1.4.2011 | 18:30
Hitnar í Framsókn vegna ESB-málsins
Í fréttaskýringu eftir Jóhann Hauksson í helgarblaði DV skrifar hann um möguleg átök innan Framsóknarflokksins um ESB-málið, en flokksþing verður haldið sömu helgi og greidd verða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave (tímasetningin hefur valdið umræðum). Jóhann skrifar:
"Samkvæmt heimildum DV er nú lagt á ráðin um að breyta stefnuskrá Framsóknarflokksins sem lögð verður fram á flokksþingi um aðra helgi 8.- 10. apríl, þá sömu og þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesavesamninginn fer fram. Ætlunin er að herða að ESB-sinnum innan flokksins og taka upp einbeitta andstöðu við aðildarumsóknina og þar með hugsanlega upptöku evru þegar fram líða stundir. Einn harðasti andstæðingur Evrópusambandsins á Alþingi er Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, en hún er mágkona Guðna Ágústssonar fyrrverandi formanns flokksins og ráðherra. Vigdís hefur ekki endanlega lýst yfir framboði gegn Birki Jóni Jónssyni sitjandi varaformanni flokksins, en víst þykir að hún fari fyrir róttækum tillögum gegn ESB og aðildarumsókninni líkt og hún hefur gert með tillöguflutningi sínum á Alþingi. Eftir því sem næst verður komist mun Sturla Þórðarson aðstoða hana við framboðið fyrir flokksþingið en hann var mjög áberandi í stuðningsmannaliði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins, fyrir formannskjörið á flokksþinginu í janúar 2009. Þá var aðildarumsókn að ESB samþykkt að fullnægðum skilyrðum um hagsmuni Íslands, meðal annars í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Herði Framsóknarflokkurinn róðurinn gegn ESB-aðildarumsókninni aukast jafnframt líkur á klofningi innan flokksins. Þannig hafa bæði Siv Friðleifsdóttir og Guðmundur Steingrímsson stutt aðildarumsóknina sem og Icesave-samninginn opinberlega. Nálægt þeim í ESB-afstöðunni eru þingmennirnir Birkir Jón Jónsson og jafnvel Eygló Harðardóttir. Hörðustu andstæðingar ESB innan þingflokksins eru auk Vigdísar þeir Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson og Sigurður Ingi Jóhannsson."
Framsókn hefur stært sig af því að hafa unnið mjög vandaða vinnu í Evrópumálum og telur sig vera umbótaflokk eða eins og segir á heimasíðu flokksins:
"Framsóknarflokkurinn er frjálslyndur félagshyggjuflokkur sem vinnur að stöðugum umbótum á samfélaginu og lausn sameiginlegra viðfangsefna þjóðfélagsins á grunni samvinnu og jafnaðar."
Þá er það bara spurningin hvort Evrópusamvinna er eitthvað sem flokkurinn vill kenna sig við eða hvort það skapast eitthvað "sturlungst" ástand, með klofningi og illdeilum. Meira að segja nafnið Sturla kemur hér við sögu!
Athyglisvert.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.4.2011 | 16:52
Aðalfundur Evrópusamtaka hjúkrunarfélaga haldinn hér á landi
Íslendingar eru á fullu í allskyns Evrópusamvinnu. Dæmi um slíkt sást í Fréttablaðinu í gær, en þar var sagt frá því að Evrópusamtök hjúkrunarfélaga halda aðalfund sinn hér á landi. Í fréttinni segir: "Evrópusamtök hjúkrunarfélaga, EFN, halda aðalfund sinn á Íslandi í dag og á morgun. Félag íslenskra hjúkrunarfélaga, FÍH, gerðist aðili að samtökunum í mars árið 1998 en þetta er í fyrsta sinn sem EFN fundar hérlendis. "Aðild að þessum samtökum er mjög mikilvæg því innan þeirra er afar breið þekking sem nýtist okkur á Íslandi við ákvarðanatöku um mótun okkar heilbrigðisstefnu. Aðildin gefur okkur jafnframt möguleika á að fylgjast með og hafa áhrif á stefnu ESB um heilbrigðismál en við höfum bein áhrif á og tökum þátt í heilbrigðisstefnumótun innan EFN," segir Jón Aðalbjörn Jónsson, alþjóðafulltrúi FÍH, en EFN er ráðgefandi vettvangur hjúkrunarfræðinga gagnvart ESB og EES. EFN rekur skrifstofu í Brussel og aðalfundinn á Íslandi sækja aðilar frá hjúkrunarfélögum nærri þrjátíu landa Evrópu auk alþjóðastofnana. "Þau mál sem EFN fjallar um eru meðal annars menntunarmál hjúkrunarfræðinga, starfssvið þeirra og möguleiki á að flytjast á milli landa. Ég, sem alþjóðafulltrúi FÍH, sæki þessa fundi þegar við á þar sem unnið er með vinnuhópum innan EFN. Í þeim nefndum er farið yfir ýmis efni. Meðal þess má nefna að unnið er að stefnumótun fyrir öryggi sjúklinga og gæði í hjúkrun. Fagleg símenntun sem tryggir að sjúklingar séu í umsjón fagmanneskju sem viðheldur sinni menntun er ofarlega á baugi og farið er yfir afleiðingar sem frumvörp um tilskipun um heilbrigðismál, sem Evrópubandalagið er að undirbúa, kann að hafa á hjúkrun og heilbrigðismál þjóða."
All fréttina má lesa hér
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2011 | 20:35
Stórhættulegt að taka einhliða upp aðra mynt...
...var meðal annars það sem kom fram í máli Gylfa Magnússonar, fyrrum viðskiptaráðherra, á fundi hjá samtökunum Já-Ísland sem haldinn var fyrr í dag. Gylfi sagði að að við einhliða upptöku annarrar myntar væri Ísland allt of háð útgefanda viðkomandi myntar og að við einhliða upptöku fylgdu hagsveiflur þess lands sem gefur út myntina.
Gylfi fór með skipulegum hætti yfir valkostina á fyrirkomulagi gjaldmiðilsmála, eftirköst hruns krónunnar og fleira sem því tengist.
Af máli hans mátti ráða að sú leið sem hann telur hvað besta er upptaka Evru með aðild að Evrópusambandinu. Það væri sú leið sem myndi tryggja mestan stöðugleika.
Fram kom í máli Gylfa að hann telur íslenskan vinnumarkað vera mjög sveigjanlegan og því vel í stakk búinn til þess að hafa Evru sem gjaldmiðil.
Gylfi bar saman i Írland og Ísland að og sagði að eitt alvarlegasta vandamál Íra væri ef til vill tekjuhrun hjá írska ríkinu og að það væri allt að 30% eða meira. Meðal annars væri það vegna mikils samdráttar í byggingariðnaði.
Hann sagði þó að Írland væri með mun meiri erlenda fjárfestingu heldur en Ísland, sem aðallega hefði fengið álfyrirtæki til landsins og því væri flóra erlendra fyrirtækja hérlendis mun fátæklegri en á Írland.
(Mynd: Alþingi)
30.3.2011 | 21:46
Norðmenn duglegir við innleiðingu!
Athyglisverð frétt birtist í Fréttablaðinu í dag og hún er svona:
"Þrátt fyrir vaxandi andstöðu í Noregi við aðild að Evrópusambandinu eru Norðmenn næst duglegastir allra EES-ríkjanna við að innleiða tilskipanir og reglugerðir sambandsins í eigin lög.
Þeir hafa nú innleitt 99,8 prósent af samtals 1777 tilskipunum ESB. Einungis fjórar eru óafgreiddar. Duglegastir í þessu eru Maltverjar, en Ítalir standa sig verst.
Norðmenn hafa reyndar bætt sig mjög í þessum efnum, því fyrir tveimur árum voru þeir í 21. sæti af 30."
Heyrir einhver orðið AÐLÖGUN gargað úr austri?
(Leturbreyting: ES-bloggið)
ESB-málið er pólitískt hörkumál, á því leikur enginn vafi. Menn taka sér stöðu á hinum pólitíska vígvelli.
Nýjasta útspil hæstvirts landbúnaðar og sjávaútvegsráðherra, Jóns Bjarnasonar, er kannski ágætis dæmi um um það. Frá "útspilinu" segir í frétt á vísir.is og í fréttum Stöðvar tvö í kvöld (á 14. mínútu fréttatímans).
Í fréttinni segir: "Á fundi í deilunefnd Alþjóðaviðskiptamálastofnunarinnar á föstudaginn lýsti Ísland yfir stuðningi sínum við Noreg og Kanada í máli þeirra gegn Evrópusambandinu vegna reglugerðar Evrópusambandsins sem kveður á um bann við innflutningi á selaafurðum inn á markaðssvæði ESB. Þá óskaði Ísland jafnframt eftir því að taka þátt í málsmeðferð kærunefndar í máli Kanada og Noregs gegn Evrópusambandinu sem þriðji aðili."
Hér má lesa um selveiðar, en árið 2006 námu útflutningstekjur Kanada af þeim um 18 milljónum dollara, en þjóðarframleiðsla Kanada var árið 2010 um 1500 billjónir dollara (billjón = þúsund milljarðar).
Árið 2009 setti ESB innflutningsbann á selavörur frá Kanada vegna verndarsjónarmiða. Þá hefur hart verið deilt um þær aðferðir sem beitt hefur verið við selveiðar.
Fréttatilkynning ráðuneytis Jóns Bjarnasonar um málið.
Einnig eru viðbrögð við útspili ráðherra hér
Í þessu samhengi mætti kannski spyrja hverjar útflutningstekjur Íslands af selveiðum séu? Ef þær eru þá nokkrar!
Þessi frétt frá Selasetrinu á Hvammstanga hlýtur að teljast athyglisverð í þessu samhengi!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
28.3.2011 | 18:22
Gylfi Magnússon um gjaldmiðilsmálin - fróðleikur á fimmtudegi
Á vef Já-Ísland má lesa: "Flestir virðast sammála um að íslenska krónan sé ekki framtíðarmynt Íslands. Engu að síður verðum við að notast við hana þar til önnur lausn finnst.
Þessum og mörgum fleiri álitamálum veltir Gylfi Magnússon, hagfræðingur og dósent við HÍ fyrir sér í fyrirlestri í fundaröðinni: Fróðleikur á fimmtudegi.
Gylfi munu meðal annars reyna að svara eftirfarandi spurningum?
Verður hægt að afnema höftin? Hvað tekur þá við?
Munu Íslendingar þurfa að búa við óstöðugleika í gengismálum?
Hjálpar krónan okkur út úr kreppunni? Hver borgar brúsann?
Er mögulegt að taka einhliða upp erlendan gjaldmiðils?"
Staður og stund: Skipholt 50, fimmtudaginn 31.mars kl. 17.00
28.3.2011 | 17:55
"Bændaskýrslan" í leiðara Fréttablaðsins
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Bændasamtökin hefur vakið athygli. Í Fréttablaðinu í dag tekur Ólafur Þ. Stephensen þetta mál fyrir. Ólafur ræðir þau ummæli Haraldar Benediktssonar, leiðtoga bænda, þess efnis að hann hefði ekkert á móti því að losna við ýmis verkefni, sem Bændasamtökin hefðu á sinni könnu. Í leiðaranum segir:
"Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, sagði í samtali við Fréttablaðið á laugardaginn að samtökin "hefðu ekkert á móti því að losna við eitthvað af þessum verkefnum". Það væri hins vegar undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu komið að svara því hvort annað fyrirkomulag kynni að vera betra.
Hér kveður við allt annan tón en þegar Búnaðarþing dró á dögunum upp "varnarlínur" sínar vegna aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið. Þar sagði að kæmi til ESB-aðildar yrði að tryggja samtökum bænda "sambærilega stöðu og nú" og sjá til þess að þau fengju áfram ríkisstyrki. Þetta eru væntanlega viðbrögð við því að af hálfu Evrópusambandsins hafa verið gerðar athugasemdir við stöðu Bændasamtakanna; bæði að þau úthluti ríkisstyrkjum og að þau sjái um hagskýrslugerð.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar undirstrikar hins vegar að breytingar á stöðu Bændasamtakanna eru nauðsynlegar, hvort sem kemur til ESB-aðildar eða ekki. Og viðbrögð formanns Bændasamtakanna nú sýna að "varnarlínur" bænda og áhyggjur þeirra af "aðlögun" að reglum ESB í þessu efni eru fyrirsláttur. Er ekki tímabært að hætta honum?"
26.3.2011 | 17:22
Valkostirnir: Stuðningskróna eða Evra með ESB-aðild - Árni Páll í Vikulokum Rásar tvö
Á Eyjunni stendur: "Fimm ára framlenging á gjaldeyrishöftum, til ársloka 2015, er trúverðug áætlun um það hvernig hægt er að losna undan höftunum, að mati Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra. Miðað er við að íslenska þjóðin greiði atkvæði í þjóðaratkvæði um aðild að Evrópusambandinu árið 2013 og eru bæði uppi áætlanir miðað við að þjóðin segi já eða nei við inngöngu í ESB. Einfalda leiðin, að hans mati, er að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru.
Við erum búin að koma skuldastöðu rikisins, þó hún sé umtalsverð, í það horf að hún er sjálfbær. Það eru ekki líkur á greiðslufalli ríkisins, sérstaklega í ljósi þess að við eigum fyrir afborgum af lánum á næstu árum úr forðanum, sagði Árni Páll í Vikulokunum á Rás 1 nú fyrir hádegið.
Við höfum náð að byggja stöðu sem vísar vel til framtíðar. Þessi áætlun er mikilvæg til að geta sagt við markaðinn: Já, það er áætlun um það hvernig hægt sé að komast úr þessum höftum og hún er trúverðug. Hún sér fyrir sér trúverðugt endamark, sem er þá annað hvort króna án nokkurrar stuðningsumgjarðar á leiðinni leiðinni inní Evrópusambandið, nú eða króna með einhverskonar stuðningsumgjörð sem Seðlabanki telur óhjákvæmilega til að hún geti lifað af ef við göngum ekki inní Evrópusambandið. Þetta tímalega svigrúm mun gefa okkur færi að undirbúa hvort fyrir sig.
Í nýrri skýrslu sem Ríkisendurskoðun hefur birt kemur fram alvarleg gagnrýni á Bændasamtök Íslands. Margvísleg atriði eru nefnd, en almennt telur Ríkisendurskoðun að umfang og hlutverk sé þeirra sé of mikið í landbúnaðarmálum landsins. Í skýrslunni segir: "Að mati Ríkisendurskoðunar er núverandi eftirlit sjávarútvegs‐ og landbúnaðarráðuneytisins með framkvæmd samninga þess við Bændasamtökin ófullnægjandi. Ráðuneytið reiðir sig um of á það eftirlit sem samtökin sjálf hafa með framkvæmdinni. Það gerir t.d. ekki úrtakskannanir á forsendum útreikninga sem liggja til grundvallar greiðslum. Brýnt er að sjávarútvegs‐ og landbúnaðarráðuneytið öðlist betri yfirsýn en það hefur nú um ráðstöfun og nýtingu fjármuna og þann árangur sem framlög til landbúnaðarmálaskila."
Þá gagnrýnir Ríkisendurskoðun það fyrirkomulag að Bændasamtökin sjái alfarið sjálf um hagskýrslugerð og um þetta segir í skýrslunni: "Að mati Ríkisendurskoðunar verður sjávarútvegs‐ og landbúnaðarráðuneytið að tryggja óhlutdræga og vandaða hagskýrslugerð fyrir íslenskan landbúnað. Gjalda verður varhug við að Bændasamtökum Íslands sé falin hagskýrslugerð á þessu sviði." Þetta er eitt af þeim atriðum sem bent hefur verið á í sambandið við aðildarviðræðurnar við ESB.
Má kannski velta fyrir sér spurningunni í framhaldi af skýrslu Ríkisendurskoðunar hvort Bændasamtökin séu nánast ríki í ríkinu hér á landi? Það er jú þægileg staða að hafa eftirlit með sjálfum sér. Árlega hafa framlög íslenskra skattborgara verið um 10 milljarðar til landbúnaðarins og er íslenskur landbúnaður sá landbúnaður sem nýtur hvað mestra ríkisstyrkja á byggðu bóli.
Fjallað hefur verið um þetta í fréttum, meðal annars hér og hér.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.3.2011 | 15:53
Valþór Hlöðversson: Við erum Evrópuþjóð!
Með Morgunblaðinu í gær fylgdi "kálfur" (aukablað) sem ber yfirskriftina SÓKNARFÆRI:FRUMKVÆÐI OG FAGMENNSKA Í ÍSLENSKU ATVINNULÍFI.
Leiðara blaðsins skrifar Valþór Hlöðversson (framkvæmdastjóri Athygli ehf) og hann gerir Evrópumálin að umfjöllunarefni. Einn af punktum Valþórs er sú staðreynd að Íslendingar eru Evrópuþjóð og við sækjum menntun til Evrópu og við stundum umfangsmikil viðskipti við Evrópu.
Þá gerir Valþór einnig gjaldmiðilsmálin að umfjöllunarefni og telur hann upptöku "alvöru gjaldmiðils" (eins og hann segir sjálfur) hafa gríðarlega jákvæð áhrif hér á landi.
Hann telur mjög mikilvægt að ná hagstæðum aðildarsamningi við ESB.
Grein Valþórs fylgir hér með á myndformi (þarf að tvísmella til að fá hana stóra).
24.3.2011 | 21:32
ESB-málið í réttum farvegi: Rýnifundi um byggðamál lokið

"Rýnifundi um 22. kafla samningaviðræðna við Evrópusambandið, byggðastefnu ESB og samræmingu uppbyggingarsjóða, lauk í Brussel í dag. Á fundinum, sem var sá síðari af tveimur, báru sérfræðingar Íslands og ESB saman löggjöf í þessum samningskafla. Fyrir íslenska hópnum fór Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, formaður samningahópsins.
Byggðamál standa utan EES-samningsins og þarf að semja um þau frá grunni. Markmið byggðastefnu ESB er að efla atvinnulíf og efnahagsstarfsemi innan svæða sambandsins. Markmiðunum til stuðnings eru þrír sjóðir, Samheldnisjóður, Félagsmálasjóður og Byggðaþróunarsjóður. Ákveðin stjórnsýsla vegna umsýslu með áætlunum, verkefnum og fjármunum þarf að vera til staðar í aðildarríkjunum, en eins og kemur fram í áliti meirihluta utanríkismálanefndar kunna að skapast ný tækifæri til endurskipulagningar á byggðastefnu íslenskra stjórnvalda á grunni nýrrar hugmyndafræði.
Á fundinum kynntu íslenskir sérfræðingar núverandi löggjöf, framkvæmd og stjórnsýslu í samhengi við byggðastefnu ESB. Af Íslands hálfu var lögð áhersla á sérstöðu landsins, s.s. mannfæð, strjálbýli og einangrun, sem hefur hamlandi áhrif á efnahag og samfélagsþróun. Mikilvægt væri að á grundvelli slíkra viðmiða yrði samið um framlög úr uppbyggingarsjóðum sambandsins. Finnland og Svíþjóð hafa til að mynda notið sérstaks stuðnings vegna strjálbýlla svæða á grundvelli ákvæðis í aðildarsamningi þeirra.
Á meðal annarra þátta sem lögð var sérstök áhersla á af Íslands hálfu á rýnifundunum má nefna:
- Breytta efnahagsstöðu þjóðarinnar.
- Hvernig núverandi sérlausnir einstakra aðildarríkja og útvarða sambandsins geti átt við um Ísland.
- Að stjórnsýsla byggðamála verði með sem einföldustum hætti svo ekki fari óeðlilega hátt hlutfall framlaga í umsýslukostnað.
- Áætlanagerð og stofnanaumgjörð.
Greinargerð samningahópsins sem fjallar um byggðamál hefur verið birt á heimasíðunni esb.utn.is."
Hér er greinargerðin
Þar með er enn einum rýnifundinum lokið, en á þessum fundum fer fram greining á löggjöf ESB og Íslands, meðal annars til að sjá muninn.
24.3.2011 | 21:02
Undir feldi: Ungir menn tala við sér eldri mann um ESB
Á sjónvarpsstöð Ingva Hrafns Jónssonar, ÍNN er að finna margskonar þætti. Einn af þeim, Undir feldi, fjallar um Evrópumál og er stjórnað af tveumur ungum mönnum; Heimi Hannessyni og Frosta Logasyni.
Í þætti frá 3.mars er að finna viðtal við fyrrum utanríkisráðherra Jón Baldvin Hannibalsson um Evrópumálin. Þáttinn er að finna á þessari krækju.
Jón Baldvin ræðir hér marga fleti á málinu, meðal annars gjaldmiðilsmálin. Hann segir einnig í þættinum að hann eigi bréf frá spænskum ráðherra utanríkisverslunar þess efnis að hann viðurkenni í bréfinu að Spánverjar eigi engan sögulegan rétt til fiskveiða á Íslandi!
Mynd: Skjáskot af ÍNN
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Grein Ingvars Gíslasonar, fyrrum alþingismanns og ráðherra, um Icesave, í Fréttablaðinu í gær, hefur vakið athygli ritstjórnar. Ekki síst vegna þess að Ingvar er andvígur ESB-aðild og í samtökum þeirra sem tala gegn aðild.
Reynt hefur verið í umræðunni að splæsa saman ESB-málinu og Icesave. En það er einmitt þetta sem Ingvar gerir að umtalsefni sínu. Ingvar segir: "Ferill málsins sveigðist inn á þá braut að verða milliríkjamál, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Þegar svo er komið er langeðlilegast að gera út um slík mál með samningum. Sögulega séð hafa Íslendingar yfirleitt tekið samningaleið framyfir dómstólaleið í milliríkjadeilum."
Og í lokin segir Ingvar: "Ef samningaleiðin er farin hafa íslensk stjórnvöld vald á málsmeðferð með virkum hætti að sínu leyti, eða eins og gerist í samningaviðræðum. Núverandi samningur í Icesavemálinu felur í sér viðunandi lausn deilunnar, tryggir góð málalok. Fráleitt er að túlka samninginn sem "aðgöngumiða að Evrópusambandinu". Þar er blandað saman óskyldum málum."
Kannski dæmi um það þegar menn geta vegið og metið málin með skynsamlegum hætti - þrátt fyrir að vera á móti ESB.
(Leturbreyting, ES-bloggið). Mynd: Visir.is
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.3.2011 | 20:18
Áhugavert um lífræna ræktun í Evrópu og tækifæri
Það sem af er viku hafa nokkrar ESB-greinar birst í blöðunum, í Morgunblaðinu eru menn til dæmis enn fastir í (og fá þar að bulla um) "innlimun" Íslands í ESB! Það er ekki fyndið hvaða vitleysa ratar á síður þess blaðs um ESB-málið! Kynni maður sér málið kemst maður fljótt að því að engin lönd hafa verið innlimuð í ESB. Það er hinsvegar "sena" sem er til í Morgunblaðinu - en skelfing er þetta er orðið þreytt!!
Áhugaverðasta greinin er hinsvegar úr Fréttablaðinu og er eftir Eygló Björk Ólafsdóttur (mynd), en hún skrifar fína grein um lífrænan landbúnað í Evrópu og tækifæri til framtíðar.
Eygló skrifar:"Eftirspurn eftir vottuðum lífrænum matvörum hefur aukist jafnt og þétt í Evrópu á undanförnum 20 -30 árum. Þessi þróun hefur haldist í hendur við aukna kröfu almennings um umhverfisvernd, en í lífrænum landbúnaði er ekki notast við skordýraeitur eða tilbúinn áburð, heldur eru fundnar náttúrulegar leiðir til þess að sporna við ágangi skordýra og auka frjósemi jarðvegs. Þetta m.a. gerir að verkum að lífrænir búskaparhættir þykja best til þess fallnir að sporna gegn mengun grunnvatns, jarðvegs og losun gróðurhúsaloftegunda. Evrópusambandið hefur viðurkennt þetta og kynnti árið 2004 markvissa aðgerðaætlun til að stuðla að fjölgun bænda í lífrænum landbúnaði og auka útbreiðslu lífrænt vottaðra afurða innan Evrópu. Þessi stefnumótun er talinn mikilvægur liður í því að stuðla að sjálfbærni við matvælaframleiðslu, viðhalda lífræðilegri fjölbreytni, tryggja velferð búfjár og heilsu manna. Eitt meginmarkmið þessarar áætlunar er að upplýsa neytendur um kosti lífrænna framleiðsluaðferða og mikilvægi þeirra fyrir umhverfið og ver ESB nú árlega milljónum evra til auglýsingaherferðar undir yfirskriftinni Good for Nature good for you"
Í lok greinarinnar segir Eygló: "Ætla má að eftir því sem almenningur verður meðvitaðri um gæði lífrænt vottaðra afurða og mikilvægi þessara framleiðsluaðferða fyrir umhverfið þá muni þessi gæðastimpill hafa æ meiri þýðingu í framtíðinni. Sem betur fer eru neytendur í auknu mæli farnir að leggja að jöfnu upplifun sína á gæðum og áhrif á umhverfi við innkaup á matvælum. Skýr stefnumótun, samhent átak og viðhorfsbreyting stofnana og fagaðila er nauðsynlegt til að koma Íslandi á þá braut að sama áhersla verði lögð á lífrænan landbúnað og matvælaframleiðslu eins og nú er gert í löndunum í kringum okkur. Ekki verður séð til hvaða annarra ráða Ísland ætti að grípa til að undirstrika gæði sinna afurða þegar neytendur á meginlandinu og víðar verða sífellt upplýstari um kosti og nauðsyn lífrænt vottaðra framleiðsluaðferða."
Öll greinin (Mynd af www.visir.is)
22.3.2011 | 16:52
Össur: Lilja/Atli hafa ekki áhrif á ESB-málið
Þær pólitísku hræringar sem átt hafa sér stað eftir brotthvarf Lilju Mósesdóttir og Atla Gíslasonar hafa engin áhrif á ESB-ferlið, samkvæmt viðtali við Össur Skarphéðinsson, sem birtist á mbl.is. Atli Gíslason hefur látið hafa eftir sér að ESB-umsóknin í "í öngstræti."
Málið er að ESB-málið er algjörlega í því ferli sem það á að vera, vinnan við það er í eðlilegum farvegi og gengur samkvæmt áætlun.
Fyrir þá sem eru alfarið á móti ESB-ferlinu hlýtur það að vera óþolandi. Atli Gíslason er einn af þeim.
Það er talað um að hjólin þurfi að fara ð snúast hér í atvinnulífinu.
Mikilvægur þáttur í því er að losna við gjaldeyrishöft, fá nothæfan gjaldmiðil og koma samskiptum Íslands/Íslendinga við erlenda aðila í eðlilegt horf!
(Mynd: DV)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir