Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011
6.3.2011 | 10:44
Helgi Magnússon á Sprengisandi(Bylgjunni): Krónan stærsta einstaka vandamálið - getum ekki búið við hana endalaust
Helgi Magnússon formaður Samtaka iðnaðarins (SI) sagðist í samtali í þættinum Sprengisandi vilja sjá aðildarsamning við Evrópusambandið, helst á næsta ári. Til þess að geta tekið afstöðu til þessa stóra máls og kjósa um það.
Hann sagðist vona að aðildarsamningurinn yrði það góður að landsmenn hefðu ástæðu til þess að segja já við honum.
Hann ræddi einnig gjaldmiðilsmálin og sagði krónuna vera stærsta einstaka vandamálið. Helgi sagði það vanmetið hvað krónan hefði átt stóran þátt i hruninu árið 2008. Hann sagði okkur ekki geta búið við krónuna endalaust.
Á fimmtudaginn verður haldið Iðnþing í Reykjavík, þar sem meðal annars verða ræddar leiðir til eflingar íslensks atvinnulífs. Kjörorð þingsins er NÝSKÖPUN ALLS STAÐAR.
Í samtalinu á Sprengisandi sagði Helgi að hann myndi taka á fjölmörgum málum í ræðu sinni á komandi iðnþingi; efnahagsmálum, Evrópumálum og svo framvegis.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2011 | 09:24
Þröstur um landbúnaðarmál í FRBL
Þröstur Haraldsson, fyrrum ritstjóri Bændablaðsins ritar áhugaverða grein um landbúnaðarmál í Fréttablaðið. Þröstur sagði upp störfum á blaðinu á sínum tíma, en honum fannst hann ekki hafa það riststjórnarlega frelsi sem ritstjórar eigi að hafa. Sjá meðal annars hér og í FRBL hér
Í grein sinni í FRBL í dag ræðir Þröstur meðal annars þá mynd sem Bændasamtök Íslands draga upp af mögulegri ESB-aðild og hann gerir athugasemdir við þá mynd: "Fyrir það fyrsta er ekki gert ráð fyrir neinum undanþágum frá eða aðlögun að CAP sem um gæti samist í aðildarviðræðum (nema kannski stuðningi við heimskautalandbúnað eins og Svíar og Finnar sömdu um á sínum tíma). Á það mun reyna í samningaviðræðunum en bændaforystan er fyrirfram búin að ákveða að slíkar undanþágur muni ekki hafa nein áhrif á heildarmyndina.
Í öðru lagi er ekki reiknað með að íslensk landbúnaðarframleiðsla njóti neinna þeirra styrkja sem nú eru veittir í krafti CAP en eru ekki tíðkaðir hér á landi. Þar ber kannski hæst kornrækt sem heur farið vaxandi hér á landi undanfarin ár. Í ESB mega bændur vænta þess að fá allt upp í 90.000 kr. í styrk á hvern hektara kornræktarlands en hér á landi er styrkurinn í mesta lagi 15.000 kr. og á honum er þak. Þetta gæti skipt verulegu máli fyrir kúabændur, svína- og kjúklingaræktendur sem nota mikið fóðurkorn.
Í þriðja lagi hefur bændaforystan ekki sýnt áhuga á að ræða þá miklu möguleika sem felast í því að á Íslandi eru einstakir búfjárstofnar (nautgripir, sauðfé, geitur, hestar, hænsni, hundar) sem hvergi eru til annars staðar.
Í fjórða lagi hefur bændaforystan afar lítinn áhuga á að ýta undir eða styðja við lífrænan landbúnað, þrátt fyrir að aðstæður hér á landi fyrir slíkan landbúnað séu mjög góðar. Það þarf í raun afar litlu að breyta til þess að verulegur hluti íslenskrar landbúnaðarframleiðslu standist þær kröfur sem gerðar eru til lífrænnar framleiðslu.
Í fimmta lagi hefur bændaforystan gætt þess að ræða sem minnst um þá möguleika sem felast í útflutningi á gæðaframleiðslu íslenskra bænda eftir að útflutningshömlum er aflétt. Sauðfjárbændur gætu til dæmis flutt út talsvert meira af kjöti þessi misserin en tollkvótar ESB heimila.
Í sjötta og síðasta lagi hefur ekki mátt nefna í Bændahöllinni þá styrki sem fjallað var um á Sprengisandi á dögunum, styrki til dreifbýlisþróunar.
Hálffullt eða hálftómt?
Ég ætla ekki að elta ólar við öll þau undarlegu rök sem bændaforystan hefur beitt í umræðunni, svo sem um aðlögunarferlið eða að ESB vilji íslenskan landbúnað feigan. Þau dæma sig sjálf. En þegar kemur að efnislegum rökum fer púðrið allt í að tíunda margvísleg mistök sem ESB hefur gert sig sekt um sem eru vissulega ekki til eftirbreytni. Þau mistök er hins vegar hægt að nota sem röksemdir í samningaviðræðum fyrir því að haga hlutunum öðruvísi hér á landi, enda engin ástæða til að endurtaka syndir fortíðarinnar. Mér sýnist að á nýafstöðum rýnifundi um landbúnaðarmál hafi þetta sjónarmið mætt góðum skilningi embættismanna ESB.
Bændur gætu því sem hægast prófað að athuga hvort ESB-glasið er hálffullt eða hálftómt. Sumt er vel gert í ESB rétt eins og á Íslandi, annað miður. Meðal þess sem hefur skilað umtalsverðum árangri er einmitt það sem rætt var um í upphafi greinarinnar. Því hefur verið haldið fram að eina byggðastefnan sem skipti máli hér á landi sé að standa vörð um stuðningskerfi landbúnaðarins. Þau rök halda engan veginn í samhengi við ESB-aðild. Bæði er sótt hart að þessu stuðningskerfi úr öðrum áttum en frá Brussel, einkum frá Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO), og svo dugar þetta stuðningskerfi afar lítið til að sporna við fólksfækkun í sveitum landsins, það sýnir sagan. Sennilega gætu íslenskir bændur sótt sér mun meiri og árangursríkari stuðning til Evrópusambandsins á báðum þessum vígstöðvum en íslenskir skattgreiðendur eru reiðubúnir að standa undir.
Ríkjandi málflutningur bændaforystunnar gerir lítið úr þeim fjölmörgu og spennandi möguleikum sem íslenskur landbúnaður stendur frammi fyrir og er stéttinni engan veginn til sóma. Þetta ættu fulltrúar á Búnaðarþingi sem sett verður á morgun að taka til umræðu."
Öll grein Þrastar er hér
(Mynd af www.visir.is)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.3.2011 | 08:57
Össur kveður - umhverfið og KRÓNAN ekki að virka!
Stærsta viðskiptafrétt vikunnar hlýtur að vera ákvörðun stoðtækjarisans Össurar um að segja bless, afskrá félagið í Kauphöll Íslands og flytja það til Danmerkur. Í samtali við RÚV sagði Jón Sigurðsson, forstjóri félagsins að íslenska krónan gagnaðist ekki félaginu til uppbyggingar. Einnig nefndi hann fleiri þætt af pólitískum toga.
Össur hefur verið eitt framsæknasta fyrirtæki landsins og hlýtur þetta því að teljast skellur fyrir íslenskt atvinnulíf og ímynd þess. Segir þetta kannski það sem segja þarf um stöðu gjaldmiðilsmála hér á landi.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2011 | 08:42
Króna = gjaldeyrishöft
Í Morgunblaðinu segir: "Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir fyrirséð að einhverskonar gjaldeyrishöft verði áfram í gildi á hér á landi taki Íslendingar ekki upp evru.
Í samtali við Bloomberg segir hann að þetta fari allt því hvernig peningamálastefnan verður hér á landi til framtíðar. T.d. hvort Ísland muni taka upp evru og ganga í Evrópusambandið, eða halda áfram í krónuna.
Hann telur hins vegar að það muni vera erfitt að halda áfram að nota krónuna án nokkurs konar hafta."
4.3.2011 | 16:05
DV: Diana Wallis - "Smáríki hafa áhrif í ESB"
DV birtir í dag heilsíðuviðtal við Díönu Wallis, Evrópuþingmann og varaforseta Evrópuþingsins. Hún hélt erindi hér í vikunni um ESB.
Í viðtalinu segir: "Wallis segir að áhrif þingsins hafi aukist umtalsvert í kjölfar upptöku Lissabon-sáttmálans og ræddi hún núverandi stöðu þingsins sem löggjafarvalds í Evrópusambandinu og einnig hvernig smáríki geta látið að sér kveða innan þingsins. Að fyrirlestrinum loknum ræddi Wallis við blaðamann DV.
Geta haft frumkvæði
Það lá því beinast við að spyrja hvert væri hlutverk Evrópuþingsins sem löggjafarvalds, eftir upptöku Lissabon- sáttmálans. Eftir upptöku sáttmálans er Evrópuþingið orðið viðurkenndur og áberandi aðili í löggjafarferlinu, í mun meira mæli en nokkurn tímann áður. Nú stendur þingið jafnfætis framkvæmdastjórninni við allar ákvarðanir, en áður má segja að framkvæmdastjórnin hafi haft yfirhöndina. Þingið er nú fullgildur samstarfsaðili framkvæmdastjórnarinnar sem löggjafi, " segir Wallis. Þegar kemur að löggjafarferlinu hafa hins vegar hvorki stakir þingmenn né þingmannanefndir rétt til þess að bera fram lagafrumvörp með beinum hætti. Það er framkvæmdastjórnin sem leggur fram lagafrumvörp enn þann dag í dag. Þingið getur hins vegar haft frumkvæði að lagafrumvörpum, með svokölluðum lagafrumvarpsskýrslum, sem framkvæmdastjórninni er skylt að taka til umfjöllunar."
Í lok viðtalsins segir: "Evrópuþingið telur 736 þingmenn og þar starfa 20 fastanefndir. Samkvæmt Lissabon-sáttmálanum á hvert aðildarríki aldrei færri en sex þingmenn, sem er sú tala þingmanna sem Ísland fengi ef samningur að aðild yrði samþykktur. Gæti Ísland þá búist við því að hafa áhrif innan þingsins? Við verðum að muna að þingmenn starfa ekki sem fulltrúar landa sinna heldur sem fulltrúar stjórnmálasamtaka innan þingsins. Það veitir hverjum þingmanni stuðning til að afla sér upplýsinga um öll þau málefni sem hann vill. Einstök ríki geta sjaldnast fjallað um öll þau mál sem þeim þóknast, en innan ramma stjórnmálasamtakanna er það hins vegar mögulegt. Ekki má gleyma að smáríki kjósa sér yfirleitt nefndir þar sem fjallað er um mikilvægustu málefni þeirra, og þar sem tilteknir þingmenn geta búist við að hafa mikil áhrif. Ég býst fastlega við því til dæmis, að íslenskur Evrópuþingmaður myndi vafalaust sitja í sjávarútvegsnefnd. Þar sem Ísland yrði stærsta fiskveiðiþjóð sambandsins, ef af aðild verður, myndi sá þingmaður augljóslega hafa burði til að hafa mikil áhrif. En auðvitað skipta einstaklingarnir sjálfir miklu máli, séu þeir kraftmiklir og duglegir getur hvaða þingmaður sem er haft mikil áhrif, sama hvaðan hann kemur. Það er að minnsta kosti mín reynsla "
Viðtalið er eftir Björn Teitsson og er í helgarútgáfu DV.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2011 | 15:48
Krónan, bjargvættur eða bölvaldur? Fundur um gjaldmiðilsmál í HR
Sjálfstæðir Evrópumenn hafa boðið til opins fundar um gjaldmiðils og peningamál í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 7. mars klukkan 17.00. Fundurinn er í Bellatrix M1 01.
Yfirskrift fundarins er: Krónan, bjargvættur eða bölvaldur?
Frummælendur eru hagfræðingarnir Illugi Gunnarsson, alþingismaður og Gylfi Zoega prófessor.
Þeir munu meðal annars koma inn á eftirfarandi spurningar: Verður hægt að afnema höftin? Hvað tekur þá við? Þurfa Íslendingar alltaf að búa við tuga prósenta sveiflur í gengi? Hjálpar krónan okkur út úr kreppunni? Hver borgar brúsann? Kemur einhliða upptaka erlends gjaldmiðils til greina?
Fundarstjóri: Hanna Katrín Friðriksson, viðskiptafræðingur.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2011 | 17:26
Ganga Danir til þjóðaratkvæðis um Evruna (og fleira)?
Hugmyndir eru komnar á kreik í Danmörku um að halda þjóðaratkvæði um sérlausnir Dana gagnvart ESB, en þær eru þrjár; sumarhúsaeign, varnarmál og hinn sameiginlegi gjaldmiðill, Evran.
Danir fengu í gegn sérlausn um fjárfestingar erlendra ríkisborgara á sumarhúsum og landi í Danmörku. Hinsvegar mega Danir fjárfesta á erlendri grundu. Einnig eru þeir undanskildir ýmsum atriðum sem lúta að varnar og öryggismálum. Þá hafa Danir ekki enn tekið upp Evruna, en danska krónan beintengd við gengi Evrunnar, sem gerir hana nánast að Evru. Evran var felld í þjóðaratkvæði í Danmörku árið 2000, en aðeins munaði 6,4% á nei-inu og já-inu, 53,4% gegn 46.8%)
Danir munu taki við forsæti í ESB um mitt næsta ár og það er meðal annars hvatinn að þessum hugmyndum um sameiginlega þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem tekið yrði á þessum þremur sérlausnum.
Danir eru áfram um að verða í raun fullgildir aðilar að ESB, enda eru tengsl Dana og ESB mjög mikil. Stór hluti útflutnings Dana fer til Þýskalands, mikilvægasta markaðar Dana.
Hér er áhugaverð frétt EuObserver um málið.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2011 | 23:04
Rýnifundum um sjávarútvegsmál lokið
Á Eyjunni stendur: "Seinni rýnifundi Íslands og ESB um sjávarútvegsmál lauk í Brussel í dag. Á fundinum gerðu sérfræðingar Íslands grein fyrir íslenskri löggjöf á sviði sjávarútvegs.
Íslenska sendinefndin lagði áherslu á sérstöðu íslensks sjávarútvegs sem er þjóðhagslega mun mikilvægari en í nokkru aðildarríki ESB. Greint var frá árangri Íslands við stjórnun fiskveiða sem er almennt betri en innan ESB. Þá var fjallað um sérstöðu Íslands hvað varðar staðbundna stofna og þá staðreynd að efnahagslögsaga Íslands liggur ekki að efnahagslögsögu nokkurs aðildarríkis ESB."
2.3.2011 | 19:44
Erik Boel í Speglinum
1.3.2011 | 19:27
Hvað er hægt að gera í þessu?
Það verður að teljast nokkuð "áhugavert" sjónarhorn Lilju Mósesdóttur, sem birtist í frétt á MBL um gjaldmiðilsmál, en þar segir Lilja að vextir muni ekki lækka að ráði við upptöku Evru: "Hún segir vextir myndu lítið lækka við upptöku evrunnar því útlendingar vilji ekki lána til vandræðalanda," segir í fréttinni.
Önnur lína úr fréttinni: "Lilja sagði að erlendir bankar lánuðu ekki lengur vandræðalöndum og vextir myndu því lítið lækka á Íslandi við upptöku evrunnar."
Og þá er það bara spurningin: Fyrst Lilja telur Ísland vera vandræðaland, hvað er hægt að gera í því?
Samkvæmt þessu sjónarhorni erum við þá dæmd til að vera vandræðaland með krónu, sem engin vill lána. Glæsileg framtíðarsýn! Svo..aðlaðandi!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir