Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
18.8.2011 | 15:33
Ríkið - það er ég?
Formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem á ferli sínum sem formaður, hefur tjáð sig lítið um Evrópumál, gerir það hinsvegar í Morgunblaðinu í dag og telur að það sé best fyrir alla að leggja umsókn Íslands að ESB til hliðar. Grein Sigmundar birtist aðeins nokkrum dögum eftir að Bjarni Benediktsson sagði hið sama. Tilviljun?
Í greininni talar Sigmundur um að forsendur séu breyttar og að framsýnni þingmenn flokksins geri sér..."grein fyrir því að Íslendingar muni ekki samþykkja aðild að Evrópusambandinu í bráð." Hvaða þingmenn flokksins eru þá ekki framsýnir? Og hvaða skilaboð er Sigmundur að senda þeim "óframsýnu"?
Með grein sinni gengur Sigmundur gegn samþykktum flokksins frá því í vor, en þá var felld tillaga um að hætta viðræðum við ESB! Það hlýtur að teljast merkilegt að formaðurinn gangi gegn samþykktum síns eigin flokks og vekur upp þá spurningu: Hver er raunverulega Framsóknarflokkurinn? Eru það flokksmenn, sem greiða atkvæði með lýðræðislegum hætti eða er Sigmundur flokkurinn? Gildir hér: Ríkið - það er ég?
Sigmundur segir að það sé best fyrir alla að hætta viðræðum. Líka ESB. Eins og það ráði ekki við verkefnið! Við minnum bara á að á árunum 2004-7 tók ESB inn tíu ríki, sem flest sóttu um aðild í kjölfar hruns kommúnismans.
Vissulega gengur mikið á í efnahagsmálum heimsins, en að viðræðurnar við ESB séu að stoppa allt saman er bara reginfirra! Skrif sem þessi litast af "popúlisma" og þeirri hugmyndafræði að best sé að haga seglum eftir vindi.
Það eru að minnsta kosti 12-18 mánuðir þar til aðildarsamningur liggur fyrir. Þá er allt eins víst að forsendur hafi breyst!
Sigmundur leggur til að þjóðin greiði atkvæði um það hvort halda eigi viðræðum áfram. Án þess að hafa kynnt sér hvað felst í aðildarsamningi, eða að hafa fengið tækifæri til þess að kynna sér hvað ESB er, hvernig það vinnur og svo framvegis.
Og enn og aftur talar framsóknarmaður um "milljarða" í "móður allra áróðursherferða" (það vantar ekki frasana!) án þess að hafa nokkur gögn sér til stuðnings. Hér er því verið að þyrla upp ryki.
Og af því að verið er að tala um milljarða: Bara það eitt að hér myndu vextir og verðbólga mögulega lækka til jafns við Evrópu, (að maður tali nú ekki um þann möguleika að afnema verðtrygginu), í kjölfar aðilddar, myndi líklega spara almenningi, fyrirtækjum og íslenska ríkinu, tugi milljarða króna! Er ekki til einhvers að vinna?
Þeir þingmenn Framsóknarflokksins sem aðhyllast samningaviðræður og vilja ganga þá lýðræðislegu leið sem Alþingi samþykkti, fá kaldar kveðjur í grein Sigmundar. Flokksþingið líka.
Ekki er vitað til þess að formenn annarra stjórnmálaflokka hafi gengið svona í berhögg við stefnu síns eigin flokks.
Uppfærsla: Málið hefur nú þegar haft afleiðingar, en Eyjan segir frá því að þrír framámenn í Framsóknarflokknum, meðal annars Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, hafi sagt sig úr flokknum!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
18.8.2011 | 08:48
Eru tollamál að setja stjórnsýsluna á hvolf?
Andstæðingar ESB hrópa hátt að íslenska stjórnsýslan sé á hvolfi vegna ESB-málsins.
Það stenst hinsvegar ekki skoðun, því að í ráðuneyti landbúnaðar og sjávarútvegs er vægast sagt mikil tregða að vinna nokkurn skapaðan hlut í málinu. Það getur því varla verið "á hvolfi" vegna þess.
Hinsvegar birtist athyglisverð frétt í Fréttablaðinu fyrir skömmu en þar er sagt frá því að hvorki meira né minna en FJÖGUR ráðuneyti séu að vinna að tollamálum vegna heimilda Jóns Bjarnasonar til innflutnings á landbúnaðarafurðurm (sem hann vill ekki flytja inn, sérstaklega kjöt).
Við spyrjum því: Eru tollamál að setja stjórnsýsluna á hvolf?
17.8.2011 | 23:41
Leiðari DV: Ráðvilltur Bjarni
"Þessar skoðanir Bjarna um aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu ganga þvert á þau viðhorf sem hann setti fram ásamt Illuga Gunnarssyni í grein í Fréttablaðinu í lok árs 2008. Þar sögðu Bjarni og Illugi meðal annars að Ísland ætti að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið og að bera ætti samninginn undir þjóðina í kjölfarið. Ein veigamestu rök þeirra fyrir aðildarviðræðum Íslands voru að íslenska krónan myndi reynast Íslendingum fjötur um fót. Í viðtalinu á sunnudaginn sagði Bjarni hins ¬vegar að Íslendingar þyrftu ekki að hafa áhyggjur af krónunni. Skoðanir Bjarna á þessum þremur atriðum hafa því gerbreyst frá því hann skrifaði greinina með Illuga.
Nú er vel réttlætanlegt að skipta um skoðun í tilteknum málum ef forsendurnar fyrir þessum skoðunum breytast. Rök Bjarna fyrir breyttum skoðunum sínum á Evrópusambandinu eru aftur á móti ekki mjög trúverðug og sannfærandi þótt hann reyni að klæða þau í málefnalegan búning. Þessi rök Bjarna hljóma frekar eins og tylliástæður formannsins til að réttlæta breytta opinbera afstöðu sína til Evrópusambandsins. Líklegra er að sinnaskipti Bjarna séu tilkomin vegna þess að hann vilji styrkja stöðu sína sem formaður Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi landsfund með því að friða þann arm flokksins sem er algjörlega mótfallinn inngöngu Íslands í Evrópusambandið."
Síðar segir Ingi:
"Hörð afstaða Bjarna í Evrópusambandsmálinu er klók út frá flokkspólitískum forsendum en spyrja má um heilindi formannsins og hverjar séu hans eigin raunverulegu skoðanir. Bjarni virðist vera veikburða og ósjálfstæður formaður sem virðist nú stjórnast af öðrum og annarlegri ástæðum en sinni ígrunduðu sýn á hvað hann telji skynsamlegt og rétt. Þetta er synd því Bjarni hefur sýnt að hann getur bæði verið sjálfstæður og málefnalegur í ákvörðunum sínum."
Í umtalaðri grein sem Bjarni Benediktsson, þá þingmaður, skrifaði í Fréttablaðið árið 2008 ásamt Illuga Gunnarssyni, þingmanni segir:
,,Þær sérstöku aðstæður sem nú eru uppi kalla á að þjóðin öll taki í kjölfar aðildarviðræðna ákvörðun um þetta mikilvæga mál. Ræður þar úrslitum að halda ber á hagsmunum Íslendinga gagnvart Evrópusambandinu með það að leiðarljósi að sem víðtækust sátt og samstaða takist um niðurstöðuna."
Einnig segir: ,,Verði það niðurstaða endurmats Sjálfstæðisflokksins að hagsmunum þjóðarinnar sé enn betur borgið utan ESB væri það engu síður mjög í samræmi við ríka lýðræðishefð í Sjálfstæðisflokknum að láta málið ganga til þjóðarinnar í kjölfar viðræðna, þar sem ítrustu hagsmuna hefur verið gætt. Varðstaða um auðlindir þjóðarinnar skiptir þar höfuðmáli."
Um krónuna sem framtiðargjaldmiðil segir í greininni: ...."sé horft til lengri tíma er hætt við að krónan verði okkur fjötur um fót. Sá sveigjanleiki sem krónan veitir okkur til að kljást við afleiðingar mistaka í hagstjórn eða til að bregðast við ytri áföllum á sér því miður þá skuggahlið að vera sveifluvaldandi og geta ýtt undir óstöðugleika í hagkerfinu. Óstöðugur gjaldmiðill dregur úr trausti á hagkerfinu og þar með möguleikum okkar á að nýta til fulls þau tækifæri sem felast í innri markaði Evrópu, laða til okkar fjárfestingar og hámarka samkeppnishæfni atvinnulífsins. Vöxtur nýrra atvinnugreina og fyrirtækja sem starfa að stórum hluta erlendis en eiga höfuðstöðvar hér á landi takmarkast mjög af stærð myntarinnar og því óöryggi sem af henni hlýst."
Í þættinum Sprengisandi um síðustu helgi sagði sami Bjarni Benediktsson að við "þurfum ekki að hafa áhyggjur af krónunni."
Öll grein Bjarna og Illluga: http://www.visir.is/article/2008246220732
Evrópumál | Breytt 18.8.2011 kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
17.8.2011 | 17:10
MBL: "Orðinn leiður á þjóðsagnaspuna um Evrópusambandið"
Pétur J. Eiríksson, fyrrum yfirmaður Icelandair Cargo, skrifar góða grein um Evrópumálin í Morgunblaðið í dag. Þar bregst Pétur við skrifum Tómasar Inga Olrich, fyrrum menntamálaráðherra, sem hefur látið í sér heyra að undanförnu um sama málaflokk á síðum Morgunblaðsins. Pétur segir í grein sinni:
"Eins og vinur minn, Tómas Ingi Olrich, bendir á í ágætri grein hér í Morgunblaðinu sl. laugardag eru margvísleg og veigamikil rök fyrir því að Ísland eigi að gerast fullgildur aðili að Evrópusambandinu. Hann nefnir þar og hefur eftir aðildarsinnum mikilvægi þess að skipa okkur í sveit með öðrum Evrópuþjóðum, hafa tækifæri til að móta framtíð Evrópu og eiga í nánu sambandi við þær þjóðir sem búa við mest og best lýðræði, mannréttindi, velferð, öryggi og hagsæld. Þetta eru góð rök sem Tómas bendir okkur á en þó engan veginn tæmandi. Reyndar telur hann okkur hafa fátt jákvætt fram að færa gagnvart öðrum Evrópuþjóðum á meðan við sjálf erum ekki lengra komin með tiltekt heima hjá okkur. Þar er ég Tómasi ósammála og tel okkar reisn meiri og heimóttaskap minni en hann vill vera láta. Reyndar hefur það verið svo að stærstu framfaraspor okkar höfum við stigið samhliða nánari tengslum við önnur lönd og alþjóðleg samtök. Má þar nefna aðild okkar að varnarsamstarfi vestrænna þjóða, samstarf Norðurlanda, aðild að EFTA og Evrópska efnahagssvæðinu."
Síðan heldur Pétur áfram og snýr sér að nokkrum rökum fyrir aðild Íslands að ESB og byrjar á gjaldmiðlinum:
"Sú þjóðsaga er sögð að hún sé bjargvættur alls í kjölfar hrunsins á meðan raunsagan er sú að hrun hennar gerði kreppuna dýpri en annars hefði orðið. Hrun krónunnar hefur engu bjargað, útflutningur, hvorki sjávarútvegs né stóriðju, hefur ekki aukist sem hefði átt að gerast ef kenningin gengi upp. Ferðaiðnaðurinn var löngu farinn að vaxa með tveggja stafa tölum áður en gengið hrundi og bað ekki um gengisfellingu. Hrun krónunnar hefur einungis orðið til að auka á skuldakreppu og skerða lífskjör með því að laun almennings eru færð atvinnurekendum án þess að nokkurt tilefni væri til. Nú blasir við gamla sagan um aukna verðbólgu, háa vexti, höft og láglaunahagkerfi samfara lítilli framleiðni og tortryggni umheimsins. Aðildarsinnar vilja ekki gera þessa fortíð að framtíð og vilja því taka upp nýjan gjaldmiðil sem gæti gerst með aðild að ESB. Einangrunarsinnar mættu gjarnan færa fram aðra lausn ef til er."
Síðan víkur Pétur að rökum aðildarsinna og segir:
"Aðildarsinnar vilja losa íslenskan landbúnað úr því kerfi stöðnunar sem nú lamar hann. Þeir sjá betra skjól fyrir hann í styrkjakerfi ESB, sem miðar að því að viðhalda byggðum í sveitum, en í framleiðslustyrkjum í anda Sovétríkjanna sem engu hafa skilað nema niðurníðslu í sveitum, einokun og tómum hillum í verslunum. Hvað vilja einangrunarsinnar gera?
Aðildarsinnar vilja sjá matarverð færast í átt þess sem er í Evrópu. Það er ekki lögmál að verðlag sé hærra á Íslandi en annars staðar.
Aðildarsinnar vilja aukið vöruval í verslunum og vilja losna við gamaldags hugsun um einokun og vernd. Það er heldur ekki lögmál að vöruval eigi að vera minna hér en annars staðar frekar en að íslenskir atvinnuvegir geti ekki keppt. Þeir vilja að neytendur geti pantað sér vörur erlendis frá án þess að opinberir embættismenn þurfi að skipta sér af eða að þörf sé á að greiða margvísleg aukagjöld.
Aðildarsinnar vilja létta kostnaði af íslenskum útflytjendum með því að aflétt verði landamæraeftirliti með íslenskum vörum. Þeir vilja að Íslendingar njóti góðs af fjölmörgum viðskiptasamningum sem Evrópusambandið hefur gert við aðrar þjóðir.
Aðildarsinnar vilja að Íslendingar geti lifað og verið eins og aðrar Evrópuþjóðir, notið sama frjálsræðis en þurfa ekki að vera settir undir höft, takmarkanir og aukin ríkisafskipti sem því miður virðast fara vaxandi í okkar samfélagi.
Þeir vilja ekki undirgangast aukið skrifræði, hvorki í Brussel né Reykjavík, en margt bendir til að það síðara sé orðið minna skilvirkt og þyngra en það fyrra.
Ég er einn þeirra sem telja margt jákvætt við röksemdir aðildarsinna og er orðinn leiður á þjóðsagnaspuna um Evrópusambandið."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
17.8.2011 | 12:32
Átján vilja fræðslustyrki um ESB
Á MBL.is segir:
"Átján umsóknir um styrki til að stuðla að umræðu og fræðslu um Evrópusambandið bárust úthlutunarnefnd sem skipuð var af forsætisnefnd Alþingis í sumar. Umsóknarfrestur rann út um miðja síðustu viku, en kveðið var á um úthlutun styrkjanna á fjárlögum ársins.
Með veitingu styrkjanna er ætlunin að stuðla að »opinberri og upplýstri umræðu og fræðslu um Evrópusambandið, stefnu þess og áhrif hugsanlegrar aðildar Íslands að sambandinu,« að því er fram kemur í auglýsingu. Hámarksfjárhæð veittra styrkja verður að þessu sinni alls 27 milljónir króna.
Samkvæmt upplýsingum frá ritara úthlutunarnefndar voru umsóknirnar eins og áður segir 18. Að baki sumum stóðu fleiri en einn aðili, en styrkir eru aðeins veittir til skýrt skilgreindra verkefna og þurfti fjárhagsáætlun að fylgja umsókn. Þannig verða styrkir ekki veittir t.d. til reksturs skrifstofu, heldur til vinnslu fræðsluefnis, funda- og fyrirlestrahalds og annars konar fræðslustarfsemi. Í sumum umsóknum er farið fram á styrk fyrir fleiri en einu verkefni. "
17.8.2011 | 12:23
Hörð viðbrögð við vaxtahækkun - frekari hækkanir í kortunum!
Viðbrögð forkólfa í atvinnulífinu við stýrivaxtahækkun Seðlabankans eru á einni veg: Neikvæð. Af www.visir.is: "Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að vaxtahækkun Seðlabankans í morgun sé óhugguleg," í frétt
Gylfi Arnbjörnsson segist vera "orðlaus": "Ég er eiginlega bara orðlaus, segir Gylfi í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að eins og komi fram í greiningu bankans er meginástæða þess að verðbólgan hefur aukist sú, að gengi krónunnar hefur veikst. Ég fæ ekki séð með hvaða hætti vaxtahækkanir eiga að hjálpa til við það að laga það. Vextir á Íslandi eru með þeim hæstu í heimi, þrátt fyrir að þeir hafi lækkað mikið undanfarin misseri.
Í Morgunkorni Íslandsbanka segir: "Peningastefnunefndin gefur til kynna í yfirlýsingu sinni sem birt var í morgun að frekari vaxtahækkana megi vænta á næstunni. Segja þeir að til þess að draga úr hættu á því að hærri verðbólguvæntingar og veikt gengi krónunnar festi of mikla verðbólgu í sessi og til að sporna gegn aukinni verðbólgu og hugsanlegum þrýstingi á gengi krónunnar kunni að vera þörf á því að hækka vexti frekar. Við reiknum með því að bankinn muni hækka vexti sína um 0,5 prósentur til viðbótar fyrir lok árs." (Leturbreyting, ES-blogg)
17.8.2011 | 09:19
Sarkozy og Merkel funduðu um Evruna/Evrusvæðið
"Samhæfðari stefna í efnahagsmálum er að mati Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, nauðsynleg til að verja evruna. Hún lét þessi orð falla í gær eftir fund með Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta, en meðal þess sem þau leggja til er sameiginleg hagstjórn á evrusvæðinu.
Mikill óróleiki hefur verið í efnahagslífi Evrópu síðustu misseri, ekki síst vegna skuldavandamála ríkja eins og Grikklands, Portúgals og Írlands, sem hafa þegið hundruð milljarða evra í styrk. Nýjustu hagtölur frá Frakklandi og Þýskalandi hafa svo enn aukið óvissu með framhaldið, en hartnær enginn hagvöxtur varð í löndunum á öðrum fjórðungi þessa árs.
Merkel og Sarkozy hétu því að standa vörð um evruna. Meðal annarra atriða í tillögum þeirra var að koma á sameiginlegum evrópskum skatti á fjármagnsflutninga og að evruríkin myndu stjórnarskrárbinda bann við fjárlagahalla, ekki síðar en næsta sumar. Þá sömdu Frakkland og Þýskaland um að samhæfa fyrirtækjaskatta ríkjanna."
Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag og á vef Vísis.
Samkvæmt Morgunblaðinu lækkaði verðbólga á Evrusvæðinu í júlí og mældist 2,5%, eða um helmingi minni en hér á Íslandi.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2011 | 09:14
Verbólgan keyrir upp vextina
Vextir hækka á Íslandi í dag um 0.25%. Á www.visir.is segir: "Í tilkynningu á vefsíðu Seðlabankans segir að hækkun vaxta Seðlabankans er í samræmi við nýlegar yfirlýsingar peningastefnunefndar og markast af því að verðbólguhorfur til næstu tveggja ára hafa versnað enn frekar frá síðasta fundi nefndarinnar. Nýjustu hagtölur og uppfærð spá bankans sem birtist í Peningamálum í dag benda að auki til meiri vaxtar innlendrar eftirspurnar og atvinnu á þessu ári en búist var við í síðustu spá.
Síðar segir: "Aukin verðbólga skýrist m.a. af lágu gengi krónunnar og verðhækkunum húsnæðis og olíu. Umsamdar launahækkanir munu auka verðbólguna enn frekar á næstunni þrátt fyrir lítils háttar styrkingu gengis að undanförnu. Miðað við núverandi gengi krónunnar eru horfur á að verðbólga aukist fram á næsta ár og að verðbólgumarkmiðið náist ekki að nýju fyrr en á seinni hluta ársins 2013."
Ergo: Lán landsmanna hækka enn frekar og það verður dýrara að taka lán!
16.8.2011 | 18:21
Benedikt Jóhannesson: Óráð að draga umsókn til baka
Benedikt Jóhannesson, formaður Sjálfstæðra Evrópumanna telur óráð að draga umsókn Íslands að ESB til baka. Hann segir það í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins að stefna að sem bestum samning og ljúka aðildarviðræðunum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag, en þar segir:
"Almennt talað held ég að það sé heppilegt miðað við stöðuna í þjóðfélaginu að halda sem flestum leiðum opnum burtséð frá því hvaða skoðun menn hafa á þessum Evrópumálum, segir Benedikt og bætir við: Ég held að það væri mjög í anda stefnu flokksins að ljúka viðræðunum og fá þann besta samning sem við getum fengið. Nú ef hann er svo ekki nógu góður þá hef ég þá trú á þjóðinni að hún sé nógu greind til að hafna honum. Ég held að það væri mjög vont að taka það af þjóðinni að taka afstöðu til samnings.
Benedikt segir umræðu um efnahagsvandræði í Evrópu hafa verið áberandi að undanförnu en að þeir erfiðleikar séu ekki ástæða til að vera á móti ESB.
Það eru auðvitað efnahagserfiðleikar víðar, til dæmis í Bandaríkjunum. En mér sem sjálfstæðismanni hefur hugnast mjög vel sú stefna ESB að vilja jöfnuð í ríkisfjármálum og það að ríki skuldi ekki of mikið. Ég held að það sé einmitt stefna sjálfstæðismanna hér á Íslandi, að það eigi að ná jöfnuði í ríkisfjármálum og minnka skuldir sem allra mest, segir Benedikt. Akkúrat í þessu máli held ég að stefna ESB og Sjálfstæðisflokksins fari afar vel saman, segir Benedikt.
15.8.2011 | 21:11
Gjörgæslugjaldmiðill!
"Fá dæmi eru um að gjaldmiðill hafi verið jafn ofmetinn og íslenska krónan á árunum 2004-2007." Þannig hefst frétt á Mbl.is.
En í dag er varla hægt að meta íslenska gjaldmiðilinn, því blessuð Krónan er jú á gjörgæslu!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir