4.12.2010 | 12:08
Graham Avery: Afstaða bænda kemur á óvart

Enginn í Brussel hefur nokkurn áhuga á að draga úr landbúnaði á Íslandi, sem engum ógnar samkeppnislega í Evrópu. Landbúnaðarstefnan er að auki í endurskoðun eins og fiskveiðistefnan. Þessar endurskoðanir hafa allar verið í eina átt: til frekari uppbyggingar eða þróunar í dreifbýli.
Ég held að þetta sé áhugavert fyrir Ísland og hver veit, sem aðildarríki þá gæti meginlandið jafnvel lært eitthvað af ykkur. Til dæmis hvernig þið farið að því að stunda landbúnað á afskekktum svæðum við svona óhagstæð skilyrði.
En ég man ekki eftir neinu tilfelli þar sem bændur hafa ekki haft áhuga á því að kynna sér þetta. Oft voru þeir hikandi eða jafnvel tortryggnir, enda er það í eðli mannsins að vantreysta breytingum. En stundum eru breytingar til góða."
3.12.2010 | 22:19
Írland og áhrif ESB aðildar: Frá vanþróun og fátækt yfir í hátækni
Fyrir þá sem hafa áhuga má benda hér á afara athyglisverða lesningu um Írland og áhrif ESB-aðildar á landið.
Í stuttu máli má segja að þetta fyrrum bláfátæka og vanþróaða landbúnaðarland, hafi eftir aðild þróast yfir í að vera hátæknivætt (útflutnings)ríki.
Yfirlitið byrjar svona: ,,Most experts agree that Irelands membership of the European Union has greatly facilitated our move from an agricultural based economy to one driven by hi-tech industry and global exports.
Back in the 1950s, while many other European nations were benefiting from a phase of rapid post-war industrial based recovery, Irelands economy was struggling badly."
Menn eru fljótir að gleyma!
Evrópumál | Breytt 4.12.2010 kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.12.2010 | 22:09
Stefán Benediktsson um evruna og eilífðina
Stefán Benediktsson, skrifar áhugaverða greiningu á Evru-málinu á Eyjubloggið: Stefán segir:
,,Víða ræða menn um að evran sé að hrynja eða falla, að þjóðverjar muni hætta með evruna eða að Evrópu verði skipt í þróuð og vanþróuð lönd.
Umræðan mótast af umhverfin sem hún fer fram í. Þekking manna á Þýskalandi eða Evrópu er, þökk sé fjölmiðlum, afar takmörkuð eða í besta falli harla lítil."
Hann skiptir pistlinum í "vondar" og "góðar" fréttir. Byrjum á þeim vondu:
,,Í evrulöndum eru meðalskuldir af landsframleiðslu um 85%. Belgar, Ítalir og Grikkir eru yfir þessu marki en þrettán lönd, þ.e. flest evrulönd, undir.
Fimm evrulönd eru rekin með halla á bilinu 5-15% og halli Íra er 32%. Tveir þriðju af því eru vegna bankaábyrgðanna.
Stór lán falla í gjalddaga hjá Portúgölum, Spánverjum og Ítölum 2011, hjá Grikkjum 2011 og 2015 og hjá Írum 2020.
ESB hefur stofnað björgunarsjóð upp á 750 milljarða evra en af því eru 60% ábyrgðir. Það eru allar líkur á að þessi sjóður mun ekki duga.
Íbúar munu greiða lán sem tekin verða vegna ríkissjóðsvanda en lán til að halda bönkunum gangandi verða endurgreidd af þeim bönkum sem lifa af.
Stjórnvöld evrulanda geta ekki lækkað laun og hækkað verð með gengisfellingu. Þau geta ekki velt kostnaðinum yfir á skattgreiðendur með verðbólgu. Þau verða að hagræða og skera. Flest eru reyndar byrjuð á því af krafti."
Og þær góðu: ,,Vandi banka og ríkja í evrulöndum er í evrum. Tekjur og skuldir eru í evrum. Evrurnar sem þú þénar eru jafn mikils virði og evrurnar sem þú skuldar.
Lánsfjárframboð í Evrópu er mikið, bara á mismunandi kjörum. Írar leituðu til hjálparsjóðs ESB af því að hann bauð betri vexti en bankarnir, ekki vegna þess að það vildi enginn lána þeim peninga.
Evrulönd flytja meira út en inn, tekjur eru meiri en útgjöld og stærstur hluti í evrum. Það þýðir að þau geta greitt af lánum.
Stærsti vandinn er á næsta ári. Eins og klisjan segir næsta ár verður mjög erfitt, en eina landið með skuldir yfir landsframleiðslu eru Grikkir og staða annarra landa langt frá því ógnvænleg. Árið verður erfitt en vandinn ekki varandi.
Evrulönd eru enn mest aðlaðandi fjárfestingavettvangur í veröldinni í dag, vegna þess að þau eru lengra komin en aðrir í viðbrögðum við kreppunni.
Japan og BNA eru ekki eins langt komin og því ekki eins freistandi, né Asíulönd sem hvort eð er eiga ekki myntir á frjálsum markaði. Evrópa, eða betur sagt: evruheimurinn virkar.
Hjálparsjóðurinn verður stækkaður, einfaldlega vegna þess að það er skynsamlegt, alveg eins og það var skynsamlegt að stofna evruna. Evran er í raun fjölþjóðleg yfirlýsing um að skynsemin ræður.
Evrópu verður ekki skipt í fyrsta og annars flokks þjóðir og engin evrulönd hverfa til fyrri þjóðmynta. Þeir sem halda það, gera sér augljóslega ekki grein fyrir forsendum ESB og fórnarkostnaðinum af því að halda úti smámyntum í heimi stórra mynta, sem er stórskrýtið, því það ættu einmitt allir íslendingar að vita eftir sextíu ára verðbólgu."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
3.12.2010 | 20:18
Mogginn vill að Skotland gangi úr ESB?
Í frétt í Morgunblaðinu í vikunni kom fram að samkvæmt viðtali í BBC-þættinum HARDTALK vildi leiðtogi "Scottish National Party" (SNP) Alex Salmond, ganga úr ESB.
Árvökull lesandi bloggsins benti okkur á þetta og bendir máli sínu til stuðnings á heimasíðu SNP, en þar stendur svart á hvítu: "As members of the EU there will be continue to be open borders, shared rights, free trade and extensive cooperation."
Lesandinn benti á að þegar Alex Salmond væri að tala um "the Union" þá væri hann að öllum líkindum ekki að tala um ESB (European Union) heldur samband Breta og Skota!
Er það ekki bara Mogginn sem vill að Skotland gangi úr ESB?
3.12.2010 | 19:55
Bændaforystan: Reynt að "klína" ábyrgð á okkur!
Greinilegt er að bændaforystan er rasandi vegna þeirra (réttmætu) ábendinga sem komið hafa fram og skrifað hefur verið um hér á blogginu.
Í Fréttablaðinu í dag segir frá leiðara Bændablaðsins í gær, þar sem Haraldur Benediktsson sakar Stefán Hauk Jóhannsson, aðalsamningamann Íslands gagnvart ESB um að reyna ,,að klína ábyrgð" á samtökin vegna ESB-málsins. En eins og kunnugt er hafa Bændasamtökin firrt sig allri ábyrgð á málinu.
Í FRBL segir (og hér er Haraldur að tala um orð Stefáns Hauks frá því um síðustu helgi): ,,Því með þeim sé reynt að klína ábyrgð á bændur" á samningum Íslands við ESB. Þetta viðhorf Stefáns Hauks stórskaðar það traust sem ríkja þarf" milli nefndarinnar og samtakanna, segir Haraldur.
Kveðst Haraldur hafa sent Stefáni Hauki bréf og krafist nánari skýringa á þessum orðum."
Bændur eru í bullandi vörn í málinu, því Stefán Haukur lýsti raunverulegum aðstæðum. Það er raunveruleiki að þegar verið er að ræða landbúnaðarmál, þá er heppilegra að hafa bændur með. Þetta vita menn í Bændahöllinni.
Öll tilkölluð hagsmunasamtök, sem koma með beinum hætti að ESB-málinu eru með, nema bændur!
Allir hjálpa til - nema bændur!
Það er alltaf ánægjulegt að heyra í konum um ESB-málið, en það snertir þær jú ekkert síður en karlmenn. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, stjórnmálafræðingur og formaður Sjálfstæðisfélags Hafnarfjarðar, birti grein í Fréttablaðinu í morgun undir yfirskriftinni: Íslensk heimili þurfa að losna við krónuna.
Þar segir Sigurlaug: ,,Það var afar fróðlegt að lesa grein Guðsteins Einarssonar, kaupfélagsstjóra í Borgarnesi, í Pressunni 2. september sl., þar sem hann fjallar um þær miklu byrðar sem lagðar eru á heimili landsins, vegna þess mikla aukakostnaðar sem krónan veldur, umfram það sem er innan evrunnar. Þetta stafar af því hversu örsmá krónan er (gata í stórborg), sem aftur skapar miklar sveiflur og áhættu, eins og þjóðin hefur mátt kynnast undanfarið. Þessi kostnaður jafngildir því að sá sem tekur 20 milljón króna íbúðarlán, til 25 ára, borgar um 105 þúsund meira á mánuði í 25 ár á Íslandi en ef hann væri í landi með evru. Á 25 árum nemur sú upphæð 32 milljónum. Hér er þó ekki öll sagan sögð.
Mestu kaupmáttartækifærin
Þessi upphæð, 105 þúsund krónur, er tala eftir skatta, þar sem hún er útlagður kostnaður. Þetta þýðir að viðkomandi einstaklingur þarf að hafa um 160 þúsund króna tekjur á mánuði fyrir skatta til greiðslu á kostnaðinum, sem fer í að halda uppi íslensku krónunni. Ef þetta er sett í annað samhengi, þá má benda á að meðaltekjur á Íslandi eru tæpar 400 þúsund krónur. Ef þessar 160 þúsund krónur, sem er 40% af launum fyrir skatta, vegna mánaðarlegs kostnaðar krónunnar, eru dregnar frá eru tekjur næstum því helmingi lægri - eða 240 þúsund! Ef skattar eru um 130 þúsund, þá eru ráðstöfunartekjur eftir skatta 270 þúsund til að lifa af. Af þessum 270 þúsundum fara 105 þúsund í krónuskatt eða um 40% af ráðstöfunartekjunum þannig að eftir eru einungis 165 þúsund! Ef hægt væri að losna við þetta 105 þúsund króna þrælaálag krónunnar með upptöku evru væri það mesta kaupmáttaraukning sem nokkurn tíma hefði orðið. Kaupmátturinn myndi aukast um 40% fyrir þennan einstakling án þess að íþyngja atvinnulífi - þvert á móti myndi krónuskattinum einnig verða aflétt af atvinnulífinu."
Síðan segir Sigurlaug: ,,Lántökur Íslendinga í erlendri mynt sem hófust í kringum árið 2005 voru í raun ekkert annað en flótti undan íslenskum lánakjörum, vöxtum og verðbólgu.
Kostnaður við að halda uppi allt of litlum gjaldmiðli - krónunni - sem kemur fram í háum vöxtum, verðbólgu og verðtryggingu - jafngildir sambærilegri upphæð og íbúðin eða húsið sem keypt er. Ónýtur gjaldmiðill er því að sá þáttur sem mest hefur grafið undan efnahagslegu sjálfstæði Íslendinga á umliðnum árum, og þar með sjálfstæði þjóðarinnar. Það er mál til komið að snúa af þeirri leið."
Hún lýkur grein sinni með þessum orðum:
,,Hafa ber í huga í umræðum um ESB að um er að ræða samband sjálfstæðra ríkja sem upphaflega er stofnað til til að tryggja frið og frjáls viðskipti innan Evrópu. Innan Evrópusambandsins virkar ákveðið samtryggingakerfi sem eftirsóknarvert er að vera innan en erfitt er að standa utan. Það eru hagsmunir sambandsins að öllum aðildarríkjunum vegni vel, lög og reglur séu virtar á milli þeirra og að ríkin séu sjálfbær. Það er ekki með nokkru móti hægt að halda því fram að Evrópusambandið hafi áform um annað en að Íslandi og Íslendingum vegni sem allra best."
3.12.2010 | 15:43
The Economist: Ekkert vit í að yfirgefa Evruna
Hið virti tímarit, The Economist, fjallar í grein frá því í gær, um Evruna. Blaðið varar sterklega við því að Evran verði brotin upp eða yfirgefin. Blaðið segir hrikalegan kostnað fylgja því, m.a. tæknilegan, þ.e.a.s. uppfæra tölvukerfi, bankakerfi, og svo framvegis.
Blaðið segir að hinn sameiginlegi innri markaður ("single market") Evrópu hafi gert meira en nokkuð annað í að "hnýta" Evrópu saman. Falli hann, sé hætta á að ESB sjálft liðist í sundur.
The Economist segir einnig að það sé hreinlega "ekkert vit" í því fyrir lönd að yfirgefa Evruna og leggur blaðið á það áherslu að ráðmenn ESB verði að bregðast hratt við til að vinna gegn vandamálunum. Þau krefjist samvinnu á margan hátt.
Blaði segir að minnstu tilburðir landa til þess að yfirgefa Evruna leiði til ..."Any hint that a weak country was about to leave would lead to runs on deposits, further weakening troubled banks. That would result in capital controls and perhaps limits on bank withdrawals, which in turn would strangle commerce. Leavers would be cut off from foreign finance, perhaps for years, further starving their economies of funds." M.ö.o: Innistæður myndu renna út, setja þyrfti höft á hagkerfin/peningakerfin, sem myndi leiða til viðskiptahindrana og minni viðskipta.
Blaðið talar um í byrjun að ýmislegt hafi gerst í gjaldmiðlamálum í gegnum tíðina, þjóðir hafi yfirgefið gullfótinn svokallaða, horfið frá beintengingum við aðra gjaldmiðla o.s.frv.
Lokaorðin eru þessi: "Breaking up the euro is not unthinkable, just very costly. Because they refuse to face up to the possibility that it might happen, Europes leaders are failing to take the measures necessary to avert it." Að hætta með Evruna er ekki óhugsandi, en mjög kostnaðarsamt. Og blaðið segir ráðmenn í Evrópu verða að grípa til aðgerða, svo það gerist ekki. Þeir megi ekki gleyma að sá möguleiki er til staðar, að Evran geti brotnað.
Skilaboðin eru e.t.v. þau að Evran er eins og hver annar gjaldmiðill, það þarf að fara vel með hann og hugsa um hann!
3.12.2010 | 14:55
Bréf innan úr stjórnsýslunni um hina meintu AÐLÖGUN!!
Andstæðingar ESB-aðilda hrópa hvað þeir geta: Aðlögun, aðlögun, aðlögun, eins og það sé versti hlutur í heimi!
Evrópusamtökunum barst tölvupóstur frá aðila innan stjórnsýslunnar, sem vinnur að málum sem tengjast viðræðuferlinu við ESB.
Eins og kunnugir vita, þá fékk stjórnsýsla landsins nánast falleinkunn í Rannsóknarskýrslu Alþingis, sem kom út í vor.
Og í sambandi við aðildarumsóknina þá stendur Íslendingum til boða svokallaðir IPA-styrkir frá ESB, sem m.a. miða að því að betrumbæta og nútímavæða íslenska stjórnsýslu.
Þessu hafa ráðherrar VG-hafnað og hrópa þess í stað orð á borð við ,,mútur og svo framvegis, segja að það sé verið að ,,kaupa Íslendinga!
En kíkjum aðeins á bréf viðkomandi starfsmanns:
,,Framkvæmdastjórnin lítur í öll horn og þá ekki aðeins varðandi framkvæmdina, heldur einnig mannauðsmál, upplýsingatæknimál og samstarf við aðrar stofnanir. Þannig vinnum við núna af krafti að samstarfssamningum við þær ótal stofnanir sem við erum í samstarfi við og í kjölfar þessa hefur verið ákveðið að setja upp í hvaða feril mál eiga að fara og verklagsreglur, sem segja nákvæmlega til um hvernig stjórnsýslunni á að vera háttað á hverju sviði.
Þetta er búið að vera í bígerð í áratugi, en kemst núna í verk.
Að mörgu leyti erum við þó vel í stakk búin til að mæta þessu verkefni. Ég sé ekkert neikvætt við þessa naflaskoðun, sem íslenska stjórnsýslan er sett í, þvert á móti held ég að þetta sé af hinu góða og í raun nauðsynlegt og eðlilegt í ljósi þeirrar gagnrýni, sem stjórnsýslan fékk í þeim skýrslum er birtar hafa verið í kjölfar hrunsins.
Ég er þeirrar skoðunar að þessi sjónarmið þyrftu að koma fram. Hér er ekki um aðlögun að ræða, heldur er stjórnsýslan látin analýsera sjálfa sig og hún síðan borin saman við alvöru stjórnsýslu ESB.
Þarna erum við því að mínu mati á leið inn í best practice stjórnsýslu í heiminum!
Aðlögun væri hins vegar ef við værum að taka upp þeirra framkvæmd að fullu, kerfi o.s.frv. Þarna eru menn svolítið að rugla saman hlutum.
(Leturbreyting: ES-bloggið)
2.12.2010 | 21:33
100 mikilvægustu hugsuðir 2010
Tímaritið Foreign Policy birtir á hverju ári lista yfir 100 mikilvægustu hugsuðina, að mati tímaritsins.
Í ár er það Warren Buffet sem er í efsta sæti og á hæla honum kemur Bill Gates. Þarna er einnig að finna David Cameron, Clinton-hjónin og Aung San Suu Kyi.
Tarja Halonen, forseti Finnlands er þarna líka, sem og Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía, í fyrsta sinn.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2010 | 21:17
Árið 2010 metár í úthlutun evrópskra styrkja frá MEDIA áætlun ESB og Eurimages kvikmyndasjóði Evrópuráðsins til íslenskra kvikmynda
Í fréttatilkynningu segir frá MEDIA-áætluninni á Íslandi segir: ,,Árið 2010 var metár í úthlutun styrkja frá evrópsku kvikmynda-sjóðunum til íslenskra verkefna, en ríflega 836 þúsund evrum (ríflega 136 milljónum króna á meðalgengi ársins) var úthlutað frá Eurimages kvikmyndasjóði Evrópuráðsins og MEDIA áætlun ESB til að framleiða og dreifa íslenskum kvikmyndum sem og til að sýna evrópskar kvikmyndir á Íslandi. Þetta sýnir kjark og dugnað íslenskra kvikmyndagerðarmanna í erfiðu árferði.
Um þessar mundir eru 18 ár frá því að Ísland byrjaði að taka þátt í MEDIA áætlun ESB. Á þessum tíma hefur verið úthlutað um 800 milljónum íslenskra króna til íslenskra fyrirtækja til að undirbúa gerð kvikmynda og til framleiðslu þeirra og til íslenskra dreifenda til að sýna um 100 evrópskar kvikmyndir á Íslandi. Þá hafa 12 íslenskar kvikmyndir fengið úthlutað tæpum 250 milljónum til að styrkja sýningar þeirra í samtals 27 löndum.
Þá verða í janúar 2011 liðin 21 ár síðan Íslendingar byrjuðu að taka þátt í Eurimages, kvikmyndasjóði Evrópuráðsins. Síðan þá hafa 26 íslenskar kvikmyndir fengið úthlutað 5.991.304 evrum eða um 910 milljónum íslenskra króna til framleiðslu. Þá hafa íslensk framleiðslufyrirtæki tekið þátt í framleiðslu 11 evrópskra kvikmynda sem samtals fengu úthlutað 4.373.081 evrur og hefur hluti þeirrar upphæðar verið úthlutað til íslensku framleiðslufyrirtækjanna og verið eytt hér á landi. Þá hafa níu íslenskar kvikmyndir fengið styrki til færa þær á stafrænt form uppá tæpar 120 þúsund evrur og tveir dreifingarstyrkir hafa borist á árinu til dreifingar á íslenskri kvikmynd uppá 12.500.- evrur."
ESB er ekki bara fiskur og landbúnaður!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2010 | 19:11
Jón Daníelsson í Viðskiptablaðinu: Ekkert Microsoft, Google eða Dell á Írlandi án ESB - Írar notið góðs af Evrunni
Í Viðskiptablaði dagsins er að finna áhugavert viðtal við Jón Daníelsson, hagfræðing. Í viðtalinu ræðir hann m.a. málefni Írlands og segir:
,,Stærstu mistök Íra voru gerði í október 2008 þegar þeir ákváðu að leggja að jöfnu innistæður almennings og aðrar skuldir bankanna. Þeir lofuðu ríkisábyrgð á öllum skuldum bankanna í þeirri von að nægur stöðugleiki myndi skapast til að halda bönkunum starfandi.
Þetta segir Jón að Írar hafi aldrei þurft að gera þetta, heldur að Írar hafi einungis þurft að ábyrgjast innistæður, eins og önnur lönd. Þetta hafi valdið gremju meðal annarra ríkja, sem sökuðu Íra um skort á samstöðu.
Í viðtalinu segir Jón að Írland hafi notið góðs af Evrunni:
,,Viðskiptajöfnuður landsins er jákvæður í dag eins og hann var áður. Útflutningsgeiri Írlands, sá hluti þjóðarbúsins sem er viðkvæmastur fyrir gengi gjaldmiðla, er sterkur og mun halda áfram að vera svo.
Vandamál þeirra snýr að einkaneyslu. Ég held því að Evran muni gagnast þeim ágætlega áfram. Ef ekki væri fyrir hana hefðu stórfyrirtæki eins og Microsoft, Google og Dell ekki sett upp starfsstöðvar í landinu. Þau gerðu það vegna þess að Írland er í Evrópusambandinu og vegna þess að það er á evrusvæðinu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Andri Geir Arinbjarnarson skrifar áhugaverða hugleiðingu á Eyjuna. Hann skrifar:
,,Þá er aðeins einn mánuður eftir af fyrsta áratug nýrrar aldar sem hefur einkennst af öfgafullum sveiflum og agaleysi. Vonandi verður hann sá versti á öldinni.
Næsti áratugur verður áratugur uppgjörs og stefnumörkunar. Þá verður þjóðin að svara aðkallandi spurningum um framtíðina og setja kúrsinn á eitthvað haldbærara markmið en ófarir annarra.
Meðal þess sem þarf að taka afstöðu til er:
Hverjir eru framtíðaratvinnuvegir þjóðarinnar?
Hvaða gjaldmiðil ætlum við að nota?
Hvers konar velferðarkerfi höfum við efni á?"
Síðar í pistlinum snýr Andri sér m.a. að ESB-málinu og segir:
,,Þegar við höfum markað okkur skýra framtíðarsýn er miklu auðveldara að taka á spurningunni hvort ESB aðild muni verða hjálp eða hindrun? Það er mun skynsamlegra að líta á ESB aðild og evruna sem tól og tæki sem getur fært okkur að settu markmiði, en ekki öfugt.
Ekkert tæki eða tól á síðustu 100 árum hefur fært Þjóðverjum meiri völd í Evrópu en evran. Þýskaland í dag er meira efnahagslegt veldi og með meiri áhrif um alla Evrópu í krafti evrunnar en þýska marksins. Hún er auðvita vandmeðfarin eins og dæmin í Grikklandi og Írlandi sýna. En röksemdafærslan má ekki vera á þann veginn að við séum meiri skussar en Írar og Grikkir og því sé evran engin töfralausn hér. Við megum ekki afskrifa evruna af því að við viljum halda í skussana! Við verðum að hafa aðeins meiri trú á okkur en svo." (Leturbreyting, ES-blogg)
Blogg Andra er hér, en þar er oft margt áhugavert!
2.12.2010 | 16:44
(Kjúklinga)spjótin standa á Jóni Bjarnasyni!
Vefur Vísis greinir frá: ,,Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur kallað eftir upplýsingum til að geta lagt mat á hvort innlendir kjúklingaframleiðendur ná að sinna eftirspurn neytenda. Búist er við að staðan skýrist betur á allra næstu dögum.
Samtök verslunar og þjónustu hafa krafist þess að Jón Bjarnason, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, heimili aukinn innflutning á kjúklingi. Þess er ennfremur krafist að aðflutningstollar af kjúklingi verði afnumdir.
Í bréfi sem forsvarsmenn SVÞ sendu ráðherra í dag segir að vegna gríðarlegrar aukningar á salmonellusmitum hér á landi, með tilheyrandi förgun, nái framleiðendur ekki að anna eftirspurn.
Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi ráðherra, segir þessi mál til skoðunar í ráðuneytinu en getur ekkert sagt til um líkur á því að farið verði að kröfum samtakanna."
Þetta er forvitnilegt mál og hversvegna? Jú, ef innlendir framleiðendur kjúklinga geta ekk skaffað kjúklinga, hvar eigum við Íslendingar þá að fá kjúklinga?
Eyjan er einnig með áhugaverða frétt um málið!
MBL.is er líka með frétt um kjúlla-málið!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.12.2010 | 15:32
Sjálfum okkur verst?
2.12.2010 | 08:17
Kjúklingurinn angrar Jón Bjarnason
Það mæðir mikið á yfirmanni Bjarna Harðarsonar, Jóni Bjarnasyni (mynd), ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðarmála.
Hann fór t.d. alveg úr jafnvægi á Alþingi um daginn þegar mönnum dirfðist að gagnrýna ráðningu sonarins, Bjarna Jónssonar, í nefnd um dragnótaveiðar á vegum ráðuneytis pabba síns.
Já, svona gerast "kaupin á eyrinni" á "nýja Íslandi"! Er þetta ekki alveg í samræmi við kröfur um betri íslenska stjórnsýslu í kjölfar hrunsins og harða gagnrýni á hana frá Alþingi?
En svo er það "kjúllinn" og salmonellan sem eru að stríða Jóni! Borið hefur á skorti á íslenskum kjúklingi vegna salmonellu-smits og fjallað er um þetta í Fréttablaðinu í dag. Þar segir:
,,Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara ehf., hafði samband við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið í sumar sökum fyrirsjáanlegs skorts á kjúklingi á markaðnum vegna salmonellusýkingar hjá framleiðendum.
Leifur fer fram á það í bréfi sínu, dagsettu 30. júlí síðastliðinn, fyrir hönd Aðfanga og verslana Haga, sem eru eigendur Ferskra kjötvara, að leyfi fyrir auknum innflutningi á kjúklingi verði skoðað innan ráðuneytisins. Leifur ítrekaði beiðni sína 5. ágúst.
Að sögn Leifs hafði Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri framleiðslu- og markaðsskrifstofu ráðuneytisins, samband við hann símleiðis í kjölfarið og sagðist hafa athugað stöðuna meðal framleiðenda. Ekki væri að sjá að von væri á skorti á vörunum og því ekki ástæða til að endurskoða innflutningskvóta á erlendum kjúklingi.
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði í samtali við Fréttablaðið í fyrradag að ráðuneytinu hefðu aldrei borist formlegar fyrirspurnir um rýmkun á kvóta né heldur athugasemdir varðandi skort á kjúklingi á markaðnum."
Þetta er athyglisvert: Hver er að segja satt í málinu? Hvar liggur sannleikurinn? Hvar er bréf Leifs?
Jón Bjarnason hefur sagt að íslenskur kjúklingur sér "bestur" og almenningur þurfi ekki að óttast smit í kjúklingi. Hann sér heldur enga ástæðu til þess að auka framboðið á kjúklingi erlendis frá, þegar íslenskir framleiðendur eru að glíma við salmonellu.
Í frétt FRBL í dag segir ennfremur:
,,Það er ekki hægt að horfast í augu við þessa vitleysu, hvað sem ráðherra segir," segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Öllu innfluttu kjöti fylgir heilbrigðisvottorð og ekkert kemur inn í landið án þess að hafa verið fryst í 30 daga."
Andrés segir ráðherra vera grímulaust að ganga á hagsmuni neytenda og hann sinni engu um þeirra þarfir. Það eina sem honum gengur til er að vernda hagsmuni innlendra framleiðenda. Þeir hafa hvað eftir annað átt við salmonellusýkingar, sem leiða svo til þess að framleiðendur geta ekki sinnt þörfinni á markaðnum," segir hann."
Í framhaldi af þessu öllu saman er einnig hægt að spyrja: Eru íslenskir kjúklingar betri en útlenskir og af hverju? Eru íslenskir kjúklingar ekki aldir upp á innfluttu fóðri? Og hvernig er meðferðin á fóðrinu? Ritari veit eð erlendis er fóðrið hitað til þess að losna við smit.
Hver var að tala um matvælaöryggi?
(Frétt FRBL um málið frá því í gær)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir