Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011
22.12.2011 | 19:21
Fjölmargir styrkir hérlendis í gegnum 7.rammaáætlun ESB
Birtur hefur verið listi yfir þá aðila hérlendis sem fengið hafa styrki á vegum 7.rammaáætlunar ESB, en meginhlutverk hennar er samkvæmt heimasíðu:
"Meginhlutverk sjöundu rammáætlunar Evrópusambandsins (2007-2013) er að stuðla að framúrskarandi árangri evrópskra vísindamanna og rannsakenda, að tengja saman aðildarlönd í samstarfi og efla samkeppnisstöðu Evrópu ásamt því að halda í við Bandaríkin og Japan.
Áætluninni er skipt í fjórar meginstoðir, Samvinna-Hugmyndir-Mannauður-Hæfni. Þessi áætlun, eins og fyrirrennarar hennar, er liður í því markmiði að byggja upp Evrópu sem eitt vísindasvæði. Áætlunin er ætluð sem viðbót við landsáætlanir og leggur áherslu á evrópskan þátt rannsókna. Þar af leiðandi er oftar en ekki farið fram á að rannsóknasamvinna feli í sér þátttakendur frá fleiri en einu landi, og/eða feli í sér flutninga milli landa."
Hér er yfirlit yfir styrki sem veittir hafa verið, en sá hæsti er yfir 2 milljónir Evra, eða um 320 milljónir ÍSK og rennur hann til verfræðideildar H.Í.
Hér er svo ein frétt sem tengist þessu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2011 | 10:09
Björn Bjarna og Stefán Jóhann: Hvorugur afskrifaði Evruna!
Það er mikið rætt um Evruna þessa dagana og vikurnar. Evrusvæðið, sem og önnur stór efnahagssvæði glíma jú við stór vandamál.
ES-blogginu hefur borist til eyrna að Nei-sinnar hafi fjallað um þetta á fundi um daginn, sem skartaði þeim Birni Bjarnasyni, fyrrum dómsmálaráðherra og Stefáni J. Stefánssyni, fyrrum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar.
Það sem "heimild" ES-bloggsins nefndi sérstaklega var sú staðreynd að HVORUGUR þeirra afskrifaði Evruna sem gjaldmiðil! Báðir reiknuðu því með að hún myndi áfram verða til sem alþjóðlegur gjaldmiðill!
Þetta er því í miklu ósamræmi við málflutning aðila hér á landi sem keppast við að spá dauða Evrunnar!
21.12.2011 | 21:20
Össur í Kastljósinu
Þá verði kostir evrunnar skýrari fyrir Ísland og minni áhætta tengd afnámi verðtryggingar og gjaldeyrishafta hérlendis.
Össur sagðist ekki telja útilokað að ljúka aðildarviðræðum við ESB fyrir loka þessa kjörtímabils en taldi þó að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði ekki haldin fyrr en að loknum alþingiskosningunum sem eiga að fara fram árið 2013."
Hér er Kastsljósviðtalið sjálft og frétt Eyjunnar er hér. Morgunblaðið segir einnig frá þessu í frétt á MBL.is og þar stendur: "Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir ekki útilokað að takist að ljúka viðræðum við Evrópusambandið um aðild Íslands að sambandinu á þessu kjörtímabili. Það sé hins vegar ljóst að þjóðaratkvæðagreiðsla um samninginn verði ekki haldin fyrr en eftir kosningar.
Össur sagði þetta í viðtali í Kastljósi í kvöld þar sem hann ræddi m.a. um aðildarviðræðurnar. Össur sagði að viðræðurnar hefðu gengið vel og sagðist telja að einmitt vegna kreppunnar í Evrópu væru sóknarfæri fyrir Ísland í aðildarviðræðunum. Leiðtogar ESB væru að taka á vandamálum og menn stæðu frammi fyrir skýrari stöðu varðandi ýmis mál eins og t.d. varðandi evruna. Össur sagðist hafa fulla trú á að evran kæmist í gegnum vandann og upptaka evru væri enn áhugaverður kostur."
(Mynd: Skjáskot RÚV)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
21.12.2011 | 16:56
Hvort er hvað: Evra eða dönsk króna?
Samkvæmt könnun eru flestir Danir á móti því að taka upp Evruna. En danska krónan er hinsvegar beinttengd Evrunni og er í raun Evra. Hér að neðan er gengisskráning Evru og Danskrar krónu (ekki endilega í þessari röð). Hvort er hvað? Giskiði nú!
21.12.2011 | 16:23
Fréttaskýring um sjávarútvegsmál í Útvegsblaðinu
Í sambandi við ESB-málið og aðildarviðræðurnar má segja að mesta spennan sé varðandi sjávarútvegsmálin, enda um stórt hagsmunamál að ræða.
Útvegsblaðið fjallar um þetta mál í fréttaskýringu í nýjasta tölublaði. Þar er meðal annars bent á að breytingar komi til með að verða á kerfunum í sambandi við sjávarútveg, bæði hér og innan ESB.
Í fréttaskýringunni kemur fram að verði allar breytingarnar hjá ESB framkvæmdar, muni kerfi þess þokast nær því íslenska.
Rætt er við Aðalstein Leifsson, Kristján Möller, Jón Gunnarsson og Ragnar Arnalds í greininni. Aðalsteinn og Kristján leggja á það áherslu að mikilvægt sé að fá samning, í raun se erfitt að segja til um hlutina áður en það gerist.
Jón og Ragnar hafa mun neikvæðari sýn á málið og segir Jón t.d. að hvalveiðar séu landinu mikilvægar, en ESB viðrist ekki hafa neinar athugsemdir varðndi þær, þannig að þær ættu ekki að vera vandamál.
Samkvæmt skýrslu frá Hagfræðistofnun H.Í. svaraði hvalavinnsla um 0.07% af landsframleiðslu á árunum 1973-1985. Í sömu skýrslu segir að árið 2009 hafi verið tap á hvalveiðum.
Í fréttaskýringunni er einnig er sagt frá erindi sem Kolbeinn Pálsson, formaður samningahóps Íslands (í sjávarútvegsmálum)gagnvart ESB hélt á vegum Viðskiptaráðs um stöðuna í ESB-málinu. Efni frá fundinum má nálgast hér.
En það er alveg ljóst að mikil spenna hleypur í viðræðurnar þegar kaflinn um hafið verður opnaður og þá verður væntanlega fjör í umræðunni hér á landi!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.12.2011 | 17:25
Danir taka við keflinu í ESB
17.12.2011 | 21:56
Þorsteinn Pálsson um Evrópumálin í FRBL
Þorsteinn Pálsson, samninganefndarmaður Íslands gagnvart ESB, skrifar pistil í Fréttablaðið laugardaginn 17.12 um Evrópumálin og hefst hann svona:
"Utanríkisráðherrann hefur lýst þeirri skoðun sinni að það væri andstætt íslenskum hagsmunum að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið nú. Það allra jákvæðasta sem formælendur kröfunnar um viðræðuslit geta sagt er að sú afstaða lýsi einfeldningshætti. Nýleg könnun bendir til að sú umsögn eigi ekki einasta við utanríkisráðherrann heldur nærri tvo þriðju hluta þjóðarinnar.
Skoðanakannanir um stuðning við að ljúka aðildarviðræðunum lýsa að sönnu ekki afstöðu til hugsanlegs samnings. En það er athyglisvert að þrátt fyrir fjármálavanda evruríkjanna er öruggur meirihlutastuðningur við þá afstöðu utanríkisráðherra að snúa ekki við í miðju straumvatninu.
Samkomulag leiðtoga Evrópusambandsins á dögunum þar sem Bretar einir skárust úr leik dregur upp meginlínur um markvissari stöðugleikastefnu. Hennar er þörf á innri markaðnum bæði fyrir evruríkin og hin sem hafa hvert sína mynt. Bráðavandinn er hins vegar ekki úr sögunni. Ekki er enn útséð hvernig verst settu aðildarríkjunum tekst að bregðast við honum og margar fjármálastofnanir á meginlandinu standa höllum fæti.
Af hverju hefur þessi órói ekki breytt afstöðu fólks til aðildarviðræðnanna? Trúlegasta skýringin er sú að flestum er ljóst að þrátt fyrir erfiðleikana innan evrusvæðisins er hinn kosturinn ekki betri. Sú staðreynd að stjórnendur peningamála gátu ekki komið í veg fyrir hrun krónunnar þrátt fyrir góðan vilja er einfaldlega geymd en ekki gleymd. Óróinn á evrusvæðinu megnar því ekki að stöðva þá sem vilja láta reyna til þrautar á aðra kosti.
Krafan um viðræðuslit virðist veikjast eftir því sem formælendur hennar gerast stóryrtari í persónulýsingum á þeim sem tala í samræmi við það sem kannanir segja að sé vilji meirihluta fólksins í landinu."
15.12.2011 | 22:17
Vandræðalegt með Matís-málið - mæla átti meðal annars PCB og þungmálma með styrkfé sem var afþakkað!
Í jólaútgáfu Bændablaðsins (sem stundum hefur verið að detta inn með Mogganum!) er fjallað um Matís-málið og annað því tengt, en það vakti athygli fyrir skömmu þegar Matís dró til baka umsókn um 300 milljóna IPA-styrk til rannsókna of eftirlits með leifum vanarefna í matvælum. Varnarefni eru meðal annars skordýraeitur, illgresiseyðir og þess háttar.
Ísland hefur verið með undanþágu í sambandi við þetta, sem felur í sér að Ísland þarf aðeins að skima eftir 60 efnum í stað 170. Sú undanþága rennur út um næstu áramót. Með þeim styrk sem hafnað var átti meðal annars að mæla þungmálma, PCB og PAH, sem og þörungaeitur í skelfiski. PAH-efni innihalda meðal annars svokölluð PaP-efni, sem eru mjög krabbameinsvaldandi.
Matís var opinber rannsóknaraðili í sambandi við þessi efni, en umsóknin um 300 milljónirnar var dregin til baka vegna þess sem í Bændablaðinu er sagt vera ..."óvíssa um viðskiptalegar forsendur og pólitísk afstaða sjávarítvegs og landbúnaðarráðherra." Sá er Jón Bjarnason, eins og flestir vita.
Fjármunina átti að nota til þess að byggja upp tæknibúnað til að sinna þessum rannsóknum og hinum lögbundnu mælingum.
Í grein Bændablaðsins kemur fram að nú sé ætlunin að reyna ð byggja þetta upp með innlendu fé en að það komi til með að taka nokkur ár! Samvæmt blaðinu hefur slík umsókn verið send inn, en það má líka lesa út úr fréttinni að allsendis óvíst sé hvort peningar fáist!
Þessvegna þarf að leita til aðila erlendis til að gera þessar (lögbundu!) mælingar og það þýðir aukinn kostnað! Sem hlýtur að lenda að lokum á skattgreiðendum!
Í lokin á grein Bændablaðsins segir:
"Þá hefur þegar verið lögð fram ný ósk frá Matís eins og fyrr segir um uppbyggingu frekari mælinga hér á landi á sviði varnarefna- og aðskotaefnamælinga. Ef ekki er vilji til eða möguleiki á að koma upp slíkri aðstöðu hér á landi gæti komið til þess að heilbrigðiseftirlitið og MAST yrðu að senda fleiri sýni út til rannsókna. Nýleg löggjöfum merkingar og rekjanleikaerfðabreyttra matvæla og fóðurser dæmi sem nefna má í þessu sambandi. Kostnaður mun þá að líkindum aukast og rannsókn tæki lengri tíma. Þá yrði hið opinbera um leið að leggja fram meira fjármagn í rannsóknir en nú er gert, nema sýnum verði fækkað. Það væri ekki góð lausn og sem dæmi má nefna að til þess gæti komið að núverandi rannsóknabúnaður hér á landi vegna varnarefna stæði lítið notaður í stað þess að byggja hann upp til að tryggja lögbundnar skyldur og matvælaöryggi og neytendavernd til frambúðar." (Feitletrun og undirstrikun, ES-bloggið)
Málið er í allt hið ótrúlegasta, því skoðanir EINS manns ráða hér mjög miklu! Og það bara vegna andúðar hans á ESB!
Sami Jón Bjarnason er sifellt að tala um hvað MATVÆLAÖRYGGI sé mikilvægt!!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.12.2011 | 21:36
Bókhaldsreglur ESB þær ströngustu sem um getur
Eitt af því sem andstæðingar ESB-aðildar eru sífellt að tönnlast á er að ársreikningar sambandins séu aldrei samþykktir, en það er að sjálfsögðu ekki rétt.
Eins og í sambandi við svo margt annað kjósa Nei-sinnar að fara frjálslega með staðreyndir í sambandi við ESB og ársreikninga þess.
Á Evrópuvefnum er einmitt verið að fjalla um þetta og þar segir meðal annars:
"Endurskoðunarréttur Evrópusambandsins ber ábyrgð á endurskoðun á reikningum ESB. Með Maastricht-sáttmálanum frá árinu 1992 var réttinum gert að láta Evrópuþinginu og ráðinu í té sérstaka yfirlýsingu um að reikningar væru réttir og að þau viðskipti, sem að baki þeim byggju, væru lögmæt og rétt að formi til. Í þeim yfirlýsingum hefur hann frá upphafi lýst því yfir að reikningar sambandsins væru að mestu réttir. Hann hefur hins vegar ekki fengist til að staðfesta lögmæti og reglufestu þeirra viðskipta sem að baki þeim bjuggu, sökum þess að reglur ESB og samningsskilyrði hafi oft og tíðum verið brotin. Til að þess konar staðfesting fáist þurfa 98% bókhalds hvers stefnuflokks að vera rétt bókfærð.
Framkvæmdastjórn ESB, sem ber lagalega ábyrgð á bókhaldi sambandsins, hefur bent á að nær ómögulegt sé að standast strangar kröfur réttarins að öllu leyti. Frávik megi að mestu rekja til mistaka við flókna pappírsvinnu en aðeins mjög lágt hlutfall heildarútgjalda sambandsins megi rekja til fjársvika. (Leturbreyting, ES-bloggið)
Í svarinu kemur fram að um 80% útgjalda ESB er eytt í aðildarríkjunum og því eftirlit á ábyrgð þeirra (ESB er s.s. ekki með puttana ofan í öllu!). Endurskoðunarréttur ESB sér um mál sem tengjast fjármunum sambandsins og í svari Evrópuvefs segir: "Endurskoðunarrétturinn áréttar að stór hluti af skekkjum komi til vegna takmarkaðrar þekkingar aðildarríkjanna á flóknum reglum sambandsins. Hann álítur engu að síður að fjársvik eigi sér einnig stað og að aðildarríkin sjálf beri þar mesta ábyrgð, þar sem svikin eigi sér stað heima fyrir en ekki á vettvangi Evrópusambandsins."
Þegar öllu er á botninn hvolft, þá má lesa út úr svari Evrópuvefsins að flestar skekkjur eiga sér eðilegar skýringar og mjög lítið virðist vera um svindl, enda bendir framkvæmdastjórnin á að ..."einungis sé hægt að rekja mjög lágt hlutfall heildarútgjalda sambandsins til fjársvika."
Það er margt sem fer í taugarnar á helstu Nei-sinnum þessa lands nú um stundir. Eru límingarnar að gefa sig?
Aðallega er þetta vegna þeirrar staðreyndar að tveir af hverjum þremur Íslendingum vilja klára aðildarviðræðurnar við ESB og fá að kjósa um aðildarsamninginn, en þetta kom fram í könnun Fréttablaðsins fyrir skömmu.
Þetta er ósköp eðlileg og lýðræðisleg krafa.
Þetta er einnig skoðun fjármálaráðherra Íslands, Steingríms J. Sigfússonar, sem vill fá efnislega niðurstöðu í málið og leyfa landsmönnum svo að kjósa um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Einn helsti talsmaður Nei-sinna bregst við þessu með hreint ótrúlegum hætti og segir á bloggi sínu:
"Formaður Vinstri grænna gekk ljúgandi til síðustu þingkosninga." Og í lokin segir í pistlinum um framhaldið í sambandi við stefnuna varðandi Evrópumálin innan VG:
"Steingrímur J. mun halda áfram að reyna að ljúga sig frá svikum við yfirlýsta stefnu Vinstri grænna. Næsta kjördag mun lygin hitta hann í andlitið þegar formaður Vinstri grænna verður spurður hvaða stefnumál flokksins ætlunin sé að svíkja strax eftir kosningar."
Sá sem skrifar vænir fjármálaráðherra landsins um lygar fyrirfram! Með ólíkindum!
llmælgið er takmarkalaust og fyrir nú utan það hvað þetta er hreinlega dónalegt!
Nei-sinnar þola ekki þá tilhugsun að ráðamenn Íslands vilji klára viðræðurnar og að einn daginn liggi fyrir aðildarsamningur.
Enn verr þola þeir þá staðreynd að kjósendum verði gefinn kostur á því að vega og meta málin á lýðræðislegan hátt, mynda sér skoðun og kjósa samkvæmt því!
Og bara svona í lokin: Er þetta orðbragðið sem við viljum hafa varðandi stjórnmál hér á landi?
(Feitletrun: ES-bloggið)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir