Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Jón Steindór: Að semja eða semja ekki

Jón Steindór ValdimarssonJón Steindór Valdimarsson, lögfræðingur skrifar grein í Fréttablaðið í dag undir fyrirsögninni Að semja eða semja ekki. Í grein sini segir Jón m.a.:

" Ísland og ESB hófu formlegar samningaviðræður um aðild Íslands að ESB þann 27. júlí 2010. Það er merkur áfangi í samskiptasögu landsins við umheiminn og rökrétt framhald vaxandi samskipta og samvinnu við þau 27 ríki sem eiga aðild að ESB.Loksins er hafið ferli sem mun sýna okkur svart á hvítu hvernig aðild okkar getur verið háttað. Í lok þess mun liggja fyrir samningur sem harðsnúið samningalið okkar mun skila af sér til þjóðarinnar. Þar verða ákvæði um þau atriði sem nú er helst deilt um hér innanlands en enginn veit hvernig verða til lykta leidd í samningnum. Það er næsta tilgangslaust að þræta um slík atriði. Skynsamlegra er að lesa samninginn þegar hann liggur fyrir og þá tekur hver og einn afstöðu til þess hvort einstök ákvæði hans og samningurinn í heild eru fullnægjandi.

Ekki er hægt að meta kosti og galla aðildar nema á grundvelli raunverulegs samnings. Fyrr getur þjóðin ekki gert upp hug sinn um hvort aðild sé hagstæð fyrir framtíð Íslands eða ekki. Þeir sem fullyrða annað og þykjast vita upp á hár hver niðurstaðan verður áður en viðræður hefjast eru ekki sannfærandi.

Það er því grátlegt til þess að hugsa að nú sé róið að því öllum árum af sterkum öflum utan þings og innan að koma í veg fyrir að samningaferlið verði til lykta leitt. Markmið þeirra er að svipta þjóðina réttinum til að eiga raunverulegt val um framtíð sína og sess meðal helstu samstarfs- og vinaþjóða sinna.

Flokkadrættir á Alþingi og gamaldags átök stjórnar og stjórnarandstöðu mega ekki spilla þessu stóra máli sem þjóðin vill ræða og taka afstöðu til með atkvæði sínu þegar samningur liggur fyrir."

Öll grein Jóns


ESB er líka menntun og fræðsla

etwinning_vefhaus.jpgNú eru skólar að hefjast um allt land, eftir frábært sumar. Við sem erum að fjalla um Evrópumái einbeitum okkur mikið að efnhags og stjórnmálum, krónum og Evrum og slíku.

ESB er hinsvegar miklu meira heldur en það. ESB kemur mjög mikið að menntun og fræðslu í gegnum allskyns verkefni og áætlanir (sjá hér)

Þessi verkefni snúast um allt möguleg, endurmenntun, menntunartækni, upplýsingatækni o.s.frv.

Undanfarin ár hefur Ísland tekið þátt í um 200 verkefnum sem snúa að menntamálum. Og hver kannast t.d. ekki við orðið ERASMUS?

Önnur síða er www.etwinning.is, sem er t.d. síða um rafrænt skólastarf.

Þar er m.a. þetta að gerast:

Landskeppni eTwinning 2010-2011: Landskeppni eTwinning verður haldin í fimmta sinn skólaárið 2010-2011 og veitt vegleg verðlaun við hátíðlega athöfn að vori eða hausti á komandi ári.

5 ára afmælishátíð eTwinning verður haldin nú í haust – verða m.a. veitt verðlaun fyrir verkefni sem starfrækt voru á síðasta skólaári.

eTwinning-vikur: Í október verða haldnar eTwinning-vikur og ýmislegt gert til hátíðabrigða bæði hér á landi og vítt og breitt um Evrópu – nánari upplýsingar þegar nær dregur. 

Comenius er svo hér

Hvetjum alla sem hafa áhuga á þessu að kynna sér málið!

Til gamans: Listi yfir 100 bestu háskólar í Evrópu

 


Að sýna ekki öll spilin

Andrés PéturssonAndrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, skrifar grein í Fréttablaðið í dag, þar sem hann svarar Ásmundi E. Daðasyni, foringja Nei-sinna og alþingismanni. Greinin er hér í heild sinni:

AÐ SÝNA EKKI ÖLL SPILIN

Það er mér bæði ljúft og skylt að taka áskorun Ásmundar Einars Daðasonar alþingismanns, um svar vegna ummæla Stefan Fule, stækkunarstjóra ESB um varanlegar sérlausnir fyrir einstök aðildarlönd Evrópusambandsins.  

Ekki veit ég hvort Ásmundur hefur tekið þátt í samningaviðræðum af einhverju tagi  en það er lykilatriði í öllum slíkum viðræðum, ef maður ætlar að ná árangri, að sýna ekki öll spilin í upphafi.  

Stefan Fule er embættismaður og hans skylda er að verja hagsmuni ESB . Það gerir hann ekki með því að lýsa því yfir fyrirfram að eitthvert aðildarland fái sérsamninga. Þá væri hann að bregðast skyldu sinni . Öll lönd hafa hins vegar samið um sérlausnir og fengið lausn á þeim málum sem miklir þjóðhagslegir hagsmunir  eru í húfi.

Það er skemmtileg tilviljun að í sama dag og Ásmundur birti áskorun sína í Fréttablaðinu þá skrifaði Sema Erla Serdar, formaður ungra Evrópusinna, grein í sama blað og svaraði í raun mörgu af því sem Ásmundur velti upp í grein sinni.  Þar fjallar hún um aðlögunarfresti, tímabundnar undanþágur og varanlegar sérlausnir  Ég hvet því ég Ásmund Daða og aðra að lesa þessa grein Semu Erlu.

Það er skrýtin árátta margra Nei-sinna á Íslandi að klifa í sífellu á því að það sé ekki til neitt sem heiti samningaviðræður.  Ef það væri raunin þá myndi Evrópusambandið senda öllum nýjum aðildarlöndum lög og reglur sambandsins og sagt. ,,Þetta er það sem við bjóðum upp á,  ,,take it or leave it“!

Þannig ganga kaupin hins vegar ekki fyrir sig á eyrinni.

Það er staðreynd að Malta fékk yfir sjötíu aðlögunarfresti og undanþágur frá reglum ESB, Svíar og Finnar fengu lausn fyrir heimsskautabúskap sinn, og danska sérákvæðið um kaup erlendra ríkisborgara á sumarbústaðalandi á Jótlandi lifir góðu lifi eftir 35 ár. Staðreyndin er einnig sú að aðildarsamningar einstakra landa hafa meira vægi en stofnsáttmálar ESB. Evrópusambandið getur því ekki einhliða ákveðið að ganga gegn rétti einstakra ríkja.  Þess vegna tek ég undir orð Semu Erlu og hvet Ásmund Einar og aðra að sameinast um að semja sem best um okkar þjóðarhagsmuni. Það verður síðan íslensku þjóðarinnar að meta hvort okkur hafi tekist að ná góðum samningi við Evrópusambandið eður ei.


Stórhættuleg EGG frá EVRRÓPUUUUUUU!

Björgvin Valur, Eyjubloggari, er með skondna færslu um ESB, Ögmund og Jóna Bjarnason:

"Nú þegar Ögmundur Jónasson hefur komið Jóni Bjarnasyni til varnar og greint það svo að ráðherrann sé lagður í einelti, rifjast upp fyrir mér rökin sem Ögmundur brúkaði gegn aðild að ESB í hitteðfyrra.

Hann sagði að maturinn þar væri hættulegur og að maður ætti aldrei að borða linsoðin egg í Evrópu.  Þeim hluta hennar sem er utan Íslands, nánar til tekið.

Því beini ég þeim eindregnu tilmælum til þeirra íslensku bændasona sem verða kallaðir í Evrópuherinn innan skamms, að láta nú eggin í Evrópu alveg eiga sig." LoL


Velsæmi, takk!

Evrópusamtökin vilja af gefnu tilefni minna notendur/lesendur bloggsins að gæta velsæmis í athugasemdum sínum.

Athugasemdir sem ekki uppfylla þau skilyrði eru viðkomandi ekki til sóma og biðjum við þá að halda sig annarsstaðar! Angry


Evru-maðurinn sem kom og hvarf...

EvraHinn sænski Stefan De Vylder, "Evru-sérfræðinguinn" sem Nei-samtökin fluttu inn fyrir skömmu, kom og fór hljóðlega, vægast sagt.

Hingað kom hann og svaraði 10 spurningum sem Nei-sinnar sendu honum, en sem þeir hefðu alveg bara getað svarað sjálfir!

Hann sagði nei-sinnum allt sem þeir vildu heyra.

En talaði einhver við Stefan? Einhver fjölmiðill? Okkur vitanlega ekki. Sé t.d. nafnið hans slegið inn í gagnasafn MBL kemur ekkert "hit", ekkert finnst!

Undir lok "fyrirlestursins" ráðlagði hann fundarmönnum að selja Evrur og kaupa sænskar krónur, sem er einn af minnstu gjaldmiðlum í heimi (enda Svíar bara 9 milljónir).

Og þá er það spurningin; átti eða á, einhver af þessum fundarmönnum EVRUR?

Mögulega Jón Baldvin, sem var þarna á fundinum, en örugglega ekki Ásmundur Einar Daðason, eða Bjarni Harðarson! 


Ólafur Arnarson: Evran myndi loka fjárlagagatinu

Ólafur ArnarsonÓlafur Arnarson á Pressunni skrifar um Evruna og málefni tengd henni í nýjasta pistli sínum.  Hann segir m.a: 

"Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og formaður Sjálfstæðra Evrópusinna, skrifaði pistil skömmu fyrir síðustu Alþingiskosningar og fjallaði m.a. um þann ávinning, sem við Íslendingar munum hafa af upptöku evru. Benedikt miðaði við, að skuldir íslenska ríkisins næmu 1500 milljörðum. Þannig myndi hvert prósentustig vaxta þýða 15 milljarða króna á ári hverju. Benedikt var hófsamur í útreikningum sínum og gerði ráð fyrir, að aðild að myntsamstarfinu myndi skila okkur lækkun vaxta, sem nemur 3 prósentustigum. Það hefði í för með sér sparnað á vaxtakostnaði ríkisins, sem nemur 45 milljörðum, eða nálega þriðjungi fjárlagahallans.

Staðreyndin er sú, að vaxtamunur milli Íslands og evrusvæðisins hefur verið miklu meiri en 3 prósentustig. Raunvextir á Íslandi eru núna nálægt 10 prósent á sama tíma og raunvextir á evrusvæðinu eru undir núllinu. Segjum, að munurinn sé 8 prósentustig. Þá kostar það okkur 120 milljarða á ári að vera með krónu í stað þess að vera aðilar að evrunni. Ef við bætum svo við kostnaðinum, sem fylgir því, fyrir áætlunargerð fyrirtækja og heimila, að notast við handónýta örmynt, sem sveiflast eins og korktappi í stórsjó er ljóst, að varlega er talað, þegar rætt er um að ávinningur okkar af upptöku evru nemi á annað hundrað milljarða.

Þegar við tökum skuldbindingar fyrirtækja og heimila með í reikninginn er augljóst, að kostnaður okkar Íslendinga við það að nota krónu í stað þess að ganga í ESB og taka upp evru hleypur á hundruðum milljarða króna á hverju einasta ári.

Allur pistill Ólafs


Sandkorn frá DV

DVEitt Sandkorn í DV í gær var svona:

"Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra skrópaði á mikilvægum ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Sama dag birtist hann á forsíðu Morgunblaðs Davíðs Oddssonar og fullyrti að samningaviðræður við Evrópusambandið væru í raun aðlögunarferli.

Þetta er talið undirstrika hversu nærri hjarta Sjálfstæðisflokksins stendur því vinstri græna núorðið, og hversu fjarlægur Ögmundar-armur Vinstri-grænna er Samfylkingunni. Jón hefur fengið þann stimpil frá Davíð að skoðanir hans séu stærsta frétt dagsins."


Jóhann Hauksson um "lævíslegan ESB-áróður"

Jóhann HaukssonJóhann Hauksson, blaðamaður á DV, birtir skemmtilega færslu á bloggi sínu um ESB, sem hann kallar LÆVÍSLEGUR ESB-ÁRÓÐUR. Jóhann skrifar:

,,Ég er ekki viss um að Villta vinstrið í VG geri sér fyllilega grein fyrir því hversu alvarlegur og víðtækur ESB áróðurinn er í landinu. Þó hafa nú Atli Gíslason og Jón Bjarnason landbúnaðar brugðist til varnar. „Kominn tími til að segja stopp,“ segir Jón í málgagni sínu, Morgunblaðinu, í dag. Og það á forsíðu.

Ögmundarflokkurinn og Davíð Oddsson eru sem sagt uppfullir af því að aðildarumsóknin hafi nú breyst í aðlögunarferli með lævíslegum hætti.

Ég veit ekki hvort þeir hafa tekið eftir því, en Veðurstofa Íslands og RÚV taka þátt í áróðrinum og hafa lengi gert átölulaust.

Hvað á það að þýða að Veðurstofa Íslands birtir á eftir veðurspá fyrir Ísland hitastig og veður í helstu borgum Evrópusambandsins en ekki frá öðrum heimshlutum? Er fólk virkilega á kaupi á Veðurstofunni við að útbúa þennan áróður í landsmenn? Og tekur RÚV þátt í heilaþvottinum með því að hleypa Veðurstofunni að á besta tíma sjónvarpsins alla daga ársins?"

Öll færsla Jóhanns


Lífleg umræða!

Margar áhugaverðar greinar hafa birst um Evrópumál að undanförnu, aðallega í Fréttablaðinu. Þar má til dæmis nefna greinar eftir Semu Erlu Serdar, Einar Benediktsson og Jón Steindór Valdimarsson. Evrópusamtökin hafa birt þessar greinar á heimasíðu sinni http://www.evropa.is og hvetjum við alla til að lesa þessar greinar.

En leiðari Ólafs Stephensen ritstjóra í Fréttablaðinu í dag er skyldulesning fyrir hugsandi fólk. Þar tætir hann í sig rök þeirra aðila sem hafa verið að gagnrýna aðildarviðræður og kallað þær ,,aðlögunarviðræður". Ólafur skrifar meðal annars:

,,Það er svolítið spaugilegt að ýmsir þeir, sem nú hlaupa upp til handa og fóta vegna gruns um „aðlögun" hafa sjálfir staðið fyrir slíkri aðlögun, og það án þess að búið væri að sækja um aðild að ESB. Einar K. Guðfinnsson, sem nú vill fund í landbúnaðar- og sjávarútvegsnefnd vegna málsins, lagði til dæmis fram frumvarp um aðlögun íslenzks landbúnaðar að heilbrigðisreglum ESB, sem landbúnaðurinn kunni honum reyndar litlar þakkir fyrir.

Evrópusambandið er svo fyrirferðarmikið á alþjóðavettvangi og samskipti Íslands við sambandið svo mikil, að alls konar aðlögun að reglum sambandsins er og verður nauðsynleg, jafnvel þótt Ísland gangi aldrei í ESB. Þannig hefur verið nokkuð víðtæk samstaða um að náist samkomulag um aukna fríverzlun á vettvangi Heimsviðskiptastofnunarinnar, muni Ísland þurfa að breyta stuðningi sínum við landbúnað til samræmis við það sem gerist í ESB.

Með aðild að Evrópusambandinu hefði Ísland áhrif á alls konar reglur, sem það þarf í dag að laga sig að, þótt það standi utan ESB. Þannig væri hagsmunum Íslands betur borgið. En það vilja þeir auðvitað alls ekki sjá, sem nú hræðast „aðlögunina".

Hægt er að lesa leiðarann á þessari slóð:

 

http://www.visir.is/esb-og-adlogunin/article/2010634279123


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband