16.8.2012 | 20:34
Einar Benediktsson með góða grein í FRBL

Einar Benediktsson, fyrrum sendiherra, skrifaði góða grein um ESB-málið í FRBL, þann 16.ágúst. Greinin birtist hér í heild sinni:
Umræðan þessa dagana um Ísland og Evrópusambandið tengist ekki raunveruleika aðildarsamninganna heldur sýndarleik um ókunnar niðurstöður. Hinn mesti vindmyllubardagi er látlaust háður í Morgunblaðinu um þessi mál og tal um þjóðaratkvæðagreiðslu nú er út í bláinn enda einungis nokkrir mánuðir síðan Alþingi felldi síðast tillögu um slíkt. Ákvörðun þjóðarinnar um aðild á að sjálfsögðu að koma, en aðeins þegar málið liggur fyrir.
Þótt samningsniðurstöður liggi ekki fyrir hefur gríðarlega mikið verk verið unnið við að skila málinu í höfn. Frekari lokun samningskafla og efnislegt stöðumat mun liggja fyrir á næstu mánuðum og málið verður í heild sinni ljóst að vori þegar væntanlega verður efnt til Alþingiskosninga. NEI-liðið er, og hefur alltaf verið, hrætt við að aðildarsamningurinn verði þá eitt af þeim málum sem frambjóðendur og kjósendur taki til jákvæðrar afstöðu. Sá ótti stafar væntanlega af því að í ljós komi að aðildarsamningurinn sé hagstæður og landinu mikill ávinningur. Ég hef trú á því aðallega af eftirgreindum ástæðum:
Við aðild að Evrópusambandinu og síðar upptöku evru verður sá efnahagslegi stöðugleiki sem Íslendingar hafa lengstum farið á mis við.
Mikið öryggi og sparnaður verður við að þurfa ekki lengur að hafa stóran gjaldeyrisforða til að styðja við þá örmynt sem krónan er.
Reynsla annarra sýnir að erlend fjárfesting mun aukast.
Lækkun vaxta mun hafa veruleg áhrif á greiðslubyrði einstaklinga, heimila og fyrirtækja.
Aðild að ESB leiðir til afnáms tolla á fullunnar íslenskar sjávarafurðir.
Mikill viðskiptalegur ávinningur verður við alþjóðlegan gjaldmiðil sem nýtur trausts og er gjaldgengur í öðrum löndum án sérstaks aukaálags.
Frekari ávinningur af áframhaldandi þátttöku Íslands í rannsóknar-, vísinda-, mennta- og menningarsamstarfi Evrópusambandsins.
Niður fellur margvíslegur kostnaður vegna EFTA og reksturs EES-samningsins og Þýðingarmiðstöðvar utanríkisráðuneytisins.
Af þessu má vera ljóst að kostnaður við ESB-aðild er ekki þrándur í götu, heldur þvert á móti. Þátttaka í Myntbandalagi Evrópu og upptaka evru yrði að sjálfsögðu markmið okkar. Nú er það svo að evran átti að vera varanleg lausn enda væri aðgætin fjár- og peningamálastefna skilyrði fyrir þeim árangri. Ekki varð sú raunin í löndum Suður-Evrópu og Írlandi. Framtíð núverandi evrusvæðis er í óvissu vegna vafa um þátttöku evruríkja sem höllum fæti standa. Það yrði augljóslega mikið áfall ef Grikkland og hugsanlega fjögur önnur evruríki drægju sig út úr því samstarfi og það ekki einvörðungu fyrir Evrópulönd. Komi til þess að þær þjóðir taki aftur upp eigin gjaldmiðil, sem reyndar er óvíst, verður sá vandi væntanlega aðeins tímabundinn. Utan hinna upprunalegu sex aðildarríkja, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Belgíu, Hollands og Lúxemborgar, virðist engan bilbug að finna á Austurríki, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Eistlandi, Slóvakíu, Slóveníu, Kýpur og Möltu í þessu samstarfi.
Það er ekki aðeins augljós hagur okkar Íslendinga að ljúka aðildarviðræðunum. Öllu heldur yrði það álitshnekkir að hlaupa frá þeim samningum aðeins vegna þess að Evrópusambandið er blóraböggull í vandræðalegri stjórnmálaumræðu. Umfram annað er nauðsynlegt að hafa ávallt í huga að aðild að samstarfi Evrópuþjóða er verkefni ókominna ára og kynslóða. Hér ráða ekki skyndisjónarmið um misskilinn pólitískan ávinning í næstu kosningum. Nú er réttur tími fyrir Íslendinga að ráða því máli til lykta að okkar staða er í hópi fullgildra þátttakenda í því eina þjóðasamstarfi sem við tilheyrum Evrópu.
15.8.2012 | 21:07
Stöð tvö: Þorsteinn Pálsson - engin ástæða til að gera hlé á viðræðum - VG og Jón Bjarnason að hluta til ábyrgir fyrir töfum
Á www.visir.is segir:
" Ekki verður gert hlé á viðræðum við Evrópusambandið þrátt fyrir ákall um slíkt frá ráðherrum Vinstri grænna. Vinstri græn bera að hluta ábyrgð á töfum á aðildarviðræðunum, enda neitaði Jón Bjarnason, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að veita umboð til að semja um annað en tollvernd í landbúnaði.
Síðustu daga hafa þrír ráðherrar Vinstri grænna farið mikinn og sagst vilja endurskoða aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið.
Af 35 samningsköflum hafa aðeins 18 verið opnaðir. Töf á viðræðum við sambandið skrifast samt að hluta á Vinstri græn. Það bera fundargerðir samninganefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu með sér. Til dæmis fundargerð frá 19. maí í fyrra.
Þar lýsir formaður samninganefndarinnar því yfir að umboð fulltrúa sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis í samninganefndinni sé takmarkað að því er varðar skoðun á öðrum kostum en tollvernd auk þess sem ekki væri til staðar umboð til að vinna að áætlanagerð."
Ennfremur segir: "Þorsteinn Pálsson sem situr í samninganefnd Íslands segir að töf á aðildarviðræðum skrifist því í raun að hluta á Vinstri græna.
Upp að ákveðnu marki þá gerir það það auðvitað. Þeirra afstaða hefur verið á þann veg og það er auðvitað bara eðlileg afleiðing af þeirra afstöðu."
Þorsteinn segir að ekki sé þó hægt að skella allri skuldinni á Vinstri græna.
Engar breytingar er fyrirhugaðar á aðildarviðræðunum, samkvæmt upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu.
Þorsteinn telur slíkt ástæðulaust, en segir eðlilegt sé að setja markmið um að ljúka viðræðum á næsta kjörtímabili.
Ég tel ástæðulaust að gera hlé. En menn þurfa að gefa sér lengri tíma og flytja þetta mál yfir á næsta kjörtímabil, það er skynsamlegt að gera það," segir hann."
15.8.2012 | 17:20
Finnland: Evru og ESB-aðild hefur gagnast landinu vel!

Sumir þeir sem eru mótfallnir aðild Íslands að ESB nota stundum það sem kalla mætti "fjarlægðarrökin" í máli sínu.
Að Ísland sé t.d. "langt" frá Evrópu, að landið sé "langt" úti í Atlantshafi og að það þurfi t.d. að fara alla leið til Finnlands, til að finna Evruland!
En í heimi alþjóðlega og hátæknivæddra viðskipta hljómar þetta svolítið skringilega, að ekki sé talað um þá staðreynd að Evrópa er mikilvægasti markaður Íslendinga, rétt eins og Finna!
Í BBC-þættinum Business Daily var á dagskrá mjög athyglisvert innslag um Finnland og Evruna, þann 14.8. síðastliðinn.
Niðurstaða þess var í raun sú að aðild að ESB og Evrunni hefðu gert Finnlandi gríðarlegt gagn og að enginn alvöru umræða væri í gangi um að Finnar færu út úr Evru-samstarfinu. Nema hjá talsmanni flokksins "Sannra Finna" sem sagði að Finnar hefðu bara aldrei átt að fara inn í ESB eða Evruna. Býsna léttvæg rök og í raun það eina sem hann hafði fram að færa!
Það var hinsvegar mun athyglisverðara að hlusta á hagfræðing samtaka finnska atvinnulífsins, sem sagði aðild að ESB og upptöku Evrunnar hafa gert gríðarlega mikið fyrir Finnland. Þeir þættir sem hann nefndi helsta voru:
Lágir vextir
Lág verðbólga
Stöðugleiki í gjaldmiðilsmálum
Hljómar þetta kunnuglega í eyrum Íslendinga? Ó, nei, raunveruleikinn hér á landi er í raun þveröfugur við þetta! Þar að auki býr íslenskt atvinnulíf við gjaldeyrishöft!
Talsmaðurinn sagði það einnig hafa hjálpað til að Finnar hefðu verið búnir að "taka vel til" eftir bankakrísuna sem þeir lentu í um og eftir 1990. Því væri finnska bankakerfið vel statt og í góðu horfi um þessar mundir.
Hann tók það einnig mjög skýrt fram að Evran skaðaði ekki samkeppnishæfni Finnlands, þar sem þeir væru sjálfir búnir að gera það sem gera þyrfti, til þess að halda samkeppnishæfninni. Hér á það kannski við "hver veldur er á heldur" ?
Við gætum sennilega lært margt af Finnum og greinilegt að þeir hafa tekið mjög skynsamlega á málum - og af yfirvegun.
Ps. Samkvæmt "fjarlægðarrökunum" ætti t.d. Kýpur alls ekki að vera í ESB, þar sem fjarlægðin til Brussel til Nikósíu eru heilir 2907 km! Það er þó ekki nema 2134 km frá Reykjavík til Brussel!
Kýpur fer með formennsku í ESB um þessar mundir.
15.8.2012 | 15:12
Margrét Tryggvadóttir skilur ekki afstöðu Ögmundar
Á MBL.is stendur þetta:
"Eins fylgjandi og ég er því að spyrja þjóðina og láta hana ráða sem mestu um hag sinn og bera ábyrgð á ákvörðunum sínum finnst mér þessi spurning ekki tímabær fyrr en samningur liggur fyrir, segir Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, á heimasíðu sinni í dag um það hvenær rétt sé að halda þjóðaratkvæði um inngöngu í Evrópusambandið.
Margrét segist sjálf ekki treysta sér til þess að svara því fyrirfram hvort hún vilji ganga í Evrópusambandið áður en samningur um inngöngu liggur fyrir. Þótt hún viti heilmikið um sambandið séu ýmis atriði sem eftir sé að sjá hvernig verði leyst. Þá segist hún kunna því illa að vera stillt upp við vegg.
Þetta er stór ákvörðun og ég tel mig ekki hafa nægar upplýsingar til að taka ákvörðun fyrr en samningur liggur fyrir. Ég myndi hins vegar vel treysta mér til að svara því hvort halda skyldi viðræðum áfram, geyma þær þar til mál skýrast eða draga umsóknina til baka, segir hún ennfremur.
Þá gagnrýnir hún þá afstöðu Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, að kjósa eigi sem fyrst um það hvort ganga eigi í Evrópusambandið eða ekki og segist ekki fá skynsamlegan botn í þá afstöðu hans."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2012 | 15:05
Ný kona framkvæmdastjóri Já-Ísland!
Á vef Já-Ísland stendur:

"Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Já Íslands frá og með 15. ágúst. Hún lauk B.A gráðu í stjórnmálafræði árið 2008 en áður stundaði hún nám í iðnrekstrarfræði við Tækniháskóla Íslands.
Sigurlaug Anna starfaði sem verkefnisstjóri rannsóknar á íbúalýðræði við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands árin 2008-2011 ásamt því að stunda meistaranám við sömu deild í opinberri stjórnsýslu.
Sigurlaug Anna hefur tekið þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins, einkum á sviði sveitarstjórnarmála.Hún er varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði, situr í fræðsluráði Hafnarfjarðar, er varaformaður stjórnar fulltrúaráðs sjálfstæðisfélagannaí Hafnarfirði, sat í stjórn Sjálfstæðisfélagsins Fram í Hafnarfirði frá 2007 2011, þar af sem formaður í 2 ár.Enn fremur hefur hún átt sæti í stjórn málefnanefndar Sjálfstæðisflokksins um innanríkismál.
Sigurlaug hefur setið í Íþrótta- og tómstundanefnd Hafnarfjarðar og í stjórn starfsmenntasjóðs Starfsmannafélags Hafnarfjarðar. Hún situr núna í stjórn félags stjórnmálafræðinga.
Sigurlaug Anna sat í stjórn og framkvæmdastjórn samtakanna Heimili og skóli landssamtök foreldra, á árunum 2009-2010, auk þess sem hún var framkvæmdastjóri samtakanna um tíma.
Sigulaug Anna hefur tekið virkan þátt í starfi tengdu Evrópumálum bæði á vettvangi Sjálfstæðisflokksins og í félagsskap Evrópusinna. Hún hefur meðal annars setið í stjórn Já Íslands.
Sigulaug Anna var ráðin úr hópi umsækjenda en Capacent annaðist ráðningarferlið."
Evrópusamtökin óska Sigurlaugu til hamingju með starfið og velfarnaðar í því!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2012 | 11:07
Ólafur Stephensen í FRBL: Plan B?

Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri FRBL, skrifar góðan leiðara þann 15.8 um ESB-málið og upphlaupið innan VG. Hann segir í byrjun:
"Nú er hafið enn eitt upphlaupið í kringum umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Að þessu sinni á það upptök sín í þingflokki Vinstri grænna, sem telur sig þurfa að friða ESB-andstæðinga í flokknum, og stjórnarandstaðan stekkur að sjálfsögðu á vagninn.
14.8.2012 | 12:28
Jóhanna Sigurðardóttir: Rangt að breyta ferlinu
Á RÚV segir: "Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir einfaldlega rangt að breyta því ferli sem umsókn Íslands að Evrópusambandinu er í núna. Ljúka eigi viðræðum þrátt fyrir vandamál á evrusvæðinu. Formaður utanríkismálanefndar vill ræða málið á Alþingi.
Evrukrísan hefur áhrif
Um helgina stigu tveir ráðherrar VG fram og sögðu að þær vildu endurmeta aðildarumsókn Íslands að ESB. Forsendur hefðu breyst, evrukrísan hefði áhrif á aðildarferlið og ljóst væri að ekki næðist að klára viðræðurnar fyrir kosningar næsta vor.
VG liðar vilja ýmist fresta umsókninni, hætta við, eða láta þjóðina kjósa um áframhaldið, hugsanlega samhliða kosningu um tillögur stjórnlagaráðs 20 október eða í síðasta lagi með næstu Alþingiskosningum.
Aðeins þingmennirnir Björn Valur Gíslason og Þráinn Bertelsson vilja helst halda áfram að óbreyttu. Steingrímur J Sigfússon er í fríi og vill ekki veita viðtal."
14.8.2012 | 11:50
Sema Erla um ESB-moldrokið
Sema Erla Serdar, verkefnastjóri hjá Já-Ísland, skrifaði á DV-bloggið þann 13.ágúst, hugleiðingu vegna moldroksins sem verið er að þyrla upp vegna ESB-málsins. Hún segir:
"Mikið hefur farið fyrir umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu í fjölmiðlum síðustu daga og fara menn mikinn og segja umsóknina vera í vonlausri stöðu" og fresta ætti aðildarviðræðunum, nái ekki að klara þær fyrir kosningar". Er þetta komið til vegna ummæla tveggja ráðherra Vinstri Grænna um endurskoðun á ESB-ferlinu" vegna stöðunnar" í Evrópu. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við HÍ, tók síðar undir með ráðherrunum.
Því verður ekki neitað að Evrópa stendur nú frammi fyrir mestu erfiðleikum sem upp hafa komið í álfunni síðustu áratugi og óvissan er nokkur. Ísland hefur ekki verið nein undantekning á því. En gleymum því hins vegar ekki að samstarfið innan Evrópusambandsins er einmitt tilkomið vegna hamfaranna sem riðu yfir álfuna með tveimur heimsstyrjöldum.
Evrópusambandið var stofnað til þess að takast á við krísur og á því leikur enginn vafi að Evrópusambandið og Evrópa muni jafna sig á þessum erfiðleikum, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem sambandið stendur frammi fyrir erfiðleikum, og eflaust ekki það síðasta. Óvissan er því einungis um hvernig. Framtíð Evrópu hefur alltaf verið óljós, framtíð Íslands er óljós, enda veit enginn hvað framtíðin ber í skauti sér. Það er þó engin ástæða til þess að fara að slíta viðræðum við Evrópusambandið, enda er framtíð okkar og annarra ríkja í Evrópu samtvinnuð."
13.8.2012 | 17:37
ESB-málið og "peningarökin"
Skyndilega er ESB-málið orðið mál málanna aftur og sú umræða inniheldur alltaf "peningarökin" þ.e. þá afstöðu NEI-sinn að þetta ferli kosti svo ofboðslega mikið!
Á sama tíma og íslenskt efnahagslíf er í gjaldeyrishöftum og með (alþjóðlega séð) ónothæfan gjaldmiðil! Sem kostar þetta sama atvinnulíf langtum meira heldur en umsóknin að ESB - nokkurntímann!
Já, postular hins óbreytta ástands eru stundum beinlínis spaugilegir!
13.8.2012 | 17:13
ESB-málið er galopið bændum!
Hliðar ESB-málsins geta hreinlega tekið á sig hinar afkáralegustu myndir. Nú kvartar Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknar yfir því að hversu lítið samráð hafi verið haft við bændur í ESB-málinu.
Málið er hinsvegar að bændur hafa haft nákvæmlega sama aðgang að ESB-málinu og aðrir hagsmunahópar! Þetta kemur því úr hörðustu átt.
Bændur hafa hinsvegar "límt sig fasta" við varnarlínur, sem í raun þýddu að ESB-ætti nánast að taka upp landbúnaðarstefnu Íslands og þær voru látnar líta þannig út að nánast ógerningur var að ganga að þeim.
En þetta var að sjálfsögðu "taktík" Bændasamtakanna - sem gerði og það að verkum að þau máluðu sig út í horn í ESB-málinu!
Í frétt á heimasíðu Bændablaðsins, segir í ályktun frá síðasta Búnaðarþingi: "
Aðildarviðræður við Evrópusambandið
Markmið: Búnaðarþing 2012 krefst þess að varnarlínur BÍ verði virtar í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins. Stjórnvöld setji tafarlaust fram samningsmarkmið sem verndi með skýrum hætti hagsmuni íslensks landbúnaðar.
Leiðir: Fulltrúar BÍ komi þessum skilaboðum búnaðarþings með skýrum hætti á framfæri í nefndarstörfum vegna ESB-umsóknar stjórnvalda. Stjórn BÍ komi þeim með sama hætti á framfæri við íslensk stjórnvöld og sendifulltrúa Evrópuríkja hérlendis.
Framgangur: Stjórn BÍ er falið að vinna áfram að málinu af þunga."
Takið eftir hinu athyglisverða rauða letri (ES-bloggið breytti!). Hafa bændur ekki komið þessu hressilega á framfæri? Það vita allir af þessum varnarlínum - yfir hverju eru menn að kvarta eiginlega?
13.8.2012 | 12:34
Vilja menn gömlu aðferðina?
Það eru s.s. engar fréttir að Evrópa, Bandaríkin og stór hluti hins alþjóðlega hagkerfis glíma við mikinn vanda um þessar mundir.
Stöðugt er verið að finna lausnir og vinna í gangi til að takast á við vandann, og það er nú gert með því að funda um málin, en ekki með vopnaskaki, eins og hefði kannski verið gert einu sinni!
Að þessu hæðast menn á ákveðnum fjölmiðlum, sem eru á móti ESB-aðilidinni og tala í niðrandi tóni um neyðarfundi og þess háttar.
Vilja menn sem tala á þessum nótum tækla málin með "gömlu aðferðinni" ?
Annars er nokkuð athyglisvert svar sem kom við fyrirspurn um ástandið í Grikklandi, sem kom frá Illuga Gunnarssyni fyrir þinglok. Spurningar Illuga voru þessar:
1.Hvaða undirbúningur hefur farið fram hjá stjórnvöldum vegna mögulegrar útgöngu Grikklands úr evrusamstarfinu og þeirra afleiðinga sem hún gæti haft?
2.Hvaða vinnuhópar hafa verið stofnaðir í þessum tilgangi, hvernig eru þeir skipaðir og hver eru verkefni þeirra?
3.Hefur málið verið tekið upp með formlegum hætti í ríkisstjórninni og ef svo er, þá hvenær?
4.Hvernig er samráði við Seðlabanka Íslands vegna þessa háttað?
Það verður að segjast eins og er að það sem kemur hér fram í svarinu um Bandaríkin og Bretland, verður að teljast athyglsivert. Bretland er jú með sjálfstæðan gjaldmiðil og ætti því að geta gjaldfellt hann. En það er nokkuð sem talsmenn krónunna telja mikinn kost við hana. Ekkert er hinsvegar í kortunum í Bretlandi sem segir að þar séu menn að velta fyrir sér gengisfellingu á pundinu.
Leturbreyting er ES-bloggsins.
Heildarsvarið er þetta:
"1. Hvaða undirbúningur hefur farið fram hjá stjórnvöldum vegna mögulegrar útgöngu Grikklands úr evrusamstarfinu og þeirra afleiðinga sem hún gæti haft?
Stjórnvöld fylgjast grannt með alþjóðlegri efnahagsþróun og ekki síst í okkar helstu viðskiptalöndum. M.a. hefur fulltrúi efnahags- og viðskiptaráðuneytisins í Brussel fylgst með fundum og umræðum á vettvangi Evrópusambandsins. Reglubundið er farið yfir þróun efnahagsmála í umheiminum í ráðherranefnd um efnahagsmál þar sem embættismenn ráðuneyta, forstjóri Fjármálaeftirlitsins og seðlabankastjóri hafa gert grein fyrir mati á stöðunni á evrusvæðinu. Í grófum dráttum er matið eftirfarandi:
Í sumum aðildarlöndum Evrópusambandsins fara saman alvarleg bankakreppa og ríkisfjármálakreppa og flest bendir til að kreppan sé að að herða tök sín á evrusvæðinu. Staða ríkja innan evrusvæðisins er þó mjög misjöfn og því reynir á samstarfsvilja landanna við lausn vandans eins og m.a. hefur komið fram í umfjöllun um Grikkland og Spán. Í Bandaríkjunum eru nokkur batamerki, en atvinnuleysi er enn mikið og skuldir ríkissjóðs áhyggjuefni. Bakslag gæti því komið í efnahagsbatann í Bandaríkjunum ef vandinn í Evrópu vindur enn meira upp á sig. Skuldir og halli á rekstri hins opinbera í Bandaríkjunum eru raunar meiri en á evrusvæðinu. Sama á við um Bretland. Sterk tengsl fjármálakerfisins bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi við Evrópu valda því að markaðir í þessum löndum, t.d. hlutabréfamarkaðir, eru næmir fyrir ástandi og þróun mála þar. Því er líklegt að alvarleg kreppa í Evrópu verði jafnframt alþjóðleg kreppa. Vegna þess að kreppur af því tagi sem nú herja á mörg Evrópulönd ráðast af flóknu samspili efnahagslegra og pólitískra þátta eru þær lítt fyrirsjáanlegar. Áhrifin á íslenskt efnahagslíf eru að mörgu leyti óljós en vel fjármagnaðir viðskiptabankar og höft á fjármagnsflutninga draga verulega úr líkum á alvarlegum fjármálalegum óstöðugleika. Samið hefur verið um lengingu lána ríkissjóðs og gjaldeyrisforðinn er mikill sem hvort tveggja stuðlar að stöðugleika. Dýpkandi kreppa í okkar mikilvægustu viðskiptalöndum mun þó óumflýjanlega hafa neikvæð áhrif á innlendan hagvöxt og getur þar með gert örðugra að aflétta gjaldeyrishöftunum.
* Fjármögnun ríkissjóðs er enn viðkvæm fyrir áföllum en staða ríkissjóðs er rúm og ekki þörf fyrir endurfjármögnun næstu missirin.
* Efnahagsreikningar innlendra fjármálastofnana eru að mestu leyti í íslenskum krónum í formi innlána. Bein áhrif af stöðu mála á erlendum mörkuðum verða því takmörkuð.
* Fjárfesting lífeyrissjóða erlendis hefur legið niðri frá haustinu 2008. Eignir sjóðanna hafa aukist um tæpan þriðjung en hlutfall erlendra eigna hefur lækkað um 12% frá sama tíma.
* Minnkandi eftirspurn á heimsmarkaði mun að öllum líkindum hafa áhrif á verðlag mikilvægustu útflutningsafurða, fiskafurða og áls. Mikilvægir markaðir fyrir fiskafurðir eru í löndunum í Suður-Evrópu sem nú eiga í mestum vanda. Ef samdráttur verður verulegur og langvarandi má búast við meiri áhrifum en í kjölfar fjármálakreppunnar 20082009.
* Vaxandi hætta yrði á að áform um fjárfestingar í orkufrekum iðnaði og ferðamannaiðnaði festist sem aftur hefði neikvæð áhrif á aðra fjárfestingu.
* Verði upplausn á evrusvæðinu má búast við verulegum samdrætti í kjölfarið. Ef efnahagslegur samdráttur á heimsvísu verður 5% má búast við að hagvöxtur á Íslandi minnki um a.m.k. 1% frá því sem ella hefði orðið.
* Fjárfesting gjaldeyrisforðans byggist á mjög varfærinni stefnu og gjaldeyrisjöfnuður Seðlabankans er jákvæður, þ.e. eignir hans í erlendri mynt eru hærri en skuldir.
2. Hvaða vinnuhópar hafa verið stofnaðir í þessum tilgangi, hvernig eru þeir skipaðir og hver eru verkefni þeirra?
Sérstakir vinnuhópar hafa ekki verið settir á stofn af þessu tilefni, en allt hefðbundið viðbúnaðarkerfi virkjað. Ráðherranefnd um efnahagsmál fylgist reglubundið með framvindu mála, m.a. með því að fá mat fagstofnana á þjóðhagslegum áhrifum þróunarinnar í Evrópu. Milli Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins er skilgreint og náið samstarf varðandi fjármálastöðugleika. Umboð nefndar um fjármálastöðugleika hefur nýlega verið endurnýjað á grunni nýrrar verklýsingar og verður málið einnig til umfjöllunar á þeim vettvangi. Stýrihópur um losun gjaldeyrishafta, sem í eiga sæti ráðherrar efnahags- og viðskiptamála og fjármála ásamt seðlabankastjóra og forstjóra Fjármálaeftirlitsins hefur fjallað um málið og samráðs er gætt á þeim vettvangi. Áhersla er lögð á að vakta þróunina sem best og að fyrir liggi skýr ábyrgð á viðbrögðum hjá þeim aðilum sem tilgreindir hafa verið og koma að mismunandi þáttum málsins. Sérstakir vinnuhópar til að fjalla um tiltekna þætti kunna að verða settir á laggirnar en enn sem komið er hefur það ekki þótt tímabært.
3. Hefur málið verið tekið upp með formlegum hætti í ríkisstjórninni og ef svo er, þá hvenær?
Já, málið hefur verið tekið upp í ríkisstjórn og var síðast rætt á fundi hennar hinn 5. þ.m.
4. Hvernig er samráði við Seðlabanka Íslands vegna þessa háttað?
Seðlabanki Íslands hefur það hlutverk að uppfæra stöðugt mat sitt á þjóðhagslegum áhrifum fjármálakreppunnar á evrusvæðinu. Bankinn hefur tekið saman og kynnt minnisblöð um hugsanleg áhrif fjármálakreppunnar á evrusvæðinu í ráðherranefnd um efnahagsmál og jafnframt gert minnisblöð um fjármagnshöftin og afnámsáætlun og rætt í stýrihópi um það efni. Seðlabankastjóri, eftir atvikum ásamt aðstoðarseðlabankastjóra, hefur mætt á fundi þar sem um þessi mál er fjallað að viðstöddum ráðherrum og embættismönnum."
10.8.2012 | 07:36
Ertu Evrópusinni?

Þetta skemmtilega próf má finna á DV.is - endilega spreytið ykkur!
http://www.dv.is/blogg/sema-erla/2012/8/7/ertu-evropusinni-taktu-profid/
9.8.2012 | 18:15
Kosið um ESB: Bryndís Pétursdóttir í FRBL
Bryndís Pétursdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, skrifaði í byrjun ágúst tölfræðilega þétta grein um ESB og segir meðal annars:
"Kosið var um aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu í fjórtán aðildarríkjum sambandsins af 27. Þessi ríki eru Danmörk og Írland árið 1972, Austurríki, Finnland og Svíþjóð árið 1994 og Eistland, Lettland, Litháen, Malta, Pólland, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland og Ungverjaland árið 2003.
Í flestum ríkjum voru niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar afgerandi. Aðild hefur oftast verið samþykkt með 60-90 prósentum atkvæða og kosningaþátttaka hefur almennt verið góð. Nokkur ríki skera sig þó úr hvað þetta varðar. Þannig var aðild samþykkt með litlum meirihluta í Svíþjóð (52,3%), Möltu (53,6%) og Finnlandi (56,9%) en kjörsókn í þessum ríkjum var góð (70-90%). Í öðrum ríkjum var stuðningur við aðild að ESB hins vegar afgerandi en kjörsókn lítil. Þannig var aðild samþykkt í Ungverjalandi með 83,3% atkvæða en aðeins 45,6% kjörsókn, í Slóvakíu með 93,7% atkvæða og 52,1% kjörsókn og í Tékklandi með 77,3% atkvæða og 55,1% kjörsókn. "9.8.2012 | 18:09
Evrópa unga fólksins í FRBL
Evrópumálin hafa víða skírskotun, það sést best í grein sem Guðmundur Ari Sigurjónsson Nemi í tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ skrifar í FRBL þann 7.8 um Evrópu unga fólksins:
"Evrópa unga fólksins eða EUF er styrkjaáætlun sem ætluð er ungu fólki á aldrinum 13-30 ára og þeim sem starfa með ungu fólki. EUF býður upp á sjö tegundir styrkja sem allir eiga það sameiginlegt að snúa að ungu fólki. Þessir sjö flokkar eru: ungmennaskipti, frumkvæði ungs fólks, lýðræðisverkefni, sjálfboðaliðastarf, þjálfun og samstarf, fundir ungs fólks og námskeið í Evrópu.
9.8.2012 | 11:48
Jón Sigurðsson um Framsókn - stöðu og horfur - á Pressan.is
Jón Sigurðsson, fyrrum formaður Framsóknarflokksins, vakti nýverið athygli fyrir pistil á www.pressan.is um Framsóknarflokkinn og stöðu hans nú. Hér fer maður með afburðaþekkingu á málefnum flokksins og kemur víða við.
Þar fjallar hann um Evrópumál innan flokksins, en eins og kunnugt er hefur flokkurinn kúvent í afstöðu sinni eftir að skipulagsfræðingurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, tók við stýrinu.
Jón segir forystu flokksins "hamslausa" gagnvart þeim sem eru jákvæðir gagnvart ESB og vilja t.d. klára samningaviðræðurnar:
"Það er ekkert nýtt að meirihluti Framsóknarmanna sé andvígur aðild. En málflutningur forystumanna flokksins nú er undarlega hamslaus og Evrópusinnum er ekki sýndur félagsandi innan flokksins. Þeim er vísað á dyr, svo sem dæmi um einn fyrrverandi þingmann flokksins sýnir."
Þetta eru nokkuð þung orð og gefa til kynna að umburðarlyndi sé ekki eitt af aðalsmerkjum flokksins um þesar mundir - það sé ein lína sem ráði ferðinni - og hún skuli ráða ferðinni. Enda hafa margir Evrópusinnaðir einstaklingar sagt sig úr flokknum. Umræðan um Evrópu er fyrirferðamikil í öðrum miðflokkum á Norðurlöndum, en ritara er ekki kunnugt um að þar hafi menn sagt sig úr flokkum af sömu ástæðum og Jón ræðir.
Óneitanlega gerir þetta Framsóknarflokkinn einsleitari og jafnframt ólýðræðislegri.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir