Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

Rýnivinnan vel lukkuð

UtanríkisráðuneytiðÁ vef Utanríkisráðuneytisins birtist þessi frétt þann 20.júní:

"Í dag lauk rýnivinnu Íslands og Evrópusambandsins sem staðið hefur yfir frá nóvember síðastliðnum. Við rýnivinnunna hafa sérfræðingar frá Íslandi og Evrópusambandinu borið saman löggjöf í þeim 33 efnisköflum sem aðildarviðræðurnar munu snúast um. Fyrir liggur að Ísland hefur þegar tekið upp Evrópulöggjöf að öllu eða mestu leyti í 21 kafla í gegnum þátttöku sína í EES-samstarfinu. Á öðrum málefnasviðum sem eru utan EES, til dæmis í sjávarútvegi, landbúnaði, byggða- og atvinnumálum, sem og í þeim samningskafla sem lýtur að evrusamstarfinu, hefur vinnan leitt í ljós hvað á milli ber í löggjöfinni.

Rýnivinnan gekk vel og unnið er að því að afmarka enn frekar viðfangsefni samningaviðræðna Íslands og ESB í einstökum köflum. Í rýnivinnunni hafa Evrópusambandsríkin öðlast betri skilning á aðstæðum á Íslandi og þeirri sérstöðu sem helgast meðal annars af legu landsins, fámenni og strjálbýli. Fulltrúar framkvæmdastjórnar ESB hafa lokið lofsorði á fagmennsku íslenskra sérfræðinga á rýnifundunum en í þeim hafa tekið þátt formenn samningahópa og fulltrúar úr stjórnsýslunni, ásamt fulltrúum hlutaðeigandi hagsmunasamtaka. Að loknum hverjum rýnifundi hafa greinargerðir samningahópa um viðkomandi málefnasvið verið birtar á heimasíðu utanríkisráðuneytisins og á esb.utn.is, auk annarra skjala, og þannig hefur verið tryggt að samningaferlið sé opið og gegnsætt.

Nú fara í hönd eiginlegar samningaviðræður Íslands og Evrópusambandsins. Þær munu skiptast upp eftir samningsköflum og verða fyrstu kaflarnir opnaðir á ríkjaráðstefnu í Brussel mánudaginn 27. júní nk. Kaflarnir sem verða opnaðir eru allir hluti af EES-samningnum, en þeir innihalda löggjöf um opinber útboð (5. kafli), upplýsingatækni og fjölmiðla (10. kafli), vísindi og rannsóknir (25. kafli), og um menntun og menningu (26. kafli). Utanríkisráðherra mun ávarpa ríkjaráðstefnuna fyrir Íslands hönd en fulltrúar ESB verða Janos Martonyi, utanríkisráðherra Ungverjalands sem fer með formennsku í ráðherraráði sambandsins, og Stefan Fule, framkvæmdastjóri stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB."


Rýnivinnu í ESB-málinu lokið

esbis.jpgÁ RÚV stendur: "Rýnivinnu fyrir aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu lýkur í Brussel í dag þegar lokið verður við yfirferð um orkumál. Sjálfar samningaviðræðurnar hefjast eftir viku.

Alls eru átján í samninganefndinni sem Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands, fer fyrir.  Tíu samningahópar starfa undir henni og þeir skipta milli sín köflunum þrjátíu og þremur sem semja þarf um."

Þar með er er mikilvægum undirbúningsáfanga fyrir aðildarviðræðurnar lokið.

Frétt RÚV 

Heimasíða Utanríkisráðuneytisins um aðildarferlið.


ESB-fundur - fyrir konur!

KonutáknESB-málið hefur marga fleti. Einn þeirra eru neytendamál. Í næstu viku verður fundur um neytendamál og ESB, einungis fyrir konur. Á vef Já-Ísland stendur:

"Hvað ertu að kaupa, kona? (borið fram með margvíslegum blæbrigðum)

Fróðlegur kvennafundur um það fjölmarga í okkar daglega lífi sem viðkemur neytendamálum og Evrópusambandinu. Allt á milli transfitusýru til hagkvæmari húsnæðislána!

Ræðukona kvöldsins:
Brynhildur Pétursdóttir ritstjóri Neytendablaðsins - ESB og neytendamálin

Örræður flytja:

Margrét Örnólfsdóttir, tónlistarmaður
Guðrún Pétursdóttir, framkvæmdastjóri
Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, stjórnmálafræðingur

Góða skapið og léttar veitingar!

Fundurinn er opinn öllum konum

(Kornhlaðan er fyrir ofan Upplýsingamiðstöð um ferðamál í portinu fyrir ofan Lækjarbrekku)

Sjá einnig hér


DV.is: Össur fagnar nýrri könnun

Össur SkarphéðinssonÁ DV.is segir: " ,,Þessi merkilega niðurstaða kemur í kjölfar annarra kannana sem hafa sýnt að meirihluti þjóðarinnar vill taka upp annan gjaldmiðil en krónuna. Málið er nú ekki flóknara en svo að evran verður ekki tekin upp nema ganga í Evrópusambandið," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Heimsýn.

Könnunin sýnir að á einu ári hefur stuðningur við aðild Íslands að Evrópusambandinu aukist um næstum helming, eða úr 30 prósent í 43 prósent. Á sama tíma hefur andstæðingum aðildar fækkað úr 70 í 57 prósent. Össur segir að þetta sýni stórsókn aðildarsinna, og staðfesti gildi gagnsærra vinnubragða og yfirvegaðs og málefnalegs málflutnings í tengslum við umsóknarferlið.

,,Önnur jákvæð teikn fyrir Evrópuferlið eru svo ítrekaðar kannanir sem sýna að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill halda samningaferlinu áfram, og fá að kjósa um niðurstöðuna,” segir Össur

Utanríkisráðherra segir að þetta séu góðar fréttir fyrir fullveldið núna á sjálfan þjóðhátíðardaginn, því aðild að Evrópusambandinu myndi verulega styrkja efnahagslega stöðu og fullveldi Íslands."

Öll frétt DV.is


Aðildarviðræður vekja athygli

euractivUpphaf aðildarviðræðna Íslands og ESB (eftir 10 daga) er byrjað að vekja athygli. Til að mynda er sagt frá þeim á vefsíðunni Euractiv, sem sérhæfir sig í umfjöllun um Evrópumál.

Þar er meðal annars sagt frá því að upphafið markist af þeirri staðreynd að fyrsta daginn verði hægt að loka köflum í viðræðunum. Þetta vegna aðildar Íslands að EES- samningnum. Um er að ræða kaflana um vísindi og menntun og menningu.

En það er einnig bent á að erfiðir kaflar séu í viðræðunum, m.a um fiskveiðimál.

Lesa má um þetta hér, í frétt Euractiv. 


Gleðilega þjóðhátíð!

Thingvellir2Evrópusamtökin óska landsmönnum til hamingju með þjóðhátíðardaginn!

Á næstu misserum verður tekist á um hugtökin sjálfstæði og fullveldi í sambandi við ESB-umræðuna, merkingu þeirra, innihald og svo framvegis. Önnur málefni verða að sjálfsögðiu rædd.

Það er von Evrópusamtakanna að umræðan verði málefnaleg og upplýsandi.


Afstaðan til ESB í nýrri könnun: Minnsti munur milli Já og Nei í þrjú ár, aðeins um 14%

island-esb-dv.jpgÁ Eyjunni stendur: "Samkvæmt nýrri könnun Capacent fyrir Heimssýn, félag andstæðinga ESB-aðildar, eru 50 prósent þjóðarinnar andvíg inngöngu í Evrópusambandið en 37,3 prósent eru fylgjandi aðild að ESB. 12,6 prósent gefa ekki upp afstöðu eða hafa ekki skoðun.

Séu aðeins tekin svör þeirra, sem taka afstöðu, eru 57,3 prósent landsmanna andvíg inngöngu í ESB á meðan 42,7 % vilja ganga í ESB."

Síðan segir: "Sem fyrr segir er þetta minnsti munur á afstöðu með eða á móti inngöngu í Evrópusambandið í nær þrjú ár. Fyrir tæpu ári spurði Capacent Gallup sömu spurningar og voru þá 60 prósent aðspurðra andvíg aðild, en aðeins 26 prósent fylgjandi. 14 prósent gáfu ekki upp ákveðna skoðun. Þannig voru 70 prósent þeirra, sem gáfu upp hug sinn, andvíg ESB-aðild í fyrra, en aðeins 30 prósent fylgjandi. Nú hefur því munurinn minnkað í að vera 57 prósent gegn 43 prósentum."

Spurt var: "Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB)?“

Ps. Athyglisvert er að ekki stendur stafur um þessa könnun á vef eða bloggi Nei-samtakanna!


Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott!

Frá GrikklandiÞað hlakkar í andstæðingum ESB og Evrunnar, vegna vandræða Grikkja, sem eru jú engin smá-vandamál. En þau eru flest heimatilbúin af Grikkjum sjálfum og á kannski máltækið ,,Hver er sinnar gæfu smiður" við um Grikki um þessar mundir.

Morgunblaðið er t.d. með heila opnu í blaðinu í dag um vandræði Grikkja og þar lýkur greininni á þeim orðum að Evru-svæðið hljóti að liðast í sundur í núverandi mynd á næstu árum. Vitnað er í hagfræðinginn Nouriel Roubini, sem hefur verið tíður gestur á síðum MBL að undanförnu.

En lífið heldur áfram: Grikkland byggir mikið á ferðamennsku og t.d. berast fréttir af því að ferðamannastraumurinn til Grikklands minnki ekki, þrátt fyrir vandræðin sem landið glímir nú við.

Til dæmis hefur orðið 10% aukning á sænskum ferðamönnum í ár (miðað við 2010) til Grikklands, sem flestir fara til eyjanna Ródos og Krítar. Þetta m.a. vegna ástandsins í Egyptalandi og N-Afríku.

Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott!


Jaðarríki sem gengur vel í ESB - dæmi frá Eystrasalti

Friðrik JónssonFriðrik Jónsson, Eyjubloggari, skrifar áhugaverðan pistil um jaðarríkin í ESB á blogg sitt. Hann ræðir þar Eystrasaltsríkin og segir: "Árangur ríkja innan ESB, sem samstarf sjálfstæðra ríkja, virðist fyrst og fremst byggja á getu og atorku ríkjanna sjálfra til að standa sig. Aðildin að ESB þjónar hins vegar eins og smurning og viðbótaraflgjafi fyrir þau ríki.
Í þessu má t.d. horfa til vina okkar í Eystrasaltsríkjunum. Þau ríki hafa vissulega gengið í gegnum ákveðna eldskírn á undanförnum árum, m.a. í tenglsum við efnhagshrunið 2008. En hvernig vegnar þeim í dag?

Eistland tók upp evruna um síðustu áramót og var hagvöxtur þar á fyrsta ársfjórðungi sá mesti í Evrópu, 8,5%.

Hagvöxtur í Lettlandi á sama tíma var 3,4% og gáfu þeir út skuldabréf í síðustu viku, rétt eins og Ísland. Kjörin voru töluvert betri, tæpir 240 punktar (bréf Íslands var með 320 punkta álagi), og tímalengdin helmingi lengri, eða tíu ár.

Hagvöxtur í Litháen var 6.9% á sama tíma."
 
Pistill Friðriks:

Aðalhagfræðingur Seðlabankans: Mælir með inngöngu í myntbandalag - flotgengið orsakar vandamál, leysir engin!

Þórarinn G. PéturssonÁ visir.is stendur: "Aðalhagfræðingur seðlabankans telur að sjálfstæð peningastefna í litlum hagkerfum eins og Íslandi orsaki vandamál við hagstjórn, án þess að leysa neitt. Hann mælir með inngöngu í myntbandalag, eða myntráð.

Þetta er niðurstaða rannsóknarritgerðar sem Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur seðlabankans, vann í samstarfi við þá Francis Breedon og Andrew Rose. Í ritgerðinni rannsaka þeir skipan peningamála í litlum ríkum hagkerfum.

Þar segir að lítil hagkerfi þurfi að glíma við meiri óstöðugleika í efnahagslífinu en stærri ríki. Þau velji því yfirleitt fastgengisstefnu með því að binda gjaldmiðil sinn gjaldmiðlum annarra ríkja þar sem kostnaður við sjálfstæða peningastefnu er hár í hlutfalli við íbúafjölda í minni ríkjum. Ríki með einhverskonar fastgengisstefnu virðast hafa nokkurn ábata af henni, en höfundar ritgerðarinnar lýsa slíkri stefnu sem ókeypis hádegisverði; þær skapi gengisstöðugleika, án þess að hafa neikvæð áhrif á aðra þætti hagkerfisins.

Þau ríki sem reyni hins vegar að halda í sjálfstæða peningastefnu með því að halda úti fljótandi gjaldmiðli, eins og til dæmis Ísland, virðist ekkert græða á því. Þau glími við meiri óstöðugleika í gengi gjaldmiðilsins, án þess að uppskera minni óstöðugleika í öðrum hagstærðum. Flotgengið orsaki þannig fjölda vandamála við hagstjórn, án þess að leysa nein." (Leturbr. ES-blogg)

Öll frétt Vísis


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband