28.1.2011 | 10:03
Eru landbúnaðarmál umhverfismál? Hallur Magnússon bloggar á Eyjunni
Framsóknarmaðurinn Hallur Magnússon hefur bloggað töluvert um landbúnaðarmál að undanförnu. Í nýjum pistli á Eyjunni segir Hallur:
"Íslenskur landbúnaður á að skilgreinast sem umhverfismál en ekki landbúnaðarmál í aðildarsamningi Íslands við Evrópusambandið. Í evrópskum skilningi fellur íslenskur landbúnaður miklu frekar undir mikilvægi þess að viðhalda fjölbreytilega tegunda sem er umhverfismál en hefðbundinn evrópskan landbúnað.
Það eigum við að nýta okkur. Meira um það hér.
Landbúnaður þyrfti sérstakar lausnir við aðild að ESB segir í fyrirsögn Eyjunnar um niðurstöðu rýnifundi um 11. kafla samningaviðræðna við Evrópusambandið þar sem bornar voru saman reglur Íslands og ESB um landbúnað og dreifbýlisþróun.
Eðlilega.
Niðurstöðurnar í rýnivinnunni koma ekki á óvart.
Íslenskir embættismenn hafa staðið sig afar vel í rýnifundavinnu vegna undirbúnings að aðildarviðræðum Íslands að ESB þrátt fyrir oft á tíðum óskýrar og oft á tíðum kolruglaðar pólitískar áherslur ef þær hafa þá legið fyrir!
Nú fer að styttast í raunverulegar aðildarviðræður."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2011 | 21:17
Rýni í landbúnaðarmál lokið
Þeim fjölgar sífellt köflunum sem verða tilbúnir fyrir samningaviðræðurnar við ESB og á vef Utanríkisráðuneytisins má lesa:
"Rýnifundi um 11. kafla samningaviðræðna við Evrópusambandið, landbúnað og dreifbýlisþróun, lauk í Brussel í dag. Á fundinum, sem var sá síðari af tveimur, báru sérfræðingar Íslands og ESB saman löggjöf í þessum samningskafla. Fyrir íslenska hópnum fór Sigurgeir Þorgeirsson, formaður samningahópsins.
Landbúnaðarmál standa utan EES-samningsins og þarf að semja um þau frá grunni. Sameiginleg landbúnaðarstefna ESB byggir á sameiginlegum markaði fyrir landbúnaðarvörur, en engum tollum eða magntakmörkunum er beitt í viðskiptum með landbúnaðarvörur milli aðildarríkjanna. Til að tryggja stöðu landbúnaðar og jafna samkeppnisstöðu bænda er sameiginlegt stuðningskerfi fyrir landbúnað innan ESB, sem skiptist annars vegar í beinar greiðslur til bænda, sem alfarið koma af fjárlögum ESB, og hins vegar stuðning við dreifbýlisþróun sem er fjármagnaður sameiginlega af ESB og hverju aðildarríki.
Á rýnifundunum var regluverk Íslands og Evrópusambandsins borið saman. Lögð var áhersla á sérstöðu íslensks landbúnaðar og mikilvægi hans vegna fæðuöryggis, sjálfbærni og dreifbýlisþróunar. Til að mæta þörfum íslensks landbúnaðar verði nauðsynlegt að leita sérstakra lausna í samningaviðræðunum um aðild Íslands að ESB.
Á meðal þeirra þátta sem lögð var sérstök áhersla á af Íslands hálfu á rýnifundunum má nefna:
·Norðlæg lega og náttúruleg sérstaða, m.a. harðbýli og mikið dreifbýli
·Einföld stjórnsýsla og sveigjanleiki við innleiðingu
·Stuðningsfyrirkomulag, sérstaklega beingreiðslna, vegna sérstöðu Íslands og skertrar samkeppnisstöðu
·Viðbótarheimildir til að styrkja íslenskan landbúnað úr ríkissjóði
·Mikilvægi þeirrar verndar sem íslenskur landbúnaður nýtur í formi tollverndar.
·Starfsumhverfi kúabænda og afurðastöðva í mjólkuriðnaði
·Vernd innlendra búfjárstofna og heilbrigði þeirra
·Búfjármerkingar og mikilvægi þess að þær taki tillit til íslenskra aðstæðna
Löggjöf Evrópusambandsins um landbúnað og dreifbýlisþróun er umfangsmikil og hefur samningahópurinn unnið fjórar greinargerðir, ásamt almennum inngangi, þar sem ítarlega er gerð grein fyrir öllum þeim atriðum sem áhersla var lögð á af Íslands hálfu."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2011 | 19:59
Sumt er erfitt að skija!
Í fyrradag var lögð fram þingsályktunartillaga, með Einar K. Guðfinnsson, sem fyrsta flutningsmann, þess efnis að fela Ríkisendurskoðun það að hafa eftirlit með kostnaði við ESB-umsóknina. Ágætt.
Eftirlit er yfirleitt mjög gott, skortur á eftirliti getur verið mjög slæmur hlutur, það þekkjum við Íslendingar kannski ágætlega!
En það vekur athygli að einn flutningsmanna er foringi Nei-sinna, Ásmundur Einar Daðason.
Þýðir þetta að hann er hættur við að krefjast þess að umsóknin verði dregin til baka?
Til hvers að vera með í þingsályktunartillögu í sambandi við mál sem hann vill að verði hætt við?
Eða var þetta allt saman bara plat hjá Ásmundi?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2011 | 19:31
Tófan hindrun í aðildarviðræðum?
Í spenvolgu Bændablaði,sem kom út í dag er forsíðufrétt þess efnis að refaveiðar samrýmist ekki tilskipunum ESB, en í fréttinni, sem einnig birtist á vef blaðsins, segir:
"Friðun refa er ofarlega á blaði Evrópusambandsins og eru þeir á lista í viðaukum sem kveða á um að aðildarríki skuli tryggja tegundinni friðlönd. Samkvæmt viðauka IV er beinlínis tekið fram að ríkjum beri að friða refinn. Frávik sem heimiluð eru í tilskipun ESB frá þessari meginreglu duga ekki vilji stjórnvöld hafa hemil á fjölda refa á tilteknum svæðum eins og hér hefur tíðkast.
Í aðildarviðræðum Íslands og ESB er yfirlit yfir sjónarmið sem taka þarf tillit til hvað varðar umhverfismál vegna sérstöðu Íslands. Fjölmörg atriði eru þar sett fram og er refurinn eitt þeirra sem tekið er til skoðunar í gögnum á svokölluðum rýnifundi sem staðið hefur yfir undanfarna daga."
Ekki er beint tekin afstaða í málinu í Bændablaðinu, en ritstjórn ES-bloggsins veltir fyrir sér hvort hér sé að koma upp á yfirborðið enn eitt stórmálið, sem fyrirhugaðar aðildarviðræður gætu strandað á!!!!
Við sjáum fyrir okkur fyrirsögnina: Rebbi felldi aðild!
26.1.2011 | 16:14
Þýskaland, Frakkland og Belgía rífa Evrusvæðið áfram
Fram kemur í Financial Times í dag að Evrusvæðið er aldeilis að taka kipp þessa dagana, en fjölmargar vísitölur sem mæla vöxt í hagkerfum Þýsklands, Frakklands og Belgíu, tóku verulegan kipp í byrjun ársins.
Til að mynda er spáð um 2.8% vexti í Þýskalandi á þessu ári og almennt telja sérfæðingar ýmis vaxtarskilyrði nú þau bestu í 15 ár.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.1.2011 | 15:51
Elvar Örn Arason í FRBL um ESB-málið: Hefjum málefnalega umræðu!
Elvar Örn Arason, framkvæmdastjóri Sterkara Ísland, ritar grein í Fréttablaðið í dag um ESB-málið og segir þar:
"Sjálfsmynd Íslendinga er evrópsk og almennt skipum við okkur á bekk með öðrum Evrópuþjóðum. Aðild Íslands að Evrópusambandinu snýst fyrst og fremst um pólitíska framtíðarsýn. Ísland er eina ríkið á Norðurlöndunum sem ekki hefur haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort taka eigi virkan þátt í Evrópusamstarfinu. Frá árinu 1994 hefur Ísland verið tæknilega aukaaðili að sambandinu í gegnum EES-samninginn. Það þýðir að við tökum upp stóran hluta regluverksins, án þess að sitja við borðið þar sem ákvarðanirnar eru teknar.
Nú er tími til kominn að umræðan fari að snúast um þau málefni sem mestu máli skipta. Þau veigamestu eru sjávarútvegs-, neytenda-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldeyrismál, einnig þarf að eiga sér stað umræða um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna og fullveldið á tímum hnattvæðingar.
Mikilvægt er að við förum að tala um þær umbætur á íslensku samfélagi sem þurfa að eiga sér stað alveg óháð því hvort að við göngum í sambandið eða ekki. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var mikið fjallað um nauðsyn þess að efla stjórnkerfið á Íslandi. Einhendum okkur í þær umbætur sem eru nauðsynlegar og látum aðrar bíða, þar til að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar liggur fyrir.
Kjósendur eiga rétt á því að fá að sjá aðildarsamning við ESB, meta kosti hans og galla og greiða um hann atkvæði. Hefjum málefnalega umræðu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2011 | 19:31
Fróðleikur á fimmtudegi - ný fundaröð að hefjast: Sjávarútvegsmálin með vinkli að vestan

Gunnar er með MS gráðu í rekstrarstjórnun frá H.A. og M.S. í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum á Bifröst. Hann hefur nánast allan sinn starfsferil starfað við sjávarútveg eða tengd störf hérlendis og erlendis.
Gunnar hefur mikinn áhuga á málefnum sjávarútvegs og tekið ríkan þátt í pólitískri umræðu um atvinnugreinina og hvernig megi hámarka ávinning þjóðarinnar af nýtingu auðlindarinnar. Hann telur að hægt sé að semja um sjávarútvegsmál við ESB, sem er forsenda inngöngu í sambandið. Ekki kemur til greina að fórna hagkvæmum sjávarútveg þjóðarinnar á altari inngöngu, enda mikilvægi hans fyrir íslenskt hagkerfi óumdeilt.
Fundurinn verður haldinn í fundarsal Sterkara Íslands í Skipholti 50a frá kl. 17.00 til 18.00. Gert er ráð fyrir að erindin taki 20-30 mín og síðan eru umræður og eru fundarmenn hvattir til að taka þátt í umræðunum.
Hvetjum til fjölmennis!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2011 | 14:21
Aðsetur öfganna - upphrópunarstíllinn "blívur" !
Í Morgunblaðinu í dag eru þrjár greinar sem tengjast ESB-málinu, beint og óbeint. Það sem þær eiga sameiginlegt eru öfgar, ýkjur og skortur á lausnum fyrir íslenska þjóð. Sem er t.a.m. með gjalmiðil á gjörgæslu!
Þær eru innblásnar af þjóðernishyggju og það er stutt í hrokann. Greinarnar eru eftir, Ólaf Hannesson, Loft Altice Þorsteinsson og Vigdísi Hauksdóttur.
Kíkjum á nokkur brot úr greinunum:
ESB gerir ráð fyrir því að þeir sem eru nógu vitlausir til að sækja um aðild að sambandinu vilji afdráttarlaust ganga inn
Hversu lengi eiga þessar ástsjúku smástelpur innan Samfylkingarinnar og VG, sem eigi halda vatni yfir ESB, að draga okkur öll á asnaeyrunum? Þeir dirfast að koma fram og ljúga að þjóðinni um að ekkert aðlögunarferli sé í gangi, reyndar ekki einu lygarnar sem hafa farið um þeirra varir.
Hvar er ást á íslensku þjóðinni, á fullveldi okkar og því sem við getum áorkað saman sem þjóð? Hvað er það sem þetta lið telur sig fá í staðinn fyrir sölu á fullveldinu?
Ég er viss um að þið getið vel keypt flugmiða aðra leiðina í útópíu ESB, ef þið hafið ekki trú á íslenskri þjóð þá eigið þið lítið erindi að tala fyrir hana á opinberum vettvangi.
Höfundur: Ólafur Hannesson, háskólanemi.
Í þrákelkni sinni að innlima Ísland í Evrópuríkið hafa fulltrúar Samfylkingar tekið upp á því að villuleiða umræðuna og tala um deilt fullveldi.
Annar fulltrúi erlends valds og alræmd málpípa Samfylkingar er Kristrún Heimisdóttir.
Sossarnir, fulltrúar erlends valds og framandi hugmyndafræði, skulu ekki láta sér detta til hugar, að fullveldið verði falið þeim á hendur.
Það vekur efasemdir um fræðimennsku Eiríks (Bergmanns, innskot, ES-blogg) og heiðarleika, að í upphafi ritgerðarinnar lýsir hann staðreyndum, en hverfur síðan algerlega í draumaheim ESB-sinnans.
Auðvitað eiga þessir fulltrúar erlends valds og framandi hugmyndafræði skjól hjá ríkisstjórn Íslands.
Höfundur: Loftur Altice Þorsteinsson, kennari.
Samandregið má segja að Evrópusambandið sé á allt annarri blaðsíðu en norðurslóðaþjóðir og skilji ekki auðlindanýtingu og mikilvægi svæðisins fyrir þær þjóðir sem eiga réttinn nema á þann hátt að beita gömlu evrópsku yfirráðastefnunni fyrir eigin hagsmuni sama hvað það kostar.
Höfundur: Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.1.2011 | 12:29
Hallur Magnússon á Eyjunni um landbúnaðarmál

Staðreyndin er nefnilega sú að núverandi fyrirkomulag þar sem ríkisvaldið hefur framselt umsýslu landbúnaðarstyrkja til hagsmunasamtaka bænda stenst engan veginn grundvallaratriði í vandaðri stjórnsýslu.
Enda hefur Ríkisendurskoðun gert athugasemdir við núverandi fyrirkomulag. Eðlilega."
Síðar segir Hallur: "Íslensk stjórnvöld eiga að sjálfsögðu að nýta sér þá styrki Evrópusambandsins sem í boði eru til að fjármagna nauðsynlegar breytingar á stjórnsýslu landbúnaðarins og flytja verkefni sem nú eru unnin á stjórnsýslulega vafasaman hátt á Hagatorginu í Reykjavík yfir í Byggðastofnun sem staðsett er í hinu blómlega landbúnaðarhéraði Skagafirði. Hvort sem Ísland gengur í ESB eða ekki."
24.1.2011 | 23:21
Meira flæði pantana í iðnaði á Evrusvæðinu og ESB27
Samkvæmt Eurostat jókst flæði pantana í iðnaðargeiranum á Evrusvæðinu um 2.1% í nóvember í fyrra, miðað við október. Fyrir ESB27 er talan 1.6%.
Á milli ára jukust iðnaðarpantanir um 19.9% á Evrusvæðinu og 18.9% á ESB27-svæðinu.
Sjá tilkynningu Eurostat hér.
24.1.2011 | 23:13
Ró að færast yfir Evrusvæðið
Greinilegt er á umfjöllun erlendra miðla að ró er að færast yfir Evrusvæðið. Það má meðal annars lesa í þessari greiningu frá Reuters, en þar segir m.a. að viðbrögð á undanförnum vikum og hugmyndir um frekari áætlanir til að bregðast við vandamálum áður en þau skella á, sé jákvætt.
Evran hefur styrkst töluvert gagnvart dollar að undanförnu.
24.1.2011 | 17:37
Steinunn Stefánsdóttir um könnun FRBL í leiðara
Í leiðara FRBL í dag er fjallað um ESB-málið og könnun blaðsins, sem sagt hefur verið frá hér á blogginu. Í leiðaranum segir Steinunn Stefánsdóttir:
"Niðurstaða skoðanakönnunarinnar segir ekki til um það hvort svarendur eru hlynntir Evrópusambandsaðild eða ekki. Þessir tveir þriðju hlutar svarenda eru bara afdráttarlaust hlynntir þeim lýðræðislega framgangi mála að viðræðurnar fái að hafa sinn gang og ljúka með samningi sem lagður verði í dóm þjóðarinnar. Þetta er enda í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og samþykktar meirihluta alþingismanna sumarið 2009.
Vonandi munu stjórnarandstöðuþingmenn, bæði innan og utan ríkisstjórnarflokka, hlýða á þessi skilaboð og taka mark á þeim. Næg eru verkefnin þótt ekki sé þrefað um að aðildarviðræðum við ESB verði hætt í miðju kafi. Það er í það minnsta ljóst að þeir þingmenn sem það gera tala ekki máli meirihluta þjóðarinnar. Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn sem tala fyrir slitum aðildarviðræðna gera það vissulega í umboði um helmings kjósenda sinna, minnkandi hóps þó, samkvæmt skoðanakönnuninni. Vinstri grænir þingmenn sem tala fyrir slitum á viðræðum hafa samkvæmt könnuninni innan við 33 prósent kjósenda flokksins á bak við sig en meðal þeirra sem segjast mundu kjósa Vinstrihreyfinguna - grænt framboð ef gengið yrði til kosninga nú hefur stuðningur við áframhald aðildarviðræðna aukist mest frá því að síðast var spurt sömu spurningar, í skoðanakönnun Fréttablaðsins í september síðastliðinn.
Vissulega eru sterkir og valdamiklir hagsmunahópar og -samtök sem ekki virðast kæra sig um að þjóðin fái að sjá hvað samningur um aðild að Evrópusambandinu felur í sér, til dæmis bæði samtök útgerðarmanna og bænda. Þessir hópar hafa býsna hátt og má velta því fyrir sér hver sé ástæða þess að þeim er svo umhugað um að samningur um aðild Íslands að Evrópusambandinu líti ekki dagsins ljós, að kjósendur fái ekki að sjá niðurstöðu aðildarviðræðna og taka á þeim grundvelli afstöðu til aðildar.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.1.2011 | 14:08
Athugasemdir á Eyjunni vegna könnunar FRBL
Fréttin um að Íslendingar vilji halda áfram aðildarviðræðum við ESB, samkvæmt könnun Fréttablaðsins hefur vakið mikla athygli. Á Eyjunni hafa nú þegar verið skrifaður um 100 athugasemdir, kíkjum aðeins á nokkrar:
"Alveg sammála því að klára viðræðurnar og málið verði síðan afgreitt í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það hefur ekkert að gera með það hvort fólk vill fara þarna inn eða ekki.
Nauðsynlegt er að útkljá þetta mikla deilumál og það gerir enginn annar en þjóðin öll."
"Gott mál. Enda eina vitið"
"Þetta er ánægjuleg frétt inn í daginn.
Íslendingar vilja ekki lengur láta mata sig á hlutunum frá misvitrum pólitíkusum."
"Ísland + esb = NEI TAKK
Leyfum þjóðinni að segja NEI"
"Ásmundur Daða - Face it !"
"Allt annað er bull. Við verðum að fá það á hreint að LÍÚ og fleiri hafa ekki sagt okkur satt í tæp 40 ár eða lengur. Klárum viðræðurnar og skoðum svo málið. "
"Enn gaspra menn um að aðlögunarferli sé í gangi, en geta þó aldrei fært rök fyrir því. Þetta greinilega "sándar" bara svona vel! : )"
"Ég hugsa að Zimbabwe ætti í örðugleikum með að fá samningsdrög um aðild, ef það land tilheyrði Evrópu. Næsta víst að þeir yrðu að laga aðeins til hjá sér fyrst. Hvað okkur varðar þá eru nokkrir þættir í stjórnsýslunni, sem þurfa lagfæringa við. Á það var líka bent í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og ætti engum að koma á óvart, enda þjóðin á hnjánum eftir óráðsíuna. Það er gaman að þessum hræddu hérna, benda og pata í allar áttir en hafa síðan ekkert að koma með!!
Þjóðin er alveg fær um að dæma um þetta mál, þegar samningsdrögin liggja fyrir. Sjálfskipaðir siðapostular og myrkrahöfðingjar hafa lítið um málið að segja."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2011 | 12:08
Markaðsstjóri Kjarnafæðis um ESB og tækifærin: Felast í gæðum, hreinleika og sérstöðu!
Það er alltaf áhugavert að heyra frá landsbyggðinni í sambandi við ESB-málið. Eitt slíkt viðtal er á sjónvarpsstöðinni N4, á Akureyri, en þar er rætt við markaðsstjóra kjötvinnslufyrirtækisins Kjarnafæðis, Auðjón Guðmundsson. Fyrirtækið fagnar 25 ára afmæli á þessu ári.
Hann segir í viðtalinu að ESB-aðild geti falið í sér fjölmörg tækifæri og að allt of miklum tíma sé eytt að talaum ógn, sem sé ekki til staðar. Auðjón telur að alltof mikið sé talað um hið slæma í sambandi við ESB.
Auðjón telur okkur eiga mörg tækifæri í aðild og nota eigi tímann til þess að undirbúa slíkt, ef til aðildar kemur.
Að hans mati eiga íslenskar vörur (og þá er hann ekki minnst að tala um vörur í hans "geira") mikla möguleika sökum mikilla gæða og hreinleika.
Hann segir að það sé nánast regla að íslenskum vörum sé mjög vel tekið erlendis og Ísland hafi ákveðna "sérstöðu" sem landið geti nýtt sér í þessu samhengi.
Gaman þegar skynsemisraddirnar fá að njóta sín!
24.1.2011 | 11:10
Íslendingar vilja EKKI hætta aðildarviðræðum við ESB - könnun FRBL. Stuðningur við viðræður eykst í öllum flokkum.
Íslendingar vilja EKKI hætta aðildarviðræðum við ESB.
Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Næstum tvöfalt fleiri vilja halda þeim áfram frekar en að draga til baka.
Í fréttinni segir: "Tæplega tveir af hverjum þremur sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Fréttablaðsins á miðvikudag vilja ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn. Um þriðjungur vill draga aðildarumsóknina til baka. Alls vilja 65,4 prósent halda viðræðum áfram, sem er örlítið hærra hlutfall en í könnun Fréttablaðsins 23. september síðastliðinn. Þá vildu 64,2 prósent halda áfram. Um 34,6 prósent vilja draga umsóknina til baka, örlítið færri en í september.
Í sambærilegri könnun sem MMR gerði fyrir vefsíðuna Andríki 8. til 10. júní í fyrra vildu 57,6 prósent draga aðildarumsóknina til baka. Mikill munur er á afstöðu fólks eftir því hvaða flokk það myndi kjósa ef gengið yrði til kosninga nú. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins skiptast í tvo jafna hópa. Alls vilja 50,9 prósent slíta aðildarviðræðunum, en 49,1 prósent halda viðræðunum áfram.
Færri sjálfstæðismenn vilja draga umsóknina til baka nú en í september í fyrra. Þá vildu 53,6 prósent draga umsóknina til baka, en 50,9 prósent eru þeirrar skoðunar í dag.
Hlutfallið er svipað meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins. Þar vilja 51,3 prósent halda viðræðunum áfram en 48,7 prósent slíta þeim. Fækkað hefur í hópi framsóknarmanna sem vilja slíta viðræðum, en 52,2 prósent voru þeirrar skoðunar í september.
Meirihluti stuðningsmanna Vinstri grænna vill halda aðildarviðræðunum áfram. Alls segjast 67,2 prósent vilja halda viðræðunum áfram en 32,8 prósent vilja slíta aðildarviðræðunum og draga aðildarumsókn Íslands til baka.
Í september vildu 36,4 prósent draga umsóknina til baka, og hefur því stuðningur við að ljúka viðræðum við ESB aukist meðal stuðningsmanna Vinstri grænna."
Þetta síðasta er mjög athyglisvert í ljós "ógönguyfirlýsinganna" sem dynja á okkur frá leiðtoga Nei-sinna, Ásmundi Einari.
Greinilegt er að Íslendingar vilja sjá aðildarsamning og hvað í honum felst. Til þess síðan að kjósa um hann í lýðræðislegri þjóðaratkvæðagreiðslu!
Enda bara óvit að hætta við verk sem er löngu hafið, eða hvernig hljómar máltækið: ,,Hálfnað verk, þá hafið er."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir