Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009
10.8.2009 | 16:13
Kolbrún hin hvassa
Hvass pistill Kolbrúnar Bergþórsdótturá leiðarasíðu MBL í gær hefur vakið mikla athygli. Pistillinn sem ber heitið Sjálfstæðisflokkur - fyrir hverja, og í honum spyr Kolbrún spurninga sem er í sjálfu sér hverjum flokksformanni hollt að spyrja sig, t.d. hvað sé að gerast hjá flokknum? Í pistlinum segir Kolbrún meðal annars:
"Hvað er að gerast í Sjálfstæðisflokknum? Útbelgd þjóðremba er farin að ágerast í flokknum og það virðist veruleg hætta á því að hann einangrist og verði að harðlínuíhaldsflokki með takmarkað fylgi. Það hlakkar í andstæðingum flokksins vegna þeirrar vafasömu stefnu sem flokkurinn er að taka. Hinir, sem eru fjölmargir, og bera virðingu fyrir flokki sem svo oft hefur verið rödd skynseminnar, hafa áhyggjur af þessari þróun mála.Nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, virkar enn sem komið er hikandi og óöruggur. Í stað þess að hlusta á Evrópusinna í eigin flokki og gefa þeim svigrúm og frelsi hefur hann tekið afstöðu með þeim öflum innan flokksins sem þusa endalaust um afsal fullveldis gangi Ísland í Evrópusambandið. Evrópusinnuðum sjálfstæðismönnum virðist varla lengur vært í eigin flokki og hljóta að finna sér annan verustað. Nýr formaður er ekki að breikka eigin flokk heldur þrengja hann."
Allir muna hvernig Davíð Oddsson afgreiddi t.d. skýrslu Endurreisnarnefndar flokksins á landsfundinum í vor, þegar hann tróð upp með sitt "númer" á fundinum. Þar er m.a. vikið að Evrópumálum. Ef svo fer eins og Kolbrún talar um og flokkurinn "þrengist," má velta því fyrir sér hvort einhverjar fleiri svona skýrslur verði gerðar á vegum flokksins?
Svona til upprifjunar má sjá ræðu DO hér
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
10.8.2009 | 15:40
Króatar biðja ESB um aðstoð við jarðsprengjuleit
Króatía, sem er eitt "umsóknarríkja" ESB, hefur beðið ESB um aðstoð við að hreinsa landssvæði landsins af jarðsprengjum. Króatía var leiksvið hörmulegra átaka í upplausnarstríði Júgóslavíu á árunum 1992-1995.
Frá þessu er greint á www.euobserver.com. Talið er að um 1000 ferkílómetra svæði í landinu sé undirlagt jarðsprengjum. Frá því að átökunum lauk með Dayton-samningnum árið 1995 hafa 500 manns látist og 1500 særst af völdum þessa "ósýnilega óvinar" sem grafinn er í jörðu. Jarðsprengjurnar koma m.a. í veg fyrir að hægt sé að stunda ræktun á gjöfulum landssvæðum. Þær hindra því beint efnahagslegar framfarir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.8.2009 | 15:30
Jón Ormur í FRBL
Dr. Jón Ormur Halldórsson, birti góða grein í Fréttablaðinu, þar sem hann ræðir ýmsar hliðar á ESB, af alkunnri fagmennsku. Hann segir meðal annars:"Sjálfur hef ég verið stuðningsmaður aðildar Íslands að Evrópusambandinu í 33 ár. Ég skrifaði mína fyrstu blaðagrein um þetta ekki löngu eftir stúdentspróf og þrátt fyrir mörg tilefni og nokkurt dálæti á því að skipta um skoðun hefur mér aldrei tekist að losna við þessa sannfæringu. ESB er stórgallað eins og önnur mannanna verk en það er hins vegar heimssögulegt fyrirbæri sem hefur haft djúpstæð áhrif á samvinnu manna utan þess og innan. Áhrifin eru meiri og víðtækari en flestir virðast telja en þversögnin er sú að ESB er líka fjær því að vera risaveldi en andstæðingar þess virðast álíta. Þarna kemur til munurinn á valdi, áhrifum, viðmiðum og gildum."
Alla greinina má lesa hér:
8.8.2009 | 13:33
Ódýrari gsm símtöl-sama verð í öllu ESB - hvað með Ísland?
Á vefsíðunni www.esb.is kemur eftifarandi fram:
Reglugerð ESB um ódýrari farsímanotkun tekur gildi (1/7)
1. júlí gekk í gildi reglugerð ESB um þak á gjaldtöku fyrir notkun farsíma milli landa ESB (roaming). Þetta þýðir að kostnaður við að senda smáskilaboð, hringja og hala niður efni úr farsíma milli landa lækkar til muna. Einhver bið verður á því að reglugerðin taki gildi í EES/EFTA-ríkjunum þremur, Íslandi, Noregi og Liechtenstein. Lesið nánar hér.
Verð fyrir hringd samtöl= 43 evrusent
Fyrir móttekin símtöl= 19 evrusent
Senda sms = 11 evrusent
Taka á móti sms = ókeypis
Margir sem hafa verið að nota farsíma sína erlendis kannast við HIMINHÁA símreikninga þegar heim er komið. Mikið væri nú gott að þetta gilti fyrir okkur Íslendinga nú þegar!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
8.8.2009 | 11:43
Eiríkur Bergmann nr. 3
Eiríkur Bergmann hefur verið nokkuð áberandi hér á blogginu að undanförnu, enda birt greinaflokk um Evrópumál í Fréttablaðinu.
Nú er grein nr. 3 komin og fjallar hún um peningamál. Þar segir m.a.:"Bráðavandinn sem Ísland stendur nú frammi fyrir stafar ekki síst af veikri stöðu krónunnar sem hefur reynst ævintýralega óstöðugur gjaldmiðill. Kerfisvandinn var heimatilbúinn, við opnuðum fjármálamarkaðinn inn á 500 milljóna manna innri markað ESB en örgjaldmiðillinn okkar var áfram varinn af aðeins þrjú hundruð þúsund Íslendingum....Flotkrónan gengur augljóslega ekki upp fyrir ríki sem starfar á innri markaði ESB og þar sem í það minnsta fjögur ár munu líða áður en við getum krækt í evruna er afar mikilvægt að ná fram einhvers konar tímabundnum bakstuðningi frá Seðlabanka Evrópu í komandi aðildarsamningum."
Öll greinin er hér
6.8.2009 | 22:01
Einar K. Guðfinnsson, þá og nú
Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, ritar grein í sitt gamla blað, Morgunblaðið (var þar einu sinni blaðamaður) um sjávarútvegsmál og ESB. Þar segir hann í byrjun greinarinnar:
"Yfirlýstur tilgangur umsóknar að ESB hefur verið að kanna í eitt skipti fyrir öll hvað í boði sé þannig að enginn þurfi að velkjast í vafa. Það gildir ekki síst um sjávarútvegsmálin, því margir helstu ESB sinnarnir hafa reynt að segja okkur að ekkert sé að óttast. Nú hefur spænski Evrópumálaráðherrann Diego López Garrido sagt okkur hvað sé í boði. Hverjir skilmálarnir séu. Sú lýsing er í algjöru ósamræmi við það sem trúuðustu ESB sinnarnir hafa sagt okkur.
Það er óhætt að taka mark á senjór Garrido. Spánverjar eru heimsveldi á sjávarútvegssviðinu. Fátt óttast aðrar evrópskar sjávarútvegsþjóðir meira en mögulegan ágang spænska fiskiskipaflotans, eftir hálft ár verða Spánverjar í forsvari ESB og svo er Diego Lópes Garrido Evrópumálaráðherra. Orð hans hafa því mikla vigt og skipta höfuðmáli þegar kemur að því að ræða um stöðu Íslands almennt og sjávarútvegsins sérstaklega innan ESB. Og hann svarar skýrt þegar hann er spurður um þessi mál í Ríkisútvarpinu 30. júlí sl. Spænski ráðherrann segir þar orðrétt:
Íslendingar eru í forréttindastöðu
En það er auðvitað mikilvægt, og ekki bara fyrir Spán heldur allt Evrópusambandið að við varðveitum í framtíðinni, að Íslandi gengnu í það, réttarreglur bandalagsins. Sú staða sem Ísland hefur nú, við getum kallað hana forréttindastöðu, enda er Ísland fyrir utan Evrópusambandið, og getur þannig útilokað önnur ríki frá miðum sínum og náð að hindra erlend fyrirtæki í að kaupa hlut í íslenskum útgerðum... Þetta er nokkuð sem verður augljóslega að endurskoða þegar viðræður hefjast.
Hvað felst í orðinu endurskoða? Er það ekki teygjanlegt og opið? Hægt er að endurskoða hluti og komast að mörgum mismunandi niðurstöðum. Nei-sinnar hafa margir hverjir hamrað á því að við aðild muni hér allt fyllast af erlendum togurum, sem muni ryksuga miðin. Fyrr í haust sagði hinsvegar utanríkisráðherra Spánar, Miguel Angel Moratinos, sem þá var hér í heimsókn, að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af þessu, við myndum veiða fiskinn, Spánverjar kaupa hann. Þetta var í Iðnó í byrjun september.
Einar K. er með ágæta heimasíðu og þar er að finna ýmislegt. M.a. þessa frétt frá 1991, þegar Einar var framkvæmdastjóri sjávarútvegsfyrirtækis fjölskyldunnar í Bolungavík og í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ekki kemur fram úr hvaða miðli fréttin kemur. Tekið skal fram að feitletranir eru bloggara. Orðrétt segir:
Eigum að hefja tvíhliða viðræður við EB um lækkun tolla
ÍSLENDINGAR eiga að hefja tvíhliða viðræður við Evrópubandalagið um lækkun tolla á fiskafurðum, enda höfum við öll tromp á hendi til að ná hagkvæmum samningum, telur Einar K. Guðfinnsson, framkvæmdastjóri á Bolungarvík, sem skipar 2. sætið á lista sjálfstæðismanna á Vestfjörðum. Hann segir Íslendinga geta gengið óhrædda og upprétta til slíkra samninga og EB-grýla Framsóknarmanna sé tilbúningur þeirra og hræðsluáróður.
"Mín stefna í þessu máli er alveg klár og skýr. Sjálfstæðisflokkurinn mótaði á sínum tíma þá afstöðu að leita eftir tvíhliða viðræðum við Evrópubandalagið um lækkun á tollum á fiskafurðum. Við þá stefnumörkun var haft í huga að verið væri að taka á því sem þýðingarmest væri fyrir okkur Íslendinga. Ríkisstjórnin kaus að fara aðrar leiðir og það hefur ekki skilað árangri," segir Einar K. Guðfinnsson framkvæmdastjóri á Bolungarvík.
"Framsóknarflokkurinn hefur í kosningabaráttunni reynt að beita einhvers konar EB-grýlu á þjóðina. Hér á Vestfjörðum hafa menn séð í gegnum þennan tilbúning og hræðsluáróður og málflutningur okkar Sjálfstæðismanna hefur hitt í mark. Við göngum því óhræddir og uppréttir til þessara viðræðna, en hörmum um leið að ríkisstjórnin skuli hafa kosið að ganga til EB viðræðnanna án þess að leita umboðs Alþingis.
Það er ekki pólitískur ágreiningur í landinu um að allir samningar við Evrópuþjóðirnar eigi að miðast við að við höldum óskoruðu fullveldi og yfirráðarétti yfir auðlindum hafsins í kringum landið. Áróður andstæðinga okkar í þessum efnum er því rakalaus og ég held við höfum öll tromp á hendi til að ná hagstæðum samningum. Evrópuþjóðirnar eru orðnar háðar okkar fiskafurðum og ég held að þörf þeirra fyrir hagkvæma og skynsamlega samninga sé ekki minni en okkar."
Er þetta sami Einar og sá sem skrifar í dag? Getum við ekki gengið upprétt til samninga við ESB? Höfum við ekki enn þann dag í dag öll tromp á hendi? Veiðireynsluna, hefðina, 70% staðbundna stofna? Er þörf ESB fyrir hagkvæma og skynsamlega samninga ekki jafn mikilvæg fyrir sambandið og okkur? Hefur ESB hag af því að þurrka upp Íslandsmiðin?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.8.2009 kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.8.2009 | 21:18
Eíríkur Bergmann í viðtali við Vefritið um doktorsverkefnið
Á Vefritinu birtist fyrir skömmu ítarlegt viðtal við Eirík Bergmann, stjórnmálafræðing, en hann hefur nýlega varið doktorsritgerð. Viðtalið tók Bjarni Þór Pétursson, en hann stundar MA-nám í alþjóðasamskiptum við H.Í.
Í kynningu segir: "Fyrr í sumar varði Eiríkur Bergmann Einarsson doktorsrannsókn sína sem jafnframt kom út undir heitinu ,,Hið huglæga sjálfstæði þjóðarinnar. Þrátt fyrir að efni rannsóknarinnar hefði ekki getað komið út á betri tíma, en hún fjallar um fullveldis- og þjóðernishugmyndir Íslendinga og samskiptin við ESB, þá hafa helstu fjölmiðlar ekki veitt henni mikla athygli..."
Áhugasömum er hérmeð bent á þetta fróðlega viðtal.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2009 | 14:13
ESB og menntun
Tryggvi Thayer, doktorsnemi, skrifar mjög athyglisverða færslu á blogg sitt um gildi ESB fyrir menntun á Íslandi. Þetta eru umhugsunarverð atriði sem hann fjallar um. Megin niðurstaða hans er þessi: "Það er því ljóst að ESB aðild myndi stórauka tækifæri Íslendinga til að taka þátt í margvíslegu uppbyggingar og þróunar samstarfi í menntun."
Færsluna má lesa á slóðinni: http://tryggvi.blog.is/blog/tryggvi/entry/916031/
6.8.2009 | 13:35
Tvær beittar greinar í FRBL
Tvær beittar og skemmtilegar greinar er að finna í Fréttablaði dagsins. Sú fyrr er eftir Friðrik Rafnsson, þýðanda, undir yfirskriftinni "Í nýju og skapandi samhengi." Þar skrifar segir Friðrik m.a.:
"Engin nútímaþjóð getur staðið ein, allra síst fámenn þjóð eins og við Íslendingar erum. Samstarf við aðrar þjóðir er okkur lífsnauðsyn, það hafa Íslendingar vitað og stundað frá upphafi byggðar hér. Samstarf við nágranna- og frændþjóðirnar á Norðurlöndunum hefur löngum verið eðlilegast og hentugast."
Og síðar segir: "Getur ekki verið að Evrópusambandið fyrir okkur Íslendinga nú á 21. öldinni, sé það samhengi sem Norðurlöndin voru okkur á síðari hluta þeirrar 20? Evrópusambandið er nefnilega ekki heimsveldi, eins og sumir hér virðast halda, heldur bandalag sjálfstæðra og fullvalda þjóðríkja. Þess vegna var það alveg hárrétt ákvörðun hjá meirihluta Alþingis um daginn að senda inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu..."
Öll greinin er hér
Hin greinin er eftir Véstein Ólason, prófessor, en þar fjallar hann, bæði með gamni og alvöru, um hrakfarir okkar Íslendinga. Í greininni, sem hann skírir "Þursaflokkurinn" segir hann meðal annars:
"Að öllu gamni slepptu því að hér er alvörumál á ferð er eðlilegt að Alþingi vilji skoða Icesave-samninginn vel. Komi fram á honum leyndir" gallar er sjálfsagt að reyna allt sem hægt er til að komast að samkomulagi um að bæta úr þeim án þess að hleypa málinu í uppnám. Það þarf hins vegar ekki að lesa þúsundir blaðsíðna af greinargerðum til að skilja hvernig þessi mál líta út utan frá. Íslensk fyrirtæki sökktu landinu í skuldafen með óábyrgu framferði. Þau ollu stórtjóni og vöktu athygli á sér fyrir glæfralegt, jafnvel glæpsamlegt, framferði í þeim löndum sem við þurfum nú að semja við. Íslenskar eftirlitsstofnanir reyndust ófærar um að koma í veg fyrir hamfarirnar. Þeir sem bera ábyrgð á fjármálum annarra ríkja (skattpeningum almennings) eða alþjóðlegra sjóða geta ekki afhent okkur ófafé án þess að hafa einhverjar vísbendingar um að Íslendingar ætli að leysa sín mál sómasamlega og fylgja stefnu sem öðrum virðist trúverðug og geri okkur kleift að standa við skuldbindingar. Er það ofbeldi?"
Öll greinin er hér
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2009 | 22:26
Joscha Fischer mögulegur ESB-stjóri?
Nafn Joscha Fischer, fyrrum utanríkisráðherra Þýskalands hefur verið nefnt í sambandi við forsetastöðu framkvæmdastjórnar ESB. Fischer var þingmaður þýska Græningaflokksins (Die Grüne) og er bæði mikil umhverfis og Evrópusinni. Hann er einn af virtari stjórnmálamönnum í sögu Þýskalands nútímans.
Það er annar frægur maður, ,,rauði-Danni" sem stingur upp á Fischer. Sá heitir með réttu Daniel Cohn-Bendit og varð frægur í miklum óeirðum í París árið 1968. Hann varð síðar þingmaður á Evrópuþinginu og er enn þar.
EuObserver birtir frétt um þetta í dag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.8.2009 kl. 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir