn í höft líka?
Bendum einnig á leiðara í FRBL um þetta mál.
Á hvaða leið er Jóna Bjarnason? Hvert er ferð hans heitið?
Við þurfum að brjóta niður múra, ekki reisa þá!
Evrópumál | Breytt 27.8.2010 kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir