12.4.2011 | 20:24
Guðbjörn Guðbjörnsson: Frjálslynd öfl sameinist
Guðbjörn Guðbjörnsson, þróunarstjóri hjá Tollstjóraembættinu skrifar áhugaverða færslu um stjórnmál líðandi stundar á blogg sitt, undir fyrirsögninni: Frjálslynd öfl sameinist.
Pistillinn byrjar svona: "Sjaldan líður mér betur en þegar ég sit í hópi frjálslyndra afla úr Samfylkingu, Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki og Frjálslynda flokknum og ræði stjórnmál, en þetta gerðist í gærkvöldi eftir stofnfund Evrópuvettvangsins. Mér varð ljóst að margir hægri kratar á borð við mig lentu í Sjálfstæðisflokknum, þar sem hægri öflin hafa alla tíð ráðið og þar sem hægri þjóðernis- og einangrunarstefna tröllríða öllu nú um stundir, af því að það vantaði réttan stjórnmálavettvang fyrir mig og mína líka.
Segja má að Framsóknarflokkurinn hafi reynt að gera tilraun til að endurnýja sig sem slíkur vettvangur undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar og Jóns Sigurðssonar og þannig tekið fyrsta skrefið í átt til frjálslyndra flokka (e. liberals) í Evrópu. Síðari formenn hafa ekki aðeins hörfað, heldur stýrt flokknum í aðra átt og róa í raun á sömu mið og Sjálfstæðisflokkurinn. Síðasta landsþing Framsóknarflokksins undir heitinu Undir vonanna birtu, sem var opnað með bændaglímu og þar sem þingfulltrúar voru að megninu til 70 ára gamlir fyrrverandi SÍSarar, kaupfélagsmenn og smábændur, rak síðasta naglann í líkkistuna."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
12.4.2011 | 20:17
Þjóðríkið og fullveldið
Báðir hafa þeir rannsakað þessa þætti og fjallað um í ræðu og riti. Spurningar tengdar fullveldi og þjóðríkinu eru eðlilegar þegar rætt er um aðild Íslands að alþjóðasamstarfi á borð við það sem er innan ESB. Fundurinn er haldinn í húsnæði Já Íslands Skipholti 50a og hefst kl. 17.00."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2011 | 20:13
Til heimabrúks?
Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands lét hafa það eftir sér í dag að Hollendingar íhugðu að beita Ísland efnhagsþvingunum, borgi Ísland ekki Icesave.
De Jager er fulltrúi CDA-flokksins í Hollandi, sem er mið-hægri flokkur. Flokkurinn kom afar illa út úr kosningum í fyrra, frá því að vera stærsti flokkurinn, til að vera sá fjórði stærsti.
Er hægt að yfirlýsingar De Jager í þessu ljósi? Er þetta til heimabrúks?
Stendur ekki til að borga þetta blessaða Icesave, hvort eð er?
12.4.2011 | 15:54
Nám í Evrópufræðum við H.Í.
Stjórnmálafræðideild HÍ býður nám í Evrópufræðum með okkar fremstu fræðimönnum, sjá viðtal síðatsliðinn laugardag í Fréttablaðinu við Maximilian Conrad.
http://vefblod.visir.is/index.php?s=4960&p=110680
Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þekkingar á sviði Evrópufræða, hvort sem Ísland kýs að gerast aðili að Evrópusambandinu eða ekki, landið er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu og innleiðir þegar umtalsverðan hluta regluverks Evrópusambandsins. Þá er Evrópa stærsta markaðssvæði Íslands.
Skilningur á öllu regluverki Evrópusambandsins og umgjörð þess er því brýnt hagsmunamál fyrir Ísland.
Við þessum aðstæðum hefur Stjórnmálafræðideild HÍ brugðist með neðangreindu námi:
http://www.hi.is/is/felagsvisindasvid_deildir/stjornmalafraedideild/nam/evropufraedi
Umsóknir eru rafrænar: http://www.hi.is/felagsvisindasvid_deildir/stjornmalafraedideild/nam/umsoknareydublod
Allar frekari upplýsingar fást hjá: Margréti S. Björnsdóttur aðjúnkt msb@hi.is, Elvu Ellertsdóttur deildarstjóra, elva@hi.is, og Bryndísi E. Jóhannsdóttur verkefnisstjóra, bej3@hi.is
12.4.2011 | 15:44
Leiðari FRBL um hið lýðræðislega gjald
Ólafur Þ. Stephensen skrifar í dag góðan leiðara í FRBL um Evrópumálin, sem ber yfirskriftina Lýðræðislegt gjald og þar segir Ólafur í byrjun: "Sautján ára aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu virðist furðu oft gleymast í umræðum um Evrópumál. Hún gleymist til dæmis þegar talað er um "aðlögunarviðræður en ekki aðildarviðræður við Evrópusambandið og því haldið fram að íslenzkt samfélag þurfi að taka gagngerum breytingum, áður en til aðildar að ESB getur komið. Þeir sem tala svona hafa ekki tekið eftir þeim gífurlegu breytingum sem EES-aðildin hefur leitt af sér, en í samanburðinum er undirbúningur stjórnsýslunnar fyrir hugsanlega ESB-aðild smámunir.
EES gleymist líka þegar reynt er að telja okkur trú um að Evrópusambandið sé "ólýðræðislegt skrifræðisbákn. Það er hægt að færa rök fyrir því að ESB sé bákn, sem samþykkir mikið af lögum og reglugerðum. Í samanburði við stjórnsýslu flestra aðildarríkjanna er það þó smátt í sniðum. Það má líka halda fram að ákvarðanir í ESB skorti lýðræðislegt lögmæti vegna þess að þær séu teknar býsna langt frá borgurum einstakra aðildarríkja. Þó eru ákvarðanirnar teknar af ráðherrum sem hafa lýðræðislegt umboð og Evrópuþingið, sem kjörið er beint af ESB-borgurum, hefur fengið aukin völd.
Það sem andstæðingar "ólýðræðislega skrifræðisbáknsins gleyma hins vegar er að með EES-samningnum skuldbatt Ísland sig til þess að leiða nánast sjálfkrafa í íslenzk lög veigamikinn hluta þeirra laga og reglna sem samþykktar eru í Brussel og það án þess að lýðræðislega kjörin stjórnvöld á Íslandi hafi nokkur áhrif að ráði á samþykkt þeirra.
Ef hægt er að tala um "lýðræðishalla í Evrópusambandinu er sá lýðræðishalli tvöfaldur þegar kemur að þeim yfir 8.000 tilskipunum og reglugerðum sem Ísland hefur þegið af Evrópusambandinu undanfarin sautján ár. Það er reyndar áhugaverð þversögn að sumir þeir sem tala mest um vonda báknið í Brussel voru sjálfir í hópi þeirra sem hvað ákafast börðust fyrir samþykkt EES-samningsins og þar með hlutdeild okkar í bákninu."
12.4.2011 | 15:39
Hallur og EVA komin á skrið - ný skynsemisrödd í Evrópumálum
Á blogginu sem Hallur Magnússon heldur úti stendur: "Evrópuráðið sem ber ábyrgð á starfi hins nýja Evrópuvettvangs milli aðalfunda er fullskipað eftir stofnfund Evrópuvettvangsins EVA í kvöld. Evrópuráðið er skipað 27 einstaklingum sem kjörnir voru á stofnfundinum.
Evrópuvettvangurinn er þverpólitískur samstarfsvettvangur áhugafólks sem vill opna og lýðræðislega umræðu í tengslum við aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu. Samtökin taka ekki fyrirfram afstöðu með eða á móti aðild að Evrópusambandinu en leggja áherslu á vandaða málsmeðferð og að Ísland nái sem hagstæðustum aðildarsamningi sem þjóðin taki afstöðu til í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Evrópuráð 27 fulltrúa mun á fundi sínum í næstu viku velja sér oddvita, málsvara, skrifara og féhirði. Hlutverk oddvita er að kalla til funda Evrópuráðs og stýra þeim, málsvara að vera í fyrirsvari fyrir Evrópuvettvanginn út á við, skrifara að færa fundargerð til bókar og halda félagaskrá og féhirði að sýsla með fé samtakanna."
Evrópusamtökin fagna stofnun EVA og fagna tilkomu aðila sem hægt er að flokka sem "skynsemisöfl" í Evrópu-umræðunni, en eins og fram hefur komið berst EVA fyrir vandaðri málsmeðferð og þeim rétti landsmanna að fá að kjósa um aðildarsamning, þegar hann liggur fyrir.
12.4.2011 | 14:10
Nei í Icesave hefur ekki áhrif á ESB-málið - sem er í eðlilegum farvegi!
Íslendingar kusu um helgina að semja EKKI um lausn Icesave-deilunnar um helgina. Að sjálfsögðu vekur það viðbrögð og umfjöllun í fjölmiðlum.
Nei-sinnar í Icesave-málinu og aðrir sem fylgja þeirri línu, hamast hvað þeir geta til þess að tengja ESB-málið við Icesave. Þetta eru þó algerlega aðskilin mál.
Icesave er fyrst og fremst deila Íslands gegn Bretum og Hollendingum.
ESB-málið snýst um að hið fullvalda og sjálfstæða þjóðríki, Ísland, sótti um aðild að hinu 27 ríkja sambandi,sem heitir ESB og gerði það með meirihluta á Alþingi á bakvið sig.
Forseti vor hefur leikið stórt hlutverk í Icesave-málinu og hefur líka látið í sér heyra (kannski með nokkuð gamalkunnum tóni!) í eftirspili þess máls. Í viðtali á Bloomberg í dag sagði Ólafur Ragnar Grímsson að Icesave-málið hefði ekki nein áhrif á ESB-málið og að það væri hreinlega kjánalegt af Bretum og Hollendingum að halda þeirri afstöðu til streitu, sérstaklega í ljósi þeirrar staðreyndar að löndin fengju greitt úr þrotabúi Landsbankans. Sjá má viðtalið við forsetann hér
Össur Skarphéðinsson og Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB segja hið sama, enda málið vel á veg komið og ljóst að samningaviðræður íslands og ESB geta byrjað af fullum krafti eftir nokkrar vikur.
Og eins og fram kom í fréttum um helgina féll tillaga um á flokksþingi Framsóknarflokksins að slíta aðildarviðræðum við ESB, svo því sé líka haldið til haga! Framsóknarmenn eru því áfram um að halda viðræðunum áfram, enda geta mjög jákvæðir hlutir fylgt aðild í sambandi við byggðamál. Um það má lesa hér og hér.
Mikilvægi ESB-málsins er þetta: Staðan í gjaldmiðilsmálum er óviðunandi, ekki er hægt að byggja upp til framtíðar öflugt viðskiptalíf og viðhafa fullt athafnafrelsi með gjaldmiðil í höftum.
Með fullri aðild að ESB yrði Ísland einn aðili að hinni evrópsku fjölskyldu, þar sem virðing fyrir frelsi einstaklingsins, mannréttindum og aukin áhersla á umhverfismál eru leiðardæmin sem fylgt er.
Nú þegar horfir ESB til okkar og reynslu okkar af verndun fiskistofna. Í skjóli reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika myndi Ísland EKKI glata yfirráðum yfir fiskveiðiauðlindinni. Það sama á við um orkuna, ESB mun ekki og getur ekki seilst í hana.
Full þátttaka tryggir að rödd Íslands, í samvinnu við aðra, myndi heyrast á alþjóðavettvangi.
Full aðild Íslands að ESB tryggir landinu fullan aðgang að helsta viðskiptaveldi heims og það er einmitt sem Ísland þarf um þessar mundir; meiri verslun og viðskipti. Nokkuð sem Jóni Sigurðssyni varð ljóst á sínum tíma! Það er heilshugar hægt að taka undir hans sjónarmið í þessum efnum!
Af þessum ástæðum er full ástæða til að hvetja alla Evrópusinna um allt land að hefja umræðuna upp á nýtt plan og berjast af fullum krafti fyrir góðum aðildarsamningi og aðild Íslands að ESB.
Það er framtíðin sem um er að tefla, en ekki fortíðin. Hún er liðin og kemur aldrei aftur!
Aðild Íslands að ESB felur í sér tækifæri fyrir komandi kynslóðir! Stefnum þangað!
9.4.2011 | 21:19
Evrópa: Framsókn snýr við blaðinu - en vill samt aðildarviðræður!
Á flokksþingi Framsóknarflokksins í dag komst flokkurinn að þeirri niðurstöðu að hagsmunum Íslands væri best borgið utan ESB. Þetta er kúvending í málinu miðað við fyrri stefnu og hlýtur að kæta Nei-sinna til hægri og vinstri.
En flokkurinn komst einnig að þeirri niðurstöðu að halda skyldi aðildarviðræðum við ESB áfram og var sú tillaga felld.
Í fréttum RÚV sagði Guðmundur Steingrímsson, þingmaður flokksins að Framsóknarflokkurinn væri nú ekki lengur frjálslyndur miðjuflokkur, eftir að hafa tekið þessa afstöðu og telur afstöðuna einkennast af forsjárhyggju.
Athyglisvert er að formaðurinn lætur ekkert uppi um sínar eigin skoðanir á Evrópumálum, enda talar hann nánast ekkert um Evrópumál. Hann lætur því flokksmennina tala.
Hann situr öruggur á stóli sínum enda berst hugurinn til gömlu Sovétríkjanna þegar tölurnar um kosningu hans til formanns eru skoðaðar, en Sigmundur Davíð fékk um 95% atkvæða.
Þetta er niðurstaðan um Evrópumálin:
"Ályktun um Evrópusambandið
Ísland skal áfram leita eftir samstarfi við þjóðir innan og utan Evrópusambandsins á grundvelli frjálsra og sanngjarnra samninga og samvinnu sem byggir á jöfnuði og ábata allra aðila. Með slíkum samskiptum geta íslensk stjórnvöld tryggt hagsmuni Íslands best á hverjum tíma. Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Nú sem fyrr standa auðlindir þjóðarinnar undir velferð hennar og fullt og óskorað forræði á þeim er forsenda farsældar til framtíðar. Framsóknarflokkurinn telur að þjóðin skuli ætíð eiga beina aðkomu með þjóðaratkvæðagreiðslu að ákvörðunum um stórmál eins og aðild að Evrópusambandinu og mun berjast fyrir þeim rétti."
Umgjörð flokkþingsins hefur vakið athygli og þykir sumum að andar þjóðernishyggju og afturhvarfs hafið svifið yfir vötnum.
Í "kommenti" á Eyjunni segir Hallur Magnússon, fyrrum félagi í flokknum: "Stefna Framsóknarflokksins er því - halda áfram aðildarviðræðum, Ísland standi utan ESB og þjóðin taki ekki upplýsta ákvörðun."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.4.2011 | 17:24
Evrópuvettvangurinn - EVA, settur á laggirnar
Hallur Magnússon, fyrrum borgarfulltrúi, hefur stofnað nýtt afl í Evrópumálum, sem kallaður er Evrópuvettvangurinn, EVA. Á bloggi sínu skrifar Hallur:
"Evrópuvettvangurinn er þverpólitískur samstarfsvettvangur áhugafólks sem vilja opna og lýðræðislega umræðu í tengslum við aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu.
Samtökin taka ekki fyrirfram afstöðu með eða á móti aðild að Evrópusambandinu en leggja áherslu á vandaða málsmeðferð og að Ísland nái sem hagstæðustum aðildarsamningi sem þjóðin taki afstöðu til í þjóðaratkvæðagreiðslu."
Formlegur stofnfundur verður haldinn 11.apríl.
Meira hér
8.4.2011 | 17:09
Framsóknarflokkurinn og flokksþingið
Flokksþing Framsóknarflokksins er haldið núna um helgina og þar verða hin ýmsu mál tekin fyrir, þó mál málanna Icesave, hafi ekki fengið pláss í ræðu formannsins, í setningarræðunni fyrr í dag.
Það er mikil pressa á Framsóknarflokknum að breyta um stefnu í Evrópumálum, en flokkurinn hefur talið sér það til tekna hve metnaðarfull vinna hefur verið unnin í þeim málum, t.d. í Evrópunefnd flokksins. Hún sendi þetta frá sér árið 2007:
,,Framsóknarflokkurinn vill vera leiðandi afl í Evrópuumræðunni á Íslandi. Líkt og í öðrum stjórnmálaflokkum hérlendis er mismunur á afstöðu manna til Evrópusambandsaðildar. Burtséð frá því er mikilvægt að til staðar sé þekking innan flokksins sem unnt er að byggja á ef mál taka aðra stefnu á vettvangi Evrópumála en verið hefur undanfarinn áratug eða svo."
Á heimsíðu flokksins, undir liðnum málefni stendur svo þetta, með forskeytinu Við viljum: "Móta stefnu í gjaldmiðilsmálum, fara í aðildarviðræður við ESB og tengja krónuna við evru með upptöku evru sem langtímamarkmið."
Á vef bænda stendur hinsvegar þetta. "Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir að flokkurinn verði að skýra stefnu sína í Evrópusambandsmálum. Sú ályktun sem samþykkt var á síðasta flokksþingi flokksins fyrir tveimur árum síðan hafi verið opin og hana hægt að túlka á báðar áttir. Þetta kom fram í ræðu Sigmundar við setningu 31. flokksþings Framsóknarflokksins en þingið hófst í dag.
Þá er það spurningin: Er það sem stendur á heimsíðu flokksins eitthvað óskýrt?
Morgunblaðið (vinamiðill Bændasamtakanna) reynir einnig hvað það getur til þess að hafa áhrif á afstöðu framsóknarmanna eins og berlega kemur fram í frétt í blaðinu í dag: "Í umfjöllun um þingið í Morgunblaðinu í dag segir, að búist sé við að mestur stuðningur verði við harðorðustu tillöguna, sem gerir ráð fyrir því að flokkurinn hafni ESB-aðild Íslands og að aðildarviðræðum við ESB verði hætt."
Morgunblaðið (les: Davíð Oddsson) vill að Framsókn snúist til NEI-sins í Evrópumálum og rær að því öllum árum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2011 | 19:58
Portúgalir biðja um aðstoð ESB
Portúgal hefur beðið ESB um fjárhagsaðstoð vegna efnahagsörðugleika sem landið glímir við. Þetta meðal annars vegna þess að ekki er pólitísk samstaða í landinu um niðurskurð sem landið stendur frammi fyrir. Fjallað var um þetta mál í Speglinum á RÚV og það var Kristinn R.Ólafsson sem fjallaði um málið.
Portgúgal hefur bakhjarl og eins og fram kemur í þessari frétt The Guardian haggaðist Evran ekki og ávöxtunarkrafan á ríkisbréf Spánar stóð óbreytt.
Búist er við að ESB bregðist skjótt við beiðni Portúgala. Íbúar Portúgal eru 10 milljónir og gekk landið í þáverandi Evrópubandalagið árið 1986.
Evrópumál | Breytt 8.4.2011 kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2011 | 19:43
Fréttablaðið: Samningaviðræður við ESB gætu hafist í júní
Í Fréttablaðinu í dag kom fram: "Stefan Fule stækkunarstjóri Evrópusambandsins segir að næsti áfangi í aðildarviðræðum Íslands og sambandsins gætu hafist í júní í sumar.
Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni þar sem vitnað er í yfirlýsingu frá Fule um málið frá því í gærdag. Fule segir mögulegt að næsta skref verði stigið þann 27. júní.
Tímasetningin sé þó í bjartsýnara lagi en Fule telur að hún fái staðist þar sem báðir aðilar séu sammála um að halda áfram að þróa aðild Íslands að sambandinu.
Fule segir að lykilatriðið í næsta áfanga viðræðnanna verði að ná niðurstöðu í landbúnaðar, umhverfis og sjávarútvegsmálum."
Hið besta mál!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þó allt snúist þessa dagana um þjóðaratkvæðið um Icesave um næstu helgi, heldur ESB-málið áfram. Á vef Utanríkisráðuneytsins má lesa að tveimur rýnifundum lauk í dag og í lok mars. Á þessum fundum er löggjöf Íslands og ESB borin saman.
Í frétt frá í dag segir: "Rýnifundi um 33. kafla samningaviðræðna við Evrópusambandið, fjárhags- og framlagamál, lauk í Brussel í gær. Á fundinum, sem var sá síðari af tveimur, báru sérfræðingar Íslands og ESB saman löggjöf í þessum samningskafla. Fyrir íslenska hópnum fór Maríanna Jónasdóttir, formaður samningahópsins." Öll fréttin
Í frétt frá 31.mars segir "Rýnifundi um 12. kafla löggjafar Evrópusambandsins, matvælaöryggi, lauk í Brussel í dag. Á fundinum, sem var hinn síðari af tveimur, báru sérfræðingar Íslands og ESB saman löggjöf í þessum samningskafla. Fyrir íslenska hópnum fór Bryndís Kjartansdóttir, formaður samningahóps um EES I málefni. Á fundinum var rætt um framkvæmd reglna hérlendis á sviði matvælaöryggis en 12. kafli er hluti af EES-samningnum og stór hluti gerða Evrópusambandsins á sviðinu eru þegar innleiddar eða verða innleiddar á næstunni.
Nokkur munur er á gildandi reglum hér á landi og innan ESB. Var þessum mun skýrt haldið til haga af fulltrúum Íslands og athyglinni sérstaklega beint að reglum um innflutning lifandi dýra og dýrasjúkdómum, í samræmi við álit utanríkismálanefndar. Einnig var sérstaklega vikið að því að margir þeir sjúkdómar sem herja á búpening erlendis, þekkjast ekki hér á landi sem m.a. helgast af ströngu eftirliti og aðgerðum sem gripið hefur verið til." Öll fréttin
Hinar eiginlegu samningaviðræður Íslands og ESB nálgast og það er vel!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.4.2011 | 18:59
Doktor Hannes Hólmsteinn um hvalveiðar og ESB

Í fréttatilkynningu frá Alþjóðamálastofnun H.Í segir:
"Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson fjallar um andstöðu Evrópusambandsins við hvalveiðar Íslendinga. Heyrst hafa raddir í Evrópu um, að setja eigi það skilyrði fyrir aðild Íslendinga að ESB, að hvalveiðum á Íslandsmiðum verði hætt. En hvernig er unnt að leysa ágreining þeirra sem vilja eta hval og nýta á annan hátt, og hinna sem vilja friða hann? Hvað veldur því, að sumir hvalastofnar voru á sínum tíma ofnýttir, til dæmis stærsta dýr jarðar, steypireyðurinn? Þola þeir stofnar, sem Íslendingar hafa nýtt síðustu árin, langreyður og hrefna, frekari veiðar?
Í fyrirlestrinum verður farið yfir hagfræði rányrkju, eins og kanadíski stærðfræðingurinn Colin Clark setti hana fram í frægri ritgerð í Science, og reifuð nýleg svör fræðimanna við greiningu Clarks. Einnig verður rætt um hið tilfinningalega aðdráttarafl, sem þokkafull risadýr (charismatic megafauna) eins og hvalir og fílar hafa, og gerður greinarmunur á verndun og friðun. Þá verður vikið að sjónarmiðum um afrán hvala en þeir éta meira af fiski á ári en allur íslenski fiskiskipaflotinn aflar. Stungið verður upp á lausn hvalveiðideilunnar þar sem tekið er tillit til hagsmuna þeirra sem hlut eiga að máli, Hvals hf., sem nýtir stórhveli, hrefnuveiðimanna, hvalavina og þeirra sem stunda veiðar á þorski, loðnu og annari fæðu hvala.
Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor í stjórnmálafræði á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Þessi fyrirlestur er þáttur í rannsóknarverkefni, sem hann hefur umsjón með um Umhverfisvernd, eignaréttindi og auðlindanýtingu.
Staður og stund: Föstudaginn 8. apríl 2011, Lögberg 101, frá kl. 12 til 13
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2011 | 22:10
SME um MBL

Evrópumál | Breytt 4.4.2011 kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir