22.3.2011 | 12:59
Ný nálgun á fiskveiðistjórnun í ESB - EcoFishMan verkefnið
Dr. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, fjallar um verkefnið EcoFishMan en Evrópusambandið væntir þess að í EcoFishMan verkefninu verði þróuð ný aðferðafræði sem nýtist við breytingar og umbætur á fiskveiðistjórnunarkerfi sínu.
Lögð er áhersla á samstarf við sjómenn, útgerð og vinnslu og að hagnýta upplýsingar úr rafrænum afladagbókum. Markmið verkefnisins er að stuðla að vistvænni, sjálfbærri og hagrænni stjórnun með sérstakri áherslu á rekjanleika og að lágmarka brottkast afla.
Verkefnið er þverfaglegt og nýtir upplýsingar sem eru byggðar á vistfræðilegum, félagslegum, hagfræðilegum og stjórnunarlegum þáttum. Að EcoFishMan verkefninu koma alls 13 stofnanir, fyrirtæki og háskólar í átta Evrópulöndum, þar á meðal Háskóli Íslands og Háskólinn í Tromsø í Noregi. Gert er ráð fyrir að verkefnið kosti 3,7 milljónir evra á þremur árum og nemur styrkur ESB 3 milljónum evra.
Dr. Anna Kristín Daníelsdóttir, sviðsstjóri hjá Matís, er verkefnisstjóri og dr. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, situr ásamt henni í vísindanefnd verkefnisins.
Föstudaginn 25. mars 2011, Lögberg 101, frá kl. 12 til 13.
Allir velkomnir.
21.3.2011 | 18:50
Þorsteinn um gjaldmiðilsmál og fleira
Þorsteinn Pálsson ritaði pistil í Fréttablaðið um síðustu helgi og hugleiddi þar meðal annars gjaldmiðilsmál og bryjann hann svona: "Íslandsbersi staðhæfði á sínum tíma að víxlarar á Englandi vildu heldur falsaða peninga en íslenska. Í þessum skáldskap Halldórs Laxness var beitt ádeila fyrir fjörutíu árum fyrir þá sök að allir vissu að í honum var sannleikskorn. Af því korni hefur nú vaxið veruleiki sem á ekki lengur neitt skylt við skáldskap og margir telja reyndar helstu gæfu þjóðarinnar.
Fjármálaráðherra sagði tvennt í byrjun vikunnar um íslensku krónuna sem hefur afgerandi pólitíska þýðingu. Í fyrsta lagi fullyrti hann að krónan hefði verið til mikillar gæfu fyrir útflutningsgreinarnar og skaðlegt væri að tala hana niður. Í annan stað upplýsti hann að engin framtíðarstefna yrði mótuð af hálfu ríkisstjórnarinnar nema krónan yrði þar jafn kostur á við aðra.
Ummæli fjármálaráðherra féllu á Alþingi. Enginn sem þar á sæti bað ráðherrann að færa fram rök fyrir gengisfellingargæfukenningunni. Það var eins gott fyrir hann því allir helstu hagvísar sýna að þremur árum eftir hrun ríkismyntarinnar bólar ekki enn á vexti í útflutningi. Gæfukenning fjármálaráðherrans og margra annarra leiddi hins vegar fjölmörg heimili og fyrirtæki í gjaldþrot. Þannig varð til afgangur í vöruviðskiptum með minni kaupmætti og stöðvun fjárfestinga.
Öll stærstu útflutningsfyrirtækin í sjávarútvegi og iðnaði gera upp reikninga sína í erlendri mynt. Árið 2009 höfðu nærri fjörutíu úr hópi þrjúhundruð stærstu fyrirtækja landsins yfirgefið krónuna. Nærri lætur að velta þeirra innanlands hafi samsvarað tveimur þriðju hlutum landsframleiðslunnar og hildarvelta þeirra hafi verið fjórðungi meiri. Hvernig rýmar þessi veruleiki við kenningu ráðherrans?"
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2011 | 18:34
Jafnréttismálin rædd!
"Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, og Snærós Sindradóttir, námsmaður og varaformaður Ungra vinstri grænna ræddu það hvort í ESB-aðild fælist tækifæri eða ógn fyrir kvennabaráttuna hér á landi á hádegisfundi Evrópuvaktar Samfylkingarinnar. Fundurinn var haldinn 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, þeim hundraðasta í röðinni.
Sigríður Ingibjörg sagðist í upphafi erindis sins hafa gerst Evrópusinni í aðdraganda inngöngunnar í EES: Ég sá þá, og sé enn, mikil tækifæri í aðild að Evrópusambandinu. Eins og allir hér vita er Evrópusambandið friðarbandalag sem vinnur að velsæld í Evrópu og vinnur með markvissum og öguðum vinnubrögðum að langtímaáætlun um félagslegar og efnahagslegar framfarir. Þetta þótti mér eftirsóknarvert fyrir Ísland árið 1991, nú 20 árum síðar hef ég styrkst í þessari sannfæringu minni.
Á morgun mun Þórunn Sveinbjarnardóttir ræða loftslagsmálin á Sólon og byrjar fundurinn klukkan 12.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2011 | 09:54
Svíþjóð: Internetið stærra en landbúnaður og byggingariðnaðurinn
Í Dagens Nyheter birtist í síðustu viku frétt þess efnis að "internetbransinn" er orðinn stærri en bæði landbúnaðurinn og byggingariðnaðurinn. Starfsemi og þjónusta í kringum internetið er nú um 6.6% af vergri landsframleiðslu (VLF) Svía (eða um 25 milljarðar dollara = 3000 milljarðar ísk). Internetið í Svíþjóð er því um tvöföld landsframleiðsla Íslands.
Samkvæmt þessari könnun, sem gerð var fyrir Google er því spáð að Internetbransinn verði kominn í 7.8% af VLF árið 2015.
Um 92% Svía eru með internettengingu og um 80% segjast versla á netinu eða komi til með að gera það.
19.3.2011 | 17:45
Könnun MMR í ESB-málinu
Í Viðskiptablaðinu segir: "Í könnun MMR sem unnin var fyrir Viðskiptablaðið um viðhorf almennings til inngöngu Íslands í Evrópusambandið (ESB) kemur í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 56%, er andvígur aðild á meðan tæpur þriðjungur þjóðarinnar er hlynntur því að ganga í ESB. Tæp 15% eru hvorki fylgjandi né andvíg."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2011 | 14:03
FRBL: Ólafur Stephensen um Jón Bjarnason og stóru orðin
Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins skrifar öflugan leiðara í dag og veltir fyrir sér þætti Jóns Bjarnasonar, ráðherra í ESB-málinu. Ólafur skrifar í byrjun leiðarans: "Alþingi hefur samþykkt að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ríkisstjórnin hefur slíka aðildarumsókn á stefnuskrá sinni. Hún ber jafnframt ábyrgð á því að ljúka aðildarviðræðum með þeim hætti að sem beztur aðildarsamningur náist. Þannig mætti ætla að ráðherrarnir sem skipa ríkisstjórnina líti á málið. Það gera þeir þó ekki allir.
Á fundi samningahóps Íslands um landbúnaðarmál með samningamönnum ESB í Brussel fyrir skömmu lýsti Sigurgeir Þorgeirsson, formaður hópsins og ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, því yfir að Ísland féllist á sameiginlega landbúnaðarstefnu ESB sem grundvöll viðræðnanna. Slíkt liggur beint við; það var Ísland sem sótti um aðild að Evrópusambandinu en ekki öfugt. Ráðuneytisstjórinn starfar í umboði og á ábyrgð landbúnaðarráðherrans, Jóns Bjarnasonar, og ætla mætti að sú afstaða sem hann setti fram væri afstaða ráðherrans.
Það er hins vegar öðru nær. Eftir fundinn sagði Jón Bjarnason hér í blaðinu að íslenzk lög ættu ávallt að ráða tilhögun landbúnaðar hér á landi og lýsti þannig í raun ráðuneytisstjórann sinn ómerking."
17.3.2011 | 22:55
Össur á Rás 2 um ESB málið og fleira
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, var í ítarlegu viðtali á Rás 2 á þriðjudaginn (síðdegis). Þar ræddi hann meðal annars ESB-málið og stöðu þess.
Þar kom fram að málið er algjörlega á áætlun, bæði tímalega og peningalega. Og að stjórnsýslan ræður fullkomlega við málið, öfugt við það sem ýmsar úrtöluraddir hafa hamrað á.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2011 | 22:47
Fundaröð Já-Ísland
Bendum á nýja fundaröð JáÍsland: http://www.jaisland.is/umraedan/frodleikur-a-fimmtudegi/
ALLIR VELKOMNIR.
17.3.2011 | 22:27
Jón Steindór í FRBL: Heimsmynd sprettur af sjálfsmynd
Jón Steindór Valdimarsson, liðsmaður í hreyfingunni JáÍsland, skrifar grein í Fréttablaðið í dag um ESB-málið og segir meðal annars: "Aðild Íslands að Evrópusambandinu er fullkomlega eðlilegt og rökrétt skref fyrir okkur Íslendinga. Við verðum hvorki meiri né minni við aðildina en við styrkjum okkar eigin stöðu um leið og við styrkjum stöðu ESB og Evrópu. Þannig verðum við sameiginlega betur í stakk búin til að takast á við verkefni dagsins en ekki síður framtíðarinnar, bæði sem Íslendingar og Evrópubúar.
Hvað er brýnna en að tryggja öryggi og frið í álfunni og styrkja mannréttindi? Það er grundvöllur farsældar og hagsældar. Þar hefur ótrúlegur árangur náðst í stuttri sögu Evrópusambandsins frá sex ríkja samstarfi til 27 ríkja samstarfs. Greið viðskipti og stöðugleiki er forsenda góðra lífskjara og öruggra aðdrátta og markaða fyrir útflutning. Það er besta trygginging fyrir gagnkvæmu matvælaöryggi, lyfjaöryggi, orkuöryggi og svo mætti lengi telja."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.3.2011 | 22:05
Hallur um skógrækt og tækifæri
Hallur Magnússon fer mikinn um Evrópumálin þessar vikurnar og nú er það skógræktin sem á hug hans. Hallur skrifar: "Íslenskir bændur og íbúar hinna dreifðu byggða á Íslandi eiga mikil sóknarfæri í sameiginlegu skógræktarátaki Íslendinga og Evrópusambandsins.
Samninganefnd Íslands á að sjálfsögðu að leggja ríka áherslu á mikilvægi öflugs skógræktarátaks á Íslandi átaks sem vinnur gegn losun koltvísýring í andrúmslofti og styður við jákvæða byggðaþróun á Íslandi.
Slíkt skógræktarátak á Íslandi á því að vera samstarfsverkefni á Evrópuvísu unnið af Íslendingum með öflugu fjárframlagi frá Evrópusambandinu og íslenska ríkinu því kolefnabindingin er ekki einungis hagur Íslands heldur einnig hagur Evrópusambandsríkja og heimsins alls!
Slíkt skógræktarátak getur rennt tryggum stoðum undir rekstur hefðbundins íslensks landbúnaðar sem því miður getur oft á tíðum ekki einn og sér staðið undir framfærslu hefðbundinna fjölskyldubúa. Þokkaleg vinna við skógrækt samhliða til dæmis sauðfjárrækt getur gert gæfumuninn fyrir íslenskar bændafjölskyldur.
Ný atvinnutækifæri vegna skógræktar gerir það einnig að verkum að unnt er að stækka sauðfjárbú og auka hagkvæmni í sauðfjárrækt með fækkun og stækkun sauðfjárbúa án þess að þær bændafjölskyldur sem bregða sauðfjárbúi þurfi að hverfa á brott úr byggðunum. Atvinna við skógrækt og túnrækt til að anna stærri sauðfjárbúum getur gert það að verkum að byggðirnar styrkjast frá því nú er og tekjur aukast."
17.3.2011 | 14:01
Samúðar og baráttukveðjur til Japans
Evrópusamtökin senda japönsku þjóðinni samúðarkveðjur vegna þeirra hörmulegu atburða sem nú eiga sér stað í landinu. Orð duga skammt til þess að lýsa því sem japanska þjóðin gengur í gegnum um þessar mundir.
Ísland og Japan hafa átt mikil samskipti í gegnum tíðina á fjöldamörgum sviðum. Og verður svo örugglega áfram.
Evrópusamtökin senda japönsku þjóðinni baráttukveðjur í því mikla starfi sem framundan er.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2011 | 16:00
Grétar Þór Eyþórsson um ESB og byggðamál

Grétar Þór er prófessor við Háskólann á Akureyri og hefur unnið að fjölmörgum rannsóknum á sviði byggðamála. Hann er fyrrverandi stjórnarmaður í norrænu byggðarannsóknastofnuninni Nordregio og er í dag Íslandstengiliður í ESPON, áætlun Evrópusambandsins um rannsóknir í byggða og svæðamálum.
Staður og stund: Þriðjudaginn 22. mars 2011 kl. 16:30 17:30
í sal M101 í Miðborg, nýbyggingu Háskólans á Akureyri.
Allir velkomnir
Viðskipta- og raunvísindasvið HA
15.3.2011 | 20:51
Stjórna hagsmunir norskra bænda hagsmunum og stefnu þeirra íslensku?
Stjórnarmaður í Evrópusamtökunum, Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, skrifar pistil á blogg sitt um landbúnaðarmál. Þar veltir hann fyrir sér niðurstöðum og umræðu í kjölfar Búnaðarþings, en þar sagði formaður norsku bændasamtakanna og gestur þingsins, að "heimurinn væri stærri en ESB." Þetta sama sagði Haraldur Benediktsson í grein MBL um síðustu helgi, en ekki var þetta útskýrt nánar. Um þetta atriði segir Gunnar á bloggi sínu:
"Í lok greinar sinnar segir Haraldur og bergmálar málflutning orð formanns norsku bændasamtakanna frá nýhöldnu Búnaðarþingi:,, Það þarf að fá botn í ESB-málið sem fyrst svo hægt sé að hefja raunverulegt uppbyggingarstarf á Íslandi á nýjan leik því tækifærin bíða okkar. Höfum í huga að heimurinn er svo miklu stærri en Evrópusambandið.
Hvað er Haraldur eiginlega að meina með þessum orðum? Ætla íslenskir bændur að fara í víking? Stórfelldan útflutning? Hvert þá? Annarra heimsálfa? Kína? S-Ameríku? Indlands? Hver á að borga? Skattgreiðendur? Er þetta virkilega raunhæf framtíðarsýn fyrir íslenskan landbúnað?
Eða er Haraldur kannski búinn að gleyma því að ESB er annað mesta viðskiptaveldi heims? Eða er þetta bara gott dæmi um það að grasið sé grænna hinum megin?
Það er alveg ljóst að norskum hagsmunum í sjávarútvegi og landbúnaði er mikið í mun að Ísland gangi EKKI í ESB. Jú, vegna þess að þá fengju íslenskar landbúnaðarafurðir og allt íslenskt sjávarfang FULLT tollfrelsi á um 500 milljóna markaði, með mikla kaupgetu. Þetta er "ógnarsviðsmynd" í augum þessara norsku aðila. Þess vegna vilja þeir að Ísland gangi ekki í ESB. Svo einfalt er það nú.
En er verið að halda með þessum hætti á málinu vegna norskra hagsmuna? Eru "norskir hagsmunir" afl sem að stýra hagsmunum íslenskra bænda og þar með hagsmunum íslenskra neytenda?
Það myndi teljast afar umhugsunarvert og þá dettur manni í hug; hvert er frelsi og sjálfstæði íslensku bændaforystunnar!"
15.3.2011 | 13:58
Ólafur Ísleifsson: Afturábak - um hálfa öld!
"Ólafur Ísleifsson, lektor í hagfræði, segir það færa Ísland minnst hálfa öld aftur í tímann ef hugmynd Lilju Mósesdóttur, um að mismunandi gengi verði notað við upptöku á nýrri krónu, verður að veruleika.
Eins og Eyjan greindi frá um helgina, leggur Lilja til að skipt verði um nafn á íslensku krónunni. Samhliða því leggur hún til að mismunandi gengi verði notað til að skipta úr núverandi krónu yfir í nýja gjaldmiðilinn. Þannig verði hægt að láta eignaríkara fólk borga meira fyrir nýja gjaldmiðilinn.
Í morgunþætti Bylgjunnar sagði Ólafur Ísleifsson þessa hugmynd Lilju arfavitlausa og að hún myndi færa íslenskt samfélag minnst hálfa öld aftur í tímann.
Hvergi á byggðu bóli, þar sem menn vilja láta taka sig alvarlega, kemur neitt svona lagað til greina, sagði hann."
Þetta kemur fram í frétt á Eyjunni, en hér má heyra spjall um þetta á Bylgjunni (aftarlega í klippinu)
En sennilega sýnir þessi umræða bara fram á eitt: Þær ógöngur og vandræði sem gjaldmiðilsmálin eru í og þau aukast sennilega því nær miðar að þeim tímapunkti að losað verði um gjaldeyrishöftin!
Enginn veit jú hvernig krónan mun "hegða" sér, þegar hún losnar af gjörgæslunni.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.3.2011 | 21:25
Gamalt vín á nýjum belgjum?
Tillaga Lilja Mósesdóttur um að breyta um nafn á íslensku krónunni hefur vakið athygli, svo ekki sé meira sagt. Á Eyjunni eru komnar á annað hundrað athugasemdir, þegar þessi orð eru skrifuð. Frétt Eyjunnar er hér.
Jón Daníelsson, hagfræðingur kemur líka að þessari umræðu: Viðtal við Jón á RÚV
Það er í raun afar áhugavert að heyra Lilju segja að það sé ekkert traust á krónunni! Þá er það spurningin: Myndi nafnbreyting ein og sér bjarga því?
Hvað segja gestir bloggsins?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir