Leita í fréttum mbl.is

Baldur Þórhallsson: Er ESB betra en EES?

Baldur ÞórhallssonDr. Baldur Þórhallsson skrifar grein í Fréttablaðið í dag undir fyrirsögninni: Er ESB betra en EES? Grein Baldurs hefst á þessum orðum: "Nokkuð hefur verið gagnrýnt að við Íslendingar höfum litla sem enga möguleika á að hafa áhrif á lagasetningu EES. Því er haldið fram að þetta sé mjög ólýðræðislegt. Þá bregður svo við að andstæðingar aðildar Íslands að ESB keppast við að lofsyngja EES-samninginn. Í þessu er nokkur þversögn.

Ef löggjöf ESB sem við tökum yfir vegna aðildar að EES er svo góð eins og andstæðingar ESB-aðildar halda fram þá hlýtur að vera enn betra fyrir okkur að vera innan sambandsins þar sem við getum haft áhrif á hana. Auk þess sem við getum haft frumkvæði að lögum. Aðild að ESB gefur okkur einnig kost á því að taka upp evru og stórbæta bæði lífskjör í landinu og stöðu atvinnulífsins."

Öll greinin


Hvaða grein las Evrópuvaktin?

william_hague400.jpgÞað er magnað að lesa hvernig Birni Bjarnasyni og Styrmi Gunnarssyni (les: Evrópuvaktinni) tekst að fara með sannleikann!

Í dag (17.júlí) segja þeir frá grein eftir utanríkisráðherra Bretlands, William Hague, þar sem hann ræðir málefni ESB, Evrusvæðis og svo framvegis.

Evrópuvaktin passar sig á að taka allt það neikvæða úr greininni sem hægt er og segja svo þetta:

"Hague sjálfur er talinn í fararbroddi þeirra innan Íhaldsflokksins, sem hafa efasemdir um aðild Bretlands að ESB og blaðið segir að tveir ónafngreindir ráðherrar hafi lýst þeirri skoðun að bezt fari á því að Bretland yfirgefi ESB. Þá segir í frétt blaðsins, að a,m.k. einn nánustu samstarfsmanna Camerons sé sömu skoðunar."

Sé sjálf greinin lesin kemur hinsvegar allt annað í ljós: "My core views on Europe have not changed: we should be in the EU but not run by the EU. Despite everything that is wrong with it, and there is a great deal that is, the European Union offers a lot for Britain: free markets across Europe that are of great benefit to our businesses, the means to work together closely in foreign affairs to our mutual advantage and the spread and entrenchment of freedom, the rule of law, prosperity and stability across Europe."

Í lauslegri þýðingu er þetta svona: Grunnsjónarmið Hague hafa ekki breyst og það er skoðun hans að Bretland ("we") eigi að vera með í ESB en ekki láta stjórnast af ESB. Hann segir að ESB sé ekki gallalaust en að sambandið hafi margt að bjóða Bretum; frjálsan markaðsaðgang og nánasamvinnu við aðrar þjóðir á sviði lýðræðis, lögum og reglu, og að stuðla að hagsæld og stöðugleika í Evrópu."

Ritstjórn ES-bloggsins er spurn: Hvaða grein las Evrópuvaktin?

Margt annað áhugavert kemur fram í grein Hague, en Evrópuvaktin er ekkert að hafa fyrir því að koma því til skila. Tilgangurinn helgar jú meðalið, að draga upp efasemdarmynd af ESB og því sem það gerir.

Skorum við á lesendur að bera saman "frétt"  Evrópuvaktarinnar og grein William Hague, sem meðal annars segir:

"We must be constantly alert to opportunities to advance our interests. It means that we must forge close partnerships not just with the biggest players but appreciate the importance of every country in the EU, from Malta to Finland, something the last government far too often did not."

Snarað: Við verðum að vera stöðugt á var'bergi yfir möguleikum okkar, við verðum að stuðla að nánu samstarfi, ekki bara við þá stóru, heldur verðum við einnig að virða mikilvægi allra landa í ESB, allt frá Möltu, til Finnlands, nokkuð sem fyrri stjórn gerði ekki."

Þetta er fín grein eftir William Hague og ekki annað að sjá annað en að þar fari maður sem hefur raunverulega Evrópusamvinnu að leiðarljósi.


Um tolla á vef Neytendasamtakanna

Af því að við höfum verið að ræða málefni bænda, tolla og annað slíkt hér á síðum þessa bloggs er vert að benda á áhugaverða frétt á vef Neytendasamtakanna um þessi mál. Þar segir meðal annars:

"Tollvernd á landbúnaðarvörum
Háir tollar eru lagðir á flestar innfluttar landbúnaðarvörur og er það hluti af verndarstefnu íslenskra stjórnvalda. Þessi verndarstefna skerðir valfrelsi neytenda og ekki verður séð að rök eins og matvælaöryggi réttlæti á nokkurn hátt himinháa tolla á vörum eins og ostum, m.a. ostategundum sem eru ekki framleiddar hér á landi.

Tollar á ostum
Innfluttir ostar bera háa tolla, eða 30%, auk þess sem lagt er 430 – 500 kr. gjald á hvert kíló. Það þarf því ekki að koma á óvart að úrvalið af innfluttum ostum er afar lítið. Samkvæmt tvíhliða samningi við Evrópusambandið er heimilt að flytja inn allt að 100 tonn af ostum frá löndum sambandsins án tolla. Þessi kvóti er hins vegar boðinn út og því bætist útboðskostnaður við innkaupsverðið. Neytendasamtökin hafa gagnrýnt þessa leið og lagt til að kvótanum verði úthlutað samkvæmt hlutkesti. 

Tollasamningar gilda ekki á Íslandi
Samkvæmt samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar skal hvert aðildarland heimila innflutning á 3 – 5% af innanlandsneyslu, í þeim tilgangi að tryggja ákveðinn lágmarksaðgang erlendra landbúnaðarafurða á lægri tollum en ella gilda. Til skamms tíma voru þessir lægri tollar miðaðir við ákveðna krónutölu sem lagðist á hvert kíló við innflutning og var um tiltölulega lága upphæð að ræða. Með reglugerð landbúnaðarráðherra frá árinu 2009 var tollum á smjöri og ostum breytt úr krónutölu í prósentu (úr magntollum í verðtolla) og eru tollarnir nú 182%-193% á ostum og 216% á smjöri. 

Tollar á kjöti
Innflutt kjöt ber háa tolla en þó er munur á þeim eftir því hvort kjötið kemur frá löndum innan Evrópusambandsins eða utan. Þannig er 18% tollur á innfluttum kjúklingabringum sem framleiddar eru í ESB-löndum, auk 540 króna magntolls á hvert kíló, en ef kjúklingabringurnar koma lengra að er tollurinn 30% og magntollurinn 900 krónur. Nautalund innflutt frá ESB-landi ber 18% toll auk 877 króna magntolls en komi hún frá landi utan ESB er tollurinn 30% og magntollurinn 1.462 krónur. Það sama gildir um svínakjöt en svínalund frá ESB ber 18% toll auk 717 króna magntolls en annars 30% toll og 1.195 króna magntoll.

Samkvæmt tvíhliða samningi við Evrópusambandið er heimilt að flytja inn allt að 100 tonn af  nautakjöti, 200 tonn af svínakjöti og 200 tonn af alifuglakjöti án tolla. Rétt eins og með ostana er þessi kvóti boðinn út hér á landi og bætist því útboðskostnaður við innkaupsverðið." Öll fréttin

ESB snýst jú mikið um tolla og hér má lesa heilmikið um það!

 


Þorsteinn Pálsson skrifar um landbúnaðarmálin

Þorsteinn PálssonMálefni bænda í sambandi við ESB-umsóknina hafa verið í brennidepli að undanförnu. Í Fréttablaðinu í dag tekur Þorsteinn Pálsson þau fyrir í pistli grein af Kögunarhóli sínum, greinin ber heitið Vörnin. Þorsteinn ræðir t.d. tollvernd á landbúnaðarafurðum og segir meðal annars:

"Veigamesta krafa Bændasamtakanna er að halda óbreyttri tollvernd. Gallinn frá sjónarhóli bænda en kosturinn frá sjónarhóli neytenda er hins vegar sá að þetta er ekki hægt þegar gengið er í tollabandalag. Þegar landbúnaðarráðherra tekur þessa sömu afstöðu er hann því að reka slagbrand fyrir þær dyr sem næst þarf að ljúka upp í aðildarviðræðunum.

Veikleikinn

Athyglisvert er að í lágmarkskröfum Bændasamtakanna kemur fram að þau eru nú eins og fyrr reiðubúin að gefa tollverndina eftir á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, komi bætur fyrir. Það er einmitt ráðgert í aðildarviðræðunum. Þannig sýnist sveigjanleikinn varðandi tollverndina fara eftir því hvaða alþjóðasamtök eiga í hlut. Varnarlína sem þannig er dregin er málefnalega veik. Röksemdin ristir ekki djúpt.

Svipuð tvíhyggja hefur komið fram hjá samtökunum Heimssýn. Fulltrúar þeirra á Alþingi eru á móti innflutningi landbúnaðarafurða frá Evrópu en hafa lagt fram tillögu um fríverslun með landbúnaðarvörur frá Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að mönnum er ljóst að viðskiptaleg einangrun á þessu sviði er ekki til frambúðar. Nauðsynlegt þykir hins vegar að drepa óumflýjanlegri umræðu á dreif.

Bændasamtökin fullyrða að tollverndin hafi haldið verði á landbúnaðarvörum niðri. Það gengur þvert á lögmál hagfræðinnar. En rökstuðningurinn er samt ekki alveg út í bláinn. Hann er sá að bændur hafi tekið á sig kjaraskerðingu í þessum tilgangi. Það er trúlega rétt. En hér er komið að kjarna málsins um framtíðargildi óbreyttrar landbúnaðarstefnu.

Þetta þýðir að bændur hafa sjálfviljugir fallist á að kaupa tollverndina með lægri launum. Er þessi launalækkun sú víglína sem landbúnaðarráðherrann ætlar að verja? Væri ekki réttara að líta á þetta sem veikleika í óbreyttu skipulagi? Þarf ekki að bera slíkar gildrur í ríkjandi kerfi saman við breytingarnar sem hljótast af ESB-aðild?

Láglaunastefna af þessu tagi er þó í góðu samræmi við kjarnaröksemd aðildarandstæðinga. Hún er sú að tryggja samkeppnisstöðu landsins með rýrnun lífskjara í gegnum gengislækkanir." (Feitletrun, ES-blogg)

 


Hvað er heimsskautalandbúnaður?

Háskóli ÍslandsEins og kom fram í fréttum um daginn opnaði Háskóli Íslands Upplýsingaveitu um Evrópusambandið og Evrópumál.

Þar er nú að finna þessa spurningu frá Natani Kolbeinssyni: "Hvað er átt við með heimskautalandbúnaði í umræðunni um ESB?"

Í svarinu segir meðal annars: "Orðin heimskautalandbúnaður eða norðurslóðalandbúnaður vísa til þeirrar sérlausnar sem Finnland og Svíþjóð sömdu um í viðræðum sínum við ESB árið 1994. Sérlausnin felst í því að Finnum og Svíum er heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, það er norðan við 62. breiddargráðu, sem nemur 35% umfram það sem öðrum aðildarríkjum er heimilt. Markmiðið er að tryggja áframhaldandi landbúnaðarframleiðslu á norðlægum svæðum. Styrkveitingar eru meðal annars háðar því skilyrði að þær mega ekki leiða til aukinnar framleiðslu. Þær eru alfarið fjármagnaðar af viðkomandi ríki og byggjast á sérstakri grein í aðildarsamningi þess við ESB.

Í aðildarsamningi Finnlands er einnig ákvæði um að styrkja megi svæði sem eiga í alvarlegum erfiðleikum með aðlögun að hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB. Finnar nýttu sér það ákvæði til að semja við ESB um tímabundinn sérstuðning fyrir Suður-Finnland.

Í meirihlutaáliti utanríkimálanefndar Alþingis um aðildarumsókn Íslands að ESB segir að ástæða sé til að ætla að unnt verði að skilgreina allt Ísland sem svæði norðurslóðalandbúnaðar, þar sem það liggi allt norðan við 62. breiddargráðu. Í álitinu, sem lagt er til grundvallar í aðildarviðræðum stjórnvalda við sambandið, er í þessu ljósi lagt upp með að íslensk stjórnvöld leggi þunga áherslu á að fá að styrkja íslenskan landbúnað, til dæmis með framleiðslutengdum styrkjum, umfram almennar reglur ESB."

Heildarsvarið er hér, sem unnið er af Vilborgu Á. Guðjónsdóttur, starfsmann vefsins.

Vert er að benda á að ALLIR geta sent inn spurningar sem snúa að ESB til vefsins og það er gert með því að fara inn á þessa slóð: http://evropuvefur.is/hvers_vegna.php


...og Krónan fellur!

KrónaÁ www.visir.is segir: "Gengi íslensku krónunnar heldur áfram að veikjast þvert á aðstæður í landinu. Gengisvísitalan er nú komin yfir 220 stig sem er svipað og hún var um vorið í fyrra.

Nefna má að gengið þarf ekki að veikjast nema um rúm 10% í viðbót til að ná neðstu stöðu sinni í hruninu haustið 2008. Í desember það ár fór gengisvísitalan í 248 stig.

Þessi veiking á gengi krónunnar er gegn aðstæðum og hefur m.a. orðið greiningum stóru bankana umhugsunarefni." Öll fréttin

Hvar endar þetta?


Beittur Guðmundur Gunnarsson á Eyjunni

Guðmundur GunnarssonGuðmundur Gunnarsson, fyrrum formaður Rafiðnaðarsambansins, skrifar beittan pistil á Eyjuna og fjallar að mestu um efnhagsmál. Guðmundur hefur pistilinn svona:

"Nokkrir halda því fram glaðhlakkalegir að nú sé ESB að hrynja, og vísa máli sínu til stuðnings á ástandið í Grikklandi, Ítalíu, Spáni og Írlandi. Því er haldið fram að efnahagsstaða þessara landa sé afleiðing þess að þau gengu inn í ESB. Hér er heldur betur verið að snúa hlutunum á haus.

Efnahagsleg staða allra landa er bein afleiðing efnahagsstjórnunar viðkomandi lands. Ef land býr við pólitíska spillingu og óráðssíu reistri á lýðskrumi, með öðrum orðum stjórnmálamenn sem lofa meiru en þjóðin hefur efni á, þá fer efnahagsstaða landsins í vanda, sama hvort það hefur Evru eða einhvern annan gjaldmiðil. Þessu hefur oft verið bjargað með efnahagsaðstoð frá öðrum löndum, en nú er svo komið að skattborgarar þeirra landa segja hingað og ekki lengra. Framangreind lönd væru í enn verri stöðu en þau eru nú ef þau væru utan ESB.

ESB hefur fylgt þessum kröfum og gert stjórnmálamönnum þessara landa að taka ábyrga afstöðu. Skera niður útgjöld ríkisins eða hækka skatta. Viðkomandi stjórnmálamenn hafa hingað til vikið sér undan þessari ákvarðanatöku, sem hefur orðið til þess að staðan nú svo alvarleg að snarminnka verður útgjöld, minnka lífeyrisskuldbindingar og hækka auk þess skatta svo hægt sé að greiða upp þær skuldir og skuldbindingar sem óábyrg vinnubrögð fyrrverandi stjórnmálamanna hafa leitt yfir viðkomandi þjóð. Sú mikla breyting á aldurssamsetningu þjóðanna sem blasir við á næstu árum gerir það að verkum að ekki verður vikist undan því að taka á vandanum. Hér á ég við að skattgreiðendum fækkar sífellt hlutfallslega.

Hér á landi telja nokkrir að við séum lánsöm og laus við þennan vanda, sakir þess að við höfum sjálfstæðan gjaldmiðil sem hægt sé gengisfella. Þar með hverfi efnahagsvandi þjóðarinnar. En í raun erum við í nákvæmlega sömu stöðu og framangreindar þjóðir."

 


Góðir leiðarar eftir Ólaf í Fréttablaðinu

Ólafur StephensenVið viljum benda á tvo fína leiðara eftir Ólaf Þ. Stephensen í Fréttablaðinu.

Þann 12. júlí skrifar hann um bændur og ESB-málið og segir meðal annars: "Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er að sumu leyti eins og himnasending fyrir þá sem vilja sem allra minnstar breytingar á íslenzka landbúnaðarkerfinu. Andstæðingar breytinga geta nú sett þær allar í einn pakka merktan ESB og barizt svo gegn þeim á þeim forsendum að við ætlum nú ekki að láta útlendinga segja okkur hvernig eigi að reka íslenzkan landbúnað.

Þannig eru „varnarlínurnar“, sem Bændasamtökin kynntu á nýjan leik í síðustu viku, í raun varnarlínur um óbreytt ástand í landbúnaði. Í ályktun Búnaðarþings, þar sem varnarlínurnar voru settar fram sem ófrávíkjanleg skilyrði í aðildarviðræðunum við ESB, var sömuleiðis sú krafa að „allar umræður sem leiða af sér grundvallarbreytingar á ríkisstuðningi, tolla- og stofnanaumhverfi íslensks landbúnaðar verði að bíða þar til yfirstandandi samningaferli lýkur“.

Er það nú endilega nauðsynlegt? Margir af þeim sem hafa áhuga á umbótum í landbúnaðinum hafa engan áhuga á Evrópusambandsaðild og enga trú á að hún verði að veruleika. Af hverju þá að bíða með þessar umræður?

Alveg óháð ESB-aðild er til dæmis ástæða til að ræða hvort ekki þurfi að koma á bæði innlendri og erlendri samkeppni á búvörumarkaði hér á landi, með því að samkeppnislög nái til alls landbúnaðargeirans eins og annarra atvinnugreina og tollvernd verði afnumin, þannig að bændur og afurðastöðvar keppi við innflutning rétt eins og flestir aðrir innlendir framleiðendur neyzluvöru."

Daginn eftir tók svo Ólafur fyrir sjávarútvegsmálin, og segir þetta: "Margir, þar á meðal ýmsir forystumenn í sjávarútvegi, hafa fært rök fyrir því á undanförnum árum, alveg óháð umræðunni um ESB, að bannið við beinni erlendri fjárfestingu í sjávarútvegi sé tímaskekkja og til óþurftar.
Bannið torveldar þannig sjávarútvegsfyrirtækjum að sækja sér áhættufé á hlutabréfamarkaði til frekari vaxtar. Á sínum tíma fékk Ísland undanþágu á sviði sjávarútvegs frá ákvæðum EES-samningsins um fjárfestingafrelsi. Þá ríkti talsverður ótti um að útlendir fjárfestar gleyptu hér heilu atvinnugreinarnar. Hann reyndist ástæðulaus; þvert á móti voru það íslenzku fyrirtækin sem nýttu sér fjárfestingafrelsið til að vaxa erlendis.

Þar létu sjávarútvegsfyrirtækin ekki sitt eftir liggja. Fyrirtæki á borð við Samherja hafa verið umsvifamikil í sjávarútvegi innan Evrópusambandsins. Fyrirtæki í eigu Íslendinga ráða til dæmis drjúgum hluta úthafsveiðikvóta Þýzkalands og Bretlands.

Ísland getur að sjálfsögðu ekki haldið því fram til langframa að það sé allt í lagi að Íslendingar fjárfesti í sjávarútvegi í ESB, en fyrirtæki frá öðrum Evrópuríkjum megi ekki fjárfesta hér. Óttinn er ástæðulaus. Íslenzkur sjávarútvegur er öflugri en sjávarútvegur flestra ríkja ESB og líklegt að áfram verði það fremur Íslendingar sem fjárfesta ytra en öfugt."

Ólafur hefur yfirgripsmikla þekkingu á Evrópumálum og skrif hans eru mikilvæg í að halda umræðunni upplýstri og á skynsemisnótum.



Króna í þágu neytenda?

Á www.visir.is stendur: "Þetta er staðfesting á því sem við höfum haldið fram oft á tíðum, sem er að fyrirtæki eru fljót að hækka verð þegar gengið veikist, en þegar það styrkist gengur illa að fá verðlækkun," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, um niðurstöðu rannsóknarritgerðar, sem unnin er á vegum Seðlabankans og gefur mikilvæga innsýn í verðlagningu íslenskra fyrirtækja á vörum og þjónustu.

Í ritgerðinni segir orðrétt:

„Önnur áhugaverð niðurstaða rannsóknarinnar snýr að ósamhverfum áhrifum gengisbreytinga á verð. Í ljós kemur að fyrirtæki voru mun líklegri til þess að hækka verð eftir gengisfall en lækka það eftir gengisstyrkingu. Sérstaka athygli vekur að þriðjungur fyrirtækja sem voru ekki útsett með beinum hætti fyrir gengisbreytingum hækkuðu verð sitt eftir 30% gengislækkun á fyrri hluta ársins 2008 á meðan ekkert þeirra lækkaði verðið í kjölfar 10% gengisstyrkingar ári fyrr."

Öll fréttin


Fullt af greinum

Bendum á áhugavert efni í Fréttablaðinu:

Guðmundur Andri Thorsson skrifar beinskeytta grein í blað dagsins um ESB-málið:

http://visir.is/-latum-tha-alla-svelgja-okkur-/article/2011707119989

Óli Kr. Ármannson fjallar um stöðugleika í leiðara dagsins og segir þar meðal annars:

"Efnahagssaga Íslands hefur frá upphafi einkennst af sveiflum. Uppspretta óstöðugleikans er þekkt, en rætur hans eru í gjaldmiðlinum. Fullyrðingar um að ábati sé af því að vera með gjaldmiðil sem geti veikst hafa verið hraktar, meðal annars í skrifum Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabankans. Kostnaðurinn er meiri en ábatinn og hann ber almenningur í hvert sinn sem honum er smurt ofan á lán hans, áratugi fram í tímann.

Meira að segja í gjaldeyrishöftum virðist ekki hægt að láta íslensku krónuna styðja við almenn lífskjör í landinu. Fyrir helgi benti Greining Íslandsbanka á að nú stæði sem hæst annatími vegna erlendra ferðamanna, gjaldeyrisinnstreymi væri með mesta móti og samt veiktist krónan. Í nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar sem birt var á föstudag er svo gert ráð fyrir verðbólga haldi áfram að aukast. Í lok þessa árs er gert ráð fyrir að hún verði komin yfir fimm prósent."

Leiðarinn: http://visir.is/stodugleika-bedid/article/2011707119991

Bendum einnig á grein eftir Árna Þór Sigfússon, bæjarstjóra í Reykjanesbæ um ESB-málið, en hann hefur unnið í sambandi við það innan Sjálfstæðisflokksins.

http://visir.is/erum-vid-tilbuin-ad-ganga-i-esb?/article/2011707119985


Seðlabankastjóri: Evra eykur stöðugleika - verðbólga vandamál

Már GuðmundssonÁ Eyjunni stendur:"Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir upptöku evru á Íslandi myndu auka mjög stöðugleika í efnahagslífinu. Þetta kemur meðal annars fram í viðtali við bandaríska stórblaðið Wall Street Journal sem birtist í gær.

Í umfjöllun blaðsins kemur fram að Seðlabankanum hafi tekist að koma jafnvægi á gengi krónunnar með gjaldeyrishöftum, ná verðbólgu niður og lækka stýrivexti úr 18 prósentum í rúmlega 4 prósent. Þó sé atvinnuleysi enn mikið áhyggjuefni, svo og aukin verðbólga síðustu mánuði.

„Helsta áhyggjuefni okkar er undirliggjandi verðbólga,“ segir Már í viðtalinu. Hann segir verðbólgutölur töluvert yfir markmiðum og það komi á óvart að sjá verðbólgu aukast svo snemma í efnahagsbatanum, sem bendi til þess að dýpt kreppunnar kunni að hafa verið ofmetin."

Öll fréttiin


Tveir áhugaverðir Eyju-pistlar

Bendum á tvo áhugaverða pistla á Eyjunni. Í þeim fyrri skrifar Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, framkvæmdastjóri Já-Ísland um bændur og ESB og segir meðal annars:

"Varðandi þetta að aðild að ESB sé dauði bændastéttarinnar á Íslandi þá er þessir spádómar hvergi staðfestir nema í þeirra eigin gögnum.  Það hefur hins vegar verið bent á að mögulega verði niðurfelling útflutningstolla í kjölfar aðildar – til þess að lambakjötsframleiðendur geti hafið stórsókn og gæti aukið framleiðslu.  Það er hins vegar satt  að líklega fari alifuglaræktendur og svínabændur ekki koma vel út úr aðild, en þeir aðilar eru bæði mjög fáir og flestir ekki rómantískir bændur eins og við þekkjum þá felst – heldur verksmiðjur.

Nú við þetta má bæta að fæðuöryggi er ekki tryggt í landi þegar fóður er að miklu leiti flutt inn! – svo þau rök duga skammt.

Þá er það þetta með hagfræðina og verndatollana sem eiga að hafa lækkað verð á matvæli á Íslandi – í fyrsta lagi samræmist þetta ekki grun lögmálum heilbrigðrar rökhugsunar – tollar hindra samkeppni og stuðla að fákeppni, stundum einokun og halda verði uppi.  Auk þess sem það vita það allir sem kaupa inn – að matur er hreint ekki ódýr á Íslandi!!" Pistill Bryndísar í heild.

Í öðrum pistli skrifar Guðbjörn Guðbjörnsson, þróunarstjóri hjá Tollstjóraembættinu um ESB og afnám vörugjalda. Hann hefur gríðarlega þekkingu á tollamálum og segir í pistlinum:

"Innan Evrópusambandins þekkjast vörugjöld (e. excise duties) aðeins á áfengi, tóbak, kaffi, olíu, bensín, kol og rafmagn. Vörugjöld á hundruð vöruliða, sem Íslendingum hefur hugkvæmst að skattleggja, eru ekki til staðar."

Guðbjörn lýkur pistli sínum á þessum orðum: "Vörugjöld eru ósanngjörn og tilviljanakennd gjaldtaka, sem aðallega beinist gegn ákveðnum þjóðfélagshópum, þ.e.a.s. yngra fólki sem er að byggja og koma sér upp heimili, en einnig unglingum og yngra fólki, sem kaupir meira af tækjum en þeir sem eldri eru. Það er ekki einkennilegt að Framsóknarflokkurinn hafi alltaf verið andsnúinn afnámi vörugjalda á nauðsynjum, því þeir verja einnig með oddi og egg verndartolla á landbúnaðarafurðir. Það er hins vegar einkennilegt að Sjálfstæðisflokkurinn, sem jafnan hefur barist fyrir frjálsri verslun og samkeppni og gegn neyslustýringu, hafi á 16 ára valdaferli sínum ekki tekist að afnema vörugjöld á byggingavörur, heimilistæki, hljómtæki, DVD-tæki og i-poda."

Ódýrari matur, lækkun/afnám tolla og vörugjalda, lægri vextir og verðbólga eru allt þættir sem gera aðild að ESB æskilega fyrir íslensk heimili og atvinnulíf!

 


Bogi um upphaf aðildarviðræðna (textaútgáfa fréttaskýringar)

Birtum hér krækju inn á ágæta fréttaskýringu Boga Ágústssonar, sem hann sendi frá sér í tilefni upphafs (formlegra) aðildarviðræðna Íslands og ESB.

http://www.ruv.is/frettaskyringar/innlendar-frettir/samningavidraedur-vid-esb-ad-hefjast


Krónuland á botninum samkvæmt spá OECD

OECD birti nýlega tölur sem spá fyrir um útflutning landa á þessu ári. Þar kemur ýmislegt áhugavert í ljós.

Mestur vöxtur er í Eistlandi, um 20%, en þeir tóku upp Evruna um áramótin.

Þar á eftir koma fleiri Evrulönd: Þýskaland, Slóvakía og Spánn, sem eru í þriðja, fjórða og fimmta sæti (Kórea er nr. 2).

Öll þessi lönd liggja í kringum 10% vöxt í útflutningi, spáir OECD.

En hvar skyldi krónulandið Ísland vera? Jú, á botninum, með aðeins 2.7% vöxt, samkvæmt þessari spá OECD., sem sagt er frá hér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband